Samstarf heimahjúkrunar og aðstandenda Flashcards
Samfara þeirri stefnu að fólk haldi áfram að búa á heimilum sínum sem allra lengst hefur aukin ábyrgð færst til hverra?
- Til aðstandenda.
Hvað er óformleg umönnun?
- Óformleg umönnun er veitt af nákomnum einstaklingi, fjölskyldu eða vini. Hún felur í sér marghátta aðstoð við persónulega umönnun, heimilishald og sérhæfða meðferð. Hún er ólaunuð og byggir á tilfinningalegu sambandi, væntumþykju, kvöð eða skyldurækni.
Eru mörkin milli formlegrar og óformlegrar umönnunaraðila að verða stöðugt óljósari eða ljósar?
Óljósari, meiri samblanda í verkum ekki einhver verkaskipting.
Finna aðstandendur fyrir álagi hér á landi?
Flestir verða á einhverjum tímapunktir aðstandendur innan heilbrigðiskerfisins. Á Íslandi, líkt og á hinum Norðurlöndunum, eru gerðar frekar litlar kröfur til aðstandenda EN þróunin hér og í öðrum Evrópulöndum er á leiðinni í svipaða átt og N- amerika. Rannsóknir sýna að aðstandendur finna í mörgum tilvikum fyrir álagi og kalla eftir meiri stuðning
Hvað gera aðstandendur?
- Þeir sjá um heimilið og rekstur þess eftir því sem þeir geta
- Þeir aðstoða við athafnir daglegs lífs bæði persónulegar og almennar
- Takast á við einkenni sjúkdóms/vanlíðan og óróleika sjúklings
- Í sumum tilvikum sjá þeir um sérhæfða meðferð eins og sáraskiptinga, blóðskilun og lyfjagjafir (ekki regla hér á landi)
- eru samhæfing þjónustu ólíkr aðila
- Hér á landi sjá þeir um að kaupa inn mat, lyf, föt og panta ýmsa þjónustu og veita þeim félagsskap
Jákvæð áhrif þess að vera umönnunaraðili?
Hefur verið lýst eins og að njóta samvista við maka, foreldra og börn
Ahrif sem geta talist neikvæð í að vera umönnunaraðili?
- Yfirleitt mest áberandi meðal þeirra sem annast einstaklinga með heilabilun. Miklar endurtekningar, þau fylgja manni kannski hvert sem þau fara og getur orðið mjög erfitt
Áhrif þess að vera umönnunaraðili á heilsufar, lífsgæði og líkama?
- Fram hafa komið margvísleg heilsufarsleg áhrif s.s. aukin tíðni þunglyndis, kvíði, streita, svefnerfiðleikar
- Svo stoðkerfisvandamál t.d. einstaklingur þarf mikla aðstoð við að standa og setjast upp
Áhrif þess að ver umönnunaraðili á félagsleg tengsl og fjárhagsleg tengsl?
- Umönnunaraðilum finnst þeir verða eingangraðir og komast ekki af heimilinu. Heimsóknum fækkar og samskipti dragast saman
- Fjölmargar rannsóknir sýna að atvinnuþáttaka minnkar, tekjur heimilisins dragast saman og útgjölf aukast. Þurfum að hafa áhyggjur á mörgum undum konum því þær hætta oft að vinna snemma til að sjá um maka
Reynsla þeirra sem eru umönunaraðilar
- Talað er um huglæga upplifun (subjective experience) í tengslum við það að vera umönnunaraðili – mótast af samböndum, viðmiðum, sögu og hefðum.
- Margir eru þakklátir fyrir að geta haldið áfram að búa með sínu fólki t.d. maka.
- Samfara minnkaðri líkamlegri og/eða andlegri færni þess sem nýtur umönnunar verður reynslan erfiðari.
- Fólk talar um að setja sitt eigið líf til hliðar, er bundið heima og nýtir stóran hluta af sínum tíma til að veita umönnun, sjá um skipulagningu og halda heimili.
- Algengt er að fólki finnist það standa eitt, geti ekki leitað til neins og finnst það ekki kunna að takast á við hlutina
Rannsóknir hafa verið að skoða hvað sé hjálplegur stuðningur við aðstandendur, hvað kom út úr því?
- Að það sé litið á aðstandendur sem starfsmenn, gríðarlega mikilvægan þátt heilbrigðisþjónusturnnar sem ber að styðja. Að aðstandnedum finnist þeir vera partur af þessari umönnunarkerðju og að þetta sé ekki sjálfsagður hluti.
- Að fyribyggja og koma í veg fyrir uppgjöf og veikindi. Vera alltaf að velta fyrir sér hvernig gengur hjá aðstandena, þarf hann meiri kvíld.
- Þurfum að þekkja og bregðast við vísbendingum um hrakandi heilsufar og/eða neikvæðar tilfinningar hjá aðstandenda
- Spyrja aðstandendur hvernig þeir telji sig geta haldið umönnuna áfram, hvað þeir þurfi til að endurnýja sig og einbbeita sér að getur og seiglu
Niðurstaða rannsókna um árangursríkan stuðning – hvað getum við gert til að hjálpa aðstandendum?
- Haldgóð fræðsla um eðli veikinda og meðferð þar sem lögð er áhersla á gagnkvæmni í samskiptum er hjálpleg
- Leiðir til að takast á við streitu, hópar þar sem fjallað er um eðli veikinda, og um leiðir til að takast á við aðstæður
- Hvatt er til þess að skapa aðstæður fyrir aðstandendur til að hittast í stuðningshópum (án fagmanna) og ræða reynslu sína og erfiðleika
- Lögð er áhersla á hvíld og möguleika til að halda fyrra lífi áfram
Hvað nefna aðstandendur í rannsóknum um stuðning?
- Hvert á að leita, hvar liggja upplýsingarnar?
- Vilja fá ábendingar um eigin sjálfsumönnnun
- Leggja áherslu á mikilvægi skilningsríkra og jákvæðra samskipta
- Vilja að þekking þeirra og reynsla sé metin
- Að sjá fram í tímann og vita hvernig bregðast skuli við breytingum á heilsufari
Fræðileg samantekt um persónumiðuð samskipti: hvað kom út úr henni?
- Aðstandendur vilja njóta góðra samskipta við starfsfólk.
- Aðstandendum finnst mikilvægt að samræmis sé gætt í því hvernig aðstoð og umönnun er veitt.
- Aðstandendum finnst mikilvægt að finna fyrir styrkingu (empowerment).
Hvernig geta hjúkrunarfræðingar unnið með aðstandendum?
- Upplýsingasöfnun og mat á líðan og álagi á aðstandendur – gott að framkvæma reglulega.
- Má finna einkenni um álag, streitu eða heilsufarslegar afleiðingar umönnunar?
- Hve vel ræður umönnunaraðili við hlutverk sitt?
- Hve tilbúinn er viðkomandi til að sinna hlutverkinu? Spurningar eins og:
- Hvaða aðstoð og bjargráðum býrð þú yfir?
- Hvernig er fjárhagsstaðan?
- Hvernig finnst þér ganga að takast á við aðstæður?