Frumufræði Flashcards
Hver var Robert Hooke?
Fyrstur til að skilgreina hugtakið ‘fruma’ á 17. öld. Skoðaði frumur í smásjá og kallaði þær sellur, frumeining lífs.
Hver var Matthias Schleiden?
Setti fram kenningu um að allar plöntur væru samsettar úr frumum sem raðast skipulega niður. 19. öld
Hvernig er frumukenningin? 6 atriði
- Allar lífverur eru úr 1 eða fleiri frumum
- Efnaskipti fara fram inni í frumum (bruni, efnasmíð, öndun, ljóstillífun)
- Frumur myndast af öðrum frumum
- Frumur innihalda erfðaefni
- Efnafræðileg samsetning allra fruma er í grunninn sú sama
- Líffræðilegir orkuferlar fara fram inni í frumum (niðurbrog og uppbygging á sykrum)
Vegna hvaða 3 þátta kemur breytileiki plantna fram?
- Erfða
- Æviskeiðs - grænfasi til ellifasi
- Vaxtarskilyrði
Hvaða 4 gerðir smásjáa eru til?
- Smásjá (víðsjá): heilir plöntuhlutar
- Ljóssmásjá: örþunnar, þurrkaðar sneiðar í litarefni
- Rafeindasmásjá-TEM: plastað, örþunnar sneiðar, skoðað með rafeindageisla
- Sveiprafsjá-SEM: gull- eða platínuhúðað, örþunnt sýni, skoðað með rafeindageisla
Hver er munurinn á smásjá (víðsjá) og rafeindasmásjá?
Í smásjá skoðum við heila plöntuhluta.
Í rafeindasmásjá skoðum við innviði einstakra fruma.
Úr hvaða 3 meginþáttum eru allar plöntufrumur samsettar?
Frumuvegg, frymi, safabólu.
Hvað aðgreinir dýrafrumur frá plöntufrumum? 3 atriði
Þær hafa ekki frumuvegg, safabólu né grænukorn
Hvað er frumuveggur? 4 atriði
- Ysti hluti frumunnar
- Meira og minna harður
- Liggur þétt upp að næstu frumu
- Milli fruma er örþunnt lag; miðskil
- Samsettur úr sellulósa úr löngum trefjum af glúkósasameindum; trefjaknippi
Hver eru hlutverk frumuveggs? 5 atriði
- Hlutverk í upptöku, flutningi og losun efna til og frá frumu
- Hluti af stoðgrind plöntu; föst lögun og styrking
- Verndar innihald frumunnar (frymið)
- Bregst við áreiti sjúkdóma og meindýra
- Takmarkar þanþol; svo hún springi ekki við of mikla vatnsupptöku
Nefndu 4 efni sem geta gegnt hlutverki í að styrkja trefjaknippi í frumuvegg.
Kútín, súberín og vax: fituefni
Lignín: í stað vatns, gerir vegg ósveigjanlegan
Hvað eru miðskil? 3 atriði
- Þunn himna milli samliggjandi fruma
- Er úr pektíni og kalsíumjónum sem gera hana límkennda
- Lauffall á haustin eða mjölkennd epli: miðskilin hafa tapað límáhrifum og frumurnar skiljast
Hvaða hlutverki gegna göt milli fruma? 3 atriði
- Tengja saman umfrymi beggja fruma
- Aðeins efni af réttri stærð komast í gegn um götin
- Frumuveggir mjög þunnir eða alls engir
Hvað eru frymisbrýr og hvað gera þau?
- Liggja í gegn um göt milli fruma
- Mynda net sem flytja efni á rétta staði
Hvaða hlutverki gegna holrúm milli fruma?
Tryggja loftskipti; aðgang að súrefni og koltvísýringi
Frumuveggur skiptist í frum- og síðvegg. Hvað er frumveggur? 4 atriði
- Myndast upp við miðskil í plöntum
- Í frumum í vexti
- Í frumum sem ljóstillífa, anda eða losa úrgang
- Mikið vatn og sveigjanleg efni
Frumuveggur skiptist í frum- og síðvegg. Hvað er síðveggur? 5 atriði
- Myndast fyrir innan frumvegg
- Í frumum sem hafa hætt að stækka
- Trénaður og ósveigjanlegur
- Í stoðvefjum og viðaræðum
- Innihald frumu deyr oft eftir myndun síðveggjar (t.d. viðaræðar)
Hvað er frumuhimna?
Himna sem aðskilur frymi og frumuvegg
Hvað er frymi?
Allt sem er fyrir innan frumuhimnu; frumulíffæri, umfrymi, kjarna
Hvað eru kjarnahimna og safabóluhimna?
Þær umlykja kjarna annars vegar og safabólu hins vegar.
Frumuhimnur umlykja flest frumulíffæri.
