Nýru Flashcards
Hvað skal gera við einfalda cystu í nýra?
Láta hana eiga sig.
Hver eru einkenni sjúklings með einfalda cystu í nýra?
Engin! Þær eru incidental finding í myndrannsóknum.
3 skilgreiningaratriði á einfaldri cystu í nýra.
Litlar
Engin loculation
Engar septations (cystan skiptist í hólf með septum)
Hvernig er komplex cysta í nýra?
Heterogenous, stór.
Getur haft loculeraðan vökva og septations.
Hvað geta komplex cystur í nýra verið?
- Cancer
- Abscess
- Sýktar
Presentation complex cysta í nýra.
- Oft einkennalausar og þá incidental finding
- Geta verið sýktar og lýsir sér þá sem pyelonephrit.
- Verkur í flanka
- Hematuria
Uppvinnsla complex cysta í nýra.
- Þvagstix og -skoðun
- CT eða ómun
- Biopsia
Meðferð complex cysta.
- Skurð-resection
- Meðhöndla hverja einstaka cystu (t.d. sýklalyf ef abscess etc.)
3 klassísk einkenni renal cell carcinoma.
- Verkur í flanka
- Massi í flanka
- Hematuria
Uppvinnsla renal cell carcinoma.
Helst CT, annars ómun.
Meðferð renal cell carcinoma.
- Skurð resection með partial/radical nephrectomy.
EKKI biopsia fyrst!
Hvað getur gerst ef maður biopserar renal cell carcinoma?
Má aldrei gera!!!!
Sjúklingur fær hematoma á stungustaðinn og það er fræðilegur möguleiki á því að cancerinn sái sér í peritoneum.
Paraneoplastisk einkenni renal cell carcinoma, önnur en heilög þrenning.
- Lækkað hemoglobin
- Hækkað hemoglobin ef æxlið er EPO-framleiðandi.
- Dreifir sér t.d. til æða etc.
Autosomal recessive polycystic kidney disease. Hverjir, einkenni, greining, meðferð
- Nýburar
- Anuric, algjör nýrnabilun, þreifanlegur massi í flönkum.
- Dx. ómun, ekki CT því þetta eru börn.
Svo biopsia til að útiloka cancer. - Rx. stuðningsmeðferð. Transplant ef nógu lítið nýra finnst.
Autosomal dominant polycystic kidney disease. Hverjir, einkenni, greining, meðferð
- Fullorðnir
- Einkennalausir, svo háþrýstingur, svo endastigs nýrnabilun. Stundum þreifanlegur flankmassi.
- Pyelonephrit ef sýkt, hematuria ef blæðir.
- Dx. CT/ómun + biopsia.
- Rx. Stuðningsmeðferð, halda þrýstingi niðri, svo skilun, jafnvel transplant.
Fylgikvillar autosomal dominant polycystic kidney disease og helsta dánarorsök þessara sjúklinga.
- Cystur í pancreas
- Lifrar abscessar og cystur
- Subarachnoidal hemorrhage vegna berry aneurysma í heila eru helsta dánarorsök.
4 ástönd sem geta valdið aðflæðistruflun/pre-renal nýrnabilun.
- Hjartabilun
- Blæðing
- Lekar æðar (mini-blæðing)
- Thrombus/stíflaðar æðar
Hverju veldur post-renal nýrnabilun?
- Hydronureter og/eða hydronephrosis
Aðeins eitt atriði getur valið post-renal nýrnabilun…
…obstruction á þvagvegum!
3 ástönd sem geta valdið intra-renal nýrnabilun.
- Glomerulonephritar
- Acute tubular necrosis/akút pípludrep
- Acute interstitial nephritis
Hvaða sjúkdómar geta valdið prerenal nýrnabilun? (snýst um of litla perfusion)
- MI
- Hjartabilun/CHF
- Nephrosis/nephrotic syndrome
- Gastrosis, Vannæring, Cirrhosis (albúmín lækkar)
- Niðurgangur, skilun, dehydration, blæðing (“hola” í æðunum)
- Stíflaðar æðar: Fibromuscular dysplasia (ungar konur með háþrýsting)
Renal artery stenosis
Post-renal sjúkdómar, eftir 3 anatómískum flokkum.
