Smit Flashcards
Hvað er Pip/Tazo?
Piperacillin/tazobactam er sýklalyfjablanda. Piperacillin er breiðspectra penicillin lyf og tazobactam er beta-laktamasa hemill. Coverar Gram neg., Gram pos., Pseudomonas (Gram neg.) og loftfælur.
Penicillin næmi.
Gram pos og Gram neg en flestar orðnar ónæmar núna.
S. aureus, sýklalyf.
- Nafzillin ef ekki ónæmur.
- Vancomycin ef methicillin resistant.
- Linezolid sem last resource.
Vancomycin.
MRSE (staph aureus með methicillin næmi).
Gram neg. sýklalyf.
- Ampicillin og Amoxicillin
- Með beta laktamasa hemli til að gera broad spectrum: þá gram pos líka en þó ekki MRSA.
Gram neg. sýkill sem er ónæmur fyrir ampicillini. Hver er það og hvaða sýklalyf duga?
- Pseudomonas
- Piperacillin
- Pip/Tazo coverar líka allt nema MRSE.
- Og carbapenem lyf (t.d. Meropenem).
- kynslóðar cephalosporin gram pos eða neg?
Bæði.
- og 2. kynslóðar cephalosporin gram pos eða neg?
Gram pos.
Mest notuð í cellulitis og prophylaktiskt pre-op.
Dæmi um 3. kynslóðar cephalosporin.
Ceftriaxone.
- og 4. kynslóðar cephalosporin gram pos eða neg?
Gram neg. T.d. cephapin. 4. kynslóð bara fyrir Pseudomonas.
Ciprofloxacin er…
…1. eða 2. kynslóðar fluoroquinolone sýklalyf. Coverar bara gram neg. og notað í þvagfærasýkingum.
2 sýklalyf fyrir loftfælur.
Metronidazole (groin og belly) og Clindamycin (allt annað).
Samfélagslungnabólga, sýklalyf.
- Ceftriaxone + Azithromycin
- Bara azithromycin
- Moxifloxacin po/IV.
Sjúkrahússlungnabólga, sýklalyf.
Viljum covera Pseudomonas og MRSE.
- Vancomycin + Pip/Tazo
Meningitis, sýklalyf
- Ceftriaxone + Vancomycin
- Stundum sterar og ampicillin ef ónæmisbældir.
UTI, sýklalyf
- Amoxicillin ef ólétt
- Ciprofloxacin ef outpatient
- Trimetoprim sulfa bara ef ekki CKD
- Ceftriaxone IV fyrir inpatient pyelo
Cellulitis, sýklalyf
- Viljum MRSE coverage.
- Vancomycin
- Clindamycin
- Stundum 1. og 2. kynslóðar cephalosporin prófað fyrst obs. streptokokkar.
Sýklalyf í pyelonephrit.
- Rocephalin eða Gentamicin IV ef ógleði, uppköst eða sepsis einkenni.
- Annars oral meðferð skv. næmi.
Sýklalyf í cystitis.
Sulfametoxol + Trimetaprimum eða Ciprofloxacin.
Sýklalyf í prostatit.
Trimetoprim eða Ciprofloxacin.
Hvaða sjúkdómar geta skert varnir og gert sjúklinga ónæmisbælda?
- Illkynja sjúkdómar (helst blóðsjúkdómar, t.d. MM, CLL og lymphoma).
- Sykursýki, sjálfsofnæmissjúkdómar (SLE og sarcoidosa t.d.)
- Meðfæddar ónæmisbilanir
Algengustu sýkingarfókusar sjúklinga með neutropeniu.
- 25% munnur og kok
- 25% öndunarfæri
- 15% húð, mjúkvefir
- 10% perianalt
- Rest er sinusar, meltingarvegur og fleira.
Hvaða ónæmisbældu sjúklingar eru í sérstakri áhættu á að fá secondary infection eftir fyrstu sýkinguna?
- Bráðahvítblæði!!
- Sj. með æðalegg
- Neutropeniskir sjúklingar
3 helstu flokkar sýkingavalda hjá ónæmisbældum.
