Fyrirbygging og meðferð sára í heimahjúkrun Flashcards
Hversu mörg % einstaklinga í hinum vestræna heimi er með sár sem ekki gróa?
1-1,5%
Hversu mörg % af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu fer í sárameðferð?
2-4%
Hversu mörg % af sárameðferð fer fram utan sjúkrahúsa?
70-90%
Hversu mörg % af sárameðferðar fer fram á heimili sjúklings?
25-35% sárameðferðar fer fram á heimili sjúklings
Hverjir sinna sárameðferð að mestu leiti?
Hjúkrunarfræðingar
Rannsóknir sýna að hversu mörg % af tíma hjúkrunarfræðinga fer í sár?
Um 50%
Eru tengsl milli langvinna sára og kostnaðar?
- Langvinn sár eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið og einstaklinginn
- Langvinn sár skerða lífsgæði einstaklinga – skerða athafnir dagl lífs
- Röng sárameðferð seinkar sárgræðslu og eykur þar með kostnað og dregur úr lífsgæðum
Ef greining á orsök sára er ekki framkvæmd, þá er hætta á hverju?
Á að sárameðferðin sé ekki við hæfi
Hvað er öðruvísi við sárin í heimahjúkrun?
- Ekki sama stjórn á aðstæðum. Hjúkrunarfræðingar þurfa að treysta á sjálfan sig
- Úrræði ekki eins haldbær eins og sárabúnaður, álit eða ráðgjöf og hjúkrunarfræðingur er einn á vettvangi
Hver er markmiðin og meðferðaráætlun sára í heimahjúkrun, hvað þurfum við að hafa í huga?
Greiningu: við þurfum að vita hvað við erum að fást við. Komumst ekki að niðurstöðum 1,2,3 en við þurufm að vinna að því. Þurfum að gera athuganir sjálf og fá einhvern sem hefur þekkingu og tækni. T.d. fótasár þá vitum við ekkert endilega hvort það sé skert slagæðaflæði eða ekki þurfum að skoða það
Meðferðarmarkmið: Markmiðið er ekki endilega alltaf það að sárin grói. Þegar ljóst er að aðstæður eru þannig að lítil von er að sári grói þá breytist markmið meðferðar. Það getur orðið að koma í veg fyrir versnun eða að sárið og meðferðin hefi minni áhrif á sjúkling. En oftast er markmiðið það að það grói. Stundum bútum við heildarmarkmiðið niður. markmið sárameðferðer getur verið til dæmis „hreint sár“ eða að ná tökum á sýkingu eða minnkandi verkir eða minnkandi vessi o.s.frv.
Meðferðaráætlun: Það er mjög mikilvægt að setja niður meðferðaráætlun sem allir fylgja. Af hverju er það? Jú sjúklingur finnur öryggi í því að það sé samkomulag og samfella í meðferðinni. Mjög oft eða allt of oft heyri ég fólk sem kemur til mín segja „það gerir enginn eins“ þetta skapar óöryggi meðal sjúklinga. Hún þarf að vera einstaklingsbundin og fara eftir aðstæðum sjúkligns. Getum t.d. notað TIMES
Afhverju þurfum við að gera heildrænt mat af sárum?
Tilraun til að auka líkur á að langvinn eða erfið sár geti gróið, hefst með því að greina orsök sárs og þætti sem geta hindrað sárgræðslu
Meðferð sára miðar að því að fjarlægja eða meðhöndla þá þætti
Heildrænt sáramat felst í því að meta alla þá þætti í heilsufari og umhverfi einstaklings sem haft getur áhrif á sárgræðslu í stað þess að einblína bara á sárið sjálft. Þess vegna er heildrænt mat svona ótrúlega mikilvægt!
Við mat á sárum hvað þurfum við að þekkja?
- Þekkja uppbygginu og hlutverk húðarinnar
- Þekkja sárgræðsluferlið
- Þekkja þætti sem hafa áhrif á sárgræðsluferlið almennt
- Þekkja þætti sem hafa áhrif á sárgræðsluferlið staðbundið
Hvað er TIMES? fyrir hvað stendur það?
T - Tissue
I - Inflammation / infection
M – Moisture
E - Edge of wound
S - Surrounding skin condition
Wound bed preparation care cycle hvernig er hann?
Alltaf að byrja á því að meta sjúklinginn, greina undirliggjandi orsök, meðhöndla sárið og ef það grær – fínt þá getum við útskrifað sjúkling úr sárameðferð en t.d. ef að það þarf að fylgja eftir með forvörnum þá gerum við það
Afhverju er skráning svona mikilvæg?
- Eykur líkur á samfellu í meðferð
- Auðveldar mat á árangri
- Skráning þarf að vera nákvæm, markviss og eins hlutlæg og hægt er
- Ljósmyndir góðar til að skrá ástand sárs (þær geta sagt okkur oft meira en þurfum bara að muna að taka ekki á okkar síma og þessar myndir eiga bara heima í heilsugátt)