Gróðurbelti Flashcards
Hvað er gróðursamfélag?
Samfélag plantna með sömu kröfur.
Hver eru veðurfarsbeltin 4?
Kulda-, kaldtemprað-, heittemprað- og hitabelti.
Hvað einkennir veðurfar Íslands?
Kaldur íshafs loftmassi úr norðursjó mætir tempraða loftmassans sem berst með golfstraumnum.
Hvað er gróðurbelti?
Víðáttumikið gróðursamfélag.
Hver eru gróðurbeltin 7?
- Freðmýri/sífreri/túndra
- barrskógabeltið
- laufskógabeltið
- gresja/steppa
- eyðimerkur
- savanna/staktrjáaslétta
- regnskógar.
Hvað er freðmýri/sífreri/túndra?
Þurrlendi á norðurhveli jarðar þar sem frost fer aldrei alveg úr jörðu. Um 20% þurrlendis jarðar.
Hvernig eru skilyrði í freðmýri? 3 atriði
- Lítil úrkoma, í formi snævar.
- Kaldir og langir vetur, stutt og svöl sumur.
- Næringarrír og grunnur jarðvegur.
Hvernig er gróðurfar í freðmýri?
Lyng, fléttur, skófir, mosi og grös. Yfirleitt fjölærar, blaðsmáar plöntur.
Hvernig hafa plöntur aðlagast skilyrðum freðmýrar? Nefndu 8 atriði.
- Ljóstillífa við mjög lágt hitastig.
- Þroska blóm og fræ snemma.
- Oftast fjölærar.
- Oft dökkar til að hamstra hita.
- Hæring, vaxhúð, þúfulaga vaxtarlag sem vindvörn og gegn útgufun
- Blóm háplantna áberandi - fáir frjóberar, þurfa að sjást vel. Hækkar líka hitastig inni í blóminu.
- Lágvaxnar jurtir - nýta hitann frá dökkum jarðveginum
- Vetrarforði/vatnsforði - stólparætur
Hverjar eru nytjar freðmýra fyrir okkur?
Villijurtir, garðplöntur með þekjandi vaxtarlag og sérkennilegt útlit.
Hvernig dýralíf finnst í freðmýrum?
Aðallega skordýr og fuglar
Hvað er barrskógabeltið?
Gróðurbelti sem liggur sunnan við freðmýrar. Stærsta gróðrbelti jarðar, stærsti hluti þess í Síberíu.
Hvernig eru skilyrði í barrskógabeltinu?
Lítil úrkoma, aðallega á sumrin. Langir, kaldir og þurrir vetur og stutt, svöl og vot sumur. Næringarsnauður, súr og grunnur jarðvegur.
Hvernig er gróðurfar í barrskógabeltinu?
Kuldaþolin barrtré, fléttur, skófir, mosar. Flestar plöntur sígrænar, fáar háplöntutegundir.
Hvernig hafa plöntur aðlagað sig að aðstæðum barrskógabeltisins? Nefndu 6 atriði.
- Grunnt rótarkerfi - grunnur jarðvegur
- Lauf oftast í formi nála, með vaxhúð - kuldi, vindur, útgufun
- Skuggþolnar tegundir og harðgerðar
- Berfrævingar fjölga sér aðallega með vindfrjóvgun.
- Uppmjótt vaxtarlag og sveigjanlegar greinar - snjófarg
- Ljóstillífun möguleg við mjög lágt hitastig, jafnvel á veturna
Hverjar eru nytjar barrskógabeltisins fyrir okkur?
Mikilvægar tegundir í íslenskri skógrækt; sitkagreni, síberíulerki, stafafura. Mikilvægir timburiðnaðinum.
Hvernig dýralíf finnst í barrskógabeltinu?
Fáar spendýrategundir, aðallega fuglar og skordýr. Margir farfuglar.
Hvernig tengjast barrskógabeltið og freðmýri Íslandi?
Gróðurbelti Íslands er á mörkum freðmýrar og barrskógabeltis. Freðmýrar finnast í svo kölluðum rústum á miðhálendinu og 500 m. y/s. Skógarmörk óljós og óskilgreind.
Hvað eru rústir?
Bungur sem myndast þegar yfirborð hækkar með frostlyftingu í gróðri, en veðrast með tímanum og rofna. Þá myndast oft tjarnir við jaðar rústanna, þannig myndast margar mýrar.
Hvað er laufskógabeltið?
Liggur við mörk barrskógabeltisins, nær miðbaug.
Hvernig eru skilyrði í laufskógabeltinu?
Mikil úrkoma. Mildir, stuttir vetur og hlý sumur. Þykkur og frjósamur jarðvegur.
Hvernig er gróðurfar í laufskógabeltinu?