- Bakteríur
- Sveppir
- Veirur
Helstu bakteríur hjá ónæmisbældum.
- Kóagúlasa neg. staphylococcar
- S. aureus (og MSSA og MÓSA)
- Streptokokkar viridans
- E. faecalis (ýmis næmir eða ónæmir fyrir Ampicillini)
- E. coli
- Klebsiella pneumoniae (sumir ESBL!)
- Pseudomonas
Helstu sveppir hjá ónæmisbældum.
- Gersveppir: C. albicans, C. glabrata o.fl.
- Sveppir: Aspergillus fumigatus, Fusarium, Mucor o.fl.
Helstu veirur hjá ónæmisbældum.
- HSV1
- VZV
- CMV (transplant sjúklingar)
- JK (HIV smitaðir, MS sjúklingar)
- BK (nýrnatransplant sjúklingar)
- …og auðvitað inflúenza, adenovirus, etc.
Greining sýkinga hjá ónæmisbældum.
- Mikilvægt að taka góða sögu og líkamsskoðun til að leita að fókus - augnbotnar, munnur, kok, hlustun, kviður, kynfæri og anal svæði, húð og neglur, leggir og línur etc.
- RRR: rannsóknir, ræktanir, rtg. lungu!
5 ábendingar fyrir viðbótarmeðferð (auk t.d. Carbapenem) gegn Gram pos. (þ.e. vancomycini) hjá ónæmisbældum sjúklingum.
- Óstöðuleiki eða vísb. um alvarlegt sepsis
- Pos. blóðræktun með gram pos
- Grunur um æðaleggssýkingu, húð- eða mjúkvefjasýkingu.
- Colonisering af MÓSA, VRE.
- Alvarlegur mucositis.
Bólusetningar eftir miltisbrottnám.
- Pneumococcar.
- plús venjulegar
Bólusetning hvítblæðissjúklinga.
- Pneumococcar
- HiB
- HBV (hepatitis b)
- plús venjulegar
Fyrirbyggjandi sýklalyf fyrir ónæmisbælda sjúklinga með mikla áhættu og fyrirhugaða lengri en 7 daga neutropeniu.
- Ciprofloxacin eða levofloxacin.
- Líka fyrir sveppum: t.d. fluconazole.
Skilgreining á endocarditis.
Sýking á hjartaþeli - getur verið á lokum, eða í septum, chordae tendinae eða mural endocardium.
Algengustu sýkingarstaðir í endocardit.
- Míturloka langalgengust!
- Svo ósæðarloka og gervilokur
- Síðan þríblöðkuloka og gangráðsvírar
- Að lokum pulmonalis lokan.
Flokkun endocardits.
- Á eigin loku
- Á gerviloku, ca. 25%
- Hjá fíklum
- Nosocomial (spítalasýking)
3 helstu sýkingarvaldar í endocardit hjá fíklum.
- S. aureus miklu algengari hér en ella.
- P. aeruginosa
- Sveppir
3 helstu staðsetningar í endocardit hjá fíklum.
- Tricuspid loka í meira en helmingi tilfella.
- Ósæðarloka
- Míturloka óalgengust hér!
Nýgengi endocarditis.
3 per 100 þús. hérlendis, flestir eldri en 65 ára.
5 áhættuþættir fyrir endocarditis.
- Gigtsótt (febris rheumatica) og aðrir lokusjúkdómar
- Lélegur tannstatus
- Blóðskilun
- HIV
- GI æxli
Hvernig kemur beta1-integrín endocarditis við?
- Fyrst verður skemmd á æðaþeli og bólguviðbragð virkjar storkumyndun með viðloðun blóðflaga.
- Hjartaþelsfrumur fara þá að tjá beta1-integrín, sem bindur fibronectín.
- Fibronectín hjálpar síðan bakteríum (S. aureus, aðallega) að loða við!
Greining endocarditis.
- Blóðprufur sýna anemiu og hækkuð hvít
- Taka EKG og þvag.
- EN blóðræktun er aðalmálið hér!!! 95% eru með jákvæða blóðræktun!
