Vaxtarskilyrði og útlit Flashcards
Hvað einkennir hafrænt loftslag? 5 atriði
- Hitasveiflur litlar milli árstíða
- Mildir vetur, svöl sumur
- Hafstraumar lengi að hitna, lengi að kólna
- Umhleypingasamara
- Plöntur aðlaga sig með spírunarhindrandi hormónum í brumum (t.d. íslenska birkið)
Hvað einkennir meginlandsloftslag? 3 atriði
- Hitasveiflur meiri en í hafrænu loftslagi
- Hlý/heit sumur og kaldir vetur
- Plöntur þurfa ekki að framleiða dvalahormón, en fara samt í dvala þegar hiti er lægri og daglengd styttri
Hvaða skilyrðisþættir hafa áhrif á að plöntur dafni? 8 atriði
- Loftstraumar
- Sólarljós
- Lífsklukkur plantna
- Lofthiti
- Jarðvegshiti
- Úrkomam
- Vindur
- Jarðvegur
Hverjar eru lífsklukkur plantna og hverju stýra þær? 2 atriði
- Daglengdarklukka/dægurklukka: ákveðin ferli fara af stað við vissa dægursveiflu; dvali eða lifun
- Hitastigsklukka: ákveðin ferli fara af stað við visst hitastig; dvalarhormón myndast eða brotna niður
Hvaða áhrif hefur lofthiti á dvala? 4 atriði
- Plantan safnar miklu vatni í hlýindum og geymir
- Plöntur í dvala þola ákv. frost, en á vissum tíma verður vatnsþensla það mikil að plöntufrumur springa og frostskemmast
- Umhleypingar eru verstir
- Kuldi og þurrkur setja af stað sömu ferli í plöntunni
Hvaða áhrif hefur vindur á plöntur? 3 atriði
- Meiri vindur = hraðari útgufun; þarf að taka upp meira vatn
- Kælir loftið = dregur úr áhrifum sólarljóss; minni ljóstillífun og vöxtur
- Fánatré mótuð af ríkjandi vindátt
Hvaða útlitseinkenni eru notuð til tegundagreiningar? 6 atriði
- Æxlunarfæri (blóm, aldin)
- Blöð
- Stönglar
- Rætur
- Vaxtarstaður
- Vaxtarskilyrði (umhverfi)
Af hvaða tveimur þáttum ræðst útlit helst?
- Arfgerð - genotype: bundið í litningum
- Svipgerð - phenotype: ákvarðast af umhverfi
Hvernig fer kynæxlun fram?
- Ný lífvera myndast úr kynæxlun foreldra
- Eggfruma frjókorn kvk plöntu, 1n + sæðisfruma kk plöntu, 1n
- Við samruna renna litningarnir saman og mynda litningapör - lífveran verður tvílitna, 2n.
Flest dýr og háplöntur eru tvílitna, en hvaða aðrar útgáfur eru til?
- Mosar eru flestir einlitna, 1n
- Plöntur geta oft verið fjöllitna; 3n, 4n eða meira
Hvað er víxlfrjóvgun? 3 atriði
- Kynæxlun milli tveggja einstaklinga
- Frjókorn kk frá A + frjókorn kvk frá B = 2n DNA
- Afkvæmið er einstakt, þ.e. ekki alveg eins og annað foreldrið
Hverjir eru kostir víxlfrjóvgunar? 4 atriði
- Aukin fjölbreytni innan tegunda
- Hæfustu einstaklingarnir lifa af
- Plöntur aðlaga sig að umhverfinu yfir tíma
- Mjög mikil breyting yfir tíma getur jafnvel leitt til nýrrar tegundar
Hvað er sjálfsfrjóvgun? 2 atriði
- Fjölgunaraðferð tvíkynja plantna
- Til verða einstaklingar sem hafa nákvæmlega sama DNA og foreldrið
Hverjir eru kostir og gallar sjálfsfrjóvgunar? 4 atriði
- Kostur fyrir plöntur sem ekki hafa kost á víxlfrjóvgun til að koma erfðaefni sínu áfram
- Heppilegt þar sem tegund hefur aðlagað sig aðstæðum á tilteknu svæði
- Galli: eiga oft erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum
- Háð stökkbreytingum til að geta aðlagast breytingum í umhverfi sínu - stökkbreytingin þarf svo að lifa áfram til næstu kynslóðar
Hvað er kvæmi?
Stofn eða hópur einstaklinga af sömu tegund sem vex á/kemur frá sama landsvæði, sem afmarkast af meiri eða minni nákvæmni, og hefur þróað einstaklinga frábrugðna aðaltegundinni (sbr síberíulerki og rússalerki - sama tegund, mismunandi skilyrði)
Hvaða þættir geta skilgreint milli kvæma sömu tegundar? 4 atriði
- Hversu daglengdarháðar þær eru
- Upphaf/lok vaxtartíma og vaxtarmagns
- Þrif í jarðvegi
- Viðnám gegn skaðvöldum
Hvað er klónn?
Hópur einstaklinga sem kominn er af sömu móðurplöntu og hafa sama DNA. Þá er hægt að velja úr og rækta áfram kynlaust.
Hvað er yrki/sort?
Yrki verða til þegar sannast hefur að klónn sé nægilega frábrugðinn aðaltegundinni til að verðskulda eigin heiti.