Hver eru hlutverk himna? 4 atriði
- Halda skilyrðum innan hverrar frumu réttum; mismunandi pH, efnasamsetning
- Halda mismunandi efnaskiptum frumunnar aðskildum og einangruðum í viðkomandi líffæri
- Hleypa í gegn um sig minnstu sameindunum með flæði; vatni, kolefni og súrefni
- ATP hjálpa við að flytja stærri sameindir
Hvernig eru himnur upp byggðar? 4 atriði
- Eru úr tveimur lögum af fosfólípíðum; fituefnum sem raðast á ákveðinn hátt
- Lípíðin saman standa af vatnselskum haus og vatnsfælnum hala
- Halar lípíðana liggja saman og hausarnir vísa út að vatni frumunnar
- Í smásjá lítur himnan út fyrir að vera þrískipt, þar sem hausarnir virka dekkri en halarnir; samloka
Hvað er umfrymi? 4 atriði
- Frymi + frumulíffæri
- Litlaus vatnslausn þar sem frumulíffæri eru á hreyfingu með frymisstreymi
- mikilvægustu líffærin eru þó föst við kjarna eða frumuvegg með frumugrind
- Meiri hluti efnaferla fara fram með hjálp ensíma
Hver eru 11 helstu frumulíffærin?
- Grænukorn
- Forðakorn
- Litkorn (ekki alltaf til staðar)
- Hvatberar
- Frymisnet
- Kjarni
- Kjarnakorn
- Netkorn/ríbósóm
- Golgikerfi
- Oxunarkorn
11, safabóla
Hvað eru grænukorn og hvernig eru þau upp byggð? 5 atriði
- Lítil, disklaga frumulíffæri, umlukin 2 himnum
- Inni í þeim eru staflar af disklaga grænuhlöðum, milli þeirra eru himnutengingar
- Inni í grænuhlöðum eru grænukorn og hjálparefnin karótínefni
- Umhverfis grænuhlaða er litlaus vökvi fullur af próteinum; grunnefni
- Finnast í grænum, ljóstillífandi hlutum plöntunnar; laufblöðum og ungum stönglum
Hvert er hlutverk grænukorna?
Ljóstillífun
Hvað er ljóstillífun? 3 atriði
- Orkuframleiðsla frumunnar með hjálp sólarljóss
- Vatn og koltvísýring er breytt í orku/sykrur sem plantan notar til vaxtar og viðhalds
- Aukaafurð er súrefni
Hver er kenningin um uppruna grænukorna? 3 atriði
- Þau eru talin hafa verið sjálfstæðar lífverur; ljóstillífandi bakteríur eða frumstæðir einfrumungar sem svo innlimuðust inn í ófrumbjarga frumur.
- Þau innihalda dálítið af eigin erfðaefni
- Þrennskonar grænukorn; í grænþörungum og plöntum, rauðþörungum og brúnþörungum
Hvað eru forplastíð?
Frumulíffæri sem geta umbreyst yfir í grænukorn, litkorn, hvítkorn eða forðakorn
Hvað eru hvítkorn? 3 atriði
- Litlaus korn sem geyma forða í mismunandi hlutum plöntunnar
- Aðallega í forðageymslulíffærum plöntunnar
- Innihalda forða á formi sem plöntur eiga auðvelt með að breyta aftur í orku; mjölva, sterkju, próteinum og fitu
Hvað eru litkorn? 3 atriði
- Innihalda karótínefni sem gefa plöntunni appelsínugula til brúna tóna, t.d. gulrætur, krónublöð blóma, haustlauf
- Hjálpa aðeins til við ljóstillífun, en aðallega vernda gegn útfjólubláum geislum
- Grænukorn geta umbreyst yfir í litkorn og litkorn geta umbreyst yfir í grænu- hvít- og forðakorn
Hvað eru hvatberar og hvernig eru þeir samsettir? 4 atriði
- Aflöng, ávöl líffæri umlukin 2 himnum
- Ytri himna er slétt, innri himna er með fellingum
- Innri himnan margfaldar yfirborð hvatberans og þar með vinnusvæða prótína og ensíma sem sinna efnahvörfum
- Grunnefni liggur innan um himnurnar
Hvert er hlutverk hvatbera? 4 atriði
- Öndun - leysa út orku sem er bundin í forða plöntunnar (sykrum) og umbreyta í nýtanlega orku
- Afurðir öndunar eru koltvísýringur, vatn og ATP orka
- Margir hvatberar í hverri frumu, staðsettir þar sem mestrar orku er þörf; eru á stöðugri hreyfingu, renna saman eða skipta sér
- Innihalda eigin litningamengi - sambærileg kenning og um grænukornin
Hvað er ATP? 4 atriði
