Vefjafræði Flashcards
1
Q
Hvað er frumuvefur?
A
Hópur fruma sem sérhæfa sig í ákveðna átt, ýmist allar eins eða fleiri gerðir saman
2
Q
Hverjir eru 5 helstu vefir plantna?
A
- Vaxtarvefur - sér um vöxt plöntunnar, allir aðrir vefir myndast út frá honum
- Húðvefur - þekur allt yfirborð plöntunnar, ofanjarðar og neðan
- Grunnvefur - vefir þar sem vinna plöntunnar fer fram, s.s. ljóstillífun
- Leiðsluvefur 1; Sáldvefur - Sér um flutning næringar frá ljóstillífandi hlutum plantna og niður
- Leiðsluvefur 2;Viðarvefur - Sér um flutning vatns og næringar frá rótum og upp
3
Q
Þroski plantna veltur á hvaða 3 þáttum?
A
- Vexti - Óafturkræft. Frumur skipta sér og/eða stækka = gildnun og lengdarvöxtur
- Mótun - endanlegt útlit og hlutverk frumu, ræðst af lokaáfangastað hennar
- Sérhæfingu - endanlegt hlutverk frumu ræðst af lokastaðseningu hennar
4
Q
Hver eru einkenni vaxtarvefjar? 5 atriði
A
- Frumur eru í stöðugri skiptingu
- Vöxtur fer fram með frumuskiptingu og frumulengingu
- Lengdarvöxtur = rætur og sprotar í átt að næringu og orku
- Gildnun = eldri plöntuhlutar vaxa út á við og styrkja plöntuhlutana
- Frumur vaxtarvefjar geta sérhæft sig til ýmissa verka
5
Q
Hvernig líta frumur vaxtarvefjar út? 4 atriði
A
- Litlar og hnöttóttar, eða aflangar
- Þunnir veggir
- Mikið frymi
- Stórir kjarnar en örlitlar eða engar safabólur
6
Q
Hvaða tvær gerðir vaxtarvefjar eru til?
A
- Frumvaxtarvefir
- Síðvaxtarvefir
7
Q
Hvað gera frumvaxtarvefir?
A
- Kallast líka vaxtarbroddur
- Myndar nýja vefi frumunnar - frumvefi
- Litlir frumuhópar í endum sprota og róta
8
Q
Hvaða frumvefi má finna í vaxtarbroddi? 3 atriði
A
- Frumhúðvef; yfirhúð
2.Grunnvef; tillífunarvefur, þykkhyrnufrumur, steinfrumur - Frumleiðsluvef; frumviðarvefur og frumsáldvefur
9
Q
Hver er lagskipting fruma í vaxtarbroddi? 3 atriði
A
- Túnika yst - myndar yfirhúð, skiptng til hliðanna
- Túnika 2 - myndar yfirleitt blaðhold og leiðsluvefi
- Korpuslag - myndar leiðsluvefi og grunnfrumur, skiptir sér bæði þvert og langsum
10
Q
Hvað er innskotsvaxtarlag? 3 atriði
A
- Frumvefur sem finnst aðallega í einkímblöðungum og og í stönglum við blaðfætur
- Veldur lengdarvexti
- Er gjarnan rétt fyrir ofan hné grasa
11
Q
Hvað er vaxtarlag? 4 atriði
A
- Kallast öðru nafni síðvaxtarvefur
- Út frá vaxtarlagi myndast vefir sem kallast síðvefir
- Eitt frumulag að þykkt, rétt fyrir innan yfirborð stöngla og róta
- Liggur á milli viðarvefjar (nær miðju) og sáldvefjar (nær yfirborði)
12
Q
Hvaða tvær gerðir vaxtarlaga eru algengastar?
A
- Viðarvaxtarlag - stuðlar að þykknun trjástofna
- Korkvaxtarlag - stuðlar að myndun nýs barkar
13
Q
Hvað einkennir húðvef? 4 atriði
A
- Þekur allt yfirborð plöntu, ofan jarðar og neðan
- Verndar innri vefi plöntunnar fyrir áreiti og skaða
- Stjórnar flutningi efna inn og út úr plöntunni
- Skiptist í yfirhúð og korkhúð
14
Q
Hvað er yfirhúð og hvaða hlutverk hefur hún? 4 atriði
A
- Þétt, samfelt lag lifandi fruma
- Yfirhúðarfrumur ofanjarðar innihalda oft kútín til að verja gegn útgufun. Aldrei kútín á rótum
- Samsett úr yfirhúðarfrumum og varafrumum; varaopum
- Oft er hæring á yfirhúð
15
Q
Hvaða hlutverki gegna varaop og hvernig líta þau út? 7 atriði
A
- Tryggja loftskipti
- Liggja tvær og tvær saman og mynda rauf í yfirhúðina
- Þær spennast í sundur þegar þær eru vel safaspenntar og hleypa þá raka út
- Þær haldast lokaðar í þurrki til að spara vatn
- Í tvíkímblöðungum eru varaopin á víð og dreif um yfirhúðina og eru eins og púsluspil í laginu
- Í einkímblöðungum raðast þau í skipulagðar raðir og eru aflöng í laginu
- Innihalda mikið af grænukornum - ljóstillífa