Aðstoð við fólk með hjartabilun Flashcards

1
Q

Er hjartabilun algeng?

A

Já algengur og langvinnur sjúkdómur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað má áætla að margir yfir 75 ára séu með hjartabilun?

A

Algengi hjartabilunar eykst með hækkandi aldri og má áætla að um 10% þeirra sem eru orðin 75 ára og eldri séu með hjartabilun. Þótt það sé misjafnt á hvaða stigi það er.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hver eru algengustu líkamlegu einkenni hjartabilunar?

A

Mæði, þreyta, úthaldsleysi og bjúgsöfnun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Fólk með hjartabilun er einnig með hugræn og tilfinniningaleg einkenni hvaða einkenni eru algegn þar?

A

þunglyndi, kvíði, einbeitingarskortur og minnistruflanir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

hvernig er gangur sjúkdómsins (hjartabilunar)

A
  • Gangur sjúkdómsins. Við greingu sjúdómshjartabilunar þá greinist hún oft við einhverskonar veikindi eða allaveganna eittvað sem kallar á það að fólk greinist þótt að í einhverjum tilfellur greinist fólk fyrir tilviljun
  • Með góðri lyfjameðferð við hjartabilun og fólk svarar henni þá næst oft svona gott stöðugt ástand sem er síðan óvisst hvað varir lengi. Það sem fer að gera að eftir því sem tíminn líður þá fer fólk að fá versnanir. Fólk nær yfirleitt ekki fyrri heilsu og starfsgetu og undir lokinn þá fer þetta að verða frekar líknandi áherslur frekar en læknandi.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hver eru áhrif hjartabilunar? grein frá 2010

A
  • Hjartabilun leiðir til versnandi líkamlegrar og starfrænnar getu og líf sjúklinga með hjartabilun einkennist af glímu við einkennin
  • Einkennin eru oft ófyrirsjáanleg og hafa mikil áhrif á daglegt líf
  • Einnig eru þau stundum lífsógnandi og krefjast innlagna á spítala
  • Þær þemur sem komu voru: missir á stjórn, ótti og félagsleg einangurn
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Eru sjúklingar með hjartabilun með skert lífsgæði?

A
  • Sjúklingar með hjartabilun hafa skert lífsgæði miðað við einstaklinga með aðra langvinna sjúkdóma
  • Lífsgæðin endurspegla margþætt áhrif sjúkdómsástands og meðferðar á daglegt líf
  • Skert lífsgæði tengjast aukinni tíðni innlagna og hærri dánartíðni og bera að meta til að ákvarða áhrif sjúkdómsins á daglegt líf
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Áhrifaþættir lífsgæða hjá einstaklingum með hjartabilun

A
  • Heilsan
  • Andleg líðan
  • Sjálfsumönnun
  • Fjárhagur
  • Félagsleg staða
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Meðferð langvinnar hjartabilunar

A
  • Meðferð felur í sér lyfjameðferð, æskilega lífshætti og sjálfsumönnun, fræðsla, ráðgjöf og endurhæfingu
  • Meðferðin miðar að því að hægja á framgangi sjúkdómsins, draga úr einkennum, bæta starfsgetu, efla öryggiskennd og lífsgæði
  • Meðhöndla þarf undirliggjandi orsakir, hámarka alla þætti meðferðar, efla sjálfsumönnun og fyrirbyggja versnun sjúkdómsástands
  • Sjálfsumönnun er oft mikil áskorun fyrir sjúklingana sem upplifa jafnvel mikið tilfinningalegt álag við að fylgja meðferð
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Sjálfsumönnunarkenning Rigel, Jaarsma og Strömberg, hvernig skilgreindu þeir það?

A

Skilgreining: sjálfsumönnun er ferli sem miðar að því að viðhalda heilsu og takast á við veikindi með heilsueflandi hegðun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Í Sjálfsumönnunarkenning Rigel, Jaarsma og Strömberg er sjálfsumönnun skipt í þrjá þætti:

A

Viðhald sem eru aðgerðir sem miða að því að viðhalda jafnvægi og bæta líðan. Taka lyfin, fá næga hvíld, borða ekki saltmikla fæðu, endurhæfing

Eftirlit sem eru athafnir sem fela í sér eftirlit með einkennum og merkjum sjúkdóms. Fylgjast með einkennum, vigta sig, lífsmörk

Stjórnun felur í sér það að greina breytingar á ástandi, leggja mat á alvarleika einkenna og viðeigandi viðbrögð. Greina þegar það verða breytingar á einkennum t.d. þyngdaraukning, aukinn bjúgur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Rannsóknir hafa sýnt að sjálfumönnun …

A
  • Góð sjálfsumönnun dregur úr dánartíðni og eykur lífsgæði
  • Rannsóknir benda einnig til að með áhrifaríkri sjálfsumönnun megi fyrirbyggja innlagnir

Í grein var talað um
- Samskipti við heilbrigðisstarfsmenn hefur áhrif á sjálfsumönnun
- Helstu hindranir: skortur á þekkingu og stuðningi, misskilningur, syfja og þunglyndi
- Hvatar: virk hlustun, virðing, samfella, upplýsingagjöf, stuðningur, einstaklingshæfð nálgun, þörfum sinnt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Ráðlögð sjálfsumönnun fyrir sjúklinga með hjartabilun

A
  • Taka lyf skv. fyrirmælum
  • Dagleg/regluleg vigtun – skilja þýðingu þyngdarbreytinga
  • Eftirlit með einkennum – viðbrögð við versnunum
  • Vökvatakmörkun (1,5-2L oft)
  • Saltskert mataræði
  • Regluleg þjálfun/hreyfing
  • Hætta/takmarka áfengisneyslu
  • Reykleysi
  • Kjörþyngd
  • Bólusetningar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hjartabilunargöngudeildir (heart failure management programs), klínískra leiðbeiningar miða að því að þær byggi á hverju?

