Lauf, blóm og aldin Flashcards
Hvaða 7 tegundir laufblaða eru skilgreind?
- Laufblöð - Ljóstillífun er aðalhlutverkið
- Kímblöð - Fyrstu laufblöð plantna.
- Lágblöð - Ljóstillífa ekki, ummynduð laufblöð (t.d. brumhlífarblöð, skæni)
- Háblöð - Ljóstillífa, en aðallega áberandi á litinn til að laða að frjóbera
- Reifablöð - Umlykja heilar blómskipanir; sveipjurtaætt og körfublómaætt
- Forðablöð - Ummynduð laufblöð sem geyma forða, t.d. laukur
- Blómblöð - Ummynduð blöð sem mynda kynfæri plantna; bikarblöð, krónublöð, fræfla, frævu
Hvet er hlutverk kímblaða? 2 atriði
- Fyrstu laufblöðin sem koma upp úr spíruðu fræi - starta vexti plöntunnar með því að hefja ljóstillífun.
- Stundum koma ekki upp kímblöð, heldur strax varanleg blöð. Þá hefur kímplantan safnað forða í kímblöðin og getur því sett orku strax í kímstöngulinn.
Hver eru hlutverk laufblaða? 3 atriði
- Ljóstillífa og framleiða sykrur (vatn + koltvísýringur + sólarljós inn, koltvísýringur + súrefni út)
- Tempra útgufun og innstreymi lofttegunda með opnun/lokun varaopa
- Miðla sykrum frá ljóstillífunarfleti til annarra plöntuhluta
Hvað ræður blaðskipan?
Plantan er alltaf að reyna að hámarka það hversu mikill hluti laufblaða ná birtu frá sólinni, til þess að halda ljóstillífunarfleti sínum sem stærstum
Hvernig eru laufblöð tvíkímblöðunga upp byggð? 5 atriði
- Blaðfótur tengist við stöngul
- Blaðstilkur tengir blöðku við stöngulinn í blaðfæti, stýrir afstöðu blöðku mót sólu
- Axlablöðog hliðarbrum stundum til staðar, neðst á blaðstilk
- Blaðka er stór og þunn, sér um ljóstillífun
- Æðstrengir; miðstrengur og hliðstrengir. Leiðsluvefir með sáldvef (niður) og viðarvef (upp)
Hvernig eru laufblöð einkímblöðunga upp byggð? 4 atriði
- Blaðslíður í stað blaðstilks - neðsti hluti blöðku vefst utan um stöngul
- Blaðka er löng, mjó og þunn
- Æðstrengir samsíða, eða bogstrengjóttir
- Stöngull + blaðka = hné á liðamótum grasa
Hvernig eru laufblöð berfrævinga upp byggð? 7 atriði
- Nállaga, stilklaus
- Blaðfótur sést illa
- Blaðka aflöng, mjó og þykk
- Æðstrengur yfirleitt bara einn í miðjunni
- Nálar grenis eru stakar á langsprota
- Nálar furu og eru 2, 3, 5 eða 8 saman í knippi á dvergsprota
- Nálar lerkis eru 15-30 saman
Hvaða þremur hlutum eru öll laufblöð samsett?
- Yfirhúð á efra og neðra borði - Verndar gegn ofþornun og tryggir loftskipti við umhverfi
- Blaðhold - Tillífunarvefur (svampvefur og stafvefur)
- Æðstrengir - Leiðsluvefir og flutningur efna. Stoðgrind blaðsis; heldur því útréttu
Hver eru helstu einkenni á laufum tvíkímblöðunga?
Útlit á efra og neðra borði mismunandi
Hvað einkennir yfirhúð tvíkímblöðunga? 5 atriði
- Lifandi frumur, óreglulegar í laginu
- Raðast þétt saman og mynda heilt og þétt yfirborð
- Mikill fjöldi varaopa á neðra borði
- Kútínlag, þykkara á efra borði
- Hæring; útvöxtur frá yfirhúðarfrumum - yfirleitt meira á neðra borði
Hvað einkennir blaðhold tvíkímblöðunga? 3 atriði
- Ljóstillífandi grunnvefur
- Samsettur úr stafvef og grunnvef
- Dekkri litur á efra borði, fleiri varaop á neðra borði
Hvað er stafvefur? 4 atriði
- Gerður úr einu eða fleiri lögum af staflaga frumum sem standa þétt saman, hornrétt á yfirborð blaðs.
- Meginhluti ljóstillífunar fer hér fram
- Mikið af grænukornum - liturinn er dekkri en á svampvef.
- Því sólríkari sem staður er, því þykkari er stafvefurinn
Hvað er svampvefur? 4 atriði
- Gerður úr hnöttóttum, óreglulegum frumum á neðra borði blaða.
- Mikið holrúm á milli fruma sem tryggir góð loftskipti.
- Færri grænukorn og því ljósari á litinn.
- Mikið af varaopum, óreglulega dreifð um yfirhúð neðra borðs.
Hvað einkennir æðstrengi tvíkímblöðunga? 5 atriði
- Eru samsettir; viðarvefur að ofan, sáldvefur að neðan
- Umluktir stoðvefsfrumum, aðallega trefjafrumum
- Strengslíðurfrumur utan um hvern æðstreng - stýra hvaða efni komast inn og út
- Sumar tegundir hafa vatnsraufar; op í yfirhúð þar sem dropar úr
- Mynda net æða á blöðku
Hver eru helstu einkennin á laufblöðum einkímblöðunga? 2 atriði
- Þau eru aflöng og mjó
- Blaðslíður umlykur stöngul
Hvernig eru yfirhúð, blaðhold og æðstrengir frábrugðnir því sem þekkist á tvíkímblöðungum? 5 atriði
- Yfirhúð er eins beggja vegna blaðs; litur, áferð, fjöldi varaopa
- Varaopin liggja í beinum röðum eftir yfirborðinu
- Blaðholdið er úr einsleitum vef
- Æðstrengir liggja eftir endilöngu blaðinu, tengdir með örmjóum strengjum þvert.
- Strengslíðurfrumur í kring um hvern æðstreng.
Hver eru helstu einkenni á laufblöðum berfrævinga?
Eru nállaga. Öll bygging mjög keimlík einfrumungum.
Hvað einkennir yfirhúð berfrævinga? 4 atriði
- Yfirhúðarfrumur með mjög þykka veggi og þykkt kútínlag
- Stundum tvö frumulög að þykkt
- Varaop liggja í rásum eftir öllum hliðum nála, oft í djúpum rákum
- Nokkur lög af trefja og/eða þykkhyrnufrumum undir húðinni til styrkingar
Hvað einkennir blaðhold berfrævinga? 2 atriði
- Einsleitur tillífunarvefur, þéttari en í einkímblöðungum
- Kvoðugöng/harpixgöng - kvoðan ver gegn beitardýrum
Hvað einkennir æðstrengi berfrævinga? 5 atriði
- Einn stakur, eða 2 hlið við hlið
- Alltaf samsettir
- Umluktir flutningsvef úr grunn- og trefjafrumum
- Flutningsvefur sér um flutning efna milli æðstrengja og fruma í blaðholdi
- Innlag liggur á milli flutnings- og tillífunarvefjar og sér um að stýra flutningnum
Hvað eru sólarblöð og hvað einkennir þau? 5 atriði
- Laufblað í mikilli birtu
- Eru mjórri og þykkari en önnur blöð sömu plöntu
- Þykkt kútínlag á efra borði
- 2-3 frumulög af stafvef; sama magn og í stærri blöðum, en þjappað á minna svæði
- Staðsett efst og yst í laufkrónu