Heildræn nálgun 1 Flashcards
Hvað þarf að hafa í huga varðandi vökva í aðgerð og eftir aðgerð?
Að einstaklingur skilar út vökvanum!
Hvað er eitt það fyrsta sem breytist þegar fólk verður alvarlega veikt?
Öndunin, ÖT
Hvað þýðir að vera bráð veikur?
Sjúklingur verður veikru hratt og getur breyst frá tíma og tíma
Hvað þýðir að vera alvarlega veikur?
- Er munur á því að vera mikið veikur og alvarlega veikur?
- Alvarlega: lífsógnandi sjúkdómar, versnandi ástand, frábendingar frá eðlilegu fari
Er hægt að sjá áður en að sjúklingur versnar?
- Rannsóknir sýna að oft er hægt að greina klínísk merki um versnandi ástand sjúklinga nokkru áður en í óefni er komið
- Það er oft hægt að sjá áður en að sjúklingur versnar tölurvert löngu fyrir
Hversu löngu fyrir er talið að sjúklingur sýni einkenni áður en hann fer í hjartastopp?
Greint hefur verið frá klínískum einkennum um hnignun sjúklinga allt að sex til átta klukkustundum áður en þeir fara í hjartastopp sjást stundum merki um hvort hann er að fara í vont ástand
Öndun er oft fyrsta merkið um að hnignandi ástand sé yfirvofandi (kannski aðeins byrjaðir að strena eða anda hratt, mettun hangir kannski inni og úti en blóðþrýstingur fínn)
Hvaða einkenni sjást oft hjá bráð - og alvarlega veikum sjúklingum?
Aukin öndunartíðni
- Fyrsta sem breytist
- ekkert endilega bar ÖT heldur líka hvernig öndunin er, er einstaklingur að erfiða aðeins eða eitthvað slíkt.
Breyting á hjartslætti
- Hjartað fer oft að slá hratt
Breyting á meðvitundarástandi
- Aðeins farinn að rugla, endurtaka sig
Breyting á blóðþrýsting
- Ekki búin að missa af lestinni en mörgum queum
Minnkandi þvagútskilnaður
- Nýrun háð því að fá blóð til nýrna, þrýstingsháð
- Löngu áður en blóðþrýstingsbreytingar getum við séð að þvagútskilnaður sé minnkandi
Lækkandi súrefnismettun
Hvenær byrjaði GÁT og hver er árangur?
Vinsæl aðferð/nálgun (Hillman, 2002)
- Byrjaði í Ástralíu fyrir u.þ.b. 20 árum
- Heilbrigðisstarfsfólk almennt ánægt með gjörgæsluteymi
Góður árangur (fjölmargar rannsóknir) - þó erfitt að mæla raunverulegan árangur
- Aukið öryggi sjúklinga, færri óvænt dauðsföll, færri hjartastopp, færri óvæntar innlagnir á gjörgæslu, minna um endurinnlagnir á gjörgæslu, styttri sjúkrahúslega, lægri kostnaður, innlögn á gjörgæslu í tíma, aukin skilningur, betri samvinna, o.fl.
Mælitæki - skorkort
- Sameiginlegt fagmál - aukin árvekni allra (Talecia o.fl., 2021) GÁT
Geðdeildin og bráðamóttakan undanskilin en hægt að hringja og fá ráðgjöf
Hver er megin tilgátur GÁT teymis?
- Megin tilgangur GÁT er að veita sérhæfða ráðgjöf og aðstoð frá gjörgæslu þegar alvarlegar breytingar verða á ástandi sjúklinga á legudeildum.
- Hjúkrunarfræðingar og læknar legudeilda geta kallað eftir gjörgæsluáliti þegar viðmið GÁT eru til staðar og er reynt að bregðast við beiðni innan 10 mínútna.
- Athygli er vakin á því að GÁT er ráðgefandi við meðferð sjúklinga á legudeildum. Ábyrgð á sjúklingnum hvílir áfram á læknum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar. Ráðgjöf GÁT er skráð í heilsugátt og birtist á tímalínu sjúklings.
Hvað er NEWS, eða markmið þess?
Þetta er bara sameiginlegt kerfi sem sýnir okkur hvað er innan marka en þurfum að kunna að bregaðst við breytingum, hvað þýða þessar breytingar
Góð teymisvinna er lykilatriði í bráðafræðum, hvað er gott að hafa í huga?
Best er að verkaskipting sé klár áður en hafist er handa
- Hvað þarf að gera?
- Hver gerir hvað?
- Félagar teymisins eiga að hugsa um hvað þarf að gera næst/vera á undan - beiðnir og skipanir óþarfar - vinna og hugsa sjálfstætt en vinna þó saman
- Reyna að koma á flæði í teymisvinnunni
Teymisnálgun/hugsun í bráðum aðstæðum, hvað þurfum við að gera?
- Að nýta öll möguleg bjargráð
- Að beina athyglinni á réttar slóðir/farveg
- Meinlokur (fixation error)
- Skilvirk og örugg tjáskipti - SBAR
- Staðfest samskipti (Closed loop communication)
- Endurmat og notkun á hjálpartækjum
- Forgangsraða og vera tilbúinn til að breyta forgangsröðun
ef þörf er á!
Hvað er Crisis Resource Management?
- Þjálfun í CRM horfir til faglegrar og tæknilegrar færni í að meðhöndla bráðatilfelli en felur ekki síður í sér atferlismótun til að þjálfa fagfólk í að vinna í hóp
- CRM fjallar um það hvernig þú getur unnið með þig sjálfa(n) til að gera þig betur í stakk búna/búinn til að forðast mistök og skila góðu starf
Hver eru Grundvallaratriði CRM?
- Koma á stjórn – koma upp fyrirliða/leiðtoga
- Skilgreina hlutverk og viðfangsefni
- Mikilvægi samskipta
- Stöðugt endurmat
- Að öll möguleg úrræði séu nýtt
- Að forðast að festast í ákveðnum hugmyndum og markmiðum (fixation error)
- Huga að persónulegum eiginleikum fólks til að ná fram besta árangrinum úr hópnum
Hvað þarf að vita um umhverfi og aðstæður í bráðaaðstæðum?
Þekkja bjargráð
- Hvaða aðstoð er fáanleg á daginn/kvöldin/nóttunni?
- Hve langur tími getur liðið þangað til hjálpin berst?
Búnaður
- Hvaða búnaður er til reiðu?
- Hvar er hann staðsettur?
- Hvernig á að nota hann?
- Gæta sérstaklega að búnaði sem sjaldan er notaður
Hugsaðu um alla og allt sem gæti hjálpað þér við úrlausn vandamálsins