- Form orku sem allar heilkjarna frumur nota
- Flyst til frumulíffæra og notuð í efnaferla, vöxt og viðhald
- Orkuríkt samband; þrífosfathópur
- Þegar ein fosfateining losnar myndast orka og eftir stendur ADP; tvífosfathópur
Hvað eru oxunarkorn og hvernig eru þau upp byggð? 3 atriði
- Örlítil, kúlulaga líffæri umlukin einfaldri himnu
- Oft mikið magn kristallaðra próteina í miðju kornsins
- Oft tengd við frymisnet
Hver eru hlutverk oxunarkorna? 3 atriði
- Mikilvæg við ljósöndun plantna
- Brjóta niður sykrur, notar súrefni og skilar koltvísýring
- Sum breyta fituefnum í sykrur við spírun fræja
Hvað er safabóla og hvernig er hún upp byggð? 3 atriði
- Stærsta frumulíffærið í miðri frumunni
- Innan safabóluhimnu er vatnslausn með ýmsum efnum
- Óþroskaðar frumur hafa margar, litlar safabólur sem renna svo saman
Hver eru hlutverk safabólu? 6 atriði
- Geymir næringarefni og vatn
- Geymir úrgangsefni sem geta verið skaðleg frumunni ef þau eru í umferð; t.d. nikótín, tannín
- Innihalda vatnsleysanleg litarefni í rauðum, bláum og fjólubláum tónum
- Viðheldur safaspennu
- Þenst út við frumuvöxt, eins mikið og hún getur áður en síðveggur myndast
- Niðurbrot og endurvinnsla á stærri sameindum
Hvað er frymislos?
Við þurrk og streitu missir safabólan safaspennu og tæmist að lokum, plantan visnar
Hvað er frymisnet, hvernig er það upp byggt og hvert er hlutverk þeirra? 5 atriði
- Flókið kerfi himna, bæði kornótt og slétt, finnast í mismiklum mæli í öllum frumum
- Kornótt frymisnet þakin netkornum, mikið magn í próteinríkum frumum
- Mikið magn í frumum sem framleiða lípíð
- Oftast tengt við kjarna
- Sér um að framleiða og flytja efni eins og prótein og lípíð milli staða innan frumunnar
Hvað er golgikerfi/frymisflétta og hvernig er það upp byggt? 4 atriði
- Pökkunar- og flutningskerfi frumunnar
- Samsett úr stöflum 4-8 flötum, disklaga stórblöðrum
- Fjöldi smærri blaðra á jöðrum hverrar stórblöðru
- Tengt við frymisnetið
Hvernig virkar golgikerfið? 5 atriði
- Ensím og prótein frá frymisnetinu flytjast yfir í golgikerfið
- Stefnubundið kerfi; efnin flytjast frá bakhlið golgikerfis (cis), í gegn um stórblöðrurnar og að framhlið (trans)
- Þar pakkar golgikerfið efnunum í litlar flutningsblöðrur og seytir þeim út í umfrymið
- Blöðrurnar flytjast með umfrymisstraumnum, eða tengjast flutningsþráðum/frymisbrúm og út á yfirborð frumunnar
- Himnan á blöðrunni sameinast frumuhimnunni og efnið sleppur út.
Hvað eru ensím og hvað gera þau? 7 atriði
- Stórar próteinsameindir samsettar úr löngum röðum amínósýra
- Þau hvetja ýmisskonar nauðsynleg efnahvörf í frumunni, hver ger aðeins með sérhæft hlutverk
- Með ensímum geta efnahvörf farið fram við mun lægra hitastig en ef þeirra nyti ekki við
- Bindistaður/hvarfastöð er á öllum ensímum
- Efni setjast þar, ensímið vinnur sitt verk og myndar nýtt efnasamband
- Tekur 1 hvarfefni og brýtur það upp í 2 eða fleiri myndefni
- EÐA tekur tvö hvarfefni og bindur saman í eitt myndefni
Hvað er kjarni frumu og hvernig er hann upp byggður? 4 atriði
- Næststærsta frumulíffærið - heili frumunnar, geymir erfðaefni
- Kúlulaga og dökkt að lit
- Umlukið tvöfaldri kjarnahimnu með mörg, kringlótt göt - kjarnaop
- Innan við himnu er vatnslausn með erfðaefni og kjarnakorn í hrúgu í miðjunni
Hver eru hlutverk kjarna? 2 atriði
- Geyma erfðaefni
- Stjórna allri starfsemi frumu með því að stjórna hvaða ensím/prótein eru framleidd
Hvað er erfðaefni/DNA? 3 atriði
- Uppskriftin af ensímunum sem mynda plöntuna
- Samsett úr sykrum, fosfathópum og niturbösum.
