Inngangur, hjúkrun bráð- og alvarlegra veikra sjúklinga Flashcards
Bráðahjúkrun er margþætt og yfirgripsmikil og krefst þekkingar á fjölmörkum þáttum, t.d. hvaða þættir?
- Áverkaferli
- Örsök og áhættuþáttum: erum að átta okkur á óvissi, fékk viðkomandi aðsvif eða brjóstverk og lendir síðan í slysi? eða hver er ástæðan afhverju hann kemur hingað
- Framgangi sjúkdóms: allir að glíma við eitthvað, búið að vera mað flókinn sjúkdóm í langan tíma og er sérfræðingur í þeirra sjúkdómi. Við nálgumst þetta fólk með þeirri þekkingu sem við vitum, það er ss öðruvísi að tríta fólk með nýjan sjúkdóm og þá með gamla
- Aldurstengdum þáttum
- Líffærakerfum
Essential Emergency and critical care: hvað er undir því?
- Greining á alvarleika veikinda
- Meðferð alvarlegra veikinda
- Nálgun/verklag alvarlegra veikinda
- Tengdir þættir alvarlegra veikinda
Þekking og færni í hjúkrun bráðveikra skv. EUSEN? (8 þættir)
- Klínísk færni (Clinical skills)
- Samskiptafærni (Communication skills)
- Teymisvinna (Teamwork/collaboration)
- Þekkja takmörk (Knowledge and scope of practice)
- Fagþróun (Professional development)
- Þekking á kerfinu (Organisational awareness)
- Rannsóknir (Research)
- Öryggismenning (Quality improvement)
Hver er munurinn á bráðveikum og slösuðum?
Bráðveikir:
- Sjúkdómsferli þróast mishratt
- Getur gerst skyndilega (versnun)
- Skyndileg versnun á langvinnum sjúkdómi
- Ómeðhöndlað ástand ( er ekki meðferðarheldið eða ástand breytist)
- Tilkynntir með fyrirvara
- Meðferð fyrir innlögn (t.d. paracetamól í viku)
- Afmarkað vandamál (oft eitt sérfræðisvið)
- Eldra fólk í meirihluta
- Hægt að fyrirbyggja oft.
Slasaðir:
- Ófyrirsjáanleg slys
- Litlar upplýsingar um hvað gerðist
- Tilkynntir með litlum eða engum fyrirvara
- Lítið vitað um einstaklinginn
- Fjölþættir áverkar (mörg fræðasvið)
- Oft innlögn á gjörgæslu
- Langvarandi endurhæfing oft framundan
- Oft ungt fólk
Hvaða 3 orð er mikilægt að hafa í huga í bráðahjúkrun?
Assessment - Surveillance – Prevention
META – Mónitóra áfram – Koma í veg fyrir (fyrirbyggja)
Hvað þurfum við að hafa í huga í hjúkrun bráðveikra og slasaðra?
- Meta sjúklinginn með kerfisbundnum hætti hvort heldur sem um er að ræða bráðveika eða slasaða
- Horfa - hlusta - finna (look, listen, feel): Brugðist er við því sem ógnar líf áður en haldið er áfram
- Reglulegt endurmat og stöðugt eftirlit
- Árangur meðferðar metin – gefa því tíma
- Hafa áætlun um hvernig og hverju á að fylgjast með til að geta verið skrefi á undan og brugðist við breyttum aðstæðum í tíma
Þegar við tökum á móti sjúkling hvað er það sem við þurfum að skoða?
- Söguna
- Rauð flögg
- Meta
- Grípa inn í
- Greina
Talað er um að 6 atriði einkenna bráðahjúkrun, hver eru þessi 6 atriði?
- Fjölbreytni/margbreytileiki
- Ófyrirséður fjöldi sjúklinga
- Óvæntar aðstæður sem krefjast tafarlausra aðgerða
- Þörf sjúkliinga/aðstandenda fyrir tafalausa umönnun
- Ófyrirséður aðdragandi og ástandi
- Krefst útsjónarsemi/hugmyndaflugs í nýtingu búnaður
Hvað er frumskoðun?
A - Airway maintenance (öndunarvegur)
B- Breathing and ventilation (öndun)
C- Circulation and hemorrhage control (blóðrás)
D- Disability and neurkogic status (skert starfsemi)
E- Exposure /environmental control (annað)
Hvað er síðan nánari skoðun eða secondary survey?
- Varnarleysi / umhverfi (E – environment)
- Lífsmörk (F – Full vital signs)
- Aðhlynning/umhyggja (G – Give comfort)
- Kerfisbundin skoðun (H – Headtotoe/ history)
- Skoðun á bakhlið (I - Inspect the back)
Hvað þarf að hafa í huga þegar þú ferð með ABCDE
- Ert ekki ein, fáðu fleiri hjúkkur til að hjálpa þér
- Talaðu upphátt
- Assess, adress, advance
- Look, listen feel
- Now and then
- Er vandamál
- Ert ekki einn
Hvað er gjörgæsluhjúkrun?
- Flókið og yfirgripsmikið hugtak
- Þurfum að vera meðvituð um okkar tilgang í heilbrigðiskerfinu og þegar hlutir verða flóknir þá þarf SAMVINNU til að allt gangi upp það er lykil atriði.
AACN skilgreinir bráða og gjörgæsluhjúkrun sem?
- Sérgrein sem fæst við mannleg viðbrögð við bráðum og lífsógnandi vandamálum
Hvað einkennir hugtakið gjörgæsluhjúkrun?
-Oft talað um að gg sé þriðja augað (surveillance - vöktun). Það er svo rosalega mikið eftirlit.
- Áreiti - veikindi, lyfjaáhrif o.fl.»_space; óáttun - rugl. Fylgikvillar meðferðar geta verið mjög slæmir! t.d. 60-85% sjúklinga sem fara í öndunarvél upplifa óáttun einhvern tímann í veikindum (erum að búa til vandamál)
- Skynjun - dægurrythmi (vulnerability)
- Jafnvægishneigð (s.s. munur milli svefns og vöku) . Orkusparandi aðgerðir/meðferðir t.d. að setja harða röntgen plötu undir bakið á sjúklingi sem er bullandi sepsískur, er í öndunarvél og er að fá lyf til að halda bþ og fl. er næstum því sama og að við mundum hlaupa maraþon.
- Hjúkrunarfræðingar eru talsmenn sjúklinga og aðstandenda
Hver er megin markmið gjörgæsluhjúkrunar?
Er að sinna samfelldri meðferð hjá sjúklingum í lífsógnandi ástandi, með áherslu á líkamlega, sálræna og félagslegra þarfir sjúklings