- Ureter: Cancer, steinar
- Blaðra: Cancer, steinar, neurogenic blaðra
- Urethra: Cancer, steinar, BPH, foley þvagleggur
Glomerulonephritis - hvað sést í þvagi?
- Rauðkornaafsteypur
Hvað þarf að útiloka þegar rauðkornaafsteypur sjást í þvagi?
- Nephrotic syndrome. Leitum að prótínmigu, meira en 3,5g/dag, bjúgi og kólesterólhækkun.
Grunur um nýrnabilun vegna acute interstitial nephritis. Að hverju þarf að leita? 3 atriði.
Þetta er bólga (-itis!), leitum því að
- hvítkornum í þvagi
- hvítkornaafsteypum
- eosinophilum
Þú sérð hvítkornaafsteypur í þvagi og þig grunar…
…pyelonephrit. Ef bara hvítkorn, þá frekar acute interstitial nephrit.
Hvaða 3 sýklalyfjaflokkar geta valdið acute interstitial nephritis?
Trimetoprim sulfa
Cephalosporin
Penicillin
2 helstu atriðin sem geta valdið acute interstitial nephritis?
- Sýking
- Sýklalyf
Hvað sést í þvagi í ATN?
- Muddy Brown afsteypur
Hvaða 2 atriði valda helst ATN?
- Ischemia
- Útsetning fyrir toxiskum efnum.
Hvaða 2 toxisk efni valda oftast ATN og hver er meðferð?
IV kontrast
Myoglobin (vegna rabdomyolysu)
- Meðferð er mikill IV vökvi.
3 fasar í sjúkdómsgangi ATN.
- Krea rís.
- Oliguric fasi þar sem þvagútskilnaður er mjög lítill og þarf að þvagræsa sjúklinga.
- Polyuric fasi þar sem þvagútskilnaður verður mjög mikill. Hér verður að gefa mikinn vökva.
Hvað er fyrsta skref við hækkað krea?
Útiloka pre-renal nýrnabilun:
- Bun/Cr ratio
- Na í þvagi
- Útskilnaðarbrot Na
- Ef á þvagræsilyfjum, þá er ekki hægt að nota útskilnaðarbrot Na (FeNa), heldur þarf að nota útskilnaðarbrot urea.
Ef sjúklingur kemur inn með hækkað krea og er á þvagræsilyfjum, hverju breytir það í uppvinnslunni?
Þá er ekki hægt að nota útskilnaðarbrot Na (FeNa) til að meta prerenal nýrnabilun, heldur þarf að nota útskilnaðarbrot urea.
Sjúklingur reynist hafa prerenal nýrnabilun. Hvort á að gefa honum iv vökva eða þvagræsa hann?
Fer eftir undirliggjandi sjúkdómi!
- Ef hann er hypovolumiskur, þá vökva.
- Ef hann er hypervolumiskur, þá þvagræsa.
Sjúklingur kemur inn með hækkað krea. Þú ert búin að taka blpr. til að útiloka prerenal nýrnabilun, hvað gerirðu á meðan þú bíður?
- Útiloka postrenal með ómun eða CT.
- Erum að leita að hydroureter eða hydronephrosis.
Hvort er CT eða ómun betri rannsókn til að útiloka postrenal nýrnabilun?
Ómun er fín til að finna hydronephrosu/-ureter en CT er betra til að finna steina.
Meðferð postrenal nýrnabilunar.
- Foley þvagleggur ef obstr. er distal.
- Nephrostomy ef obstruction er við ureter.
- Ef ekki gengur, þá skurðaðgerð til að aflétta obstruction.
Hvernig eru intrarenal sjúkdómar greindir?
