Rót og stöngull Flashcards

1
Q

Hver eru þrjú grunnlíffæri plöntu?

A
  1. Rót
  2. Stöngull
  3. Laufblöð - blóm eru ummynduð laufblöð
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvar er rót plöntu staðsett?

A

Alltaf neðsti hluti plöntu, ekki alltaf neðanjarðar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað veldur stærð og umfangi rótarkerfis? 3 atriði

A
  1. Samhengi á milli stærðar rótarkerfis og plöntu - stórar plöntur með stærra rótarkerfi (dýpra/víðfeðmara)
  2. Frjósamur og rakur jarðvegur = rótarkerfi þarf ekki að vera jafn umfangsmikið
  3. Grunnur og rýr jarðvegur = rótarkerfi þarf að teygja sig í allar áttir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er kímrót og hvaða hlutverki gegnir hún?

A

Fyrsta líffærið sem vex úr fræi. Festir kímplöntuna og byrjar að taka upp vatn, svo plantan geti spírað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað þurfum við að passa þegar við plöntum hávöxnum plöntum? 2 atriði

A
  1. Passa að jarðvegur sé djúpur og næringarríkur svo rætur vaxi djúpt
  2. Snyrta krónu trésins fyrir flutning svo henti rótinni, því alltaf skerum við aðeins utan af henni við flutning
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað einkennir stólparót og hvers konar plöntur hafa þær?

A
  1. Tvíkímblöðungar og berfrævingar hafa svona rætur
  2. Fara djúpt í jarðveginn eftir eftir næringu og vatni, t.d. túnfíflar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað einkennir trefjarætur og hvers konar plöntur hafa þær?

A
  1. Einkímblöðungar hafa svona rætur
  2. Ná mun grynnra niður í jarðveginn og hafa þéttriðið net af litlum rótum, t.d. grös
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvaða þættir ráða djúpt rótarkerfis?

A

Aðallega af næringarupptöku í efsta 15-100 cm jarðvegs.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hver eru þrjú mismunandi rótarkerfi plantna og hvað einkennir þau?

A
  1. Flatrót - rótarkerfi mjög grunnt, c.a. 20-40 cm, aðlagað að hárri grunnvatnsstöðu, getur verið mjög víðfemt. Tegundir eins og greni, beyki, ösp)
  2. Djúp rót - rótarkerfi mjög djúpt, aðlagað að lágri grunnvatnsstöðu, oft á plöntum í grýttum og sendnum jarðvegi, fáar og grófar rætur ná langt niður, en krans af fínrótarkerfi í efstu cm. Tegundir eins og eik og furur
  3. Hjartarót - Mitt á milli flat- og djúprótar að umfangi, lögun er kassalaga eða minnir á hjarta. Tegundir eins og reyniviður.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað gerist ef yfirbygging plantna skemmist?

A
  1. Dregur úr rótarvexti
  2. Færri laufblöð, sem þýðir minni ljóstillífun og minni orka fyrir ræturnar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað gerist ef rótarkerfi plantna skemmist?

A
  1. Ræturnar ná ekki að anna eftirspurn eftir vatni og næringu
  2. Dregur úr sprotavexti
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hver eru 5 hlutverk róta?

A
  1. Halda plöntu fastri í jörðu
  2. Taka upp vatn og næringu - rótarhárin sjá um stærstan hluta þessa
  3. Flytja vatn og næringu frá rótum til stönguls, blaða, aldina og blóma
  4. Taka við ljóstillífunarafurðir frá laufum um stöngul, að vaxtarbroddi róta
  5. Forðageymsla, fjölgunarleiðir, klifurrætur, sníkjurætur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hver eru fimm svæði rótarenda, frá fremsta oddi rótar og upp?

