Endurheimt vot- og þurrlendis & kolefnisspor garðyrkjunnar Flashcards

1
Q

Hver er lagalega skilgreiningin á votlendi?

A

Mýrar, flóar, fen og vötn.
Náttúruleg og tilbúin.
Varanleg eða óvaranleg.
Með kyrru vatni eða rennandi.
Fersku, hálfsöltu og söltu.
Þ.á.m. sjór allt að 6 m dýpi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er skilgreiningin á votlendi á mannamáli?

A

Vistkerfi þar sem vatn er lykilþáttur. Ef við fjarlægjum vatnið, breytist vistkerfið alveg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hverjar eru þrjár helstu gerðir íslenskra mýra?

A
  1. Hallamýrar
  2. Flóamýrar
  3. Flæðimýrar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hver eru sérkenni hallamýrar? 6 atriði

A
  1. Allt að 10°halli
  2. Vatn berst með aðrennsli ofan frá og regnvatni
  3. Næringerfnaríkar vegna jarðvegsvatnsins
  4. Tegundaríkar, mikil spretta
  5. Mjög einkennandi fyrir Ísland, finnst minna erlendis
  6. Gjarnan stöðuvatn við neðri enda mýrarinnar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hver eru sérkenni flóamýrar? 6 atriði

A
  1. Flatt land. Viðnám í mó er mikið og vatnið seytir hægt út.
  2. Næringarefnarýrari en hallarmýri, en þó næringarrík ef hún er staðsett neðan fjallshlíðar
  3. Er að megninu til úr regnvatni, en eitthvað jarðvegsvatn
  4. Rýr spretta, fífur og starir algengar. Gulstör - finnst hvergi annars staðar í Evrópu en á Íslandi
  5. Tjarnir algengar
  6. Sífreri finnst í þeim hátt til fjalla (rústir)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hver eru sérkenni flæðimýrar? 6 atriði

A
  1. Flatt land. Meðfram sjó (sjávarfitjar) og ám í flóðum.
  2. Vatnið ekki alltaf til staðar - flæðir inn á svæði, myndar keldur, flæðir svo út aftur
  3. Næringaefnaríkar - frjósömustu vistkerfi Íslands
  4. Næring berst með steinefnaríkum árburði
  5. Spretta mikil
  6. Fáar tegundir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er hálfdeigja?

A

Votlendi sem liggur á mörkum mýrar og flæðilands. Finnst í dag helst sem illa framræst land.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig myndast mór?

A

Plöntuleifar deyja niður að hausti, en haldast órotnaðar í mýrum vegna bleytu og súrefnisleysis. Mó helst vel á vatni og viðheldur þar með mýrunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig myndast þúfur?

A

Grasbítar stíga alltaf á sömu svæðin, þjappa þar niður rótarmottuna, en landið þeirra á milli helst í sömu hæð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað einkennir mýrar? 4 atriði

A
  1. Vatnssósa jarðvegur / vatnssveiflur
  2. Loftfirrtar aðstæður
  3. Oft þykkur jarðvegur
  4. Mikið lífrænt efni í hálfrotnuðum plöntuleifum (mór)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hverjar eru þrjár jarðvegsgerðir mýrlendis?

A
  1. Mójörð - staðsett fjarri gosbeltinu. Nokkuð næringarsnautt.
  2. Svartjörð - á gosbeltinu þar sem er mikið af seinefnum vegna áfoks. Einkennandi fyrir Ísland. Næringarríkt.
  3. Votjörð - Lítið kolefni, mikið lífrænt efni. Mjög frjósamur. Fjær gosbelti en svartjörð.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er bleytuburi?

A

Sphagnum mosi / Barnamosi. Verður til í mýrum, innan um annan gróður. Hafa anti-fungal eiginleika. Notað sem bleyjur til forna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er sérstakt við íslenskar mýrar? 7 atriði

A
  1. Gríðarlega útbreiddar
  2. Jarðvegurinn er berggrunnur, aska og áfok
  3. Basískari en mýrar erlendis (~pH5)
  4. Meira magn af P og N en erlendis
  5. C/N hlutfall mun lægra en erlendis
  6. Frjósamari og meira um æðplöntur en erlendis (pípukerfi)
  7. Hallarmýrar algengari hér en erlendis
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvernig voru mýrar nýttar til forna? 3 atriði

A
  1. Mógrafir - mór til uppkveikju
  2. Reyðingur - vel fastbundinn mór notaður til húsbygginga (klambrar)
  3. Flæðiengi slegin og beitt
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvernig voru áveitur nýttar til forna?

A
  1. Flæðiengi búin til í leysingum á vorin svo landið yrði frjósamara og sléttara
  2. Ríkisstyrkt verkefni til þessa upp úr árinu 1900
  3. Víðfemt kerfi áveituskurða um allt suðurland
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvenær breyttist hugarfarið og yfir í framræslu?

A

Um 1940, þegar tækjavæddur búskapur tók að aukast í kring um WW2

17
Q

Hver þótti ávinningurinn vera af framræslu lands?

A
  1. Þurrara land þurfti undir þungan vélbúnaðinn sem farið var að nota.
  2. Búa til beitarland
  3. Landmerkjaskurðir í stað girðinga
18
Q

Á hvaða tímabili voru ríkisstyrkir til framræslu lands?

A

1942-1993. Náði toppi um 1970 en fór svo að dala.

