Endurheimt vot- og þurrlendis & kolefnisspor garðyrkjunnar Flashcards
Hver er lagalega skilgreiningin á votlendi?
Mýrar, flóar, fen og vötn.
Náttúruleg og tilbúin.
Varanleg eða óvaranleg.
Með kyrru vatni eða rennandi.
Fersku, hálfsöltu og söltu.
Þ.á.m. sjór allt að 6 m dýpi
Hver er skilgreiningin á votlendi á mannamáli?
Vistkerfi þar sem vatn er lykilþáttur. Ef við fjarlægjum vatnið, breytist vistkerfið alveg.
Hverjar eru þrjár helstu gerðir íslenskra mýra?
- Hallamýrar
- Flóamýrar
- Flæðimýrar
Hver eru sérkenni hallamýrar? 6 atriði
- Allt að 10°halli
- Vatn berst með aðrennsli ofan frá og regnvatni
- Næringerfnaríkar vegna jarðvegsvatnsins
- Tegundaríkar, mikil spretta
- Mjög einkennandi fyrir Ísland, finnst minna erlendis
- Gjarnan stöðuvatn við neðri enda mýrarinnar
Hver eru sérkenni flóamýrar? 6 atriði
- Flatt land. Viðnám í mó er mikið og vatnið seytir hægt út.
- Næringarefnarýrari en hallarmýri, en þó næringarrík ef hún er staðsett neðan fjallshlíðar
- Er að megninu til úr regnvatni, en eitthvað jarðvegsvatn
- Rýr spretta, fífur og starir algengar. Gulstör - finnst hvergi annars staðar í Evrópu en á Íslandi
- Tjarnir algengar
- Sífreri finnst í þeim hátt til fjalla (rústir)
Hver eru sérkenni flæðimýrar? 6 atriði
- Flatt land. Meðfram sjó (sjávarfitjar) og ám í flóðum.
- Vatnið ekki alltaf til staðar - flæðir inn á svæði, myndar keldur, flæðir svo út aftur
- Næringaefnaríkar - frjósömustu vistkerfi Íslands
- Næring berst með steinefnaríkum árburði
- Spretta mikil
- Fáar tegundir
Hvað er hálfdeigja?
Votlendi sem liggur á mörkum mýrar og flæðilands. Finnst í dag helst sem illa framræst land.
Hvernig myndast mór?
Plöntuleifar deyja niður að hausti, en haldast órotnaðar í mýrum vegna bleytu og súrefnisleysis. Mó helst vel á vatni og viðheldur þar með mýrunum.
Hvernig myndast þúfur?
Grasbítar stíga alltaf á sömu svæðin, þjappa þar niður rótarmottuna, en landið þeirra á milli helst í sömu hæð.
Hvað einkennir mýrar? 4 atriði
- Vatnssósa jarðvegur / vatnssveiflur
- Loftfirrtar aðstæður
- Oft þykkur jarðvegur
- Mikið lífrænt efni í hálfrotnuðum plöntuleifum (mór)
Hverjar eru þrjár jarðvegsgerðir mýrlendis?
- Mójörð - staðsett fjarri gosbeltinu. Nokkuð næringarsnautt.
- Svartjörð - á gosbeltinu þar sem er mikið af seinefnum vegna áfoks. Einkennandi fyrir Ísland. Næringarríkt.
- Votjörð - Lítið kolefni, mikið lífrænt efni. Mjög frjósamur. Fjær gosbelti en svartjörð.
Hvað er bleytuburi?
Sphagnum mosi / Barnamosi. Verður til í mýrum, innan um annan gróður. Hafa anti-fungal eiginleika. Notað sem bleyjur til forna.
Hvað er sérstakt við íslenskar mýrar? 7 atriði
- Gríðarlega útbreiddar
- Jarðvegurinn er berggrunnur, aska og áfok
- Basískari en mýrar erlendis (~pH5)
- Meira magn af P og N en erlendis
- C/N hlutfall mun lægra en erlendis
- Frjósamari og meira um æðplöntur en erlendis (pípukerfi)
- Hallarmýrar algengari hér en erlendis
Hvernig voru mýrar nýttar til forna? 3 atriði
- Mógrafir - mór til uppkveikju
- Reyðingur - vel fastbundinn mór notaður til húsbygginga (klambrar)
- Flæðiengi slegin og beitt
Hvernig voru áveitur nýttar til forna?
- Flæðiengi búin til í leysingum á vorin svo landið yrði frjósamara og sléttara
- Ríkisstyrkt verkefni til þessa upp úr árinu 1900
- Víðfemt kerfi áveituskurða um allt suðurland