Gigt Flashcards
Hvað er iktsýki (e. rheumatoid arthritis)?
Iktsýki er sjálfsofnæmissjúkdómur sem kemur yfirleitt í köstum og veldur langvinnri bólgu í liðum (þ.á.m. liðhimnunni sem klæðir liðpokann að innan, með vökvasöfnun) og jafnvel í öðrum líffærum.
Tíðnitölur iktsýki og meðalaldur við greiningu.
Sænskar tölur: Algengi 0,5-1% - Konur 0,94% - Karlar 0,37% Nýgengi 50/100.000 á ári - Konur 68 - Karlar 32 Meðalaldur við greiningu er 59 ár.
2 áhættuþættir iktsýki?
- Erfðir. Fyrstu gráðu ættingjar eru í 4x hættu! Nokkur áhættugen hafa fundist.
- Reykingar. 2x áhætta. (sérstaklega á þeirri tegund sjúkdóms sem hefur CCP mótefni í blóði)
Reykingar hafa meiri tengsl við þá tegund iktsýki sem…
…hefur CCP mótefni í blóði.
Hvort er iktsýki algengari hjá konum eða körlum?
Konum.
Einkenni iktsýki.
- Bólga í liðum
- Morgunstirðleiki, einnig eftir hvíld
- Þreyta
- Nodules
- Orkuleysi
- Hitaslæðingur
- Lystarleysi
- Eymsli í vöðvum
Hvert er bólgumynstur í liðum í iktsýki?
- Yfirleitt bólga í mörgum litlum liðum og samhverf milli hægri og vinstri.
- Smáliðir handa (MCP og PIP), úlnliður og tábergsliðir.
Hvaða rannsóknir eru gerðir þegar grunur er um iktsýki? (2)
- Blpr.: mæla gigtarþáttinn RF og CCP mótefni.
- Rtg. af höndum og fótum til að meta úrátur og beinþynningu.
Hvaða þýðingu hefur það þegar RF og/eða CCP mótefni eru til staðar í blóði iktsýkisjúklings?
Líklegt að sjúkdómurinn sé alvarlegri og þörf á ákveðnari meðferð.
Hver eru greiningarskilmerki fyrir iktsýki?
Til eru tvenn slík, bandarísk frá árinu 1987 og sameiginleg fyrir Evrópu og USA frá árinu 2010.
- 1987: 7 þættir, nóg að hafa 4 og * þarf að hafa staðið í 6 vikur eða lengur.
1. Morgunstirðleiki í 1klst.+*
2. Bólga í 3+ liðum*
3. Bólga í handarliðum*
4. Samhverfar liðbólgur*
5. Gigtarhnútar
6. RF í blpr.
7. Úrátur/beinþynning á rtg. myndum - í 2010 bætist við CCP, sökk og CRP, gefin stig.
Hvaða skilyrði eru fyrir því að nota megi sameiginleg greiningarskilmerki evrópsku og bandarísku gigtlæknasamtakanna frá 2010 til að greina iktsýki hjá sjúklingi?
- Þarf að hafa a.m.k. 1 bólginn lið
- Ekki má vera hægt að skýra bólguna með öðrum sjúkdómi.
Hverjar eru diff.dx. fyrir iktsýki?
- Slitgigt
- Sóragigt
- Reaktívur arthrit
- Viral polyarthrit
??? athuga nánar.
Hver er meðferð og meðferðarmarkmið í iktsýki?
- Ekki til læknandi meðferð en markmið meðferðar er að draga úr bólgum og verkjum, minnka hættu á liðskemmdum og langvinnum fylgikvillum.
- Methotrexat
- Líftæknilyf
- Sjúkra- og iðjuþjálfun
- Lýsi, omega-3 fitusýrur.
- Einstaka sinnum skurðaðgerð hjá bæklunar- eða handaskurðlæknum.
Hverjir eru fylgikvillar iktsýki? (löng upptalning)
- Amyloidosis, aðallega í nýrum (prótín safnast fyrir).
- Hjartasjúkdómar og beinþynningar vegna langvarandi bólgu.