A
  1. Rótarbjörg
  2. Vaxtarbroddur
  3. Lengingarbelti
  4. Rótarhárabelti
  5. Styrkingar- og sérhæfingarbelti
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvert er hlutverk rótarbjargar? 5 atriði

A
  1. Hún er lag af stórum grunnvefjarfrumum fremst á rótarbroddi - þær endrunýjast mjög hratt
  2. Ver vaxtarbrodd rótar
  3. Framleiðir sleipt og slímkennt efni sem seytir út og auðveldar hreyfingar rótar í gegn um jarðveginn
  4. Inniheldur efni sem hvetur til vaxtar niður á við
  5. Talinn verja rótarbrodd gegn þurrki til skamms tíma
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er vaxtarbroddur rótar? 5 atriði

A
  1. Lítill hópur fruma í stöðugri skiptingu
  2. Myndað úr vaxtarvef
  3. Skiptist í þrjú frumulög:
    a) Neðsta lagið myndar rótarbjörg
    b) Miðlag myndar grunnfrumur í rótarberki/kortex
    c) Efsta lag myndar miðsúlu rótar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað er lengingarbelti? 3 atriði

A
  1. Frumur frá vaxtarbroddi stækka og rótin lengist
  2. Frumur byrja hér að sérhæfa sig fyrir mismunandi vefi; húðvef, leiðsluvef eða grunnvef
  3. Nægur raki þarf að vera í jarðvegi til þess að þessar frumur haldist mjúkar og geti vaxið
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er rótarhárabelti? 2 atriði

A
  1. Mikill fjöldi tota úr yfirhúðarfrumum sem líkjast hárum; rótarhár
  2. Tekur mest upp af vatni og næringarefnum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað er styrkingarbelti? 2 atriði

A
  1. Rótin er byrjuð að tréna hér; korkhúð tekur við af yfirhúð
  2. fyrir ofan þetta belti fara svo hliðarrætur að myndast
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað er yfirhúð rótar? 3 atriði

A
  1. Þétt frumulag sem liggur yst í á nýrri rót, en inn fyrir rótarbjörgina á þeim hluta rótarinnar
  2. Ekki með kútínlag/vaxhúð
  3. Eru með rótarhár
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað er yfirhúð rótar?

A
  1. Þétt frumulag sem liggur yst í á nýrri rót, en inn fyrir rótarbjörgina á þeim hluta rótarinnar
  2. Ekki með kútínlag/vaxhúð í rótarhárabeltinu, en hefur það annars staðar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvað er kortex/barkarlag? 3 atriði

A
  1. Liggur fyrir innan yfirhúðina, nær miðju rótar
  2. Stórar grunnvefjarfrumur með þunna veggi og holrúmum á milli
  3. Mjúkur og sveigjanlegur vefur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvað er innlag? 3 atriði

A
  1. Einfalt frumulag innst í kortex, liggja þétt saman
  2. Hafa kasparbönd/korkbelti um sig miðjar sem mynda n.k. girðingu allan hringinn
  3. Vatn þarf að fara í gegn um frumurnar í innlaginu til þess að komast inn í leiðsluvef rótarinnar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvað gera kasparbönd?

A
  1. Vatnsþétt lag sem stjórnar því hvaða efni komast inn í leiðsluvefi í miðju rótarinnar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvaða tvær leiðir eru til upptöku vatns og næringarefna inni í rótinni?

A
  1. Í gegn um frumuveggi - þeir stjórna hvaða efni komast í gegn og inn í leiðsluvefinn
  2. Í gegn um frymi - óheftari flutningur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað er miðsúla rótar?

A
  1. Er staðsett í miðri rótinni, fyrir innan innlag
  2. Geymir leiðsluvefi rótarinnar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvernig er miðsúla rótar uppbyggð? 3 atriði

A
  1. Viðarvefur í miðjunni, yfirleitt stoðvefur meðfram honum
  2. Sáldvefur milli hryggja viðarvefjar
  3. Umgjörð er ysta lagið, þétt og einfalt frumulag næst innlaginu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvað gerir umgörð miðsúlu rótar?

