Úrlestur EKG Flashcards
Átta þrepa ALS nálgun í úrlestri á hjartarafriti (EKG)
- Er rafvirkni til staðar?
- Hver er hraðinn á QRS?
- Er QRS reglulegur eða óreglulegur?
- Er QRS komplexinn grannur eða breiður?
- Er rafvirkni í gáttum?
- Hvernig er rafvirkni í gáttum tengd rafvirkni í sleglum?
- Eru ST breytingar á riti?
- Eru T bylgjur jákvæðar? - Er lenging á QT bili?
Hjartalínurit (EKG), hvað er það? og hvernær var fyrsta alvöru hjartalínuritið tekið?
Hjartalínurit sýnir rafvirkni hjartans yfir ákveðið tímabil. Það tímabil þegar við tökum hjartalínuritið
Endurspeglar 12 mismunandi sjórnarhorn á hjartanu. 12 leiðslur
,Fyrsta“ alvöru hjartalínuritið var tekið 1895
Hvernig fáum við 12 leiðslu EKG?
4 útlimaleiðslur
6 brjóstleiðslur
Hvað sjáum við á eðlilegu EKG?
Sjáum alltaf P, QRS og T
Hvernig er EKG hringrásin?
P bylgjan
Pr bil
QRS komplex
S-T bilið
Q-T bil
T bylgjan
Hvað sýnir P bylgjan?
P bylgjan sýnir afskautun í gáttunum
Hvað er P-R bilið?
P-R bilið er virknin í AV hnútnum þ.e.a.s. boðin berast um AV-hnútinn
Hvað sýnir QRS komplexinn?
QRS komplexinn sýnir afskautun í sleglum
Hvað er S-T bilið?
S-T bilið, s takkinn fer niður, svo kemur upp og bein lína þangað til T takkinn byrjar = ST bilið. Breytingar á ST línunni, hvort hún fer upp eða niður getur sagt til um blóðflæðin um kransæðarnar
Í S-T bilinu á sér stað fullkomin afskautun og samdráttur á sér stað í hjartanu
Hvað er Q-T bilið?
Q-T bilið er frá upphafi afskautunar til lok endurskautunar = refractory tími (hjartað getur ekki brugðist við annarra örvun þrátt fyrir styrk örvunar)
Hvað sýnir T byljgan?
T bylgjan sýnir endurskautun í sleglum
Til hvers notum við kassana í EKG?
Kassarnir eru notaðir til að telja út hjartsláttarhraðann
Hvað er 1 lítill kassi margar sek, hvað er 5 litlir kassar margar sek? og hvað eru 5 stórir kassar margar sek?
- 1 lítill kassi = 0,04 sek (bláa línan)
- 5 litlir kassar (1stór) = 0,2sek (rauða línan)
- 5 stórir kassar = 1sek
Hvernig reiknum við hraðann út frá EKGi - aðferð 1?
- Aðferð 1: Telja fjölda RR bila á 6 sekúndum og margfalda við 10. Í raun telja 30 stóra kassa (sem eru 6 sekúndur) og telja fjölda RR bila (qrs) á því tímabili)
- RR bil = bil milli QRS
Hvernig reiknum við hraðann út frá EKGi - aðferð 2?
Aðferð 2: Fjöldi stórra kassa milli QRS deilt í 300.
Hvort er best að tileinka sér aðferð 1 eða aðferð 2 þegar maður reiknar hraðann á EKG?
Tileinka sér aðferð 1 þegar við erum að reikna út hraðann, best er að nota leiðslu 2 á hjartalínuriti til að reikan hraðann því sú leiðsla kemur alltaf lengst fram
Hvaða aðferð má nota þegar maður er með reglulegan hjartslátt og hvaða aðgerð á maður að nota þegar það er óreglulegur hjartsláttur?
Reglulegur: aðferð 1 OG aðferð 2
Óreglulegur: aðferð 1
Hvert er normalgildi P-R bilisins?
PR normal = 0.12 til 0.20 sek (3-5litlir kassar )
- Þar sem P byrjar og QRS byrjar
Hvert er normal gildi QRS?
QRS lengd (breiddin) = minna < 0.12 sek (minna en 3litlir kassar)
Hvert er normal gildi QT bilisins?
- QT bil í kringum 0,40 sek
- QT stjórnast af hraða sjúklings.
- Hraður púls= styttra QT.
- Hægur púls = lengra QT.
Hvert er normalgildi QTc hjá kk og kvk?
