Rót og stöngull Flashcards
Hver eru þrjú grunnlíffæri plöntu?
- Rót
- Stöngull
- Laufblöð - blóm eru ummynduð laufblöð
Hvar er rót plöntu staðsett?
Alltaf neðsti hluti plöntu, ekki alltaf neðanjarðar
Hvað veldur stærð og umfangi rótarkerfis? 3 atriði
- Samhengi á milli stærðar rótarkerfis og plöntu - stórar plöntur með stærra rótarkerfi (dýpra/víðfeðmara)
- Frjósamur og rakur jarðvegur = rótarkerfi þarf ekki að vera jafn umfangsmikið
- Grunnur og rýr jarðvegur = rótarkerfi þarf að teygja sig í allar áttir
Hvað er kímrót og hvaða hlutverki gegnir hún?
Fyrsta líffærið sem vex úr fræi. Festir kímplöntuna og byrjar að taka upp vatn, svo plantan geti spírað.
Hvað þurfum við að passa þegar við plöntum hávöxnum plöntum? 2 atriði
- Passa að jarðvegur sé djúpur og næringarríkur svo rætur vaxi djúpt
- Snyrta krónu trésins fyrir flutning svo henti rótinni, því alltaf skerum við aðeins utan af henni við flutning
Hvað einkennir stólparót og hvers konar plöntur hafa þær?
- Tvíkímblöðungar og berfrævingar hafa svona rætur
- Fara djúpt í jarðveginn eftir eftir næringu og vatni, t.d. túnfíflar
Hvað einkennir trefjarætur og hvers konar plöntur hafa þær?
- Einkímblöðungar hafa svona rætur
- Ná mun grynnra niður í jarðveginn og hafa þéttriðið net af litlum rótum, t.d. grös
Hvaða þættir ráða djúpt rótarkerfis?
Aðallega af næringarupptöku í efsta 15-100 cm jarðvegs.
Hver eru þrjú mismunandi rótarkerfi plantna og hvað einkennir þau?
- Flatrót - rótarkerfi mjög grunnt, c.a. 20-40 cm, aðlagað að hárri grunnvatnsstöðu, getur verið mjög víðfemt. Tegundir eins og greni, beyki, ösp)
- Djúp rót - rótarkerfi mjög djúpt, aðlagað að lágri grunnvatnsstöðu, oft á plöntum í grýttum og sendnum jarðvegi, fáar og grófar rætur ná langt niður, en krans af fínrótarkerfi í efstu cm. Tegundir eins og eik og furur
- Hjartarót - Mitt á milli flat- og djúprótar að umfangi, lögun er kassalaga eða minnir á hjarta. Tegundir eins og reyniviður.
Hvað gerist ef yfirbygging plantna skemmist?
- Dregur úr rótarvexti
- Færri laufblöð, sem þýðir minni ljóstillífun og minni orka fyrir ræturnar
Hvað gerist ef rótarkerfi plantna skemmist?
- Ræturnar ná ekki að anna eftirspurn eftir vatni og næringu
- Dregur úr sprotavexti
Hver eru 5 hlutverk róta?
- Halda plöntu fastri í jörðu
- Taka upp vatn og næringu - rótarhárin sjá um stærstan hluta þessa
- Flytja vatn og næringu frá rótum til stönguls, blaða, aldina og blóma
- Taka við ljóstillífunarafurðir frá laufum um stöngul, að vaxtarbroddi róta
- Forðageymsla, fjölgunarleiðir, klifurrætur, sníkjurætur
Hver eru fimm svæði rótarenda, frá fremsta oddi rótar og upp?