Lauffellandi tré, runnar, blóm, burknar og mosar. Mikil tegundafjölbreytni.
Hvernig hafa plöntur aðlagað sig að aðstæðum í laufskógabeltinu? Nefndu 8 atriði.
- Lóðrétt lagskipting tegunda.
- Lauf eru í ýmsum stærðum, frekar þunn og flöt - stærri flötur til ljóstillífunar
- Rótarkerfi djúpt og umfangsmikið,
- Trjákrónur oftast kúlulaga og stór - nógu mörg lauf til að geta ljóstillífað nóg
- Flest blómstra á vorin, fyrir laufgun - Frjókorn berast betur langar leiðir
- Vindfrævun er algengust, en allar frævunarleiðir finnast.
- Lauffall á haustin - ljóstillífa ekki á veturna, spara svona orku og minnka rakatap. Minni líkur á að greinar brotni vegna snjóþunga á laufin.
- Vetrarforði - Næring flyst frá laufum og inn í æðakerfi trésins að hausti
Hverjar eru nytjar laufskógabeltisins?
Viður, aldin, jurtir og dýr.
Hvað er lóðrétt lagskipting tegunda?
Tegundir sem vaxa þar sem laufþekjan er lítil hopa og deyja þegar laufþekjan þykknar og aðrar tegundir taka við.
Hvernig dýralíf finnst í laufskógabeltinu?
Mikil tegundafjölbreytni spendýra, skordýra, fugla, skriðdýra og nokkur froskdýr.
(Aðlögun dýra: Piparfetari, fiðrildi sem breytti um lit v. mengunar á Englandi)
Hvaða þrjár tegundir TRJÁA laufskógabeltisins finnast villtar á Íslandi?
- Birki (betula pubescens)
- Reynir (sorbus acuparia)
- Blæösp (Populus tremula)
Hvað er eina tegund laufskógabeltisins sem finnst sem frumherjaplanta á Íslandi?
Fjalldrapi (Betula nana)
Hvaða fjórar víðitegundir laufskógabeltisins finast villtar á Íslandi?
- Loðvíðir (salix lanata)
- Fjallavíðir (Salix arctica)
- Grasvíðir (Salix herbacea)
- Gulvíðir (Salix phylicifolia)
Hvað eru gresjur/steppur?
Taka við af laufskógabeltinu, nær miðbaug. Þetta eru bestu landbúnaðarsvæði jarðar, finnast aðallega á norðurhveli í meginlandsloftslagi.
Hvernig eru skilyrði á gresjum?
Einkennast af þurrka- og regntímabilum annars vegar, eða svölum vetrum og hlýjum sumrum. Úrkoma í meðallagi, jarðvegur þykkur og næringarríkur.
Hvernig er gróðurfar á gresjum?
Grös og blómjurtir. Lítið um hávaxnar tegundir.
Hvernig hefur gróður aðlagað sig að skilyrðum á gresjunum? Nefndu 5 atriði
- Þola þurrkatímabil, afrán grasbíta og/eða gróðurelda.
- Vaxtarbrum oft neðanjarðar og rætur liggja djúpt.
- Lauf eru ílöng og mjó til að draga úr útgufun.
- Safna vatni og næringu - í stofn, greinar, rætur
- Fella lauf á þurrkatímum - minnka útgufun
Hvaða nytjar eru á gresjum?
Frjósömustu landbúnaðarlönd jarðar.
Hvernig dýralíf finnst á gresjum?
Ýmis spendýr, fuglar, skordýr og skriðdýr.
Hvað eru eyðimerkur?
Þurrast allra gróðurbelta, liggur við heitari mörk gresja.
Til eru tvennskonar eyðimerkur. Hvernig eru skilyrði í hvorri gerð fyrir sig?
- Heitar eyðimerkur: Þurrt og heitt yfir daginn, en dægursveifla oft mikil og getur farið í brunagadd á nóttunni.
- Kaldar eyðimerkur: Þurrt, en mun lægra hitastig og getur jafnvel snjóað. Hálendi Íslands er víða slík eyðimörk.
Í báðum gerðum er úrkoma lítil sem engin og jarðvegur sendinn og þurr með litlu hlutfalli lífrænna efna.
Hvernig er gróðurfar eyðimarka?
Runnar, smávaxin tré og kaktusar. Einstaka smávaxin blómplanta.
Hvernig hefur gróður aðlagast skilyrðum eyðimarka? Nefndu 6 atriði
- Sumar blómstrandi tegundir blómstra oft á ári ef rignir nóg.
- Lauf oft smá, leðurkennd, hærð eða vaxkennd, jafnvel ummynduð í nálar eða gadda - minnkar útgufun
- Mjög djúpstætt og/eða víðfemt rótarkerfi - ná raka djúpt í jarðvegi
- Rakasöfnun í forðahnýðum, stöngli og/eða rótum.
