Innkirtlar Flashcards
5 einkennaflokkar við blóðkalsíumhækkun.
- GI: ógleði, uppköst, megrun, harðlífi.
- Stoðkerfi: verkir í beinum, osteopenia.
- Hjartaeinkenni: QT bil styttist, óregla osfrv.
- Nýru: polyuria, nýrnasteinar, þorsti.
- Neuromuscular: vöðvaslappleiki, rugl, tilfinningalegt óstabilitet.
Hversu mikið af innbyrtu kalki nýtum við?
15%, restin er 85% og hún fer út um nýru.
Hvar er kalk geymt í líkamanum?
- 99% í beinum
- Rest er í blóði og helmingurinn af því er bundinn albúmíni.
Hvernig má leiðrétta fyrir albúmínbindingu þegar við mælum kalk í blóði?
Fyrir hvert 1g/L neðan/ofan við 40g/L albúmíns, þarf að bæta við eða draga frá 0,02mmól/L í heildar-kalsíum.
Hvað eru parathyroid kirtlarnir margir?
4 :)
Hvernig losar parathyrin calcíum úr beinum?
Parathyrin virkar beint á G-prótín í osteóblöstum og losar þannig kalk úr beinum.
Hvað gerir PTH í nýrunum?
Það hvetur ensím sem activerar 1,25-Dvítamín og gerir það að virku hormóni, sem síðan virkar í GI og eykur frásog á kalki.
Tvískipt áhrif seytingar PTH.
- Hypercalcemia
- Metabólísk acidósa
Calcitonin - hvað er það og hvar er það framleitt?
- Er anti-parathyrin
- Framleitt í C-frumum parathyroid kirtla.
Leið D-vítamíns í líkamanum, frá framleiðslu.
Framleitt í húð (D3 vítamín), ferðast svo til lifrar sem 25-hydroxylerar það.
Þaðan til nýrna, þar sem PTH stuðlar að framleiðslu 1,25-dehydroxy-Dvítamíns, sem ferðast til GI og stuðlar að upptöku calciums.
Hvaða form D-vítamíns er mælt á LSH?
1,25-hydroxy-D-vítamín, sem er óvirka formið sem lifrin skilar frá sér en á eftir að fara til nýrna.
4 ástæður fyrir því að D-vítamín er í raun hormón.
- Framleitt á einum stað en virkar á öðrum.
- Berst líkamanum með fæðu.
- Viðtaki, sem er meðlimur dæmigerðrar hormónaviðtakafjölskyldu.
- Stýrt af neikvæðu afturvirkniskerfi.
2 meginástæður hypercalcemiu og hvernig greinum við á milli?
- Krabbamein (framleiða kalk. PTH er þá lágt en calcium hátt).
- 1° hyperparathyroidsimi (PTH losnar við önnur blóðgildi calciums en venjulega - fáum hátt kalk OG hátt PTH).
Tíðnitölur primer hyperparathyroidisma?
Algengi um 0,3-2%, konur 2x fleiri en karlar.
3 algengustu orsakir primer hyperparathyroidisma?
- Eitt, stakt adenoma í 85% tilfella.
- Mörg adenoma
- MEN-1 og MEN-2 (tumorsyndrome)
Þú sérð hátt kalk hjá sjúklingi. Hvaða uppvinnslu ferðu af stað með?
- Endurtaka mælingu.
- Mögulega leiðrétta fyrir albúmíni EÐA mæla jóniserað kalk.
- Mæla PTH til að greina cancer frá primer hyperparathyroidisma.
- Þvagsöfnun í 24 klst. og mæla kalkútskilnað.
Hvers vegna viljum við gera 24 klst. þvagsöfnun og mæla kalkútskilnað hjá sjúklingi með óútskýrða hypercalcemiu?
Því til eru góðkynja sjúkdómar sem valda hypercalcemiu en hafa eðlilegan útskilnað kalks í þvagi.
Meðferð hypercalcemíu.
- Vökvagjöf með saltvatni! Síðan eftir einkennum: - Bisphosphónöt - Þvagræsilyf - Sykursterar - Calcíumhermar (bindast calcium skynnema í parathyroid kirtli og þannig lækkar PTH á einhverjum vikum).
Um hvað snýst konservatíf meðferð einkennalauss primer hyperpara?
- Vökvainntaka sé næg.
- Forðast thiazide þvagræsilyf og liþíum.
- Kalkinntaka milli 800-1000mg/dag
- Nægt D-vítamín
Hver eru bráð einkenni hypokalsemíu?
- Sinadrættir og vöðvakippir
- Carpopedal spasmar
- Flog
- Trousseau´s sign
- Chvostek´s sign
- Bronchospasm
- Hjartabilun
- Hjartsláttaróregla
Hvað er Trousseau´s sign og hverju tengist það?
- Mansetta sett á upphandlegg og þrýstingur aukinn umfram slagbilsþrýsting í 3 mínútur.
- Sýrubasajafnvægi í blóði breytist þá og sjúklingar fá spasma í hendur.
- Tengist hypocalcemiu.
Hver eru krónísk einkenni hypokalsemíu?
- Parkinsonismi
- Dementia
- Þurr húð
- Ectopiskar kalkanir í basal ganglia
- Extrapyramidal einkenni
Hvað er Chvostek sign og hverju tengist það?
- Kippir í andlitsvöðvum þegar taugar eru ertar með léttu banki yfir parotis.
- Tengist hypocalcemiu.
Helstu orsakir hypocalcemiu?
- D-vítamínskortur
- Magnesíumskortur (nauðsynlegt til að PTH losni úr kalkkirtlum)
- Niðurgangur/laxatives
- Áfengisneysla
- Hypoparathyroidismi
Bráðameðferð við hypocalcemiu.
- Gefa kalsíum glúkónat IV (losar sj. við krampa).
- Gefa vökvainfusion
- Magnesíum ef hypomagnesemia var undirliggjandi.
Afleiðingar D-vítamín skorts.
Frásog kalsíums minnkar, sem eykur PTH. Það losar calcium úr beinum og þannig minnkar beinþéttni, sem eykur líkur á beinbrotum og truflunum á neuromuscular mótum.
Hvað eru MEN syndromin mörg og hvað heita þau?
MEN1
MEN2A
MEN2B
Hvaða æxli tengjast MEN1 og hvaða gen?
- MEN 1 genið.
- Pituitary: æxli
- Parathyroid: hyperparathyroid veldur hypercalcemiu
- Pancreas: Insulinoma með hypoglycemiu eða ZE með gastrinoma og magasárum.
Hvað veldur MEN2A og hvaða æxli tengjast því?
- Ret Oncogen veldur.
- Pheochromocytoma
- Skjaldkirtilskrabbi
- Parathyroid
Hvað veldur MEN2B og hvaða æxli tengjast því?
- Ret Oncogen veldur.
- Pheochromocytoma
- Skjaldkirtilskrabbi
- Neuronal tumor
Fyrir hvað stendur “MEN” í MEN syndromum?
Multiple endocrine neoplasia.
Stjórnkerfi bak við myndun T4.
TRH frá hypothalamus/undirstúku ...segir ant. heiladingli að frl. TSH ...sem segir skjaldkirtli að búa til T4. - Neg. feedback frá T4 á TSH og á TRH. - Neg. feedback frá TSH á TRH. - Of lítið T4 örvar TSH.