Skipulag heimahjúkrunar Flashcards
Nálgun heimahjúkrunar
-Beinir athygli að aðstæðum fólks heima, áhrifum umhverfis á heilsufar og þörfum fyrir stuðning og meðferð
-Margir skjólstæðingar heimahjúkrunar búa við langvinn og flókin veikindi
-Að vera meðvituð um þau áhrif sem heilbrigðisþjónusta hefur á heimilin
-Þverfaglegt samstarf er lykill að árangursríkri heimahjúkrun
Viðfangsefni heimahjúkrunar
-Heilsufar, styrkleikar og veikleikar skjólstæðingsins
-Heimahjúkrun útheimtir fjölbreytta þekkingu af ólíkum fræðasviðum sem tengjast mismunandi sjúkdómum, þörfum, líðan og leiðum til að efla vellíðan
Þjónusta heimahjúkrunar er margvísleg
-Stuðningur, lyfjaeftirlit og/eða böðun
-Sérhæfð hjúkrun t.d. sárameðferð, sykursýkismeðferð, sýklalyfjagjöf, hjartabilunareftirlit
-Heildræn hjúkrunarmeðferð og/eða líknandi
-Starfsfólk vinnur í teymum
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun þarf að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á
-Almennri hjúkrun
-Meðferðum sem tengjast langvinnum sjúkdómum
-Úrræðum heilbrigðiskerfisins
-Þjónustu við aldraða í samfélaginu
-Samskiptum
Þekking á almennri hjúkrun
Tekur til almennra viðfangsefna eins og færni og hreyfingar, næringar, sárameðferðar og fyrirbyggingu sára, útskilnaði, svefns og hvíldar, skynjunar, hugarstarfi, andlegri líðan, verkjum, lyfjameðferðar ofl.
Þekking á meðferðum sem tengjast langvinnum sjúkdómum
Eins og sykursýki, hjartabilun, háþrýstingi, lungnasjúkdómum, taugasjúkdómum, minnissjúkdómum ofl.
Þekking á úrræðum heilbrigðiskerfisins
S.s. heilbrigðisstofnunum sem framkvæma greiningu, mat og meðferð við ýmis konar skerðingu eða skyndilegum veikindum. Endurhæfingar- og hvíldarinnlögnum, dagþjálfunum og starfsemi Færni- og heilsumatsnefnda.
Helstu hlutverk teymisstjóra
-Er þjónustustjóri skjólstæðinga teymisins, ber ábyrgð á ákveðnum hóp skjólstæðinga
-Skipuleggur og heldur utan um „netið“ sem þjónustar skjólstæðinginn heima
-Fer í fyrstu vitjun til skjólstæðinga, aflar upplýsinga, andl., líkaml. félags. færni, ítarleg skoðun og mat. Gerir interRAI – Home Care mat
-Metur og greinir hjúkrunarþarfir og setur fram hjúkrunaráætlun í samvinnu við skjólstæðing og/eða aðstandendur hans
-Metur og greinir aðrar þjónustuþarfir.
-Endurmetur færni skjólst. og þjónustuþarfir reglulega
-Þekkir og bregst við vísbendingum um hrakandi heilsufar og/eða neikvæðar tilfinningar hjá aðstandendum
-Skipuleggur vitjanir starfsfólks heimahjúkrunar til skjólstæðinga teymisins
-eitir hjúkrunarmeðferð í heimavitjunum ásamt og í samvinnu við aðra starfsmenn teymisins
-Er tengiliður skjólstæðings í þverfaglegu samstarfi við aðrar stofnanir, heimilislækna og aðra sérfræðiþjónustu, s.s. Landspítala, dagdvalir
Heimahjúkrun frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á norðurlöndum
Fram komu fimm þemu:
1.Fagleg framkvæmd heimahjúkrun á framandi stað
2.Heimahjúkrun með miklum tímahömlunum
3. Heimahjúkrun deilt sanngjarnt
4. Samband heimahjúkrunar við aðstandendur sem samstarfsaðila eða andstæðinga
5. Heimahjúkrun sem dulda feðraveldið
Mat á sjálfsbjargargetu adl - Barthel Heildarstig
100 Sjálfbjarga við sjálfsumönnun og hreyfingu
91-99 Að mestu leyti sjálfbjarga en þarf örlitla aðstoð
61-90 Að miklu leyti sjálfbjarg en þarf aðstoð/eftirlit
21-60 Þó nokkuð til verulega háður öðrum um sjálfsumönnun og hreyfingu
0-20 Algerlega háður öðrum um sjálfsumönnun og hreyfingu
InterRAI-home care
-Metur þætti eins og Braden, Morse, næringu og barthel
-Kerfisbundin og nákvæm aðferð við skráningu heilsufarsupplýsinga
-Yfirlit yfir heilsufar og þjónustuþörf
-Yfirlit yfir gæði hjúkrunar
-Þörf fyrir umbætur
-Yfirsýn yfir breytileika á verkefnum á milli hverfa
-Styður við forgagngsröðun og ákvörðun um heimaþjónustu eða flutning á hjúkrunarheimili
Heimahjúkrun í framtíð
-Sérhæfing mun aukast og störfum sérfræðinga innan heimahjúkrunar fjölga
-Aukin tækniþekking og nýting hennar í heimahjúkrun
-Rauntímaskráning
-Upplýsingar um skjólstæðing fylgi honum á milli þjónustustiga
-Upplýsingar um skjólstæðing aðgengilegar öllum þjónustuaðilum
-Aukin teymisvinna/samvinna/samþætting innan stofnana og milli þeirra
-Verkefni heimahjúkrunar verða flóknari og krefjast sérhæfðari og víðtækari þekkingar og færni en nú er
Gæðavísar
-Mælikvarði sem gefur vísbendingu um gæði og öryggi þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er.
-Hægt er að nota gæðavísa, bæði við innra og ytra eftirlit til að meta hvort gæði og öryggi þjónustunnar séu í samræmi við viðurkennda faglega staðla og viðmið.
-Geta aukið gæðavitund og stuðlað þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar.
-Þeir gefa stjórnendum og starfsfólki vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Í öllum geirum heilbrigðiskerfisins er leitast við að auka gæði og hagkvæmni þjónustunnar
Lykilatriði í heimahjúkrun
Heildræn nálgun skjólstæðings
Fagleg framkvæmd heimahjúkrun á framandi stað (Homecare nursing as a professional practice on foreign ground)
-Heimili breytist í vinnustað
-Hjfr. þurfa að tryggja vinnuaðstæður inni á heimilinu og öryggi skjólstæðings í samvinnu við hann
-Samband hjfr. og skjólst. í jafnvægi, þegar þeir eru í góðum tengslum en ekki of nánum
-Auðveldara að horfa á og meta skjólst. á sínu heimili en inni á spítala, horfa á heildina ekki eingöngu sjúkdóma
-Hjfr. vinna einir og taka sjálfstæðar ákvarðanir