Grasafræðistaðreyndir og gróðurbelti Flashcards
Hvað fjallar grasafræðin um? 6 atriði
- Útlit plantna
- Vaxtarlag
- Vaxtarskilyrði
- Frumulíffæri
- Vefi
- Efnasamsetningu plantna
Hver var Carl Linné?
Svíi á 18. öld. Fann upp tvínafnakerfið
Hvernig virkar tvínafnakerfi Carls Linné? 5 atriði
- Max 12 orð í lýsingu um útlit og vaxtarstað
- Eitt aukaorð um sérkenni plöntuyrkisins
- Fyrsta orðið í lýsingunni + aukaorðið = plöntuheitið
- Orð 1 merkir ættkvíslina (genus)
- Aukaorðið merkir tegundina (species)
Hvað er taxonomy?
Regnhlífarheiti yfir fræðigreinar um flokkunarkerfi
Hvað einkennir dreifkjörnunga? 3 atriði
- Erfðaefnið er 1 aðallitningur á frjálsri ferð inni í plöntunni
- Bakteríur
- Fornbakteríur
Hvað eru fornbakteríur?
Taldar hafa verið til frá örófi alda þegar jörðin var illa byggileg. Þola erfið skilyrði s.s. háhitasvæði, súran jarðveg, mikið salt.
Hvað einkennir heilkjörnunga? 2 atriði
- Erfðaefni er í kjarna innan frumuhimnu
- Einfrumungar og allar aðrar lífverur flokkast hér
Hvernig eru 8 stig flokkunar?
- Domain
- Ríki (kingdom)
- Fylking (phylum)
- Flokkur (class)
- Ættbálkur (order)
- Ætt (family)
- Ættkvísl (genus)
- Tegund (species)
Hvað flokkast undir plönturíkið (kingdom)?
Grænþörungar og landplöntur
Hverjar eru 2 gerðir fylkinga (phylum)?
- Tegundir án æðakerfis
- Æðplöntur
Hvað einkennir fylkingu plantna án æðakerfis? 4 atriði
- Þetta eru mosar
- Flutningur næringar og vatns mjög hægur, stækka því mjög hægt og lengi að jafna sig á skemmdum
- Rótarlausir og æðalausir
- Frumstæð æxlunarfæri; þurfa vatnsfrjóvgun til flutnings gróa
Hvað einkennir fylkingu æðplantna? 2 atriði
- Flutningur efna og vatns fer fram í æðum
- Þetta eru gróplöntur og fræplöntur
Hvað einkennir fylkinguna gróplöntur? 3 atriði
- Flutningur í æðum mjög hraður, plöntur geta orðið mjög stórar
- Gróin eru lítil korn með lítinn næringarforða, þurfa raka til að spíra
- Þetta eru elftingar, jafnar og burknar
Hvað einkennir fylkinguna fræplöntur og hverjar eru gerðirnar tvær?
- Fræ eru inni í kími með næringu
- Berfrævingar og dulfrævingar
Hvað einkennir fylkingu berfrævinga? 4 atriði
- Þeir mynda köngla
- Tvö óvarin egg ofan á köngulblöðum
- Opnir á vorin, frjókorn lenda á köngulblaði og frjóvga eggin - köngullinn lokast
- Þetta eru köngulpálmar, musteristré, barrtré
Hvað einkennir fylkingu dulfrævinga? 3 atriði
- Egg er varið
- Frjókorn þurfa að lenda á ákveðinn, afmarkaðan stað á blómi til að frjóvga egg
- Þetta eru blómplöntur, lauftré
Hverjir eru þrír flokkar (class) plantna?
- Magnólíðar - frumstæðustu blómplönturnar
- Einkímblöðungar - 1 kímblað við spírun
- Tvíkímblöðungar - 2 kímblöð við spírun
Hvað stendur ssp fyrir og hvert er greiningaratriðið?
- Subspecies - undirtegund
- Plantan er ólík í nógu mörgum og/eða veigamiklum atriðum til að flokkast sérstaklega
Hvað stendur var. fyrir og hvert er greiningaratriðið?
- Varietas - afbrigði
- Plantan er ólík í ýmsum atriðum, en ekki nóg til að flokkast sem ssp
Hvað stendur f. fyrir og hvert er greiningaratriðið?
- Forma
- Plantan er ólík aðaltegundinni, en bara að litlu leiti t.d. litur blóma eða berja
Hvað er klónn? 2 atriði
- Planta hefur sama erfðaefni og móðurplantan
- Verða til upp frá rótarskotum í náttúrunni, eða í græðlingatöku í ræktun
Hvað er tegundablendingur? 4 atriði
- Tegundir innan sömu ættkvíslar blandast saman
- Útlitseinkenni beggja tegunda sjást
- Oftast ófrjótt eintak - fræfjölgun ómöguleg
- táknað með litlu x
Hvað er ættkvíslablendingur? 3 atriði
- Plöntur af 2 ættkvíslum blandast saman
- Gjarnan búin til með ágræðslu
- Táknað með stóru X eða +
Hvað er yrki? 3 atriði
- Ákveðinn klónn, sort, ræktunarafbrigði sem er valið sérstaklega til ræktunar vegna sérkenna og eiginleika.
- Verður að vera sérstakt og stöðugt milli kynslóða og við fjölgun
- Táknað með stórum staf og innan einfaldra gæsalappa aftast í tegundaheiti
Hvernig verða yrki til? 3 atriði
- Við úrval og/eða kynbætur
- Vefjarækt og kynlausa æxlun
- Ýmist sjálffrjóvgast eingöngu eða víxlfrjóvgast eingöngu
Hvað er phylocode?
