Skipulag heimahjúkrunar Flashcards

1
Q

Nálgun heimahjúkrunar

A

-Beinir athygli að aðstæðum fólks heima, áhrifum umhverfis á heilsufar og þörfum fyrir stuðning og meðferð
-Margir skjólstæðingar heimahjúkrunar búa við langvinn og flókin veikindi
-Að vera meðvituð um þau áhrif sem heilbrigðisþjónusta hefur á heimilin
-Þverfaglegt samstarf er lykill að árangursríkri heimahjúkrun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Viðfangsefni heimahjúkrunar

A

-Heilsufar, styrkleikar og veikleikar skjólstæðingsins
-Heimahjúkrun útheimtir fjölbreytta þekkingu af ólíkum fræðasviðum sem tengjast mismunandi sjúkdómum, þörfum, líðan og leiðum til að efla vellíðan

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Þjónusta heimahjúkrunar er margvísleg

A

-Stuðningur, lyfjaeftirlit og/eða böðun
-Sérhæfð hjúkrun t.d. sárameðferð, sykursýkismeðferð, sýklalyfjagjöf, hjartabilunareftirlit
-Heildræn hjúkrunarmeðferð og/eða líknandi
-Starfsfólk vinnur í teymum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun þarf að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á

A

-Almennri hjúkrun
-Meðferðum sem tengjast langvinnum sjúkdómum
-Úrræðum heilbrigðiskerfisins
-Þjónustu við aldraða í samfélaginu
-Samskiptum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Þekking á almennri hjúkrun

A

Tekur til almennra viðfangsefna eins og færni og hreyfingar, næringar, sárameðferðar og fyrirbyggingu sára, útskilnaði, svefns og hvíldar, skynjunar, hugarstarfi, andlegri líðan, verkjum, lyfjameðferðar ofl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Þekking á meðferðum sem tengjast langvinnum sjúkdómum

A

Eins og sykursýki, hjartabilun, háþrýstingi, lungnasjúkdómum, taugasjúkdómum, minnissjúkdómum ofl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Þekking á úrræðum heilbrigðiskerfisins

A

S.s. heilbrigðisstofnunum sem framkvæma greiningu, mat og meðferð við ýmis konar skerðingu eða skyndilegum veikindum. Endurhæfingar- og hvíldarinnlögnum, dagþjálfunum og starfsemi Færni- og heilsumatsnefnda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Helstu hlutverk teymisstjóra

A

-Er þjónustustjóri skjólstæðinga teymisins, ber ábyrgð á ákveðnum hóp skjólstæðinga
-Skipuleggur og heldur utan um „netið“ sem þjónustar skjólstæðinginn heima
-Fer í fyrstu vitjun til skjólstæðinga, aflar upplýsinga, andl., líkaml. félags. færni, ítarleg skoðun og mat. Gerir interRAI – Home Care mat
-Metur og greinir hjúkrunarþarfir og setur fram hjúkrunaráætlun í samvinnu við skjólstæðing og/eða aðstandendur hans
-Metur og greinir aðrar þjónustuþarfir.
-Endurmetur færni skjólst. og þjónustuþarfir reglulega
-Þekkir og bregst við vísbendingum um hrakandi heilsufar og/eða neikvæðar tilfinningar hjá aðstandendum
-Skipuleggur vitjanir starfsfólks heimahjúkrunar til skjólstæðinga teymisins
-eitir hjúkrunarmeðferð í heimavitjunum ásamt og í samvinnu við aðra starfsmenn teymisins
-Er tengiliður skjólstæðings í þverfaglegu samstarfi við aðrar stofnanir, heimilislækna og aðra sérfræðiþjónustu, s.s. Landspítala, dagdvalir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Heimahjúkrun frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á norðurlöndum
Fram komu fimm þemu:

A

1.Fagleg framkvæmd heimahjúkrun á framandi stað
2.Heimahjúkrun með miklum tímahömlunum
3. Heimahjúkrun deilt sanngjarnt
4. Samband heimahjúkrunar við aðstandendur sem samstarfsaðila eða andstæðinga
5. Heimahjúkrun sem dulda feðraveldið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Mat á sjálfsbjargargetu adl - Barthel Heildarstig

A

100 Sjálfbjarga við sjálfsumönnun og hreyfingu
91-99 Að mestu leyti sjálfbjarga en þarf örlitla aðstoð
61-90 Að miklu leyti sjálfbjarg en þarf aðstoð/eftirlit
21-60 Þó nokkuð til verulega háður öðrum um sjálfsumönnun og hreyfingu
0-20 Algerlega háður öðrum um sjálfsumönnun og hreyfingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

InterRAI-home care

A

-Metur þætti eins og Braden, Morse, næringu og barthel
-Kerfisbundin og nákvæm aðferð við skráningu heilsufarsupplýsinga
-Yfirlit yfir heilsufar og þjónustuþörf
-Yfirlit yfir gæði hjúkrunar
-Þörf fyrir umbætur
-Yfirsýn yfir breytileika á verkefnum á milli hverfa
-Styður við forgagngsröðun og ákvörðun um heimaþjónustu eða flutning á hjúkrunarheimili

