Skoðun, mat og meðferð á slösuðum/bráðveikum Flashcards
Hvað er trauma?
Skemmd á vefi og líffæri líkamans sem afleiðing af flutningi orku frá umhverfinu
Hvaðan kemur orkan?
- Hreyfingu - orka sem skellur á þig, getur líka komið frá rafmagni, hita og efnum eins og stíflueyðir eða innöndunaráverkar
- Áhættuþættir ?
- Fjöltrauma
Hvað er það mikilvægasta í trauma sem við þurfum að velta fyrir okkur?
- Hvað er það sem er brágt, hvað má bíða og hvað þarf eg að byrja á núna
Eru áverkar vandamál?
- Heilt yfir þá eru áverkar/slys algengasta dánar- og örorkuorsök hjá einstaklingum 1- 44 ára í heiminum
- Fjölmargir sem deyja á hverju einasta ári – mjög stórt vandamál, skiptir máli fyrir okkur að æfa okkur.
Hvað segir áverkaferlið okkur og afhverju þurfum við að þekkja það?
Það segir okkur hvað er það sem gerist svo við getum séð fyrirfram hvernig við ætlum að vera tilbúin að bregðast við. Hvað er það sem gerðist til að við getum tæklað þetta.
Hvernig nýtum við upplýsingarnar um áverkaferlið fyrir aðra?
Getum áttað okkur á því hverja við þurfum að kalla á til að fá í þessar aðstæður, þurfum að vera með rökstuðning í það til að fá viðeigandi bjargir.
Líka til að gefa fjölskyldu upplýsingar.
Hvernig flokkum við áverka?
- Intentional/unintentional – slys eða með ásetningi
- Eftir áverkaferli – hvað gerðist (t.d.bílslys, frístundaslys)
- Eftir líkamshlutum – höfuð, kviður, útlimir …
- Áverkanum sjálfum – innvortis blæðingar, aflimun, skurður,
- Landfræðileg staða; innan borgar, óbyggðir, landsvæði
- Kyni, kynþætti, aldri þeim sem er slasaður
Hvað voru höggáverkar?
Orka sem að veldur áverka á líkamann án þess að rjúfa húðina
Hvaða upplýsingar þurfum við að fá þegar það eru höggáverkar?
Fall
- Fallhæð
- Undirlag
- Lending
Umferðaslys - fá upplýsingar um
- Hraða, hvar var höggið á bílnum
- Hvar sat farþeginn miðað við áreksturinn
- Beltisnotkun, hvernig bíll - hve mikið skemmdur
- Hvernig fór fyrir hinum í bílnum, lausir munir í bílnum
- Kastaðist einstaklingurinn út úr bílnum
þurfum í raun bara að fá að vita hvað er það sem hjálpar mér að ákveða hversu mikið slasaður einstaklingurinn er og hverja ég þarf að kalla út, og hvað ég á að búast við
Hvað eru holáverkar?
Áverkar á vefi líkamans vegna orku sem að fer í gegnum húðina og inn í vefinn.
Hvaða mikilvægu þætti þarf ég að hafa í huga varðandi holáverka?
- Vopn eða hlutur sem notað var, lögun
- Fjarlægð einstaklingsins
- Kraftar sem verkuðu á líkamann
- Varist að fjarlægja aðskotahlutinnþ Fjarlægjum hlut ef að hann er í öndunarvegi eða ef hann er fyrir í hjartastoppi. Þetta er að stoppa blæðinguna og getur gert hana meiri ef við tökum hlutinn.
Hvað er mikilvægir þættir sem þarf að hafa í huga þegar það er bruna/hita eða efna áverki?
- Tímalengt í snertingu við efni/hita
- Möguleiki á áverkum við innöndun
- Styrkur efnis
- Hvaða efni, var skolað af, er þetta sýra eða basi og fl.
- Búnaður / Varnir. Alltaf að passa okkur fyrst og fremst!!!! Taka hann úr fötunum, sturta hann og allt það!
Í hvaða þrjá flokka skiptast sprengjuáverkar og hvað þarf að hafa í huga!