- Muna að láta sýklafræðideildina vita af þessum grun.
- Og svo Duke´s criteria.
Hvaða sýkingarvaldar eru algengastir hjá þeim 5% sjúklinga með endocarditis sem hafa neg. blóðræktun?
Sveppir, Tropheryma whippelii, Bartonella.
Einkenni endocarditis.
- Útbrot (Janeway og Osler)
- Blæðingar í augnslímhúð
- Rothblettir í augnbotnum (immune complexar)
- Heilablæðingar og drep
- Hjartahlustun, næstum allir með óhljóð!
Hvað eru Janeway og Osler?
Janeway lesions eru microemboliur í húð.
Osler hnútar eru aumir, immune complex útfellingar í húð.
Bæði eru merki um endocarditis.
Major criteria í Duke.
- A.m.k. 2 jákvæðar blóðræktanir
- Merki um sýkingu í hjartaþeli (nýr lokuleki eða jákvæð hjartaómun, þ.e. t.d. ómríkur hreyfanlegur massi, abscess eða los á gerviloku).
Minor criteria í Duke.
- Sjúklingur í áhættuhóp.
- Hiti meira en 38°C.
- Æðasjúkdómar
- Ónæmisfræðileg einkenni (Roth, Osler, rheumatoid factor etc.)
- Ræktanir sem falla ekki undir 2 jákvæðar blóðræktanir.
Hvað þarf að hafa í Duke til að greina endocarditis?
- 2 major
- 1 major + 3 minor
- 5 minor.
Helstu complicationir endocarditis.
- Hjartabilun
- Heilaáföll (drep eða blæðingar, allt að 40% tíðni)
- Segarek og drep í milta/nýrum
- Hiti
- Immune complex gauklabólga
- Dreifðar sýkingar, t.d. í liði
Meðferð endocarditis.
- Þarf háa skammta sýklalyfja því þarna verður passív diffusion og blóðflæði ekki tryggt.
- Oft beta laktamlyf með amínóglýkósíðum.
- Stundum þarf aðgerð
- Og ristilspegla ef grunur er um tumor í GI sem undirliggjandi orsök.
Stretococcus, viridans grúppa í endocarditis. Meðferð.
- Eigin loka: Penicillin í 4 vikur eða Pen/Gent. 2 v.
- Gerviloka: Penicillin í 6 vikur eða Gentamicin 2 v.
Streptococcus, viridans grúppa og Enterococcar í endocarditis. Meðferð.
- Eigin loka: Pen/amp + Gentamicin 4-6 v.
- Gerviloka: Pen/amp + Gentamicin 4-6 v.
S. aureus í endocarditis. Meðferð.
- Eigin loka: Cloxacillin 4-6v. + Gentamicin 1v.
- Gerviloka: Cloxacillin 6v. + Rifampin 6v. + Gentamicin 2v.
7 helstu kviðarholssýkingar.
- Lífhimnubólga
- Blandaðar sýkingar í kviðarholi
- Lifrarbólga
- Lifrarabscess
- Brisabscess
- Sýking í maga og skeifugörn (H. pylori)
- Sýking í grindarholi (PID)
Flokkun peritonitis.
- Primer
- Sekunder
- Lífhimnubólga tengd kviðskilun
Áhættuþættir primer lífhimnubólgu.
- Skorpulifur með ascites
- Lifrarbólga
- Hjartabilun
- Nephrotic syndrome
- Illkynja sjúkdómar með meinvörpum
- Rauðir úlfar
- Lymphedema
Ástæða sekunder lífhimnubólgu.
- Sýkingin verður vegna rofs á slímhúð í meltingarvegi, þvagfærum eða kvenlíffærum.
- Algengt t.d. í magasári með rofi, diverticulitis með perforation etc.
Greining lífhimnubólgu.
- Ræktun: um 75% sjúklinga hafa pos. blóðræktun svo hér má bæta greiningu með því að stinga á kvið og setja kviðarholsvökvann beint á kolbur.
- Frumutalning, prótín, gramslitun. Etc.
- Myndrannsóknir hjálpa til.