- Eitlakrabbamein
- Vöðvarýrnun
- Conjunctivitis og augnþurrkur
- Fleiðrubólga með vökvamyndun í thorax
- Eitla- og miltisstækkun
- Blóðleysi, aukning á blóðflögum
- Gigtarhnútar í lungum
- Húðsár og æðabólgur
Hvað er hrygggikt?
Hrygggikt er langvinnur bólgusjúkdómur sem byrjar um tvítugt og leggst á mjóbak o.fl. staði.
Tíðnitölur fyrir hrygggikt.
Íslenskar tölur.
Algengi er 0,15%.
1,7 kk greinist fyrir hverja konu.
Áhættuþættir hrygggiktar?
- Erfðir! 70x áhætta hjá fyrstu gráðu ættingjum.
- Vefjaflokkurinn HLA-B27
- Þarmabólgusjúkdómar (colitis ulcerosa og Crohn´s)
Hverju tengist vefjaflokkurinn HLA-B27 og hversu margir hafa hann hérlendis?
Hann tengist hrygggikt.
15% þjóðarinnar hafa hann en 1% af þeim hópi fær hrygggikt.
Hver eru helstu einkenni hrygggiktar?
- Verkir í rasskinnum
- Verkir og stirðleiki í mjóbaki með vaxandi hreyfiskerðingu
- Bólguskemmdir í miðlægum liðum rifbeina
- Bólgur í útlimaliðum, oftast neðri útlimum (mjaðmir, hné, ökklar, tábergsliðir).
- Verri á morgnana og eftir hvíld
Hvers vegna koma einkenni hrygggiktar (t.d. verkir og stirðleiki í rasskinnum og mjóbaki)?
Vegna bólgu í spjaldliðum, á mótum liðþófa og hryggjarbola, ásamt bólgu við liðbanda- og sinafestur í hrygg.
Þessar bólgur leiða til skemmda í spjaldliðum og hryggnum, sem einkennist af beinnýmyndun. Spjaldliðir og liðamót hryggjarins beingerast og vaxa saman - ergo hreyfiskerðing.
Hvernig er liðamynstur í hrygggikt?
xxx
Hver eru helstu utanliðaeinkenni í hrygggikt?
Hásinabólgur
Ilfestubólgur
Blöðruhálskirtilsbólga
Lithimnubólga
Hvaða rannsóknir gerir maður þegar mann grunar hrygggikt?
- MRI sýnir breytingar í spjaldliðum og hrygg snemma í sjúkdómnum. Þar á eftir CT og rtg. árum eftir að sjúkdómsgangur hefst.
Greiningarskilmerki fyrir hrygggikt.
New York skilmerki frá 1984.
- Annaðhvort merki um skemmdir í öðrum eða báðum spjaldliðum á rtg. mynd.
OG
- Mjóbaksverkir í 3 mán.+ sem lagast ekki við æfingar/hvíld
EÐA
- Hreyfiskerðing í mjóbaki fram og til hliðar
EÐA
- Skert brjóstkassaþan
Meðferð við hrygggikt.
- Ónæmisbælandi meðferð, m.a. sulfasalazin (Salazopyrin).
- Bólgueyðandi lyf
- TNF blokkerandi lyf
- Sjúkraþjálfun
Hvaða ábendingu hefur sulfasalazin og hvernig lyf er það?
Ónæmisbælandi lyf, notað við hrygggikt.
Horfur í hrygggikt.
Misjafn gangur milli sjúklinga. Flestir fá meðalvirkan sjúkdóm sem fer frá spjaldliðum og mjóbaki upp í brjósthrygg. Liðbólgur geta fylgt og töluverð einkenni en yfirleitt auðvelt að halda niðri með lyfjameðferð.
Hvernig meðhöndlar maður sj. með mjög illvíga hrygggikt?
Með líftæknilyfjum.
Hvað er sóragigt?
Liðbólgusjúkdómur sem um 10-20% sjúklinga með húðsjúkdóminn sóra/psoriasis fá.
Tíðnitölur fyrir sóragigt og meðalaldur við greiningu.
Algengi sóra er um 1,5-2,5% en þar af fá um 16% sóragigt.