- Útiloka fyrst pre- og postrenal nýrnabilanir.
- Nota svo sögu, skoðun og þvagskoðun.
- Dugar oftast en lokaskref er biopsia, ef þarf.
Hver eru gildi á Bun:Cr, UNa, FeNa og FeUrea í prerenal nýrnabilun?
Bun:Cr yfir 20
UNa undir 10
FeNa minna en 1%
FeUrea minna en 35%
Hverjar eru ábendingarnar fyrir akút skilun?
A - acidosis
E - elektrolytar, aðallega Kalíum og Calcium
I - intoxication
O - overload sem ekki er hægt að þvagræsa
U - alvarleg einkenni uremiu.
Hvað er krónísk nýrnabilun?
Minnkaður GFR og þar af leiðandi hækkað krea í lengri tíma.
Í krónískri nýrnabilun þarf að gera þrennt…
Stiga sjúkdóminn
Meta hvenær þörf er á skilun
Meðhöndla fylgikvilla
Hver eru 5 stig krónískrar nýrnabilunar og hvað þarf að gera í hverju þeirra?
I - GFR yfir 90, koma í veg fyrir progress (í öllum stigum)
II - GFR 60-89
III - GFR 30-59 - komplikasjónir fara að koma fram.
IV - GFR 15-29 - undirbúa skilun
V - GFR undir 15, end stage renal disease, skilun.
Hvenær fer sjúklingur að finna fyrir krónískri nýrnabilun?
Þegar GFR er kominn undir 60, þ.e. stig III eða hærra.
3 atriði sem þarf að meðhöndla til að koma í veg fyrir prógress í krónískri nýrnabilun.
- HTN: aggressív stjórnun.
- Diabetes
- Proteinuria (nota ACE, ARB, prótínsnautt fæði)
Blóðþrýstingsstjórnun í CKD. Mörk og lyf.
Aggressív stjórnun! Halda undir 130/80 með ACE eða ARB.
Blóðsykursstjórnun í CKD. Mörk og lyf.
A1c undir 7
Blóðsykur 80-120.
Ekki nota metformín, veldur lactic acidosu.
Hvað þarf að hafa í huga hjá sjúklingum með CKD sem einnig eru með diabetes?
Insúlín er skilið út um nýru - ef CKD versnar og clearance insúlíns minnkar, er hætta á að sjúklingurinn fái hypoglyecmiu.
Hvernig myndast normocytisk anemia í CKD? Uppvinnsla, meðferð, meðferðarmörk.
EPO framleiðsla minnkar og þar af leiðandi framleiðsla rauðkorna í beinmerg.
- Mæla B12, járn, útiloka aðrar ástæður.
- Rx. Járn í skilun, EPO, transfusions.
Halda hemóglóbín yfir 110.
Tvær komplikasjónir í CKD, aðrar en anemia, sem fylgjast að.
2°hyperparathyroidismi
- Hækkað fosfat og lækkað calcium örva PTH. Það fer til beina og absorberar bein.
Mineral bone disease/osteopenia.
- Sjúklingur er yfirleitt einkennalaus.
- Dx. með blpr.
- Rx. fosfatbindarar, gervi-calcíum, kalk og D-vítamín.
Hvers vegna hækkar PTH við hækkað fosfat?
Til að reyna að skilja fosfatið út um nýru. Ef sjúklingur er hins vegar nýrnabilaður, virkar það ekki og þetta verður vítahringur, því fosfat heldur áfram að hækka.
Hvers vegna lækkar calcium í CKD? Hverjar eru afleiðingarnar? Greining, meðferð?
- Því PTH getur ekki örvað 1,25-vitamin D sem tekur upp kalk úr GI.
- PTH hækkar því, til að reyna að ná í calcium úr beinum.
- Afleiðing er osteopenia.
- Sjúklingur er yfirleitt einkennalaus.
- Dx. með blpr.