A
  • Einstaklings-/sjúklingamiðuð þjónusta
  • Þverfaleg nálgun
  • Sérhæft starfsfólk
  • Hvetja til skilnings á sjúkdómsástandi og þátttöku í meðferð
  • Sveigjanlegar áherslur: Fyrirbyggja versnun sjúkdómsástands, Meðhöndlun einkenna og Stuðla að því að sjúklingar geti dvalið þar sem þeir óska sér á lokastigum sjúkdómsins
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvert er markmið hjartabilunargöngudeildir (heart failure management programs)?

A
  • Hámarka alla meðferð, lífshætti, lyf, tæki
  • Sjúklingafræðsla með sérstaka áherslu á sjálfsumönnun og stjórnun einkenna
  • Veita sjúklingum og fjölskyldu sálfélagslegan stuðning
  • Eftirfylgd eftir útskrift (göngudeild, heimavitjanir, símtöl, fjarvöktun)
  • Auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sérstaklega til að fyrirbyggja og meðhöndla versnandi sjúkdómsástand
  • Meta og bregðast við breytingum á þyngd, næringarástandi, virkni, lífsgæðum, svefnvandamálum og öðrum þáttum eins og niðurstöðum rannsókna
  • Veita aðgengi að sérhæfðari meðferðarmöguleikum, stuðningi og líknarmeðferð
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Áhrif meðferða (skv, rannsóknum)

A
  • Rannsóknir hafa sýnt að þverfaglegar meðferðir draga úr kvíða og þunglyndi, bæta göngugetu og lífsgæði
  • Rannsókn á reynslu sjúklinga sem fá heimahjúkrun á þátttöku í eigin umönnun: Hindranir þátttöku felast í skipulagi meðferðar, skorti á samfellu og trausti á heilbrigðisstarfsmanni og stuðlað var að þátttöku þegar jafnvægi var á milli óska sjúklinga til að hafa áhrif á umönnun, aðgerða heilbrigðisstarfsmanna, gilda og skipulags meðferðar
  • Hægt er að auka þátttöku sjúklinga í meðferð með sérhæfðri heimahjúkrun
17
Q

Hjartabilunarþjónustan markmið

A
  • Að aldraðir einstaklingar með hjartabilun geti dvalist sem lengst heima
  • Fækka komum á BMT og innlögnum
  • Bæta gæði og öryggi þjónustu í heimahúsum
  • Efla þekkingu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða heimahjúkrunar í umönnun sjúklinga með hjartabilun
  • Auka stuðning við hjúkrunarfræðinga heimahjúkrunar í umönnun þessa sjúklingahóps
18
Q

Hvernig er hjartabilunarþjónustan?

A
  • Samstarf fagaðila í heimahjúkrun, göngudeild hjartabilunar, hjartagátt og hjartadeild var eflt
  • Boðleiðir milli þjónustustiga voru skilgreindar
  • Þróaðir voru verkferlar fyrir mat á ástandi sjúklinga og samræmd viðbrögð við versnunum jafnt á göngudeild hjartabilunar og í heimahúsum
  • Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun fá fræðslu um hjúkrun sjúklinga með hjartabilun, líkamsmat og líknarmeðferð
  • Stuðst er við sjúklingafræðsluefni sem styður við sjálfsumönnun
19
Q

Í hjartabiluanarverkefni hefur heimahjúkrun eftirlit með:

A
  • Þyngd (daglega/reglulega)
  • Lífsmörk: BÞ, púls, SpO2
  • Klínískt mat: almennt útlit, bjúgur, lungnahlustun, mat á vökvajafnvægi
  • Einkenni: mæði, þreyta, svefn, svimi, vanlíðan, kvíði, þunglyndi, matarlyst og önnur einkenni
  • Fylgja eftir: lyfjatöku, sjálfsumönnun og fræðslu
20
Q

Stöðluð fyrirmæli um lyfjagjafir í hjartabilunarverkefninu

A
  • Sjúklingur er greinilega verri af einkennum hjartabilunar með aukna mæði, þreytu, sefur verr o.s.frv.
  • Sjúklingur er með aukinn bjúg og/eða brak við lungnahlustun
  • Sjúklingur er að þyngjast daglega við vigtun

Þá er þetta gert
- Aukið er við þvagræsilyfja meðferð um munn eða það gefið í æð
- Eftirlit með lífsmörkum og blóðprufum (Na, K, kretinin)