Lauf, blóm og aldin Flashcards
Hvaða 7 tegundir laufblaða eru skilgreind?
- Laufblöð - Ljóstillífun er aðalhlutverkið
- Kímblöð - Fyrstu laufblöð plantna.
- Lágblöð - Ljóstillífa ekki, ummynduð laufblöð (t.d. brumhlífarblöð, skæni)
- Háblöð - Ljóstillífa, en aðallega áberandi á litinn til að laða að frjóbera
- Reifablöð - Umlykja heilar blómskipanir; sveipjurtaætt og körfublómaætt
- Forðablöð - Ummynduð laufblöð sem geyma forða, t.d. laukur
- Blómblöð - Ummynduð blöð sem mynda kynfæri plantna; bikarblöð, krónublöð, fræfla, frævu
Hvet er hlutverk kímblaða? 2 atriði
- Fyrstu laufblöðin sem koma upp úr spíruðu fræi - starta vexti plöntunnar með því að hefja ljóstillífun.
- Stundum koma ekki upp kímblöð, heldur strax varanleg blöð. Þá hefur kímplantan safnað forða í kímblöðin og getur því sett orku strax í kímstöngulinn.
Hver eru hlutverk laufblaða? 3 atriði
- Ljóstillífa og framleiða sykrur (vatn + koltvísýringur + sólarljós inn, koltvísýringur + súrefni út)
- Tempra útgufun og innstreymi lofttegunda með opnun/lokun varaopa
- Miðla sykrum frá ljóstillífunarfleti til annarra plöntuhluta
Hvað ræður blaðskipan?
Plantan er alltaf að reyna að hámarka það hversu mikill hluti laufblaða ná birtu frá sólinni, til þess að halda ljóstillífunarfleti sínum sem stærstum
Hvernig eru laufblöð tvíkímblöðunga upp byggð? 5 atriði
- Blaðfótur tengist við stöngul
- Blaðstilkur tengir blöðku við stöngulinn í blaðfæti, stýrir afstöðu blöðku mót sólu
- Axlablöðog hliðarbrum stundum til staðar, neðst á blaðstilk
- Blaðka er stór og þunn, sér um ljóstillífun
- Æðstrengir; miðstrengur og hliðstrengir. Leiðsluvefir með sáldvef (niður) og viðarvef (upp)
Hvernig eru laufblöð einkímblöðunga upp byggð? 4 atriði
- Blaðslíður í stað blaðstilks - neðsti hluti blöðku vefst utan um stöngul
- Blaðka er löng, mjó og þunn
- Æðstrengir samsíða, eða bogstrengjóttir
- Stöngull + blaðka = hné á liðamótum grasa
Hvernig eru laufblöð berfrævinga upp byggð? 7 atriði
- Nállaga, stilklaus
- Blaðfótur sést illa
- Blaðka aflöng, mjó og þykk
- Æðstrengur yfirleitt bara einn í miðjunni
- Nálar grenis eru stakar á langsprota
- Nálar furu og eru 2, 3, 5 eða 8 saman í knippi á dvergsprota
- Nálar lerkis eru 15-30 saman
Hvaða þremur hlutum eru öll laufblöð samsett?
- Yfirhúð á efra og neðra borði - Verndar gegn ofþornun og tryggir loftskipti við umhverfi
- Blaðhold - Tillífunarvefur (svampvefur og stafvefur)
- Æðstrengir - Leiðsluvefir og flutningur efna. Stoðgrind blaðsis; heldur því útréttu
Hver eru helstu einkenni á laufum tvíkímblöðunga?
Útlit á efra og neðra borði mismunandi
Hvað einkennir yfirhúð tvíkímblöðunga? 5 atriði
- Lifandi frumur, óreglulegar í laginu
- Raðast þétt saman og mynda heilt og þétt yfirborð
- Mikill fjöldi varaopa á neðra borði
- Kútínlag, þykkara á efra borði
- Hæring; útvöxtur frá yfirhúðarfrumum - yfirleitt meira á neðra borði
Hvað einkennir blaðhold tvíkímblöðunga? 3 atriði
- Ljóstillífandi grunnvefur
- Samsettur úr stafvef og grunnvef
- Dekkri litur á efra borði, fleiri varaop á neðra borði
Hvað er stafvefur? 4 atriði
- Gerður úr einu eða fleiri lögum af staflaga frumum sem standa þétt saman, hornrétt á yfirborð blaðs.
- Meginhluti ljóstillífunar fer hér fram
- Mikið af grænukornum - liturinn er dekkri en á svampvef.
- Því sólríkari sem staður er, því þykkari er stafvefurinn
Hvað er svampvefur? 4 atriði
- Gerður úr hnöttóttum, óreglulegum frumum á neðra borði blaða.