Á Íslandi eru ca. 350 Íslendingar með sóragigt.
Meðalaldur við greiningu er 35 ár.
Áhættuþættir sóragigtar.
- Erfðir! 40x áhætta fyrir fyrstu gráðu ættingja.
Hver eru einkenni sóragigtar?
- Liðbólgur í smáliðum hryggjar (mjóbaki helst)
- Bólga í augum
- Bólga við vöðva- og sinafestur
- Naglbreytingar
- Algengasta birtingarmyndin er fáliðabólga með færri en 5 bólgnum liðum samtímis. Yfirleitt ekki samhverft.
Nefndu dæmi um sjúkdóm sem tilheyrir flokki spjaldhryggjargigtsjúkdóma. Hvað eiga þessir sjúkdómar sameiginlegt?
Sóragigt og hrygggikt.
Þessir sjúkdómar valda liðbólgum í smáliðum hryggjar (aðallega mjóbaki), bólgu í augum og við vöðva- og sinafestur.
Hvað greinir sóragigt frá hrygggikt?
- Tengingin við psoriasis.
- Sjaldnar einkenni um bólgugigt í spjaldhrygg.
- Oftar naglbreytingar.
Liðamynstur í sóragigt.
DIP liðir og XXX
Hver er algengasta birtingarmynd sóragigtar?
Fáliðabólga, með færri en 5 bólgnum liðum samtímis.
Hvað er arthritis mutilans (sóraliðalöskun)?
Alvarlegasta og sjaldgæfasta birtingarmynd sóragigtar. Kemur fram hjá 5% sóragigtarsjúklinga og einkennist af miklum og hröðum lið- og beinskemmdum. Beinin eyðast upp þar til stubbar af húð og vöðvum standa eftir.
Hvaða rannsóknir eru gerðar til að greina sóragigtt?
- Engin blóðpróf eru til.
- Gigtarþættir sem tengjast iktsýki eru yfirleitt neikvæðir (RF og CCP).
- Rtg. myndir sýna nýmyndun beins nálægt liðamótum, og liðskemmdir sem kallast “blýantur í bolla”.
Hvað greinir sóragigt frá iktsýki?
- Bólgan er í DIP liðum
- Pylsufingur og -tær
- Festumen
- Neikvæð blóðpróf fyrir RF og CCP
Hvað bendir “blýantur í bolla” á í rtg.?
Sóragigt.
Til hvers eru flokkunarskilmerkin CASPAR? Hvernig hljóma þau?
Þau eru til greiningar á sóragigt.
- Sóri greindur af húðlækni (2 stig) /saga eða fjölskyldusaga (1 stig)
- Naglbreytingar
- Neg. RF (ekki með latex prófi)
- Pylsufingur eða -tær
- Ný beinmyndun við liðbrúnir á rtg. (ekki beinnabbar)
Þarf að fá 3 stig.
Hver er meðferð við sóragigt?
Hefðbundin bólgugigtarlyf, t.d. methotrexat og líftæknilyf.
Hvaðan er bólgan upprunnin í iktsýki?
Frá liðhimnum.
Lýstu gigtarhnútum. Í hverju, tíðni, vefjagerð.
Þeir koma fyrir í iktsýki hjá 10-25% sjúklinga.
Oftast undir húð en geta líka komið í innri líffæri.
Einkennast af drepi í miðjum hnútnum, sem er umkringt af æðaríkum vef með langvinnri bólgufrumuíferð.
Nefndu 6 dæmi um fylgikvilla iktsýki utan liða.
Gigtarhnútar Æðabólga Miltisstækkun m/daufkyrningafæð Bólga í hvítu augans Bandvefsmyndun í lungum Aukin áhætta á kransæðasjúkdómi
Hvað er Felty´s syndrome?
Miltisstækkun með daufkyrningafæð, getur verið fylgikvilli iktsýki.
Hvað gera liðhimnutrefjakímfrumur í iktsýki?
Þær gegna lykilhlutverki í iktsýki með því að draga að bólgufrumur og losa prótínleysandi ensím.
Hvað gerist inni í liðum í iktsýki?
