Samvinna og samþætting í heimaþjónustu Flashcards
Hvað er samþætting?
Þetta er hugtak sem nær yfir þá stefnu að samhæfa aðgerðir eða þjónustu. Þurfum þá að samræma þau störf sem eru. Til þess að geta gert það þá þurfa allir starfsmenn/fagmenn að vita í hverju þeirra hlutverk felst og í hverju hlutverk annara starfsmann/fagmannafelst.
Leutz módelið byggir á 3 stigum samþættingu. Hver eru þessi 3 stig?
1.Tengd þjónusta/stig 1. Samvinna milli tveggja ólíkra stofnana sem veita þjónustu en hver stofnun starfar sjáfstætt, hefur sína starfsmenn og engin sameiginleg fjárhagsábyrgð er á milli stofnana. Dæmi: Heilsugæsla og Heimahjúkrun í Reykjavík
2.Samhæfð þjónusta/stig 2. Þjónustuaðilar starfa í aðskildum stofnunum en samvinna er mikil. Sameiginlegar verklagsreglur eru þróaðar til að samhæfa þjónustuaðila og fjarlægja hindranir í kerfinu. Sameiginleg upplýsingasöfnun, gott upplýsingastreymi á milli starfsmanna og teymisvinna er mikilvæg. Dæmi: Göngudeild hjartabilunar og Heimahjúkrun
3.Fullsamþætt þjónusta/ stig 3. Ný úrræði, nýjar einingar og nýjar stofnanir eru myndaðar þar sem allt starfsfólk og öll þjónusta sem nauðsynleg er fyrir umönnun er sameinuð. Dæmi: Heimahjúkrun og Félagsleg heimaþjónusta í Reykjavík
Hvað er fullsamþætt þjónusta?
- Erum með einn þjónustu stjóra sem að sinnir málum út frá einni þjónustugátt.
- Það er gert áætlun og notuð matstæki til að vega áhrif og ávinning vinnunar.
- Innan þjónustunnar er sameiginlegt upplýsingaforrit og að skráning sé á sama stað (ekki alveg komin þangað á Íslandi).
- Teymisvinna og sameiginlegt húsnæði
Hver er ávinningur samþættar þjónustu?
- Aukin gæði þjónustu á heimili skjólstæðinga
- Aukin ánægja starfsmanna þegar vel tekst til
- Seinkar flutningi á hjúkrunarheimili
- Seinkar spítalainnlögn og flýtir útskrift
- Fækkar endurinnlögnum
- Aukin hagræðing í rekstri
Grunnstoðir samþættrar þjónstu, hverjar eru það?
- Strúktur og stjórnun kerfa í samvinnu.
- Markmið og tilgangur skýr
- Hlutverk og ábyrgð ljós
- Sveigjanleiki
- Samskipti og upplýsingarflæði
Hver eru einkenni samþættrar þjónustu
- Verkefni flæða á milli hjúkrunar- og félagsþjónustu á báða bóga
- Brugðist fljótt við breyttum áherslum og þörf í þjónustu
- Ólíkir hópa undir einni stjórn, frá einni gátt
- Grundvöllur samstarfs: gott upplýsingaflæði og utanumhald þjónustu með teymisstjóra
- Forsenda samþættingar er samvinna, forsenda samvinnu eru samskipti
Salas líkanið byggir á 3 lykil þáttum varðandi samvinnu í teymum, hverjir eru þessir 3 þættir?
- Samskipti innan lokaðs hóps
- Gagnkvæmt traust innan hóps
- Sameiginlegur skilningur
Hvenær varð samþætt heimaþjónusta í Rvk?
- Undirbúningur samþættingar hófst 2002
- Heimahjúkrun flutt frá ríki til borgar 2009
- Fullsamþætt heimaþjónusta í borginni frá 2016
Hjúkrunin og félagsþjónustan sjá um skjólstæðinginn í heimahúsi en það er eitt annað sem þeir þurfa að passa líka upp á? Hvað er það?
- Þurfum að huga líka að aðstandendum og taka þau með inn í myndina í samráð og samþykkingu
- Það er aðstandanna vegna sem hlutirnir ganga upp og við erum að gera ráð fyrir framlagi aðstandenda
Eru teymisstjórar mikilvægir?
- Teymisstjóri lyklatriði í að vita hvert á að leita
- Lykil aðili að vera þjónustu stjóri og samræmingar aðili sem hefur yfirsýninga
Hvað er það sem best hefur gefist í samþættingunni hér á landi?
- Beint samband samdægurs við hjúkrunarstýrðar göngutdeildir. Stuningur og ráðgjöf um meðferðir og úttæði sem hægt er að beita með snarræðum í heimahúsi þegar aðstæður breitast
- Greiður aðgangur að upplýsingum: hjúkrunarbréf, læknabréf og fl.
Hvernig náum við samþættingu í heimaþjónustu?
- Horfum á einstaklinginn heildrænt - huga að því að vandamálin hverfa ekki með útskrift
- Mikilvægt að hugsa málin alla leið - hvað tekur við eftir að hverju ferli líkur.
- Auka samskipti og upplýsinga flæði milli þeirra sem að málum hvers skjólstæðings koma
- Þverfræðilegt teymi í kringum hvern skjólstæðing með heimahjúkrun (þarf að vera eftir ástæði einstaklings). Teymisstjóri heimahjúkrunar í hans hverfi sé tengiliður og samhæfingar aðilli milli teymisfólks.
- Skapa traust
Hvað er SELMA?
- Nýtt
- Aukin heilbrigðisþjónusta við aldraða í heimahúsum
- Samvinna heimahjúkrunar, heilsugæslu og læknavaktar.
- Teymi og þjónusta líka fyrir starfsmenn heimahjúkrunar
Hvernig varð SELMA til?
- Í skýrslu átakshóps sem settur var saman vegna vanda bráðamóttöku Landspítala 2020 er skýrt kall eftir aðgerðum.
- Fulltrúar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar skiluðu útfærslum á aðgerðum til heilbrigðisráðuneytis í maí 2020
- Í ágúst 2020 fól heilbrigðisráðuneyti Sjúkratryggingum Íslands að gera viðauka við samning Reykjavíkurborgar sem fæli í sér: Að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu sé sinnt í heimahúsum, að stutt sé við fólk til að búa lengur heima og að unnið sé gegn þeim vanda sem birst hefur reglulega á bráðamóttöku Landspítala.
Hver er fyrirmyndin í hugmynd SELMU?
- Skaraborgsmodellen
- Eydís Ósk Hafþórsdóttir öldrunarlæknir í Ängelholm í Svíþjóð hefur unnið með sambærilega þjónustu um árabil.
- Sú þjónusta hefur sýnt sig vera mun hagkvæmara þjónustuform fyrir þennan hóp en innlagnir á bráðasjúkrahús.
- Ca. 10% af þeim sem eru með heimahjúkrun fengu þessa aðstoð
- Góð tengin við Eydísi og hún er fús að deila reynslu og skipulagi teymisins í SKaraborg