- Primary - Höggbylgja skellur á líkamann
- Secondary - Hlutir frá umhverfinu og sprengjunni valda skaða
- Tertiary - Einstaklingurinn kastast til
Hafa í huga innöndunaráverka vegna hita/efna, öryggi umhverfis með
tillit til bruna, geislunar og eiturefna
Hvað felst undir háorkuáverki?
- Árekstur bíla á meira en 65 km/klst
- Bílvelta
- Dauðsfall í sama farþegarými
- Aflögun farþegarýmis meira en 30 cm
- Aflögun ökutækis meira en 50 cm
- Bifhjólaslys þar sem hraði er meira en 30 km/klst
- Sjúklingur fastur í flaki eða tekur meira en 20 mínútur að losa hann
- Sjúklingur kastast úr ökutæki
- Fótgangandi verður fyrir ökutæki
- Fall 4 metrar eða meira
- Fall barns úr tvöfaldri hæð þess eða meira
Afhverju þarf að vita hvað háorkuáverki er?
Því það er RED flags fyrir alla!
Eins og ef tveir lenda í bílslysi og einn deyr en hinn getur sjálfur gengið inn á bmt þá lentu þeir samt í sama slysi og fengu sömu orku á sig svo það er alltaf red flag.
Trauma is a team sport hvað er átt við í því?
- Vinnum saman í öllu, samskiptarleiðir og fl.
- Margir einstaklingar sem koma að þessu þannig það þarf að þekkja sitt hlutverk og vera með góð samskipti
- Þarf líka að vera skýrt hver er stjórnandi
Hvað er búið að vera í gangi áður en sjúklingur kemur á spítalann?
Hvað gerðist, hvenær, hefur hann fengið einhver lyf, er versnandi ástand, í hvaða átt hefur þessi meðferð ýtt einstaklingum, er hann versnandi eða stabill? Hvað er búið að gera fyrir hann, hefur það hjálpað eitthvað?
Hvað er utanspítalaþjónustan alltaf að hugsa um?
- Öryggi á vettvangi
- Sóttvarnir
- Umfang, fjöldi sjúklinga, hópslys
- Frekari aðstoð/bjargir/búnaður
- Áverkaferli – hvað gerðist?
- Hefja meðferð vs hefja flutning?
- Endurmat/eftirlit – hversu oft/hvenær
- Hverjar eru ógnir og áskoranir í þessum aðstæðum?
Aðalega á Íslandi þá er það kannski öryggi, og allir að skipta sér að. Það þarf að tryggja vinnufrið.
Hvað þurfum við að hafa í huga varðandi að tryggja/skorða háls og bak?
Meta sjúklinginn
- Eru líkur á að hann er með áverka á baki, hryggsúlu, háls. T.d. ef hann skýst úr bíl og liggur meðvitundalaus þá þurfum við kannski að hafa áhyggjur af hryggjaliðnu
Það sem skiptir helstu máli er að einstaklingurinn sé beinn, sé skorðaður en hann þarf ekki að vera á bretti því bretti ýta bara undir áverka og verki þannig þá er hægt að gera log roll sem við snúum einstaklingum þannig að hægt sé að skoða á honum bakið og taka kannski blaut föt frá honum
Í trámanu þarf að gera kerfisbundna nálgun þannig við séum ekki að missa að néinu og þá tökum við ABCDE, hvað á það að taka langan tíma?
90 sek
Hvað erum við að skoða þegar við tökum ABCDE?
Erum að skoða hvernig sjúklingurinn er akkúrat á þessum tímapunkti, og hvar það er sem við þurfum að grípa inn í.
Hvað er A-ið í ABCDE?
A – öndunarvegur – pípan niður (hvort hún sé að virka)
Metum: Öndunarvegur stabill: er einstaklingurinn með opin öndunarveg s.s talar sjálfur
Eða er eitthvað í öndunarveginum sem er að hafa áhrif eins og aðskotahlutir (matur,gubb, tyggjó t.d.) , áverkar, bjúgur - stuðningur við hálsliði, þarf að barkaþræða,
þarf að sogs/sogleggir, fjarlægja aðskota hluti, kokrennur, nefrennur. Opnum kjálkann, barki í miðlínu