A
  1. Hliðarrætur myndast þar
  2. Korkvaxtarlag myndast þar
  3. Þegar rótin eldist þá hverfur allt sem er fyrir utan hana (Innlag, kortex, yfirhúð, rótarbjörg) og hún er þá orðin ysti hluti rótar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Hvað er lengdarvöxtur rótar? 3 atriði

A
  1. Frumuskiptingar í vaxtarbroddi rótar
  2. Frumulengingar í lengingarbeltinu
  3. á sér bara stað í frumvexti
27
Q

Hvað er gildnun/þykknun rótar? 2 atriði

A
  1. Í frumvexti skipta frumur frá vaxtarbroddi sér til hliðar
  2. í síðvexti fer viðarvaxtarlag að myndast
28
Q

Hver er munurinn á frumvaxtarlagi miðsúlu í rót annars vegar og stöngli hins vegar

A

Í rót er sér strengur með viðarvef og sér strengur með sáldvef
Í stöngli eru viðar- og sáldvefir í sama streng

29
Q

Hvað er síðvöxtur? 3 atriði

A
  1. Viðarvaxtarlag myndast milli viðarvefjar og sáldvefjar í miðsúulu
  2. Korkvaxtarlag myndast utar í rótinni, út frá umgjörð og yfirhúð verður að korkhúð
  3. Lengdarvöxtur er hættur
30
Q

Lýstu vexti rótar frá upphafi frumvaxtar til loka síðvaxtar. 7 atriði

A

Frumvöxtur
1. Rót sem er að byrja að myndast hefur frumvaxtarvef, grunnvef og frumhúðvef
2. Sérhæfing hefst; Innlag, umgjörð, viðarvefur og sáldvefur myndast
3. Viðarvaxtarlag fer að myndast milli viðarvefjar og sáldvefjar
Síðvöxtur
4. Korkvaxtarlag myndast yst í umgjörðinni þegar rótin hefur gildnað visst mikið
5. Korkvaxtarlagið myndar dauðar korkfrumur út á við og lifandi grunnfrumur inn á við
6. Viðar- og sáldvefir hafa gildnað það mikið að yfirhúð, kortex og innlag rofna utan af rótinni
7. Umgjörðin stendur þá yst og rótin hefur hætt lengdarvexti

31
Q

Lýstu myndun hliðarróta

A
  1. Þær myndast í styrkingarbelti, út frá frumum í umgjörð
  2. Myndar nýjan vaxtarbrodd rótar
  3. Hliðarrótin þarf að vaxa út í gegn um vefi rótarbarkar
32
Q

Lýstu rótarkerfi tvíkímblöðungs frá broddi rótar.

A

Þetta eru stólparætur
1. Neðst er rótarbroddur, umlukinn rótarbjörg til endans. Kallast vaxtarsvæði.
2. Lengingarbelti tekur við
3. Rótarhárabelti tekur við, með þéttu neti rótarhára
4. Í styrkingarbelti myndast hliðarrætur

33
Q

Hvaða áhrif hefur hiti á rótarvöxt?

A

Því heitara sem er, því hraðar vaxa ræturnar. Kjörhitastig er í kring um 20°C. Hiti yfir það fer að hafa neikvæð áhrif á vöxtinn og þær sviðna.

34
Q

Hverjar eru 5 mismunandi gerðir róta?

A
  1. Forðarætur - Geyma forða yfir óhagstæð tímabil
  2. Loftrætur - Aðlögun við lífi í trjákrónum, tryggja loftskipti plöntu við umhverfi sitt, geta tekið upp vatn og steinefni
  3. Klifurrætur/heftirætur - Festa plöntur við yfirborð, geta tekið upp vatn og steinefni
  4. Rótarskot - Kynlaus fjölgunaraðferð, oft viðbrögð við stressi, gerist þegar ljós kemst að rótinni
  5. Sambýlisrætur - Sambýli við niturbindandi bakteríur og sveppi
35
Q

Hvert er stærsta rótarkerfi jarðar?

A

Pando klónn af nöturösp í Utah. Um 43 hektarar, 6.000 tonn, 80.000 ára gamall. Skógareldar viðhalda klóninum.