Hjartalínuritið reiknar þannig út á gildi sem kallast QTc = er þá QT bil sem er búið að reikna út frá hraða sjúklingsins
- QTc hjá kvk(undir) < 0.46 sek og kk(undir) < 0.45 sek
Hvað segir ST bilið okkur?
- Eðlilegt ST bil er flatt. (alltaf að skoða miðað við grunnlínu, miðast við að hún sé samsíða línunni sem er eftir P-takkann og þangað til QRS-komplexinn byrjar
- Hækkun eða lækkun um meira en 1mm (1lítinn kassa) frá grunnlínu er of mikið (gefur merki um kransæðasjúkdóm)
- Hækkun eða lækkun um 1mm er innan marka.
Þegar við lesum úr 12 leiðslu EKG þá er ein spurningin hvort það sést rafnvirkni, hvernig sjáum við rafvirkni á hjartalínuriti?
Sjáum við rafvirkni á línuritinu - sérðu eitthvað á línuritinu? P, QRS komplexana t.d.
Þegar við lesum úr 12 leiðslu EKG þá er ein spurningin hver er ventricular (slegla) QRS hraðinn, hvernig vitum við hann?
Þá teljum við hraðann annað hvort eftir aðferð 1 eða aðferð 2
Þegar við lesum úr 12 leiðslu EKG þá er ein spurningin er QRS grannur eða breiður, hvernig skoðum við það?
- QRS á að vera minna en 0,12sek
- Grannur ef minna en og gleiður ef meira en 0,12sek
- Þannig við teljum kassana
Þegar við lesum úr 12 leiðslu EKG þá er ein spurningin er QRS reglulegur eða óreglulegur, hvernig sjáum við það?
Kemur hann reglulega eða óreglulega fram, er alltaf jafn mikið bil á milli þeirra?
Þegar verið er að lesa úr hjartalínuriti þarf að skoða - Er gátta (atrial) virkni/rafvirkni í gáttunum ? hvernig sjáum við það?
P-takkinn endurspeglar það sem gerist í gáttunum, sjáum við P-takka eða aðra rafvirkni frá gáttunum
Þegar við lesum úr 12 leiðslu EKG þá er ein spurningin er virkni gátta tengd slegum hvernig sér maður það?
QRS-komplexinn eru sleglarnir, kemur P-takki og kemur QRS á eftir P-takkanum?
Hvað sýnir EKG okkur
-Greinir blóðþurrð til hjartans-Ischemia
- Kransæðastífla
- Hjartslátt og Hjartsláttartruflanir
- Gömul hjartaáföll
- Hypertrofia = stækkun á hjartavöðva
- Pericarditis = gollurshúsbólga
- Ákveðnar breytingar á elektrolytum geta komið fram sem breytingar á EKGi
Hvernig virkar rafkerfi hjartans?
- Í SA- hnútnum eru svokallaðar gangráðsfrumur hjartans og boðin berarst niður frá SA hnútnum til AV hnútsins (sem er bilið milli P og QRS) og frá honum til slegla í gegnum bundle branch
Hvað er sinus rithmi?
- Þetta er eðlilegur hjartsláttur þar sem þú sérð mynstrið P-QRS-T. Það er p bylgja sem kemur á undan QRS og t bylgja sem kemur á eftir QRS.
- Telst hægur ef undir 60slög/mín og hraður ef yfir 100slög/mín
- Getur verið óreglulegur sem kallast þá sinus óregla en þá er óreglulegt bil milli QRS komplexa
Hvað eru aukaslög frá gáttum? og hvernig sést það á hjartalínuriti?
- QRS grannur = minni en 0,12 sek (3 litlir kassar)
- P takkar sjást ekki alltaf eða geta haft annað útlit
- Hafa svipað útlit eins og SR slög.
- Ef tíð getur það verið eins og Sinus óregla.
- Aukaslögin geta verið stök þar sem kemur eitt og eitt fram en geta líka komið mörg í röð = þá oft talað um atrial tachycardia runu
- Ekki lífshættulegt en getur valdið óþægindum
Hvernig er meðferðin við aukaslögum frá gáttum?
Fer eftir tíðni og lengd aukaslagana, einkennum sjúklings og undirliggjandi sjúkdóms ástandi.
Ef veita á lyfjameðferð er meeðferð með betablokkerum oft valin
Aukaslög frá sleglum “ Vesur” , hvað einkennir það?
- Gleið QRS = meira en 0.12sek (3 litlir kassar)
- Engir P takkar.
- Geta komið fram sem stök aukaslög, eða t.d. 2 saman sem er þá kallað paraðar vesur.