Gróðurbelti Flashcards
Hvað er gróðursamfélag?
Samfélag plantna með sömu kröfur.
Hver eru veðurfarsbeltin 4?
Kulda-, kaldtemprað-, heittemprað- og hitabelti.
Hvað einkennir veðurfar Íslands?
Kaldur íshafs loftmassi úr norðursjó mætir tempraða loftmassans sem berst með golfstraumnum.
Hvað er gróðurbelti?
Víðáttumikið gróðursamfélag.
Hver eru gróðurbeltin 7?
- Freðmýri/sífreri/túndra
- barrskógabeltið
- laufskógabeltið
- gresja/steppa
- eyðimerkur
- savanna/staktrjáaslétta
- regnskógar.
Hvað er freðmýri/sífreri/túndra?
Þurrlendi á norðurhveli jarðar þar sem frost fer aldrei alveg úr jörðu. Um 20% þurrlendis jarðar.
Hvernig eru skilyrði í freðmýri? 3 atriði
- Lítil úrkoma, í formi snævar.
- Kaldir og langir vetur, stutt og svöl sumur.
- Næringarrír og grunnur jarðvegur.
Hvernig er gróðurfar í freðmýri?
Lyng, fléttur, skófir, mosi og grös. Yfirleitt fjölærar, blaðsmáar plöntur.
Hvernig hafa plöntur aðlagast skilyrðum freðmýrar? Nefndu 8 atriði.
- Ljóstillífa við mjög lágt hitastig.
- Þroska blóm og fræ snemma.
- Oftast fjölærar.
- Oft dökkar til að hamstra hita.
- Hæring, vaxhúð, þúfulaga vaxtarlag sem vindvörn og gegn útgufun
- Blóm háplantna áberandi - fáir frjóberar, þurfa að sjást vel. Hækkar líka hitastig inni í blóminu.
- Lágvaxnar jurtir - nýta hitann frá dökkum jarðveginum
- Vetrarforði/vatnsforði - stólparætur
Hverjar eru nytjar freðmýra fyrir okkur?
Villijurtir, garðplöntur með þekjandi vaxtarlag og sérkennilegt útlit.
Hvernig dýralíf finnst í freðmýrum?
Aðallega skordýr og fuglar
Hvað er barrskógabeltið?
Gróðurbelti sem liggur sunnan við freðmýrar. Stærsta gróðrbelti jarðar, stærsti hluti þess í Síberíu.
Hvernig eru skilyrði í barrskógabeltinu?
Lítil úrkoma, aðallega á sumrin. Langir, kaldir og þurrir vetur og stutt, svöl og vot sumur. Næringarsnauður, súr og grunnur jarðvegur.
Hvernig er gróðurfar í barrskógabeltinu?
Kuldaþolin barrtré, fléttur, skófir, mosar. Flestar plöntur sígrænar, fáar háplöntutegundir.
Hvernig hafa plöntur aðlagað sig að aðstæðum barrskógabeltisins? Nefndu 6 atriði.
- Grunnt rótarkerfi - grunnur jarðvegur
- Lauf oftast í formi nála, með vaxhúð - kuldi, vindur, útgufun
- Skuggþolnar tegundir og harðgerðar
- Berfrævingar fjölga sér aðallega með vindfrjóvgun.
- Uppmjótt vaxtarlag og sveigjanlegar greinar - snjófarg
- Ljóstillífun möguleg við mjög lágt hitastig, jafnvel á veturna
Hverjar eru nytjar barrskógabeltisins fyrir okkur?
Mikilvægar tegundir í íslenskri skógrækt; sitkagreni, síberíulerki, stafafura. Mikilvægir timburiðnaðinum.
Hvernig dýralíf finnst í barrskógabeltinu?
Fáar spendýrategundir, aðallega fuglar og skordýr. Margir farfuglar.
Hvernig tengjast barrskógabeltið og freðmýri Íslandi?
Gróðurbelti Íslands er á mörkum freðmýrar og barrskógabeltis. Freðmýrar finnast í svo kölluðum rústum á miðhálendinu og 500 m. y/s. Skógarmörk óljós og óskilgreind.
Hvað eru rústir?
Bungur sem myndast þegar yfirborð hækkar með frostlyftingu í gróðri, en veðrast með tímanum og rofna. Þá myndast oft tjarnir við jaðar rústanna, þannig myndast margar mýrar.
Hvað er laufskógabeltið?
Liggur við mörk barrskógabeltisins, nær miðbaug.
Hvernig eru skilyrði í laufskógabeltinu?
Mikil úrkoma. Mildir, stuttir vetur og hlý sumur. Þykkur og frjósamur jarðvegur.
Hvernig er gróðurfar í laufskógabeltinu?
Lauffellandi tré, runnar, blóm, burknar og mosar. Mikil tegundafjölbreytni.