36
Q

Nefndu bakteríur og svepprætur sem eru í sambýli við rætur. 3 atriði

A
  1. Rhizobium baktería á rótum ertublóma. Binda N úr andrúmslofti og fær sykrur og vatn til baka.
  2. Franckia geislabaktería. Bindir N úr andrúmslofti og fær sykrur og vatn til baka. Á rótum elris og silfurblaðsættar.
  3. Mycorrhiza svepprót á rótum flestra plantna. Tekur upp vatn og P upp úr jarðvegi og fær sykrur til baka. Stækkar rótarkerfi plantna alveg gríðarlega.
37
Q

Hvað er sproti?

A

Stöngull með brum og blöð

38
Q

Hverjar eru 2 mismunandi megingerðir stöngla?

A
  1. Ofanjarðarstönglar
  2. Neðanjarðarstönglar
39
Q

Hvernig þekkjum við neðanjarðarstöngla frá rótum? 2 atriði

A
  1. Þeir eru alltaf með brum.
  2. Geta grænkað þegar þeir komast í tæri við sólarljós (sbr. kartafla sem grænkar í birtu) - forðakornin breytast í grænukorn.
40
Q

Nefndu 3 gerðir neðanjarðarstöngla og 2 gerðir ofanjarðarstöngla og dæmi um.

A
  1. Jarðstöngull - engifer, ginseng
  2. Jarðstöngulhnýði - kartafla
  3. Klifurstöngull - hedera
  4. Laukur/laukkaka - laukur, túlipani
  5. Ofanjarðarrengla - jarðarber
41
Q

Hver eru hlutverk ofanjarðarstöngla? 8 atriði

A
  1. Bera uppi laufblöð og snúa þeim í átt að sólu
  2. Bera blóm svo frjóvgun, frævun og dreifing fræja gangi vel
  3. Ljóstillífa - ungir stönglar eingöngu
  4. Geyma næringarforða og vatn (t.d. flöskulilja, kaktusar og nálægt brumum trjákenndra plantna)
  5. Flytja vatn og næringarefni frá rót og upp
  6. Flytja næringu frá laufum og niður
  7. Geyma eiturefni í sérstökum bólum svo þau skaði ekki plöntuna
  8. Klifur, fjölgun, varnir gegn meindýrum (hæring, þyrnar, eitraður safi)
42
Q

Hver eru hlutverk neðanjarðarstöngla? 3 atriði

A
  1. Fjölgun - skriðulir neðanjarðarstönglar (t.d. húsapuntur)
  2. Forðalíffæri - safna forða á formi mjölva eða sterkju sem plantan notar til vaxtar og viðhalds
  3. Lifun yfir óhagstæð tímabil - Geyma forða þar til skilyrði batna (t.d. kartöflur, írisar, engifer)
43
Q

Hvernig verður stöngull til?

A
  1. Inni í einu fræi er lítil kímplanta, sem saman stendur af kímrót, kímstöngli, kímblöðum og kímbrumum
  2. Aðalgrein/stofn verður svo til upp frá kímbruminu úr kímplöntunni
  3. Aðalgreinar vaxa út frá stofni, með blöðum og brumum
  4. Hliðargrein er svo sproti upp af hliðarbrumi í blaðöxlum
44
Q

Hvað er stöngulliður?

A

Sá hluti stönguls sem er milli blaða, milli stöngulliðamóta

45
Q

Hvað eru stöngulliðamót?

A

Svæði þar sem blöð koma út úr stöngli, ofan á blaðöxlum þeirra eru hliðarbrum

46
Q

Lýstu útliti og einkennum ofanjarðarstöngla.

A
  1. Mjóir og grænir hjá jurtum og ungum plöntum
  2. Gildir og trjákenndir, ljóstillífa ekki - trjáplöntur, runnar, sumar fjölærar plöntur
  3. Varanlegir - geta lifið árum saman; trjákenndar plöntur
  4. Skammlífir - jurtkenndar plöntur
47
Q

Hverjir eru 3 meginhlutar jurtkennds stönguls í vexti?