- Rx. fosfatbindarar, gervi-calcíum, kalk og D-vítamín.
Meðferð við bjúg og hypervolumiu í CKD?
Loop diuretics (furix) Jafnvel bæta við thiazide.
Meðferð við metabólískri acidosu í CKD?
NaBicarbónat.
Hvaða sykursýkilyf með sjúklingar með CKD ekki nota?
Metformín.
5 fylgikvillar CKD.
- Normocytisk anemia
- 2°hyperparathyroidismi
- Osteopenia
- Volume overload
- Metabólísk acidosa
pH blóðs undir 7,4 er…
…acidemia
pH blóðs yfir 7,4 er…
…alkalemia
CO2 er…
…respiratorisk sýra!
Á eftir pH í astrup, skal næst athuga…
…CO2.
Hvernig sést hvort aciDEMIA er resp. acidosa eða metabólisk acidosa?
Horfa á CO2.
Ef yfir 40, þá resp.
Ef undir 40, þá metab.
Hvernig sést hvort alkaLEMIA er resp. alkalosis eða metabólisk alkalosis?
Horfa á CO2.
Undir 40 ef resp.
Yfir 40 ef metab.
Hypoventilation leiðir til… (og helstu orsakir hypoventilationar)
…resp. acidosu.
- T.d. vegna opíata, astma, COPD.
Hyperventilation leiðir til… (og helstu orsakir oföndunar).
…respiratoriskrar alkalosu (andar frá þér CO2).
- Sársauki, stress, hypoxemia.
Næsta skref eftir að þú greinir metaboliska alkalosu og hvers vegna?
Klór í þvagi.
- Viljum vita hvort sj. er volume responsive (hypovolumiskur) eða ekki.
- Ef já, þá er renin-aldosteron kerfið virkt. Aldosteron tekur Na úr safngöngum og Cl fylgir með.
- Klór í þvagi ætti því að vera lítið, undir 10.
Að hverju skyldi leita hjá sj. með metaboliska alkalosu og UCl undir 10?
Ástæðum fyrir því af hverju sj. gæti verið hypovolumiskur.
T.d. þvagræsing, uppköst, dehydration.
Að hverju skyldi leita hjá sj. með metaboliska alkalosu og UCl yfir 10?
- Háþrýstingi.
- Ef ekki til staðar, þá erfðasjúkdómar (Gitelman og Bartter syndrome)
- Ef já, þá leita að hyperaldo (renal artery stenosis, primary hyperaldosteronismi)
Næsta skref eftir að þú greinir sj. með metaboliska acidosu?
- Reikna anjónabil. Na-Cl-Bikarbonat
- Ef yfir 12 (fyrir sj. með normal albúmín), þá anjónabils-acidosa.
- Ef undir 12, þá non-gap acidosa.
Hvað getur valdið anjónabils-acidosu (sem er metabólísk, notabene)
Methanol Uremia DKA, diabetisk ketoacidosa Járn Propylene Lactic acidosa Ethylen glycol (frostlögur)
Næsta skref eftir að sjúklingur greinist með non-gap metaboliska acidosu?
- Skoða þvag-anjónabil!
Na+K-Cl - Jákvætt: Renal tubular acidosis
- Neikvætt: Niðurgangur (glatar bikarbonati, sem leiðir til acidosu)
Hvernig getur niðurgangur leitt til acidosu?
Glatar bíkarbonati, sem leiðir til acidosu.
Hvernig er anjónabil reiknað?
Na+K-Cl-Bikarbonat
Hvernig er anjónabil í þvagi reiknað?
Na+K-Cl
Fyrsta skref þegar við athugum hvort kompensation sé til staðar í sýru/basatruflunum?
- Reikna anjónabil. Ef hækkað, þá er a.m.k. til staðar metabólísk acidosa.
Annað skref þegar við athugum hvort kompensation sé til staðar í sýru/basatruflunum?
Athuga hvort truflunin sé akút eða krónísk.
