Vefjafræði Flashcards
Hvað er frumuvefur?
Hópur fruma sem sérhæfa sig í ákveðna átt, ýmist allar eins eða fleiri gerðir saman
Hverjir eru 5 helstu vefir plantna?
- Vaxtarvefur - sér um vöxt plöntunnar, allir aðrir vefir myndast út frá honum
- Húðvefur - þekur allt yfirborð plöntunnar, ofanjarðar og neðan
- Grunnvefur - vefir þar sem vinna plöntunnar fer fram, s.s. ljóstillífun
- Leiðsluvefur 1; Sáldvefur - Sér um flutning næringar frá ljóstillífandi hlutum plantna og niður
- Leiðsluvefur 2;Viðarvefur - Sér um flutning vatns og næringar frá rótum og upp
Þroski plantna veltur á hvaða 3 þáttum?
- Vexti - Óafturkræft. Frumur skipta sér og/eða stækka = gildnun og lengdarvöxtur
- Mótun - endanlegt útlit og hlutverk frumu, ræðst af lokaáfangastað hennar
- Sérhæfingu - endanlegt hlutverk frumu ræðst af lokastaðseningu hennar
Hver eru einkenni vaxtarvefjar? 5 atriði
- Frumur eru í stöðugri skiptingu
- Vöxtur fer fram með frumuskiptingu og frumulengingu
- Lengdarvöxtur = rætur og sprotar í átt að næringu og orku
- Gildnun = eldri plöntuhlutar vaxa út á við og styrkja plöntuhlutana
- Frumur vaxtarvefjar geta sérhæft sig til ýmissa verka
Hvernig líta frumur vaxtarvefjar út? 4 atriði
- Litlar og hnöttóttar, eða aflangar
- Þunnir veggir
- Mikið frymi
- Stórir kjarnar en örlitlar eða engar safabólur
Hvaða tvær gerðir vaxtarvefjar eru til?
- Frumvaxtarvefir
- Síðvaxtarvefir
Hvað gera frumvaxtarvefir?
- Kallast líka vaxtarbroddur
- Myndar nýja vefi frumunnar - frumvefi
- Litlir frumuhópar í endum sprota og róta
Hvaða frumvefi má finna í vaxtarbroddi? 3 atriði
- Frumhúðvef; yfirhúð
2.Grunnvef; tillífunarvefur, þykkhyrnufrumur, steinfrumur - Frumleiðsluvef; frumviðarvefur og frumsáldvefur
Hver er lagskipting fruma í vaxtarbroddi? 3 atriði
- Túnika yst - myndar yfirhúð, skiptng til hliðanna
- Túnika 2 - myndar yfirleitt blaðhold og leiðsluvefi
- Korpuslag - myndar leiðsluvefi og grunnfrumur, skiptir sér bæði þvert og langsum
Hvað er innskotsvaxtarlag? 3 atriði
- Frumvefur sem finnst aðallega í einkímblöðungum og og í stönglum við blaðfætur
- Veldur lengdarvexti
- Er gjarnan rétt fyrir ofan hné grasa
Hvað er vaxtarlag? 4 atriði
- Kallast öðru nafni síðvaxtarvefur
- Út frá vaxtarlagi myndast vefir sem kallast síðvefir
- Eitt frumulag að þykkt, rétt fyrir innan yfirborð stöngla og róta
- Liggur á milli viðarvefjar (nær miðju) og sáldvefjar (nær yfirborði)
Hvaða tvær gerðir vaxtarlaga eru algengastar?