A
  1. Vaxtarbroddur - efst á stöngli
  2. Lengingar og sérhæfingarbelti
  3. Fullmyndað belti - lokaútlit plöntunnar
48
Q

Lýstu vaxtarbroddi í stöngli og hvað gerist þar. 5 atriði

A
  1. Frumuskiptingar eiga sér stað
  2. Blaðvísar byrja að myndast - beygja sig yfir vaxtarbroddinn til að hlífa honum
  3. Stærri smáblöð beygja sig svo yfir það osfrv.
  4. Frumur á neðra borði blaðs skipta sér hraðar en þær á efra borði, svo neðra borðið vex hraðar og beygist þannig yfir vaxtarbroddinn
  5. Brumvísar finnast fyrir neðan vaxtarbroddinn
49
Q

Hvað gerist í lengingar- og sérhæfingarbelti stönguls? 3 atriði

A
  1. Nýjar frumur gildna og lengast - þurfa til þess nóg af vatni og næringu
  2. Frumur byrja að sérhæfa sig til hlutverka; húðfrumur, grunnvefur eða leiðsluvefur
  3. Sérhæfing ræðst af útliti nærliggjandi fruma
50
Q

Hver er staðan í fullmyndaða beltinu? 5 atriði

A
  1. Frumur hættar vexti
  2. Sérhæfingu lokið, vefir fullmyndaðir
  3. Laufblöð klár á stöngulliðamótum
  4. Hliðarbrum klár í öllum blaðöxlum
  5. Allir ljóstillífandi hlutar byrjaðir að vinna vinnuna sína
51
Q

Hvernig lítur þverskurður af stöngli út? 4 atriði

A
  1. Yfirhúð
  2. Barkarlag/börkur
  3. Leiðslusívalningur/miðsúla
  4. Mergur
52
Q

Hvernig er yfirhúð stönguls samsett?

A
  1. Lifandi frumur sem þekja yfirborð stönguls, ljóstillífa
  2. Hefur varaop
  3. Þakin vaxlagi (kútikúla) og/eða hárum
53
Q

Hvernig er barkarlag stönguls samsett? 3 atriði

A
  1. Er ekki alltaf til staðar
  2. Lag af grunnvef undir yfirhúð - ungar plöntur EÐA
  3. Lag af grunnvef + þykkhyrnu- eða trefjafrumur - heldur stönglinum hörðum, en sveigjanlegum
54
Q

Hvernig er mergur/miðsúla stönguls samsett? 6 atriði

A
  1. Geymir leiðsluvef stöngulsins
  2. Grunnvefur til uppfyllingar og milli æðstrengja
  3. Æðstrengir samsettir;
    Í uppréttum stöngli er sáldvefur nær yfirborði, viðarvefur nær miðju
    Í útréttu laufblaði vísar þá sáldvefur niður og viðarvefur upp
  4. Æðstrengir liggja í hring hjá tvíkímblöðungum, en óreglulega dreifðir í einkímblöðungum
    Í trjákenndum plöntum er viðarvefurinn öll miðjan og sáldvefurinn utan um - engar æðar
  5. Utan við sáldvefinn kemur trefjafrumulag
  6. Kortex og svo yfirhúð utan um allt saman
55
Q

Hvað kallast 2 gerðir grunnvefjar í miðsúlu stönguls?

A
  1. Grunnvefur fyrir innan æðstrengi = mergur
  2. Grunnvefur milli æðstrengja = merggeislar
56
Q

Hvað er frumvöxtur stönguls? 3 atriði

A
  1. Lengdarvöxtur á jurtkennda stiginu - allir stönglar eru þannig í byrjun.
  2. Frumuskiptingar í vaxtarbroddi, frumulengingar í lengingarbelti
  3. Gildnar á sama tíma
57
Q

Hvað er síðvöxtur stönguls? 2 atriði

A
  1. Á sér stað í trjákenndum plöntum sem ekki visna og deyja í lok vaxtartímabils
  2. Eingöngu þykknun fer fram á þessu stigi
58
Q