19
Q

Hvaða skaða hefur framræsla í för með sér? 5 atriði

A
  1. Aukið jarðvegsrof - bakkar hrynja og fjúka
  2. Næringarsnautt ræktarland því útskolun með regnvatni er mikil
  3. Vatnsgæði versna - járn safnast í loftfyrrtum mýrarjarðvegi og lekur út í áveituskurðina og myndar rokgjörn efni
  4. Búsvæði keldusvíns skemmdust og tegundin hvarf
  5. Flórgoði á válista lengi vel
20
Q

Hvenær var Kyoto bókunin lögð fram og um hvað fjallaði hún?

A

Árið 1992. Tillaga um að skoðaðir yrðu möguleikar til endurheimtar votlendis sem aðgerð til að mæta skuldbindingum í loftslagsaðgerðum.

21
Q

Hvað er það sem veldur CO2 losun Íslendinga?

A

75% er brennsla jarðefnaeldsneytis. 25% er jarðvegseyðing og breytt landnýting

22
Q

Hvað er jarðvegsöndun?

A

Ljóstillífun skapar plöntur, sem skapa jarðveg þegar þær brotna niður. Þar lifa litlar lífverur sem fæða stærri lífverur. Þær fæða okkur osfrv. Allar lífverur, frá gróðri til stærstu dýra, anda frá sér kolefni.

23
Q

Hvers vegna er minni CO2 losun úr mýrarjarðvegi?

A

Hann er súrefnissnauður og aðstæður til niðurbrots skertar. Kolefni bætist í votlendið, frekar en losna út í andrúmsloftið.

24
Q

Hvaða afleiðingar hefur ofbeit á þurrlendi?

A

Beitardýr sækja í gulvíði, loðvíði og stórvaxnar plöntur eins og hvönn. Fyrir vikið hverfa tegundir sem eru háðar skjóli frá þeim. Gróður lækkar, gróðurlögum fækkar og berangur myndast.

25
Q

Hvað er rask?

A

Ferli eða atburður sem breytir vistkerfum. Af völdum náttúruafla eða manna.

26
Q

Hvað er lífskurn?

A

Lífræn jarðvegsskán.
Samfélag blágrænubaktería, þörunga, sveppa, fléttna og mosa.
Oft undanfari frekari gróðurframvindu.

27
Q

Hvernig myndast og viðhelds lífskurn?

A

Myndast þar sem lítil hreyfing er á yfirborði, og í kjölfar áburðargjafar. Viðkvæm fyrir áfoki og traðki.

28
Q

Hvaða gagn gerir lífskurn? 5 atriði

A
  1. Vinnur N úr andrúmsloftinu
  2. Áhrif á vatnsbúskap
  3. Einangrar yfirborð, minnkar uppgufun
  4. Eykur stöðugleika yfirborðs
  5. Getur fangað fræ og skapað skilyrði fyrir spírun
29
Q

Hvað er uppblástur?

A

Gróðureyðing af völdum vinds og vatns - sár og rof í gróðurþekju

30
Q

Hvað er örfoka land?

A

Svæði þar sem alvarleg jarðvegseyðing hefur átt sér stað. Lífræn efni á bak og burt, fræforði rýr, nakin auðn, lítil vatnsheldni.

31
Q

Hver er grundvöllur fyrir því að landnám plantna gangi upp í vistheimt? 3 atriði

A
  1. Vernda svæðið gegn áfoki, beit, raski, frostlyftingu og hnjaski.
  2. Skapa skilyrði með skjóli og lífrænu efni.
  3. Vatn, næringarefni og ljós þarf að vera til staðar. Erfiðara á móbergslögum gosbeltisins því land er rýrara.
32
Q

Hvernig skiptir landslag máli í vistheimt?

A
  1. Framboð vatns og næringarefna er breytilegt
  2. Land flyst til fyrir tilstilli vatns, vinda og dýra
  3. Framboð auðlinda háð landslagi, jarðvegseiginleikum og gróðurþekju
33
Q

Hvaða tól eru í verkfærakistu vistheimtar? 5 atriði

A
  1. Uppgræðsla
  2. Gróðursetning trjáplantna
  3. Áburðargjöf
  4. Eyðing ágengra tegunda
  5. Hækkun vatnsyfirborðs, ofl
34
Q

Hvað gefur íslenskri garðyrkjuframleiðslu mesta forskotið?

A

Hér er framleidd umhverfisvæn og hrein orka. Ræktun í gróðurhúsum hér á landi er því með mun minna kolefnisspor en erlendis, á meðan útiræktun hér er ekki að skora hátt.

35
Q

Hvaða framleiðsla kemur verst út m.t.t. kolefnisspors?

A

Ræktun sumarblóma, en hún er með 5% hærra kolefnisspor en ef þau eru flutt inn.

36
Q

Hvaða framleiðsla kemur best út m.t.t. kolefnisspors?

A

Framleiðsla afskorinna blóma. Kolefnissporið er aðeins 6% af því sem samskonar blóm eru framleidd í Hollandi og flutt hingað inn.
Við ættum að hætta að flytja inn afskorin blóm!!!

37
Q

Hvar stendur ylræktun grænmetis m.t.t. kolefnisspors?

A

Innlend framleiðsla er með lægra kolefnisspor, eða að meðaltali einungis 50% af kolefnisspori innfluttra afurða. Þar skorar salat best, eða aðeins 26% á við innflutta afurð.
Hér er mikið sóknarfæri!!

38
Q

Hvar stendur útiræktun grænmetis m.t.t. kolefnisspors?

A

Aðeins ögn minna kolefnisspor en af innfluttri afurð, að meðaltali 90%.

39
Q

Hvar stendur garðplöntuframleiðsla trjáa og runna m.t.t. kolefnisspors.

A

Kolefnisspor innlendrar framleiðslu er aðeins helmingur á við innflutta afurð.