Bólgufrumuíferð verður í liðhimnu með fjölgun á liðhimnufrumum, ofholdgun í bandvef og nýæðamyndun
Ríkjandi bólgufrumur í liðhimnu og liðvökva í iktsýki.
Eitilfrumur og stórátfrumur í liðhimnu.
Daufkyrningar í liðvökva.
Hvað er pannus?
Ofholdgun á mjúkpörtum liða (liðhimnu, bandvef, nýæðamyndun og liðvökva). Gerist t.d. í iktsýki. Pannus getur vaxið inn í aðliggjandi brjósk, sinar og bein með tilheyrandi beinúrátum.
Hver er meinafræðileg birtingarmynd virks liðasjúkdóms í iktsýki?
Pannus og aukinn liðvökvi.
Hvaða gigt veldur helst festumeinum?
Hryggikt.
Hvaða sjúkdómur leggst helst á trefjabrjósk?
Hryggikt (og trefjabrjósk er t.d. í ósæðinni).
Hvaða gigt leggst helst á liðhimnuliði?
Iktsýki.
Hvaða gigt leggst bæði á liðhimnuliði og trefjabrjósk?
Sóragigt.
Óafturkræfar skemmdir í hryggikt stafa af…
…beinnývexti og samgróningum en í minna mæli beinúrátum.
Óafturkræfar skemmdir í sóragigt stafa af…
…bæði beinúrátum og óeðlilegri beinnýmyndun. Beinúráturnar hér eru fjölbreytilegri en í iktsýki og geta t.d. bæði verið í miðjum lið og randstætt eða birst sem sóraliðalöskun.
Berðu saman histologiu í beinmyndun iktsýki og sóragigtar.
Meiri nýæðamyndun og meiri íferð daufkyrninga í sóragigt.
Dæmi um einn sjálfsofnæmissjúkdóm sem er í flokki I af ónæmisviðbrögðum.
Churg Strauss æðabólgusjúkdómurinn (herjar aðallega á loftvegi og nýru).
Hvað gerist í sjálfsofnæmissjúkdómum í flokki II?
Meginmeingerð liggur í bresti á B-frumu þoli - B-frumurnar byrja að seyta sjálfsmótefnum sem leiða til eyðileggingar á vefjum.
Margir sjúkdómar í þessum flokki.
Hvað gerist í sjálfsofnæmissjúkdómum í flokki III?
- Þetta eru oft sjúkdómar sem eru ekki sérstaklega bundnir ákveðnum líffærum, t.d. rauðir úlfar.
- Einkennast af mótefnafléttum (sem samanstanda af flækjum sjálfsmótefna sem bundist hafa eigin vefjasameindum).
- Flétturnar falla svo út í æðaveggi, liði, húð og nýru og þannig ræsist magnakerfið sem magnar bólgusvar.
Hvað gerist í sjálfsofnæmissjúkdómum í flokki IV? Nefndu dæmi um 2 slíka gigtarsjúkdóma.
- T-frumusvar fer úr böndunum og þannig brestur sjálfsþol.
- Iktsýki og sóragigt.
Hverju tengist HLA-DRB1?
Ákveðin amínósýruröð (shared epitope) á þessu svæði tengist iktsýki og skýrir hana hjá þriðjungi sjúklinga.
Hvaða tveimur sjúkdómum tengjast erfðaþættirnir PTPN22, CTLA4 og PD-1.3A?
Iktsýki og rauðum úlfum.
Skilgreining á liðagigt og 5 helstu tegundir hennar.
Liðbólgusjúkdómar sem orsakast af sjálfsofnæmisviðbrögðum í liðþeli og valda þar krónískum liðbólgum með verkjum og stirðleika.
- iktsýki
- sóragigt
- fylgiliðagigt
- liðagigt tengd garnabólgusjúkdómum
- hryggikt
5 spurning við mat á hugsanlegum liðagigtarsjúkdómi (t.d. fyrir heimilislækna).
- Kvartanir frá liðum eða mjúkvefjum?
- Bendir saga og skoðun til bólgusjúkdóms í liðum?
- Búið að útiloka liðbólgu vegna sýkingar/kristalla?