Hvert er ferli síðvaxtar í trjákenndum stöngli? 6 atriði

A
  1. Við undirbúning síðvaxtar myndast viðarvaxtarlag allan hringinn
  2. Frumuskipting hefst: viðarvefur inn á við og sáldvefur út á við, sitt hvorum megin við viðarvaxtarlagið
  3. Þessir vefir myndast fyrir utan fyrsta viðarvefinn og fyrir innan fyrsta sáldvefinn; þ.e. eldri vefir verða brauðið í samlokunni
  4. Á sama tíma rofnar yfirhúðin og korkvaxtarlag myndast fyrir utan gamla barkarlagið. Yfirhúðin helst á þar sem hún er ekki rofin
  5. Korkvaxtarlagið myndar svo korkfrumur út á við (korkhúð) og grunnfrumur inn á við til uppfyllingar
  6. Það sem kallast einu nafni börkur er allt sem liggur á milli viðarvaxtarlags og yfirhúðar
59
Q

Hvernig lítur þverskurður af trjákenndum stöngli frá yfirborði að miðju?

A
  1. Yfirhúð (órofin)
  2. Korkhúð
  3. Korkvaxtarlag
  4. Grunnfrumur og trefjafrumur
  5. Sáldvefur
    (þessir 5 hlutar kallast börkur)
  6. Viðarvaxtarlag (1-3 frumulög að þykkt)
  7. Síðviðarvefur
  8. Mergur
60
Q

Hvernig skiptist þverskurður af berki?

A
  1. Ytri börkur - nokkur lög af dauðum frumum, myndaður úr korkhúð
  2. Innri börkur - lifandi vefur úr sáldvef, grunnfrumum og trefjafrumum
61
Q

Hvernig er viðarvefur samsettur?

A
  1. Viðaræðar og/eða trefjaæðar sem flytja vatn
  2. Þær eru virkar í ysta hluti viðarvefjar sem enn er á lífi; mjúkvefur er lifandi
  3. Þær eru óvirkar í innri hluta viðarvefjar; harðviður/kjarnviður er dauður
  4. Trefjafrumur í stoðvef
  5. Grunnvefjarfrumur. Mynda m.a. merggeisla sem sjá um láréttan efnaflutning í stönglinum með flæði, en geymir líka forða
62
Q

Hvað er rysja?

A

Annað orð yfir mjúkvið, sem er lifandi viður í viðarvaxtarlagi

63
Q

Hvað er mergur?

A
  1. Grunnvefsfrumur í miðju stönguls
  2. Hverfur smám saman með þroska stönguls því gamall viðarvefur þrýstist sífellt nær miðju stönguls
  3. Er stundum mjúkur (t.d. í víði), stundum harður og stundum enginn, allskonar í laginu
  4. Tilvist og lögun mergjar er greiningaratriði milli tegunda
64
Q

Hvernig skiptist viðarvefur niður í mismunandi skilgreiningaratriði? 2 atriði

A
  1. Mjúkviður og kjarnviður/harðviður sem eru þá lifandi og dauður viður
  2. Haustviður og vorviður - marka árhringi
65
Q

Hvað einkennir vorvöxt annars vegar og haustvöxt hins vegar?

A

Vorvöxtur er ljós að lit. Frumur eru stórar og víðar, geta flutt mikið vatn. Þetta gerist fyrir laufgun svo nægt vatn sé til alls vaxtarins.
Haustvöxtur er dökkur að lit. Frumur eru minni og mjórri, vatnsþörf þeirra er minni.

66
Q

Hvað er árhringur

A

Einn vorvöxtur + einn haustvöxtur saman. Getum lesið úr þeim aldur og vaxtartíma plantna, árferði og vaxtarskilyrði. Sneið þarf að taka alveg niðri við rótarhálsinn til að fá rétta mynd.

67
Q

Hvað segja breiðir og skýrir árhringir okkur annars vegar og dökkir og mjóir hins vegar?

A

Breiðir, ljósir og skýrir: Vorsprettan var góð, veðurfar hagsætt og mikil næring
Mjóir og dökkir: Rýr vöxtur, veður óhagstætt og lítil næring