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Heimahjúkrun í framtíð

A

-Sérhæfing mun aukast og störfum sérfræðinga innan heimahjúkrunar fjölga
-Aukin tækniþekking og nýting hennar í heimahjúkrun
-Rauntímaskráning
-Upplýsingar um skjólstæðing fylgi honum á milli þjónustustiga
-Upplýsingar um skjólstæðing aðgengilegar öllum þjónustuaðilum
-Aukin teymisvinna/samvinna/samþætting innan stofnana og milli þeirra
-Verkefni heimahjúkrunar verða flóknari og krefjast sérhæfðari og víðtækari þekkingar og færni en nú er

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Gæðavísar

A

-Mælikvarði sem gefur vísbendingu um gæði og öryggi þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er.
-Hægt er að nota gæðavísa, bæði við innra og ytra eftirlit til að meta hvort gæði og öryggi þjónustunnar séu í samræmi við viðurkennda faglega staðla og viðmið.
-Geta aukið gæðavitund og stuðlað þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar.
-Þeir gefa stjórnendum og starfsfólki vísbendingar um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Í öllum geirum heilbrigðiskerfisins er leitast við að auka gæði og hagkvæmni þjónustunnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Lykilatriði í heimahjúkrun

A

Heildræn nálgun skjólstæðings

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Fagleg framkvæmd heimahjúkrun á framandi stað (Homecare nursing as a professional practice on foreign ground)

A

-Heimili breytist í vinnustað
-Hjfr. þurfa að tryggja vinnuaðstæður inni á heimilinu og öryggi skjólstæðings í samvinnu við hann
-Samband hjfr. og skjólst. í jafnvægi, þegar þeir eru í góðum tengslum en ekki of nánum
-Auðveldara að horfa á og meta skjólst. á sínu heimili en inni á spítala, horfa á heildina ekki eingöngu sjúkdóma
-Hjfr. vinna einir og taka sjálfstæðar ákvarðanir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Heimahjúkrun með miklum tímahömlunum (Homecare nursing as a massive time constraint)

A

-Hjfr. í heimahjúkrun vinna oft undir tímapressu
-Að vera að flýta sér getur bitnað á gæðum, geta upplifað skömm og verið vonsvikinir með störf sín
-Klára hluti frekar en að uppfylla þarfir
-Aðstandendur veita aðstoð án þess að vera spurðir
-Hjfr. sleppa hádegishléi eða fundum til að sinna skjólstæðingum
-Hjfr. ber ábyrgð á að framkvæma eitthvað sem yfirmaður hefur ákveðið, en getur kannski ekki vegna tímaskorts
-Ber ábyrgð á að ákveða hverju verður að sinna, hvað má bíða þ.e. forgangsraða
-Ef hjfr. er að flýta sér getur það haft stressandi og neikvæð áhrif á skjólstæðinginn

17
Q

Heimahjúkrun deilt sanngjarnt
(Homecare nursing as a fair rationing)

A

-Jafnrétti er óumdeilanlegt gildi hjá hjúkrunarfræðingum í heimahjúkrun, þeir leitast við að vera sanngjarnir og faglegir í störfum sínum
-Skjólstæðingar og/eða aðstandendur sem gera miklar kröfur um þjónustu geta endað með meiri aðstoð en þeir raunverulega þurfa, jafnvel þótt hjúkrunarfræðingnum finnist það ósanngjarnt
-Vegna tímapressu eru hjúkrunarfræðingar alltaf að meta mikilvægi viðfangsefna og forgangsraða þeim

18
Q

Samband heimahjúkrunar við aðstandendur sem samstarfsaðila eða andstæðinga
(Homecare as relatioinships with relatives as fellow players or opponents)

A

-Þegar skjólst. býr með maka verður til „trio“, skjólst.-maki-hjfr., þar sem markmið hjúkrunarfræðings er stuðningur bæði við skjólstæðinginn og makann
-Með því að sjá fjölskylduna sem eina heild er hægt að koma auga á þarfir allra fjölskyldumeðlima
-Vera nálægur en ekki of tengdur, fagleg fjarlægð
-Styðja makann svo hann viðhaldi styrk til að höndla hlutina heima, gerir skjólst. kleift að búa lengur heima
-Ef maki upplifir mikið álag, reyna að létta á því, aðstandendur eiga ekki að bera ábyrgð á meðferðinni
-Aðgangsharður og óánægður maki getur skapað vanlíðan hjá hjúkrunarfræðingi

19
Q

Heimahjúkrun sem dulda feðraveldið
(Homecare nursing as latent paternalism)

A

-Hjfr. getur fundið fyrir vanlíðan, t.d. ef skjólst. er að ógna honum þá gæti hjfr. farið af heimilinu og fengið annan til að taka við. Svona aðstæður gætu komið í veg fyrir að raunverulegum þörfum skjólst. væri mætt eða þær greindar
-Þegar erfitt að tryggja að vinnuaðstæður séu viðeigandi gætu þarfir skjólst. og aðstanda verið settar til hliðar í þágu heilbrigðis- og öryggislaga
-Þegar kemur að forgagsröðun umönnunnar þá hafa skjólst. oft lítil áhrif á röðun verkefna sem þarf að gera og hve miklum tíma þeim er úthlutað.
-Má segja að gert séð ráð fyrir að skjólst. bíði þolinmóður eftir vitjuninni og sætti sig við umönnunina sem hann fær.
-Samningaviðræður og sannfæringakraftur eru algengar aðferðir sem hjfr. nota til að fá skjólst. til að fara eftir því sem þeir telja að sé þeim fyrir bestu