- Mikið holrúm á milli fruma sem tryggir góð loftskipti.
- Færri grænukorn og því ljósari á litinn.
- Mikið af varaopum, óreglulega dreifð um yfirhúð neðra borðs.
Hvað einkennir æðstrengi tvíkímblöðunga? 5 atriði
- Eru samsettir; viðarvefur að ofan, sáldvefur að neðan
- Umluktir stoðvefsfrumum, aðallega trefjafrumum
- Strengslíðurfrumur utan um hvern æðstreng - stýra hvaða efni komast inn og út
- Sumar tegundir hafa vatnsraufar; op í yfirhúð þar sem dropar úr
- Mynda net æða á blöðku
Hver eru helstu einkennin á laufblöðum einkímblöðunga? 2 atriði
- Þau eru aflöng og mjó
- Blaðslíður umlykur stöngul
Hvernig eru yfirhúð, blaðhold og æðstrengir frábrugðnir því sem þekkist á tvíkímblöðungum? 5 atriði
- Yfirhúð er eins beggja vegna blaðs; litur, áferð, fjöldi varaopa
- Varaopin liggja í beinum röðum eftir yfirborðinu
- Blaðholdið er úr einsleitum vef
- Æðstrengir liggja eftir endilöngu blaðinu, tengdir með örmjóum strengjum þvert.
- Strengslíðurfrumur í kring um hvern æðstreng.
Hver eru helstu einkenni á laufblöðum berfrævinga?
Eru nállaga. Öll bygging mjög keimlík einfrumungum.
Hvað einkennir yfirhúð berfrævinga? 4 atriði
- Yfirhúðarfrumur með mjög þykka veggi og þykkt kútínlag
- Stundum tvö frumulög að þykkt
- Varaop liggja í rásum eftir öllum hliðum nála, oft í djúpum rákum
- Nokkur lög af trefja og/eða þykkhyrnufrumum undir húðinni til styrkingar
Hvað einkennir blaðhold berfrævinga? 2 atriði
- Einsleitur tillífunarvefur, þéttari en í einkímblöðungum
- Kvoðugöng/harpixgöng - kvoðan ver gegn beitardýrum
Hvað einkennir æðstrengi berfrævinga? 5 atriði
- Einn stakur, eða 2 hlið við hlið
- Alltaf samsettir
- Umluktir flutningsvef úr grunn- og trefjafrumum
- Flutningsvefur sér um flutning efna milli æðstrengja og fruma í blaðholdi
- Innlag liggur á milli flutnings- og tillífunarvefjar og sér um að stýra flutningnum
Hvað eru sólarblöð og hvað einkennir þau? 5 atriði
- Laufblað í mikilli birtu
- Eru mjórri og þykkari en önnur blöð sömu plöntu
- Þykkt kútínlag á efra borði
- 2-3 frumulög af stafvef; sama magn og í stærri blöðum, en þjappað á minna svæði
- Staðsett efst og yst í laufkrónu
Hvað einkennir skuggablöð? 5 atriði
- Planta í meiri skugga
- Stór og breið til að hafa stærra flatarmál
- Þunnt kútínlag
- Eitt lag af stafvef
- Staðsett neðar og/eða nær stofni
Hvernig verða laufblöð til? 7 atriði
- Blaðmyndunarfrumur myndast í jaðri vaxtarbrodds
- Blaðvísir myndast við vaxtarbrodd stönguls
- Innskotsvaxtarlög myndast við sitthvorn blaðjaðarinn
- Blaðkan myndast út frá þessum blaðjöðrum, en miðhluti og miðstrengur myndast frá upprunalegum vaxtarvef
- Vöxtur er hraðari á neðra borði blaðs í fyrstu, svo það vex utan um vaxtarbrodd. Réttir svo úr sér þegar vöxtur á efra borði tekur við sér
- Vexti lýkur fyrst við blaðodd, en líkur við blaðgrunninn
- Vöxtur blaða er takmarkaður, þ.e. blaðið getur bara max orðið x stórt
Hvað er blaðfall? 5 atriði
- Aldur blaða er takmarkaður; nokkrir mánuðir hjá lauftrjám, einhver ár hjá sígrænum tegundum
- Fellivefur myndast milli blaðfótar og stönguls, samsett úr fellilagi og varnarlagi
- Fellilag eru stuttar frumur með óreglulega veggi og eru veikar fyrir
- Varnarlag er korkfrumur sem einangrar blöðin frá stönglinum
- Slímkennd miðskil milli þessara laga veldur blaðfalli við minnsta áreiti
Hvað er blaðfar?