Fyrir hverja 10 breytingu í CO2 í basatruflunum…
…breytist pH um 0,08 ef akút, 0,04 ef krónískt.
- Bíkarbónat í resp. alkalosu breytist um 2 ef akút, 4 ef krónískt.
- Bíkarbónat í resp. acidosu breytist um 1 ef akút, 3 ef krónískt.
Þriðja skref þegar við athugum hvort kompensation sé til staðar í resp. sýru/basatruflunum?
Reikna hvort bíkarbónatgildið sé normal miðað við akút/króníska resp. sýrubasatruflun.
- Ef of mikið bíkarbónat, þá er metabolisk alkalosa samhliða.
- Ef of lítið bíkarbónat, þá er metabolisk acidosa samhliða.
Fyrsta skrefið þegar við athugum hvort kompensation sé til staðar í met. sýru/basatruflunum eru…
…það sama og þegar við athugum resp. truflanir:
- Reikna anjónabil (Na+K-Cl-Bicarb)
Hvernig má finna normal anjónabil sjúklings út frá albúmín gildi hans?
Margfalda albúmíngildið með 3.
Hvernig metum við hvort CO2 er normal í met. sýru/basatruflunum?
Með Winter´s formúlu:
1,5*Bicarb+8+/-2
- Þetta reiknar bil fyrir expected CO2 og við berum útkomuna saman við raungildi.
- Ef raungildið er hærra, höfum við kompensation resp. acidosu.
- Ef raungildið er lægra, höfum við kompensation resp. alkalosu.
Hvernig metum við hvort önnur bíkarbónatstruflun er til staðar í met. sýru/basatruflunum?
- Metum þetta BARA ef anjónabils acidosa er til staðar.
- Reiknum svo hvað þarf margar H+ jónir til að komast frá 12 (normal anjónabili) upp/niður í raunanjónabil.
Dæmi: Ef anjónabil er 30, þarf 18 H+ til að komast frá 12 upp í 30. - Bætum þeirri tölu við raungildi bíkarbónats.
- Bíkarbónat á að vera 24. Ef meira, þá alkalosis, ef minna, þá acidosis. Það sýnir þá hvaða metabólísk truflun var upphaflega til staðar.
Hvað þarf að gera ef sj. er með metabólíska alkalosu?
Reikna anjónabil til að missa ekki af anjónabils acidosu. Annars ekki neitt :)
Hvaða reglu fylgir flæði vatns í líkamanum?
Vatn flæðir frá hólfi með meiri styrk vatns miðað við uppleyst efni, yfir í hólf með minni styrk vatns miðað við uppleyst efni.
Dæmi: Ef það er hyponatremia í blóði, flæðir vatn úr blóði, inn í frumur.
Hvað verður um vatn ef hypernatremia er í blóði?
Það flæðir úr frumum, sem þá skreppa saman, yfir í blóð.
Einkenni mildra natríumtruflana.
Einkennalaust, yfirleitt incidental finding.
Einkenni miðlungs natríumtruflana.
Ógleði
Uppköst
Rugl
Höfuðverkur
Einkenni alvarlegra natríumtruflana.
Coma
Flog/krampar
Meðferð hypernatremíu.
- Vökvi, helst per os, jafnvel með PEG sondu.
- Ef IV vökvi er nauðsyn, þá hypovolumiskur.
- Ef miðlungs hypernatremía, gefa saline.
- Ef alvarleg hypernatremía, gefa D5W.
Hvað ræður því hversu alvarleg einkenni verða af natríumtruflunum?
Breyting í natríum OG á hvaða tíma hún verður.
Lítil breyting í natríumgildi getur valdið miklum einkennum ef hún verður á skömmum tíma.
Hvað er D5W?
IV vökvi, samsettur úr 5% dextrosa í H20.
Meðferð alvarlegrar hyponatremiu.
- 3% NaCl lausn IV (hypertonic saline)
Meðferð miðlungs hyponatremiu.
Saline IV.