Grasafræðistaðreyndir og gróðurbelti Flashcards
Hvað fjallar grasafræðin um? 6 atriði
- Útlit plantna
- Vaxtarlag
- Vaxtarskilyrði
- Frumulíffæri
- Vefi
- Efnasamsetningu plantna
Hver var Carl Linné?
Svíi á 18. öld. Fann upp tvínafnakerfið
Hvernig virkar tvínafnakerfi Carls Linné? 5 atriði
- Max 12 orð í lýsingu um útlit og vaxtarstað
- Eitt aukaorð um sérkenni plöntuyrkisins
- Fyrsta orðið í lýsingunni + aukaorðið = plöntuheitið
- Orð 1 merkir ættkvíslina (genus)
- Aukaorðið merkir tegundina (species)
Hvað er taxonomy?
Regnhlífarheiti yfir fræðigreinar um flokkunarkerfi
Hvað einkennir dreifkjörnunga? 3 atriði
- Erfðaefnið er 1 aðallitningur á frjálsri ferð inni í plöntunni
- Bakteríur
- Fornbakteríur
Hvað eru fornbakteríur?
Taldar hafa verið til frá örófi alda þegar jörðin var illa byggileg. Þola erfið skilyrði s.s. háhitasvæði, súran jarðveg, mikið salt.
Hvað einkennir heilkjörnunga? 2 atriði
- Erfðaefni er í kjarna innan frumuhimnu
- Einfrumungar og allar aðrar lífverur flokkast hér
Hvernig eru 8 stig flokkunar?
- Domain
- Ríki (kingdom)
- Fylking (phylum)
- Flokkur (class)
- Ættbálkur (order)
- Ætt (family)
- Ættkvísl (genus)
- Tegund (species)
Hvað flokkast undir plönturíkið (kingdom)?
Grænþörungar og landplöntur
Hverjar eru 2 gerðir fylkinga (phylum)?
- Tegundir án æðakerfis
- Æðplöntur
Hvað einkennir fylkingu plantna án æðakerfis? 4 atriði
- Þetta eru mosar
- Flutningur næringar og vatns mjög hægur, stækka því mjög hægt og lengi að jafna sig á skemmdum
- Rótarlausir og æðalausir
- Frumstæð æxlunarfæri; þurfa vatnsfrjóvgun til flutnings gróa
Hvað einkennir fylkingu æðplantna? 2 atriði
- Flutningur efna og vatns fer fram í æðum
- Þetta eru gróplöntur og fræplöntur
Hvað einkennir fylkinguna gróplöntur? 3 atriði
- Flutningur í æðum mjög hraður, plöntur geta orðið mjög stórar
- Gróin eru lítil korn með lítinn næringarforða, þurfa raka til að spíra
- Þetta eru elftingar, jafnar og burknar
Hvað einkennir fylkinguna fræplöntur og hverjar eru gerðirnar tvær?
- Fræ eru inni í kími með næringu
- Berfrævingar og dulfrævingar
Hvað einkennir fylkingu berfrævinga? 4 atriði
- Þeir mynda köngla
- Tvö óvarin egg ofan á köngulblöðum
- Opnir á vorin, frjókorn lenda á köngulblaði og frjóvga eggin - köngullinn lokast
- Þetta eru köngulpálmar, musteristré, barrtré
Hvað einkennir fylkingu dulfrævinga? 3 atriði
- Egg er varið
- Frjókorn þurfa að lenda á ákveðinn, afmarkaðan stað á blómi til að frjóvga egg
- Þetta eru blómplöntur, lauftré
Hverjir eru þrír flokkar (class) plantna?
- Magnólíðar - frumstæðustu blómplönturnar
- Einkímblöðungar - 1 kímblað við spírun
- Tvíkímblöðungar - 2 kímblöð við spírun
Hvað stendur ssp fyrir og hvert er greiningaratriðið?
- Subspecies - undirtegund
- Plantan er ólík í nógu mörgum og/eða veigamiklum atriðum til að flokkast sérstaklega