- Geymist inni í kjarnanum sem ógreinilegur massi af gormlaga þráðum sem kallast krómatín
Hvað eru litningar? 4 atriði
- Krómatín sem hefur verið tekið í notkun
- Þræðirnir þéttast og mynda stutta, gildna vafninga
- Koma fyrir í pörum, fest um miðju með þráðhafti
- Litningarnir mynda langar keðjur sem svo kallast DNA
Hvernig fer próteinframleiðsla frumunnar/afritun erfðaefnis fram? 6 atriði
- Afrit af DNA kallast RNA
- RNA er sent út úr kjarna yfir í umfrymi á formi sem kallast mRNA og er löng keðja niturbasa
- mRNA tengist ensíma-/próteinverksmiðjum sem kallast netkorn/ríbósóm
- Netkornin verða til í kjarnakornum og eru samsett úr rRNA, einum stórum hluta og einum litlum
- Netkornin raðast 2 saman utan um mRNA (eitt stórt, eitt lítið)
- Sérstök tRNA koma svo með einstakar amínósýrur að netkornunum og raðar þeim svo þau myndi rétta próteinið
Í ofureinfaldaðri mynd, hvernig myndast DNA lengja? 6 atriði
- RNA fer úr kjarna út í umfrymi á formi mRNA
- mRNA fær litla netkornið í heimsókn
- tRNA kemur aðvífandi með rétta amínósýru
- Stóra netkornið kemur og próteinframleiðsla hefst
- Rétt prótein verður til og sett á réttan stað í próteininu sem verið er að framleiða
- Mismunandi tRNA koma með mismunandi amínósýrur, skilja þær eftir og sækja svo meira
- Eftir stendur peptíðkeðja sem að lokum verður próteinið sem verður að erfðaefninu
Hvaða tvennskonar netkorn eru til? 4 atriði
- Himnubundin netkorn tengd við frymisnet
- Laus netkorn í umfrymi
- Sama hlutverk, en mismunandi prótein sem þau framleiða
- Smærri útgáfur af netkornum finnast inni í grænukornum og hvatberum
Hvað er millifasi
Forstig frumuskiptingar; tvílitnafruma undirbýr skiptingu með því að stækka, fjölga líffærum og tvöfalda erfðaefni
Hvað er mítósa? 3 atriði
- Venjuleg frumuskipting
- Dótturfruma er nákvæmlega eins og móðurfruma
- Fara fram í vefjum í vexti eða þar sem endurnýjunar er krafist
Hvaða 4 fasar fara fram í mítósu, eftir að millifasa er lokið?
- Prófasi
- Metafasi
- Anafasi
- Telófasi
Hvað gerist í prófasa? 4 atriði
- Krómatín styttist og vefst upp, verða sýnilegir sem tveir stuttir, þykkir sprotar tengdir með þráðhafti - litningapar í 2n lífveru
- Spóla myndast í miðri frumunni - fíngerðir þræðir enda á milli sem festast í einum punkti hvorum megin
- Spóla stýrir því að litningar lendi á réttum stað
- Kjarnakorn hverfa og kjarnahimna brotnar niður (þetta stig er í byrjun metafasa skv glærunum)
Hvað gerist í metafasa? 2 atriði
(skv glærum hverfa kjarnakorn og himna hér, ekki í lok prófasa)
1. Litningapörin raða sér í miðja frumuna með aðstoð spóluþráða
2. Allir litningar eru í röð í miðri frumunni í lok fasans
Hvað gerist í anafasa? 2 atriði
- Þráðhaft rofnar þegar spóluþræðir toga litninga í sundur
- Hvor helmingur litninga fer til síns enda í frumunni
Hvað gerist í telófasa?
- Kjarnahimnur myndast utan um litningahópana
- Spóla og spóluþræðir hverfa
- Kjarnakorn myndast
- Litningavafningar breytast í ógreinilegan massa, krómatín
- Frumuveggur myndast milli litningamassa/nýrra kjarna
- Til verða 2 nýjar frumur, sem hefja svo hvor um sig nýja mítósu
Hvað er meiósa? 4 atriði
- Rýriskipting
- Tvílitna móðurfruma skiptir sér tvisvar svo eftir standa fjórar einlitna frumur
- Aðeins við myndun kynfruma
- Tvílitna fruma fer í gegn um tvær skiptingar; n.k. mítósu og svo seinni skiptingu
Hvernig fer fyrri skipting meiósu fram? 5 atriði
- Venjulegur millifasi
- Prófasi eins og í mítósu, nema litningaendar krossast og skiptast á endum
- Litningar sem liggja saman fá enda hvors annars - endurröðun á DNA
- Metafasi og anafasi venjulegir
- Telófasi eðlilegur, dótturfrumurnar eins og hvor önnur, en frábrugðnar móðurfrumunni
Hvernig fer seinni skipting meiósu fram?
- Enginn millifasi
- Metafasi, anafasi og telófasi er eftir hefðbundnum leiðum, nema litningar eru alltaf blandaðir
- Lokaafurðin er 4 kynfrumur sem allar eru mismunandi