Frumufræði Flashcards
Hver var Robert Hooke?
Fyrstur til að skilgreina hugtakið ‘fruma’ á 17. öld. Skoðaði frumur í smásjá og kallaði þær sellur, frumeining lífs.
Hver var Matthias Schleiden?
Setti fram kenningu um að allar plöntur væru samsettar úr frumum sem raðast skipulega niður. 19. öld
Hvernig er frumukenningin? 6 atriði
- Allar lífverur eru úr 1 eða fleiri frumum
- Efnaskipti fara fram inni í frumum (bruni, efnasmíð, öndun, ljóstillífun)
- Frumur myndast af öðrum frumum
- Frumur innihalda erfðaefni
- Efnafræðileg samsetning allra fruma er í grunninn sú sama
- Líffræðilegir orkuferlar fara fram inni í frumum (niðurbrog og uppbygging á sykrum)
Vegna hvaða 3 þátta kemur breytileiki plantna fram?
- Erfða
- Æviskeiðs - grænfasi til ellifasi
- Vaxtarskilyrði
Hvaða 4 gerðir smásjáa eru til?
- Smásjá (víðsjá): heilir plöntuhlutar
- Ljóssmásjá: örþunnar, þurrkaðar sneiðar í litarefni
- Rafeindasmásjá-TEM: plastað, örþunnar sneiðar, skoðað með rafeindageisla
- Sveiprafsjá-SEM: gull- eða platínuhúðað, örþunnt sýni, skoðað með rafeindageisla
Hver er munurinn á smásjá (víðsjá) og rafeindasmásjá?
Í smásjá skoðum við heila plöntuhluta.
Í rafeindasmásjá skoðum við innviði einstakra fruma.
Úr hvaða 3 meginþáttum eru allar plöntufrumur samsettar?
Frumuvegg, frymi, safabólu.
Hvað aðgreinir dýrafrumur frá plöntufrumum? 3 atriði
Þær hafa ekki frumuvegg, safabólu né grænukorn
Hvað er frumuveggur? 4 atriði
- Ysti hluti frumunnar
- Meira og minna harður
- Liggur þétt upp að næstu frumu
- Milli fruma er örþunnt lag; miðskil
- Samsettur úr sellulósa úr löngum trefjum af glúkósasameindum; trefjaknippi
Hver eru hlutverk frumuveggs? 5 atriði
- Hlutverk í upptöku, flutningi og losun efna til og frá frumu
- Hluti af stoðgrind plöntu; föst lögun og styrking
- Verndar innihald frumunnar (frymið)
- Bregst við áreiti sjúkdóma og meindýra
- Takmarkar þanþol; svo hún springi ekki við of mikla vatnsupptöku
Nefndu 4 efni sem geta gegnt hlutverki í að styrkja trefjaknippi í frumuvegg.
Kútín, súberín og vax: fituefni
Lignín: í stað vatns, gerir vegg ósveigjanlegan
Hvað eru miðskil? 3 atriði
- Þunn himna milli samliggjandi fruma
- Er úr pektíni og kalsíumjónum sem gera hana límkennda
- Lauffall á haustin eða mjölkennd epli: miðskilin hafa tapað límáhrifum og frumurnar skiljast
Hvaða hlutverki gegna göt milli fruma? 3 atriði
- Tengja saman umfrymi beggja fruma
- Aðeins efni af réttri stærð komast í gegn um götin
- Frumuveggir mjög þunnir eða alls engir
Hvað eru frymisbrýr og hvað gera þau?
- Liggja í gegn um göt milli fruma
- Mynda net sem flytja efni á rétta staði
Hvaða hlutverki gegna holrúm milli fruma?
Tryggja loftskipti; aðgang að súrefni og koltvísýringi
Frumuveggur skiptist í frum- og síðvegg. Hvað er frumveggur? 4 atriði
- Myndast upp við miðskil í plöntum
- Í frumum í vexti
- Í frumum sem ljóstillífa, anda eða losa úrgang
- Mikið vatn og sveigjanleg efni
Frumuveggur skiptist í frum- og síðvegg. Hvað er síðveggur? 5 atriði
- Myndast fyrir innan frumvegg
- Í frumum sem hafa hætt að stækka
- Trénaður og ósveigjanlegur
- Í stoðvefjum og viðaræðum
- Innihald frumu deyr oft eftir myndun síðveggjar (t.d. viðaræðar)
Hvað er frumuhimna?
Himna sem aðskilur frymi og frumuvegg
Hvað er frymi?
Allt sem er fyrir innan frumuhimnu; frumulíffæri, umfrymi, kjarna
Hvað eru kjarnahimna og safabóluhimna?
Þær umlykja kjarna annars vegar og safabólu hins vegar.
Frumuhimnur umlykja flest frumulíffæri.
Hver eru hlutverk himna? 4 atriði
- Halda skilyrðum innan hverrar frumu réttum; mismunandi pH, efnasamsetning
- Halda mismunandi efnaskiptum frumunnar aðskildum og einangruðum í viðkomandi líffæri
- Hleypa í gegn um sig minnstu sameindunum með flæði; vatni, kolefni og súrefni
- ATP hjálpa við að flytja stærri sameindir
Hvernig eru himnur upp byggðar? 4 atriði
- Eru úr tveimur lögum af fosfólípíðum; fituefnum sem raðast á ákveðinn hátt
- Lípíðin saman standa af vatnselskum haus og vatnsfælnum hala
- Halar lípíðana liggja saman og hausarnir vísa út að vatni frumunnar
- Í smásjá lítur himnan út fyrir að vera þrískipt, þar sem hausarnir virka dekkri en halarnir; samloka
Hvað er umfrymi? 4 atriði
- Frymi + frumulíffæri
- Litlaus vatnslausn þar sem frumulíffæri eru á hreyfingu með frymisstreymi
- mikilvægustu líffærin eru þó föst við kjarna eða frumuvegg með frumugrind
- Meiri hluti efnaferla fara fram með hjálp ensíma
Hver eru 11 helstu frumulíffærin?
- Grænukorn
- Forðakorn
- Litkorn (ekki alltaf til staðar)
- Hvatberar
- Frymisnet
- Kjarni
- Kjarnakorn
- Netkorn/ríbósóm
- Golgikerfi
- Oxunarkorn
11, safabóla