- Viðarvaxtarlag - stuðlar að þykknun trjástofna
- Korkvaxtarlag - stuðlar að myndun nýs barkar
Hvað einkennir húðvef? 4 atriði
- Þekur allt yfirborð plöntu, ofan jarðar og neðan
- Verndar innri vefi plöntunnar fyrir áreiti og skaða
- Stjórnar flutningi efna inn og út úr plöntunni
- Skiptist í yfirhúð og korkhúð
Hvað er yfirhúð og hvaða hlutverk hefur hún? 4 atriði
- Þétt, samfelt lag lifandi fruma
- Yfirhúðarfrumur ofanjarðar innihalda oft kútín til að verja gegn útgufun. Aldrei kútín á rótum
- Samsett úr yfirhúðarfrumum og varafrumum; varaopum
- Oft er hæring á yfirhúð
Hvaða hlutverki gegna varaop og hvernig líta þau út? 7 atriði
- Tryggja loftskipti
- Liggja tvær og tvær saman og mynda rauf í yfirhúðina
- Þær spennast í sundur þegar þær eru vel safaspenntar og hleypa þá raka út
- Þær haldast lokaðar í þurrki til að spara vatn
- Í tvíkímblöðungum eru varaopin á víð og dreif um yfirhúðina og eru eins og púsluspil í laginu
- Í einkímblöðungum raðast þau í skipulagðar raðir og eru aflöng í laginu
- Innihalda mikið af grænukornum - ljóstillífa
Hvaða hlutverki gegnir hæring yfirhúðar? 3 atriði
- Þau draga úr vindhraða og útgufun
- Vörn gegn meindýrum; stinga, takmarka aðgengi að blaðholdi, brennihár
- Rótarhár stækka yfirborð rótar umtalsvert og auka möguleika á upptöku vatns og næringar
Hvað er korkhúð og hvernig er hún uppbyggð? 6 atriði
- Myndast við síðvöxt-þykknun stöngla
- Eða kemur í stað yfirhúðar þegar hún skemmist
- Hefur korkop í stað varaopa, sem tryggja loftskipti vefja við umhverfið
- Korkhúð er loft- og vatnsþétt alls staðar annars staðar
- Mörg lög af dauðum korkfrumum sem liggja þétt saman
- Myndast út frá korkvaxtarlagi; korkfrumur út á við, lifandi grunnfrumur inn á við
Hvernig er dæmigerð uppbygging korkhúðar? 6 atriði
- Yst á plöntunni er kútínlag
- Svo yfirhúðarfrumur
- Fyrsta lag af korkfrumum, þau verða svo fleiri eftir því sem stöngullinn gildnar
- Korkvaxtarlag er fyrir neðan korkfrumur, hvetur til aukins vaxtar
- Lifandi grunnfrumur taka við
- Innst er grunnvefur
Hvaða hlutverkum gegnir grunnvefur? 3 atriði
- Gegnir hlutverkum í ljóstillífun, forðageymslu og sáraviðbrögðum
- Vefur til uppfyllingar, þ.e. ekki hægt að flokka með öðrum vefjum
- Frumur hans eru lítið sérhæfðar og geta því breyst í annars konar frumur
Hvaða 4 mismunandi vefi getur grunnvefur myndað og hvaða 2 sérstakar frumugerðir?
- Tillífunarvefur - Lifandi frumur með grænukorn og önnur líffæri
- Forðavefur - Í forðageymslulíffærum og forðakornum
- Sáravefur - Stórar, óreglulegar frumur með þunna veggi, mynda hrúður í kring um sár á plöntum í vexti
- Tróðvefur - Alls staðar í plöntum, fyllingarefni
- Þykkhyrnufrumur
- Stoðvefjarfrumur
Hvað gera hinar lifandi stoðvefjarfrumur, þykkhyrnufrumur?
- Styrkja plöntu í vexti og halda henni uppréttri
- Þykkir, sveigjanlegir frumuveggir
- Vaxa allan tímann á meðan plantan er í lengdarvexti
- Liggja eftir endilöngum stönglum og rótum og í knippum við æðstrengi
Hvaða tvennskonar, dauðar stoðvefjarfrumur skapar grunnvefur og hvaða hlutverki geggja þær?
- Trefjafrumur: Langar, oddmjóar frumur í trefjaknippum. Styrkja veggi allra frumulíffæra og trénuðum hlutum plöntunnar
- Steinfrumur: Óreglulegar, oft greinóttar frumur með þykka og harða síðveggi. Mjög stuttar. Styrkja mjúka vefi, t.d. fræskurnir og veggir aldina
Hvað er leiðsluvefur?
Flutningskerfi plöntunnar. Skiptist í sáldvef og viðarvef. Opið kerfi í báða enda.
Hvað gerir sáldvefur?
Flytur næringu frá ljóstillífandi hlutum plöntunnar til annarra plöntuhluta. Næringarflutningur niður á við.
Hvernig er sáldvefur samsettur? 5 atriði
- Sáldfruma/sáldæðarfruma - lifandi, en án kjarna og safabólu.
- Sáldfrumur staflast langsum, langar og mjóar = sáldæðin
- Götótt sáldplata á milli
- Fylgifruma með hverri sáldfrumu - lifandi, með örsmáan kjarna og liggur þétt við sáldfrumu
- Trefjafrumur styrkja vefinn - langar og oddmjóar
Hvaða hlutverki gegnir sáldplata?