- Rótarbjörg
- Vaxtarbroddur
- Lengingarbelti
- Rótarhárabelti
- Styrkingar- og sérhæfingarbelti
Hvert er hlutverk rótarbjargar? 5 atriði
- Hún er lag af stórum grunnvefjarfrumum fremst á rótarbroddi - þær endrunýjast mjög hratt
- Ver vaxtarbrodd rótar
- Framleiðir sleipt og slímkennt efni sem seytir út og auðveldar hreyfingar rótar í gegn um jarðveginn
- Inniheldur efni sem hvetur til vaxtar niður á við
- Talinn verja rótarbrodd gegn þurrki til skamms tíma
Hvað er vaxtarbroddur rótar? 5 atriði
- Lítill hópur fruma í stöðugri skiptingu
- Myndað úr vaxtarvef
- Skiptist í þrjú frumulög:
a) Neðsta lagið myndar rótarbjörg
b) Miðlag myndar grunnfrumur í rótarberki/kortex
c) Efsta lag myndar miðsúlu rótar
Hvað er lengingarbelti? 3 atriði
- Frumur frá vaxtarbroddi stækka og rótin lengist
- Frumur byrja hér að sérhæfa sig fyrir mismunandi vefi; húðvef, leiðsluvef eða grunnvef
- Nægur raki þarf að vera í jarðvegi til þess að þessar frumur haldist mjúkar og geti vaxið
Hvað er rótarhárabelti? 2 atriði
- Mikill fjöldi tota úr yfirhúðarfrumum sem líkjast hárum; rótarhár
- Tekur mest upp af vatni og næringarefnum
Hvað er styrkingarbelti? 2 atriði
- Rótin er byrjuð að tréna hér; korkhúð tekur við af yfirhúð
- fyrir ofan þetta belti fara svo hliðarrætur að myndast
Hvað er yfirhúð rótar? 3 atriði
- Þétt frumulag sem liggur yst í á nýrri rót, en inn fyrir rótarbjörgina á þeim hluta rótarinnar
- Ekki með kútínlag/vaxhúð
- Eru með rótarhár
Hvað er yfirhúð rótar?
- Þétt frumulag sem liggur yst í á nýrri rót, en inn fyrir rótarbjörgina á þeim hluta rótarinnar
- Ekki með kútínlag/vaxhúð í rótarhárabeltinu, en hefur það annars staðar
Hvað er kortex/barkarlag? 3 atriði
- Liggur fyrir innan yfirhúðina, nær miðju rótar
- Stórar grunnvefjarfrumur með þunna veggi og holrúmum á milli
- Mjúkur og sveigjanlegur vefur
Hvað er innlag? 3 atriði
- Einfalt frumulag innst í kortex, liggja þétt saman
- Hafa kasparbönd/korkbelti um sig miðjar sem mynda n.k. girðingu allan hringinn
- Vatn þarf að fara í gegn um frumurnar í innlaginu til þess að komast inn í leiðsluvef rótarinnar
Hvað gera kasparbönd?
- Vatnsþétt lag sem stjórnar því hvaða efni komast inn í leiðsluvefi í miðju rótarinnar
Hvaða tvær leiðir eru til upptöku vatns og næringarefna inni í rótinni?
- Í gegn um frumuveggi - þeir stjórna hvaða efni komast í gegn og inn í leiðsluvefinn
- Í gegn um frymi - óheftari flutningur
Hvað er miðsúla rótar?
- Er staðsett í miðri rótinni, fyrir innan innlag
- Geymir leiðsluvefi rótarinnar
Hvernig er miðsúla rótar uppbyggð? 3 atriði
- Viðarvefur í miðjunni, yfirleitt stoðvefur meðfram honum
- Sáldvefur milli hryggja viðarvefjar
- Umgjörð er ysta lagið, þétt og einfalt frumulag næst innlaginu
Hvað gerir umgörð miðsúlu rótar?
- Hliðarrætur myndast þar
- Korkvaxtarlag myndast þar
- Þegar rótin eldist þá hverfur allt sem er fyrir utan hana (Innlag, kortex, yfirhúð, rótarbjörg) og hún er þá orðin ysti hluti rótar