N.k. ör eftir fallið blað
Hvað veldur blaðfalli? 4 atriði
- Haustlitir birtast þegar grænukorn brotna niður á haustin - laufið hefur klárað hlutverk sitt og fellur af
- Blöð sem vaxa í of miklum skugga geta ekki ljóstillífað og falla af
- Mengun í andrúmslofti getur stíflað varaop, laufið getur ekki átt loftskipti og fellur af
- Efni úr andrúmsloftinu safnast upp í plöntum sem eyðileggur starfsemi þeirra
Hvað er blóm?
Kynfæri plöntunnar
Hvar og hvernig myndast kk og kvk kynfrumur plöntunnar? 3 atriði
- kk myndast í fræflum
- kvk myndast í frævunni
- Gerist með meiósu
Hver eru hlutverk blóma? 4 atriði
- Mynda kynfrumur
- Tryggja frævun og frjóvgun
- Mynda fræ í kjölfar frævunar
- Dreifa fræjum
Hvað er frævun og 4 gerðir hennar?
- Þegar frjókorn berst frá frjóhirslu í einu blómi til frænis annars blóms.
- Vind-, skordýra-, dýra og vatnsfrævun
Hvað er frjóvgun?
Á sér stað þegar samruni kynfruma á sér stað (frjókorn + egg) og til verða fræ og aldin
Hvernig er plöntum skipt niður eftir æviskeiðum sem þær ganga í gegn um? 4 atriði
- Einærar plöntur: vaxa frá fræi, blómstra, fella fræ og deyja á einu ári
- Tvíærar plöntur: spíra frá fræi, grænvöxtur og forðasöfnun fyrsta sumar, grænvöxtur og blómgun seinna sumar, fella fræ og deyja
- Margærar plöntur: Sambærilegt og tvíærar, en nokkur til mörg ár líða áður en blómfasi byrjar. Blómsra einu sinni, fella fræ og deyja svo (t.d. bambus)
- Fjölærar plöntur: Vaxa upp af fræi á fyrsta ári, blómstrar svo árlega út lífið, fella fræ þegar kynþroska er náð. Blómgun hefst á mismunandi tímapunkti, jurtkenndar tegundir strax fyrsta árið, trjákenndar tegundir eftir ár eða áratugi.
Hvað er blómsproti?
Tegund sprota plöntu sem getur ekki ummyndast í annars konar stöngul. Fæðist sem blómsproti, deyr sem blómsproti.
Hvað er blómbotn?
Myndast þegar endi sprota þykknar og gildnar. Hér sitja blómblöðin.
Hvað er blómstöngull?
Blómsproti með bara eitt blóm
Hvað er blómstilkur?
Stöngull hvers blóms í blómskipan
Hvað eru blómblöð?
Ummynduð laufblöð
Hverjar eru fjórar gerðir blómblaða og hver er uppröðun þeirra í blóminu?
- Bikarblöð eru yst/neðst - oftast lítil og græn, vernda hin blómblöðin áður en þau springa út. Springa sjálf út fyrst, blómknúppurinn (krónublöðin) enn að vaxa
- Krónublöð næst - mynda krónuna, oftast stærri en bikarblöð, ýmsir litir, stundum likt. Hlutverkið er að lokka að sér frjóbera.
Saman kallast bikar- og krónublöð blómhlífarblöð/blómhlíf - hlífa fræflum og frævu - Fræflar taka við - eru frjóblöð
- Frævan í miðjunni - eru fræblöð
Hvernig er fræva samsett? 7 atriði
- Eggleg er neðst
- Eitt eggbú í hverju egglegi, fest við vegg þess með eggstreng
- Inni í hverju eggbúi ein eggfruma, auk tveggja hliðarfruma, þriggja andfætlufruma og tveggja miðkjarna
- Kímsekkur er umlukinn egghimnu
- Eggmunni er op á egghimnu
- Stíll er stilkur upp úr egglegi
- Efst er frænið; lítill hnúður, gjarnan hærður, límugur eða greinóttur til þess að fanga frjókorn
Hvernig er frævill samsettur? 4 atriði
- Langur stilkur - frjóþráður sem inniheldur æðstreng
- Frjóhnappur - á enda frjóþráðar
- Frjóhirslur - 4 stk í hverjum frjóhnapp
- Í hverri frjóhirslu eru óteljandi frjókorn
Hvað einkennir frjókorn? 3 atriði
- Þykkir veggir úr sporopolleníni sem getur verndað frjókornið í þúsundir ára
- Inni í frjókorni er frjópípufruma/frjómóðurfruma
- Frjópípufruman umlykur 2 frumur; æxlunarkjarna
Hverjar eru 3 mismunandi gerðir blómsætni?
