Fyrirbygging og meðferð sára Flashcards
Hvað fer mörg % sárameðferða fram utan sjúkrahúsa?
70-90% fer fram utan sjúkrahúsa og
25-35% fer fram á heimili sjúklings
Hvað getur röns sárameðferð haft í för með sér?
Seinkar sáragræðslu og eykur þar með kostnað og dregur úr lífgæðum
Hver eru helstu sárin í heimahjúkrun?
Fótasár, þrýstingssár, áerkar, slys, skurðsár, brunasár, rakasár
Hvað er öðruvísi við sárin í heimahjúkrun?
-Ekki sama stjórn á aðstæðum, maður þarf að treysta á sjálfan sig
-Úrræði ekki eins haldbær (sárabúnaður, álit eða ráðgjöf, einn á vettvangi)
-Stöðugt að rifja upp og leita leiðbeininga
Hvaða þættir eru mikilvægir þegar kemur að meðferð?
-Greining (líka á orsök)
-Meðferðarmarkmið
-Meðferðaráætlun
Meðferðarmarkmið
Markmiðið er ekki endilega alltaf það að sárin grói. Þegar ljóst er að aðstæður eru þannig að lítil von er að sári grói þá breytist markmið meðferðar. Það getur orðið að koma í veg fyrir versnun eða að sárið og meðferðin íþyngi sjúklingi sem minnst og svo framvegis. En oftast er markmiðið það að það grói. Stundum bútum við heildarmarkmiðið niður. Markmið sárameðferðer getur verið til dæmis „hreint sár“ eða að ná tökum á sýkingu eða minnkandi verkir eða minnkandi vessi o.s.frv.
Meðferðaráætlun
-Meðferðaráætlun sem allir fylgja
-Þurfum einstaklingsmiðaða meðferðaráætlun
-Meðferðaráætun byggir á ástandi sárs, undirliggjandi ástæðum og fl.
-Meðferðaráætlun getur byggst á TIMES
- Hreinsun
- Sýking?
- Umbúðir
- Húðmeðferð
Heildrænt sáramat
Felst í því að meta alla þá þætti í heilsufari og umhverfi einstaklings sem haft getur áhrif á sárgræðslu í stað þess að einblína bara á sárið sjálft
Mat á sárum
-Þekkja uppbygginu og hlutverk húðarinnar
-Þekkja sárgræðsluferlið
-Þekkja þætti sem hafa áhrif á sárgræðsluferlið almennt
-Þekkja þætti sem hafa áhrif á sárgræðsluferlið staðbundið
TIMES
-T - Tissue
-I - Inflammation / infection
-M – Moisture
-E - Edge of wound
-S - Surrounding skin condition
Skráning
-Eykur líkur á samfellu í meðferð
-Auðveldar mat á árangri
-Skráning þarf að vera nákvæm, markviss og eins hlutlæg og hægt er
-Ljósmyndir góðar til að skrá ástand sárs
Hvenær á að vísa frá sér eða leita ráða?
-Ef greining er óljós
-Ef sárið svarar ekki meðferð
-Ef sár versnar
-Ef maður hefur ekki úrræðin
Hvert á að vísa fólki?
-Heilsugæslustöð/heimilislæknir
-Slysa- og bráðadeild
-Sáramiðstöð
-Aðrir sérfræðingar þegar við á
Hvernig er brátt ástand?
-Bráð sýking
-Bráð blóðþurrð (Er að koma drep t.d )
-Ástand sem breytist snöggt
-T.d. sykursýkisár geta versnað hratt
Hvernig ástand má bíða?
-Hægfara versnun
-Er orsök þekkt?
-Er gert ráð fyrir að sárið versni?
-Liggja markmið og áætlun fyrir?
T.d. ef við erum með slagæðasár þá vitum við stundum að sárið muni ekki gróa og eina sem hægt er að gera eða að amputera fótinn þá er það ekki ákút mál að gera það. Flestir vilja bíða auðvitað eins lengi og er það er yfirleitt þá bráð sýking eða óbærilegir verkir sem endar með amputeringu