Mynda sigti í sáldæðinni sem hindrar að loftbólur og aðskotahlutir sleppi í gegn
Hvaða hlutverki gegnir fylgifruma í sáldvef?
Þar sem sáldfruman hefur engin frumulíffæri, en fylgifruman hefur örsmáan kjarna og oft safabólu, þá sér fylgifruman um að stýra klakklausum flutningi um sáldvefinn. Heili sáldfrumunnar.
Hvarnig myndast sáld- og fylgifrumur? 6 atriði
- Móðurfruma skiptir sér og myndar 1 sáldfrumu og 1 fylgifrumu
- P-prótein myndast í umfrymi sáldfrumu
- Fylgifruman þroskast eðlilega
- Veggir sáldfrumu þykkna og myndar götin sem seinna verður sáldplatan
- Í fullþroskaðri sáldfrumu finnast frymisnet, hvatberar og plastíð
- Í fullþroska fylgifrumu má finna kjarna og oft litla safabólu
Hvað gerir viðarvefur?
- Sér um hraðflutning á vatni og næringu frá rótum og upp um plöntuna. Meiri hluti vatnsins gufar upp til að kæla plöntuna, restin í efnaskipti.
- Hluti af stoðkerfi plöntunnar
- Myndar harðan kjarna trjáa (timbur)
Hvar er viðarvefur staðsettur? 3 atriði
- Fyrir innan sáldvef í stönglum, lóðréttir hlutir.
- Fyrir utan sáldvef á laufum, sem hafa lagst niður 90° út frá upprunalegri, lóðréttri stöðu.
- Milli viðarvefjar og sáldvefjar er svo viðarvaxtarlag.
Hvaða þrjár gerðir fruma geta skapað viðarvef?
- Viðarfrumur - Dauðar, mjög stuttar, víðar og holar að innan. Harðir, oft gormlaga síðveggir.
- Trefjafrumur - Dauðar, mjög langar og oddmjóar.
- Trakíðar
Hvaða hlutverki gegna viðarfrumur í viðarvef? 4 atriði
- Tengjast saman á endunum og mynda rörið sem sér um hraðflutning vatns og næringar frá rótum og upp
- Flæðigöt milli fruma gerir láréttan flutning vatns mögulegan, gagnlegt stórum, lauffellandi trjám sem eru mjög vatnsfrek
- Finnast ekki í berfrævingum
- Stýrður flutningur, þ.e. einstefna
Hvaða hlutverki gegna trefjafrumur í viðarvef? 3 atriði
- Aðallega að styrkja vefi
- Raðast í knippi upp eftir honum endilöngum
- Einhver vatnsflutningur í formi flæðis í gegn um lítil göt eftir endilöngum hliðum
Hvaða hlutverki gegna trakíðar í viðarvef? 3 atriði
- Frumstæðara og hægara vatnsflutningskerfi í gegn um kleinuhringslaga flæðigöt
- Finnast í blómplöntum og berfrævingum
- Viðaræðar finnast ekki í berfrævingum
Hvernig myndast viðarfruma? 4 atriði
- Móðurfruma skiptir sér -> ung viðaræðarfruma með stóra safabólu og engan síðvegg
- Lengist og myndar loks gormlaga síðvegg
- Frumuveggur þykknar, kjarni og safabóluhimna eyðast
- Veggur brotnar til endanna, flæðigöt myndast
Hvernig myndast leiðsluvefur? 5 atriði
- Út frá vaxtarlagi í stönglum
- Viðarvefur inn á við
- Sáldvefur út á við
- Mynda æðstrengi í ungum plöntum, jurtkenndum stönglum og laufblöðum
Hvernig eru 2 týpur æðstrengja?
- Ósamsettir - Viðarvefur í sér streng og sáldvefur í öðrum; ungar rætur
- Samsettir - Viðar- og sáldvefur í sama streng
Hvernig raðast æðstrengir niður í jurtkenndum einkímblöðungi, jurtkenndum tvíkímblöðungi og trjákenndum stönglum?
- Í einkímblöðungum raðast þeir í snyrtilegan hring
- Í tvíkímblöðungum eru þeir á víð og dreif
- Í trjákenndum stönglum eru ekki æðstrengir, heldur er viðarvefurinn samfelldur, sívalur kjarni og sáldvefurinn utan um.