Einkenni lífhimnubólgu.
- Hiti, kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur.
- Dreifð eymsli í kvið
- Sleppieymsli, indirect eymsli
- Lítil eða engin garnahljóð
Bakteríur í lífhimnubólgu hjá sjúklingum með skorpulifur.
- Þarmaflóra í 70% tilfella (E. coli, K. pneumonia, S. pneumonia, Enterococcus faecalis). Ath. þó að anerobar eru sjaldgæfir hér.
- Oft önnur einkenni með hjá skorpulifrarsjúllunum: t.d. variceublæðingar og breyttur mental status.
Meðferð primer og sekunder peritonitis.
- Stinga og tæma kýli ef einhver eru.
- Stundum jafnvel opin aðgerð.
- Empirisk sýklalyf (Rocephalin og Flagyl) og stilla svo af í samræmi við ræktun.
- Stuðningsmeðferð: NPO, sonda, vökvi.
Horfur sjúklinga með peritonitis.
Fer eftir undirliggjandi sjúkdómum. T.d. milli 50 og 70% dánartíðni ef skorpulifur líka, en einungis um 10% ef nephrotic syndrome.
Að hverju þarf að huga hjá sjúklingum með nosocomial kviðarholssýkingu?
Anerobar eru ólíklegri hér (spítalaflóra) en hins vegar verða sjaldgæfir orsakavaldar á borð við P. aeruginosa, Enterococcus faecalis og Candida, algengari.
Tíðni lífhimnubólgu við kviðskilun.
1 sýking á ári.
Hver er algengasta ástæða þess að hætta þarf kviðskilun?
Endurteknar sýkingar.
Áhættuþættir lífhimnubólgu við kviðskilun.
- Hypertoniskur skilunarvökvi (eykur hættu á transmural migration sýkla).
- Leggir
- Lág þéttni IgG og complements í vökva
Sýklar í lífhimnubólgu við kviðskilun.
- Aðallega Gram pos (S. epidermidis, S. aureus, Streptococcar).
- Gram neg eru 15-30% (E. coli, Klebsiella, Enterobacter)
- Og svo sveppir, anaerobar etc.)
Meðferð lífhimnubólgu við kviðskilun.
- Vancomycin blandað í kviðskilunarvökva.
- Gentamicin blandað í kviðskilunarvökva.
Og svo eftir þetta í samræmi við ræktanir.
3 helstu orsakir lifrarabscessa (meinvaldar).
- Bakteríur (Streptococcus milleri, gram neg stafir og blönduð flóra)
- Sveppir
- Sníkjudýr (Entamoeba histolytica)
Meingerðir lifrarabscessa.
- Cholangitis (upp gallganga)
- Upp portaæð
- Metastasisk sýking um slagæð
- Frá aðlægri sýkingu eða við trauma
Greining og meðferð lifrarabscessa.
- Greint með ómun og CT, svo ástungu. Senda saur í parasitarannsókn!
- Meðferð er tæming á kýli og svo viðeigandi lyf:
- Metronidazole og iodoquinol ef amöbur.
- Rocephalin og flagyl ef ekki grunur um parasita og svo skv. næmi.
Skilgreining á sepsis.
- Hiti meira en 38° eða undir 36°.
- Púls yfir 90
- ÖT yfir 20
- Hvít yfir 12 þús. eða undir 4 þús.
Hvað er severe sepsis?
Sepsis auk vanstarfsemi á líffærum vegna minnkaðs blóðflæðis.
7 helstu einkenni sepsis.
- Hiti
- Hrollur
- Skjálfti
- Hyperventilation
- Hypothermia
- Húðlesionir
- Breyttur mental status
7 ddx. við sepsis.
- Bráð kransæðastífla
- Lungnaembólía
- Bráður pancreatitis
- Bráð nýrnahettubilun
- Of mikil þvagræsing
- Bráð blæðing frá GI
- Akút lyfjaofnæmi
Helstu líffærabilanir í sepsis.
