Um einmanaleika meðal notenda heimaþjónustu Flashcards
Hvar hafa verið skipaðir sérstakir ráðherrar einmanaleika meðal eldra fólks?
Bretlandi og Japan
Hvernig er félagsleg einangrun skilgreind?
Félagsleg einangrun (social isolation) hefur verið skilgreind sem sú staða þegar samskipti við annað fólk eru takmörkuð
Hvernig er einmanaleiki skilgreingdur?
Einmanaleiki er huglæg tilfinning sem lýsa má sem sorg yfir því að eiga engan að
Skýrsla skrifuð á tíma covid faraldursins hverjir voru í sérstakri hættu á einmannaleika?
Eldra fólk
Hvað var talað um að tíðni einmanaleika hjá eldra fólki væri mörg % á tímum Covid-19?
20-35%
Hvaða leiðir var mælt með til að takast á við vandamálið (einangrun aldraðra) á tímum COVID?
Koma á sambandi annað hvort með vitjunum eða með starfrænar leiðum – nota hugræna atferlismeðferð og þjálfun til að hjálpa fólki að auka félagsfærni. Zoom, gírafinn ogf.
Bæta aðgengi – þróa innviði, auðvelda ferðir, bæta manngert umhverfi og stuðla að aldursvinveittum borgum.
Setja fram lög og stefnumörkun sem miðar að því að fyrirbyggja aldursfordóma, mismunun og ólíkan aðgang að stafrænum lausnum.
Áhrif missis á líf eldra fólks, það var talað um tvennt sem hafði áhrif á einmanaleikann?
Lífið heldur áfram (Að skapa nýtt líf)
- Að sættast við missi, halda áfram að lifa lífinu, rækta sambönd við aðra og una sér einn.
- Tengjum oft missi við einmannaleika, ný rannsókn sýndi fram á það að verða fyrir missi og verða einmanna er ekki alltaf samræmi á milli heldur frekar hvernig þú tekur á missinum
Lífið verður fast í missi
- Allir horfnir, engin sambönd og ekkert að gera og einmanaleikinn hefur heltekið allt.
Hagnýting í heimahjúkrun varðandi einmanaleika?
- Áríðandi að finna þá sem eru einmana og dvelja mikið við missi til að leita leiða til að hjálpa þeim (mikilvægt að nálgast þá af nærgætni)
- Mögulegar leiðir eru áhugahópar, að veita öðrum félagsskap eða aðstoð
- Mætti skipuleggja minningavinnuhópa
Rannsóknir á einmanaleika meðal eldra fólks
Í breskri rannsókn tóku 22 eldri einstaklingar sem sögðust vera einmana þátt – rannsókn beindist að þeirra aðferðum við að takast á við einmanaleikann
Einmanaleikinn hafði mótast samhliða lífi þeirra og þátttkendur notuðu ólíkar aðferðir við að takst á við hann
Þessar aðferðir tengdust bæði heiminum fyrir utan heimilið og aðferðum innan heimilisins
Rannsakendur leggja mikla áherslu á að hlusta á eldra fólk og jafnframt að skilja hvernig þeir sem nýta ekki þjónustu takast á við einmanaleika
Reynsla starfsfólks af að aðstoða vegna einmanaleika
- Birtingarmynd einmanaleika fjölbreytt og persónuleg
- Erfitt að ræða einmanaleika
- Ekki viðurkennt viðfangsefni í heimahjúkrun
- Starfsfólk taldi mikilvægt að vinna með einmanaleikann, tala við fólkið og lesa í óyrt samskipti
- Dagþjálfun getur verið mikilvæg leið til að takast á við einamaleika
- Einmanaleiki kallar á ígrundun og nýjar leiðir