Flokkunaraðferð þar sem lífverur eru flokkaðar út frá DNA
Hverjar eru reglurnar þegar plöntuheitum er breytt? 2 atriði
- Öll eldri og ógild heiti merkt sem syn. (synonym)
- Ef margar tegundir hafa óvart sama heiti gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær
Af hverju ráðast gróðurbelti? 3 atriði
- Hitastigi og árstíðum
- Loftstraumum
- Staðsetningu fjallgarða m.v. loftstrauma
Hvernig hafa fjöll áhrif á loftstrauma og þar með veðurfar? 4 atriði
- Volgur vindur af hafi fer upp með fjallshlíð, kólnar og þéttist = áveðurs er þá rigning
- Vindurinn fýkur yfir fjallið = þeim megin fjallsins er þá þurrt og hlýtt
- Kaldur vindur af norðurpólnum skellur á Akureyri = skítkalt og úrkoma fyrir norðan en hlýrra og þurrara sunnan megin hálendis þegar vindurinn berst þangað
- Hlýr vindur frá golfstraumnum skellur á Suðurlandi = Rigning og kalt við suðurströndina, en hlýtt og þurrt fyrir norðan þegar vindurinn berst þangað
Í vistfræðinni var talað um 7 gróðurbelti, en í grasafræðinni um 8 belti. Hver eru gróðurbeltin 8 skv. grasafræðiáfanganum?
- Hitabeltisskógur - miðbaugur
- Lauffellandi regnskógar og hitabeltisgresjur - norðan og sunnan við hitabeltisskógana
- Eyðimerkur - staðvindabeltið 30°C N- og S-lægrar breiddar
- Gresjur - Norðan og sunnan við eyðimerkur
- Miðjarðarhafsgróðurlendi - strendur miðjarðarhafs
- Laufskógar og blandaðir skógar - tempraða beltið
- Taiga barrskógar - umhverfis hnöttinn á norðurhveli jarðar
- Túndra
Hvað einkennir hitabeltisskóg? 4 atriði
- Lagskiptur gróður
- Ásætur, trjákenndar klifurplöntur og líönur (tágar) einkennandi
- Plöntur þurfa aldrei að safna forða því allt lífrænt rotnar hratt, næring tekin hratt upp -> jarðvegur rýr
- Sbr hitabelti í vistfræðiáfanganum
Hvað einkennir lauffellandi-/monsúnregnskóga? 3 atriði
- Þéttleiki mikill
- Sumur heit og þurr, vetur heitir og blautir
- sbr savannah/staktrjáaslétta í vistfræðiáfanganum, nema meira um tré og runna
Hvað einkennir hitabeltisgresjur/savannah?
Sbr savannah í vistfræðiáfanganum
Hvað einkennir eyðimerkur?
Sbr eyðimerkur í vistfræðiáfanganum
Hvað einkennir gresjur?
Sbr gresjur með þurrka- og regntímabil í vistfræðiáfanganum
Hvað einkennir miðjarðarhafsgróðurlendi? 5 atriði
- Plöntur aðlagaðar að þurrki og beit
- Einkennast af sígrænum runnum, lauffellandi trjám og runnum, blómplöntum og einærum plöntum
- Gróðureldar
- Rakir og svalir vetur, heit og þurr sumur
- Sbr gresjur í vistfræðiáfanganum, nema með runnum og trjám
Hvað einkennir lauffellandi skóga tempraða beltisins?
sbr laufskógabelti í vistfræðiáfanganum
Hvað einkennir blandaða lauf- og barrskóga? 2 atriði
- Fleiri sígrænar tegundir en í laufskógabelti
- Jarðvegur rýrari
Hvað einkennir taiga barrskóga? 2 atriði
- Sbr barrskógabelti í vistfræðiáfanganum, nema með lauffellandi tegundir líka
- Allar tegundir með sambýli við svepprót mychorriza
Hvað einkennir túndru/sífrera?
Sbr túndra í vistfræðiáfanganum
Hvað eru einlendar tegundir?
Tegundir sem finnast bara á einum stað. Engar svoleiðis á Íslandi.
Hvað aðgreinir Ísland frá erlendum gróðurlendum? 3 atriði
- Erfitt að flokka; mörk túndru og barrskógar
- Sérstök gróðursamfélög - mosabreiður, fífumýrar
- Tegundafátt sbr við aðrar úthafseyjur vegna veðurfars og stutts vaxtartíma
Hvað er davíðslykill?
Primula egaliksensis. Útdauð, íslensk tegund.
Hvað einkennir íslensku flóruna? 4 atriði
- Fáar tegundir
- Hátt hlutfall grasa og stara
- Lágvaxnar tegundir og nægjusamar
- Fáar trjátegundir
Hver eru skilyrðin fyrir því að tegund geti kallast íslensk?
Þarf að geta vaxið, dafnað og fjölgað sér án aðstoðar mannsins
Nefndu 10 íslenskar blómtegundir sem henta í garða og 4 trjá-/runnategundir?
- Blómplöntur: Burnirót, mjaðjurt, engjarós, holtasóley, blóðberg, steindepla, klettafrú, bergsteinbrjótur, bláklukka, blágresi
- Trjáplöntur: Birki, fjalldrapi, einir, víðir
Hvernig er lagskipt gróðursamfélag? 5 atriði
- Svarðlag: 2-10 cm; mosar, fléttur, skriðular plöntur, kímplöntur
- Graslag: 10-80 cm; lágvaxnir runnar, grös og jurtir
- Runnalag: 80-200 cm; runnar, kjarr, hávaxin grös og jurtir
- Trjálag: 200+ cm; samfellt laufþak
- Langflestar íslenskar plöntur í fyrstu 2 lögum, trjálag finnst aðallega í skógræktum