- Öndunarbilun (setja í vél)
- Hjarta- og æðakerfisbilun (lágþrýstingur og lost, gefa vasopressora)
- Nýrnabilun (bráður nýrnaskaði og gauklabólga, setja í skilun)
- Lifrarbilun
- Bilun í blóðmyndandi vef (dreifð blóðstorkusótt DIC, blóðflögufæð etc.)
- Taugakerfisbilun.
Meðferð sepsis.
- Halda MAP yfir 65mmHg.
- Halda mettun yfir 70% og passa þvagútskilnað.
- Gefa nóg af RA! Og ef það er ekki nóg, þá gefa æðaherpandi lyf (noradrenalin).
- Gefa breiðvirk sýklalyf strax eftir að búið er að taka ræktun, skipta svo í samræmi við ræktun.
Sjúklingur með þvagfærasýkingu er kominn í sepsis. Hverjir eru líklegir meinvaldar og hvaða sýklalyf skal gefa?
- Gram neg stafir
- Enterococcar
Lyf: - Ampicillin/Amoxicillin + Gentamicin
- Ciprofloxacin
Sjúklingur með öndunarfærasýkingu er kominn í sepsis. Hverjir eru líklegir meinvaldar og hvaða sýklalyf skal gefa?
- Pneumococcar
- Haemophilus
- Moraxella catarrhalis
- Klebsiella pneumoniae
- Legionella
- Mycoplasma
- Chlamydophila pneumoniae
Lyf: - Amoxicillin + Clavulansýra/Cefuroxim, með eða án makrólíða
Sjúklingur með húðsýkingu er kominn í sepsis. Hverjir eru líklegir meinvaldar og hvaða sýklalyf skal gefa?
- S. aureus
- Streptococcus pyogenes
Lyf: - Kloxacillin eða Penicillin
Sjúklingur með meltingarfærasýkingu er kominn í sepsis. Hverjir eru líklegir meinvaldar og hvaða sýklalyf skal gefa?
- Gram neg stafir
- Enterococcar
- Anaerobar
Lyf: - Amoxicillin + Clavulansýra
- Rocephalin og flagyl
Sjúklingur með sýktan aðskotahlut er kominn í sepsis. Hverjir eru líklegir meinvaldar og hvaða sýklalyf skal gefa?
- S. aureus
- KNS
Lyf: - Kloxacillin með eða án Vanco.
Ónæmisbældur sjúklingur er kominn í sepsis. Hverjir eru líklegir meinvaldar og hvaða sýklalyf skal gefa?
- Pseudomonas aeruginosa bætist við alla hina sýklasúpuna! Líka sveppir. Lyf: - Ceftazidim með eða án Genta - Carbapenem - Fluconazol
Sjúklingur með óljósan sýkingarfókus er kominn í sepsis. Hvaða sýklalyf skal gefa?
- Breiðvirkt beta laktam + Gentamicin
- Ceftriaxone
Einkenni inflúensu.
- Höfuðverkur
- Kvef, hósti
- Eymsli í hálsi
- Verkir og þreyta
- Hár hiti
- Uppköst
- Liðverkir
Greining inflúensu.
- Klínísk greining nema ef innlögn á sjúkrahús, þá þarf PCR hálsstrok.
- Bara tekin veiruræktun ef faraldsfræðilegur tilgangur.
Meðferð inflúensu og hvernig virka lyfin?
- Yfirleitt Amantadín og rimantadín, sem eru tricyclisk amín og virk gegn inflúensu A en hvorki B né C. Hemja M2 jónagöngin. Oft gefið prophylaktiskt.
- Einnig eru til lyfin Zanamivir og Oseltamivir, sem eru gefin við staðfestri inflúensu hjá eldri fólki eða þeim sem myndu þola inflúensuna illa.
Við hverju er lyfið Amantadín notað?
Fyrirbyggjandi við inflúensu og sem meðferð við Parkinsons.
Hverja skal bólusetja fyrir inflúensu?
- Alla yfir 60 ára.
- Sjúklinga með langvinna sjúkdóma, sérstaklega sykursýki!
- Barnshafandi konur
- Sjúklinga með fimbulfitu (BMI yfir 40).
- Heilbrigðisstarfsmenn