Hjúkrun bráð og alvarlegra veikra með vandamál frá öndunar- og blóðrásarkerfi Flashcards
Hvernig er uppbygging hjartans?
Hjartað er eins og krepptur hnefi, stór vöðvi með fjórum hólfum og fjórum lokum. Lokurnar eru þríblöðkuloka (sem er í hægra kerfinu milli gátta og niðrí slegla), í vinstra kerfinu þá frá gátt niðrí slegla er mítrallokan. Blóðið fer svo frá hægri slegli upp í pulmonary lokuna og frá vinstri slegli upp í meigin blóðrás, þar er aortulokan
Hversu miklu dælir hjartað í hverju slagi?
Dælir ca. 80-120ml í hverju slagi
Blóðþrýstingur, púlsþrýstingur og MAP er háð hverju?
Prelode, afterlode og samdrátt, án þeirra myndum við ekki ná upp blóðþrýsting.
Hvar er aðal kransæðin?
Vinstra megin og heitir left main coronary attery
Skoðum aðalega vinstri hlið hjartans þar sem það er oftast stífla í þeim æðum, hvaða æðar eru það?
- Aðalkransæðin vinstra megin (Left main coronary artery)
- Circumflexan (Left circumflexan branch)
- Síðasta kallast LAD (left anterior descending branch)
Hvað er útfall hjartans (cardiac output)?
Hversu mikið magn af blóði hjartað dælir á mínútu.
Hvað er slagmagn (storke volume) hjartans?
Hversu mikið magn í hverjum slætti ( oftast í kringum 80-120ml)
Hvað er útstreymisbort (EF)
Blóðið sem er að fara úr hjartanu - Segir okkur hversu mikið af blóði pumpast úr hjartanu (segjum 120ml sem eru í sleglinum í enda díastólu sem við erum að fara pumpa upp í meginblóðrásina, það fara aldrei allir þessir 120ml, segjum að það fari 60ml þá erum við að tala um að það sé 50% útstreymisbrot, 50% af blóðmagninu sem er í enda díastólu sem pumpast út. Eðlilegt er svona 70-75%.
Hvernig virka hjartalokurnar?
Hjartalokurnar opnast og lokast á víxl
Þríblöðkulokan og mítrallokan opnast og lokast þegar farið er úr sleglum niðrí gáttar – þegar þær eru lokaðaðar eru pulmonary og aortulokan opnar
The hemodynamic tree (hjartstarfsemin), talar um 3 aðal hluta, hverjir eru þeir?
Central venous oxygen saturations = Venumettun
Arterial Oxygen Content = slagæðasúrefnið
Cardiac output = Útfall hjartans
Hvað er central venous oxygen saturations/venumettun:
Blóðið er búið að fara í gegnum allan líkamann, búið að næra alla vefi og blóðið er að koma til baka inní hjartað (hægri gáttt) þá getum við tekið og mælt venumettun
Segjum að það leggi af stað 100% af súrefni til vefjanna en líkaminn er aldrei að nota nema kannski ¼ af þessu súrefni sem pumpast út -> þegar við mælum mettunina í venublóðinu sem er búið að fara í gegnum allan líkamann og er að koma aftur til hjartans viljum við hafa hana í kringum 75% í hvíld - getur verið lægri en fer allt eftir framboði og eftirspurn
Heilbrigður líkami má alveg við því að vera á fullu að þjálfa í æfingu, nýtt meira súrefni en samt haldið góðri venumettun – þegar þú ert orðinn veikur og hefur lítið resource eftir, þá förum við að sjá að venumettunin minnkar
Hvernig getum við mælt venumettun?
Getum mælt venumettun með CVK legg – fer í gegnum venacava, þræðist niður í hægri gátt og niðrí hægri slegil og þannig getum við mælt venumettun
Hverju er arterial Oxygen Content / slagæðasúrefnið háð og hvernig mælum við það?
Súrefnið í slagæðunum hjá okkur er háð hemoglobini sem er flutningsprótein fyrir súrefni og svo súrefnisgjöf
Hægt að taka úr arterínulínu (slagæðalegg)
Hvað er cardiac output/útfall hjartans og hverju er það háð?
Hversu mikið magn af blóði á hverri mínútu
Er háð tveimur þáttum; stroke volume og hjartsláttartíðni
Hvað er stroke volume og hverju er það háð?
Stroke volume (það magn sem hjartað dælir í hverjum slætti
Það er háð preload, afterload og contractility (samdrætti)
Hvort er Miðbláæðaþrýstingur (CVP) og Lungaslagæðaþrýstingur í vinstri eða hægri hlið hjartans?
Miðbláæðaþrýstingur (CVP) er í hægra kerfinu á meðan lungaslagæðaþrýstingur þá er verið að mæla þrýsting í vinstra kerfinu
Hvað er preload?
Hversu mikið sleglar geta teygst, getum ekki mælt þetta beint þess vegna notum við bara magn blóðs. Þannig það magn af blóði sem er komið í slegilinn í lok diastolu (EDV)
Hvað er afterlode?
Viðnámið í meginblóðrás (SVR) og lungnablóðrás (PVR)
Hversu mikinn kraft hjartað þarf að yfirvinna til að geta dælt blóðinu – viðnám í æðum.
Því meira viðnám því meira afterlode