- Undirsætið - Krónublöð tengjast blómbotni undir belg frævunnar; horfum ofan í blómið og sjáum belginn á frævunni sitjandi í blóminu
- Kringsætið - Krónublöð tengjast blómbotni á miðjum belg frævunnar
- Yfirsætið - Krónublöð tengjast blómbotni ofan á belg frævunnar; belgurinn á frævunni er inni í blómbotninum - algengt í rósaætt -> blómbotn stækkar -> nýpur, epli verða til
Hvernig myndast blóm? 5 atriði
- Vaxtarbroddur hættir að vaxa og myndar blómbrum
- Fyrst myndast bikarblöð, svo krónublöð, þá fræflar, svo fræva - allt í knúppi
- Blómið blómstrar
- Ef frjóvgun heppnast visna öll blómblöð nema frævan
- Belgur frævunni breytist í aldin
Hvernig myndast frjókorn? 5 atriði
- Í frjóhirslum eru tvær 2n móðurfrumur
- Þær skipta sér með meiósu þegar fræflar þroskast
- Til verða fjögur 1n frjókorn
- Hvert 1n frjókorn skiptir sér með mítósu
- Úr hverju frjókorni verða þá til frjópípukjarni og 2 æxlunarkjarnar
Hvernig myndast eggfruma? 3 atriði
- Byrjar á að skipta sér með meiósu í kímsekk móðurfrumu
- Til verða fjórar 1n frumur, en þrjár þeirra eyðast
- Þessi eina fer að skipta sér og myndar 8 frumur; 3 andfætlufrumur, 2 miðkjarnar, 2 hliðarfrumur og 1 egg
Hvernig fer hin tvöfalda frjóvgun blómplantna fram? 7 atriði
- Frjókorn klessist í fræni
- Frjópípufruma vex niður í eggbú og myndar rör fyrir æxlunarkjarna frjókorns
- Rörið liggur inn um eggmunna að kímsekk
- Æxlunarkjarnarnir renna niður
- Annar kjarninn rennur saman við eggfrumuna og myndar 2n okfrumu/kímfóstur (andfætlufrumur og hliðarfrumur eyðast)
- Hinn rennur saman við miðkjarnana tvo og myndar 3n fræhvítu
- Egghimnan utan um kímsekkinn breytist í fræskurn utan um kímfóstrið og fræhvítuna = fræ hefur myndast
Hvernig myndast aldin? 4 atriði
- Í hverju eggbúi myndast 1 fræ við tvöfalda frjóvgun
- Egghimnan verður að fræskurninni
- Veggir egglegsins verða að aldinvegg og aldinkjöti
- Þar með eru fræin orðin föst í aldini
Hvernig flokkast aldin? 3 atriði
- Þurr (veggir frævu þorna og harðna) vs safarík (veggir frævu bólgna)
- Eitt fræ vs mörg fræ
- Þurr aldin eru hnetur, baunabelgir, skálpar
- Safarík aldein eru steinaldin (1 eggbú=eitt fræ) og ber (mörg eggbú=mörg fræ)
Hvernig myndast gervialdin? 2 atriði
- Blómbotn vex utan um veggi frævu og myndar aldinvegg; safarík aldin af rósaætt s.s. epli, perur og nýpur
- Blómbotn bólgnar og myndar aldinvegg, en fræin þrýstast út á yfirborðið; jarðarber
Hvað er fullkomið blóm annars vegar og ófullkomið blóm hins vegar?
Fullkomið blóm er tvíkynja
Ófullkomið blóm er einkynja/sérbýlisplanta
Hvað er sambýlisplanta?
Planta sem hefur bæði kk og kvk blóm
Hvernig tryggja plöntur sér víxlfjóvgun? 6 atriði
- Staðsetning kk og kvk blóma þannig að sjálffrjóvgun er erfið
- Plöntur geta hafnað eigin frjókornum
- Fræflar og frævur þroskast á mismunandi tíma
- Laða að sér rétta frjóbera eftir aðstæðum
- Blómgunartími tryggður á sama tíma og virkni frjóbera er mest
- Vindfrævun gerist á vorin þegar laufgun heftir ekki för
Hvað einkennir blóm einkímblöðunga? 3 atriði
- Sömu blómhlutar og tvíkímblöðungar
- Ótrúleg fjölbreytni í laukplöntum
- Öx grasa frekar óspennandi
Hvað einkennir öx grasa? 4 atriði
- Hvert smáax með 1 eða fleiri smáblóm
- Smáöx raða sér upp í ax/punt
- Fræflar langir og hanga langt út úr blómi
- Fræni greinótt og oft límugt, hangir út úr blómi
- Blóm lítil og stóla alfarið á vindfrævun