- Eru viðbótaratriði í sögu/skoðun sem gefa til kynna tegund liðagigtar, t.d. sóraneglur?
- Styðja blóð, þvag og liðvökvarannsóknir og/eða myndrannsóknir greininguna?
Sjúklingur með liðkvartanir en ekki greinilegar liðbólgur, sem hefur í tvígang hækkun á sökki og/eða CRP með 6 vikna millibili…
…er líklegur til að hafa liðagigtarkvilla eða annan kerfislægan bólgusjúkdóm.
4 liðagigtartegundir sem eru sermisneikvæðar.
- sóragigt
- fylgiliðagigt
- liðagigt tengd garnabólgusjúkdómum
- hryggikt
Í hvaða sjúkdómi finnst ANA (kjarnamótefni) næstum alltaf?
Lupus (rauðum úlfum), 98%.
Passa hins vegar að það er einnig jákvætt í mörgum sem ekki hafa gigtarsjúkdóm.
Hvenær er ANA mjög gagnlegt?
Í sjúklingi með ósertæk einkenni um bandvefssjúkdóm - þar getur neikvætt ANA nær útilokað slíkan sjúkdóm.
Algengi ANA í bandvefssjúkdómum.
Milli 60-80%.
Um sértæki og næmi mælinga á undirflokkum ANA.
Slakt næmi en gott sértæki - þ.e. neikvætt próf útilokar ekki sjúkdóm en jákvætt próf svo til staðfestir hann.
Fyrir hvað stendur “CCP” í CCP mótefni, sem finnst í iktsýki?
Cyclic citrullinated peptide
Frábendingar við notkun NSAID lyfja.
- Ekki gefa með sterum eða blóðþynningu (eykur líkur á blæðingum og magasárum)
- Ekki gefa ef hjarta- eða nýrnasjúkdómar
- Ekki gefa ef saga um maga- eða skeifugarnarsár (nema þá með sýruhemjandi lyfjum)
Aukaverkanir sykurstera (kortisóls):
- Hækkaður blóðþrýstingur
- Bjúgur
- Augneinkenni
- Sýkingar
- Beinþynning með beinbrotum
3 sjúkdómaflokkar sem sykursterar eru notaðir við.
Gigtarsjúkdómar
Lungnas.d.
Meltingars.d.
Skammtastærð prednisólóns (er sykursteri) í iktsýki.
5-7,5mg daglega í upphafi sjúkdóms hefur bremsandi áhrif á framgang.
Hverju þarf helst að fylgjast með hjá sjúklingum sem eru á sykursterum? (6 atriði)
- Þyngdaraukningu
- bjúgsöfnun á ganglimum
- Háþrýstingi
- Magasárseinkenna
- Sykursýki
- Beinþynningu
Skammtastærð methotrexats í gigtarsjúkdómum.
7,5-25 mg í einum skammti, 1x í viku.
Aukaverkanir methotrexats.
- GI einkenni
- Breytingar á blóðstatus
- Hækkun á lifrarprófum
- Hárlos
- Slímhúðarsár
- Lungnaáhrif
Hvenær eru líftæknilyf notuð í iktsýki?
Þegar búið er að reyna Methotrexat (og sulfasalazin) og árangur er ófullnægjandi, þegar aukaverkanir hafa komið fram af núverandi meðferð eða sjúkdómsmynd er alvarleg.
Við hvaða gigtarsjúkdómi eru antimalaríulyf notuð?
Iktsýki.
Yfirlit yfir meðferð sóragigtar.
Methotrexat mikið notað.
Ekki antimalaríulyf.
Líftæknilyf virka sérlega vel.
Yfirlit yfir meðferð hryggiktar.
Methotrexat/Sulfasalazin ef liðbólgur eru í útlimaliðum.
Líftæknilyf notuð við bólgum í miðlægum liðum og hrygg.
Hvaða líftæknilyf eru TNF-alfa hemlar?
Remicade/infliximab
Enbrel/etanercept
Humira/adalimumab
Simponi/golimumab
Á hvað virkar rituximab (Mabthera)?
Ákveðnar frumur ónæmiskerfisins :-P (er TNF-alfa hemill)