- Dvalaform algengt - tímabil þurrka og næringarskorts
- Varnir gegn grasbítum: þyrnar, gaddar, þykk lauf, þykkur börkur.
Haða nytjar eru í eyðimörkum?
Varla nokkrar.
Hvernig dýralíf finnst í eyðimörkum?
Skriðdýr, skordýr, fuglar og stöku spendýr.
Hvað er savannah/staktrjáaslétta?
Þurrt gróðurbelti með mikla gróðurþekju, en litla tegundafjölbreytni. Aðallega að finna í hitabeltinu og þekur um 50% lands Afríku.
Hvernig eru skilyrði á staktrjáasléttum?
Heitir og þurrir vetur, oft alveg regnlaust í marga mánuði. Stutt og mjög rigningasöm sumur. Jarðvegur þunnur og rýr. Gróðureldar tíðir.
Hvernig er gróðurfar á staktrjáasléttum?
Grös að mestu, tré og runni á stangli. Mikil gróðurþekja, en engir skógar.
Hvernig hefur gróður aðlagað sig að aðstæðum staktrjáaslétta? Nefndu 6 atriði
- Djúpstætt rótarkerfi.
- Vatn og næring geymt í forðageymslum.
- Dvali á þurrkatímum. Grös klára líftíma sinn hratt.
- Brum neðanjarðar til að þola gróðurelda.
- Smá laufblöð, oft ummynduð - gegn útgufun og beit
- Vörn gegn grasbítum: þyrnar, bragðvond lauf, lykt, sterkur börkur.
Hvaða nytjar eru af staktrjáasléttum?
Afar litlar, nema helst í formi veiða.
Hvernig dýralíf finnst á staktrjáasléttum?
Spendýr, fuglar, skriðdýr og skordýr.
Hvað eru regnskógar?
Tegundafjölbreyttasta gróðurbelti jarðar, bæði flóru og fánu. Liggur eins og belti allan hringinn í kring um miðbaug.
Hvernig eru skilyrði í regnskógunum?
Þar eru alltaf fullkomin skilyrði fyrir plöntur, enginn árstíðamunur. Hlýtt og næg rigning allt árið. Jarðvegur þunnur og rýr, því hringrásin er svo hröð að jurtir ná ekki að brotna niður og safnast upp í lífrænum massa.
Hvernig er gróðurfar í regnskógunum?
Mesta tegundafjölbreytni jarðar. Tré, runnar, blóm, grös, sveppir og annarskonar jurtir.
Hvernig hefur gróður aðlagast skilyrðum í regnskógunum? Nefndu 6 atriði
- Tré gjarnan mjög há til að ná trjákrónum upp úr gróðurþykkni og í sólarljósið.
- Rótarkerfi grunnt og víðfemt, loftrætur algengar.
- Börkur mjúkur og sléttur,
- lauf oft vaxkennd og ydd í endann til að losna við umfram raka og verja gegn þörungavexti.
- Skrúfstæð blaðskipan til að minnka samkeppni um ljós.
- Frævun oftast með skordýrum, dýrum og fuglum.
Hvaða nytjar eru af regnskógunum?
Timbur það helsta og skógarhögg fyrir ræktun. Slíkt skógarhögg er ekki sjálfbært því jarðvegurinn er rýr og jafnar sig jafnvel aldrei þegar næringarforðinn hefur verið kláraður.
Hvernig dýralíf finnst í regnskógunum?
Það fjölbreyttasta á jörðinni. Skordýr, spendýr, fuglar, skriðdýr og froskdýr.
Lýstu dvalarforminu laukmyndun. Nefndu 8 atriði.
- Inniheldur öll plöntulíffærin; rót, stöngul, lauf, blómvísa
- Líffæri ummyndast til að þola langan þurrkatíma
- Lauf orðin þykk forðageymslublöð - laukgeirar
- Stöngull breytist í laukköku - Rótarklessan neðst
- Vaxtarbrum geymast í blaðöxlum forðageymslublaðanna
- Ystu lauf lauksins verða að þunnu skæni - vörn gegn ofþornun og nagi smádýra
- Vex hratt úr dvala, þarf bara vatn og réttan hita
- Myndar hliðarlauka ef hún missir laufblöð vegna t.d. grasbíta
Nefndu leiðir til aðlögunar gegn afráni. Nefndu 3 atriði
- Þyrnar - gegn grasbítum og öðrum dýrum (ummynduð laufblöð, útvöxtur úr greinum/barkhúð, þyrnar á laufum)
- Hæring - Brennihár, þétt hæring erfið fyrir pöddur
- Barklag - ver stofn og greinar gegn beit dýra, hnjaski, útgufun