Samvinna og samþætting Flashcards
Í hverju felst samþætting?
-Samhæfð þjónusta
-Samfelld þjónusta
-Einstaklingshæfð nálgun vegna fjölþættra vandamála
Leutz módel um stig samþættingar
-Tengd þjónusta
-Samhæfð þjónusta
-Fullsamþætt þjónusta
Tengd þjónusta
Samvinna milli stofnana sem veita þjónustu en hver stofnun starfar sjáfstætt, hefur sína starfsmenn og engin sameiginleg fjárhagsábyrgð er á milli stofnana. Dæmi: Heilsugæsla og Heimahjúkrun í Reykjavík
Samhæfð þjónusta
Þjónustuaðilar starfa í aðskildum stofnunum en samvinna er mikil. Sameiginlegar verklagsreglur eru þróaðar til að samhæfa þjónustuaðila og fjarlægja hindranir í kerfinu. Sameiginleg upplýsingasöfnun, gott upplýsingastreymi á milli starfsmanna og teymisvinna er mikilvæg. Dæmi: Göngudeild hjartabilunar og Heimahjúkrun
Fullsamþætt þjónusta
Ný úrræði, nýjar einingar og nýjar stofnanir eru myndaðar þar sem allt starfsfólk og öll þjónusta sem nauðsynleg er fyrir umönnun er sameinuð undir einn hatt. Dæmi: Heimahjúkrun og Félagsleg heimaþjónusta í Reykjavík
-Þjónustustjóri, ein þjónustugátt, þjónustuáætlun, teymisvinna, sameiginlegt húsnæði, sameiginleg skráning, matstæki notuð
Ávinningur samþættrar þjónustu
-Aukin gæði þjónustu á heimili skjólstæðinga
-Aukin ánægja starfsmanna
-Seinkar flutningi á hjúkrunarheimili
-Seinkar spítalainnlögn og flýtir útskrift
-Fækkar endurinnlögnum
-Aukin hagræðing í rekstri
Grunnstoðir samþættrar þjónustu
-Strúktur og stjórnun kerfa í samvinnu
-Markmið og tilgangur skýr
-Hlutverk og ábyrgð ljós
-Sveigjanleiki
-Samskipti og upplýsingaflæði
Einkenni samþættrar þjónustu
-Verkefni flæða á milli hjúkrunar- og félagsþjónustu á báða bóga
-Brugðist fljótt við breyttum áherslum og þörf í þjónustu
-Ólíkir hópa undir einni stjórn, frá einni gátt
-Gott upplýsingaflæði og utanumhald þjónustu með teymisstjóra
Samvinna í teymum – Salas líkan
-Samskipti innan lokaðs hóps
-Gagnkvæmt traust innan hóps
-Sameiginlegur skilningur
-Leiðtogi teymis
-Gagnkvæmt eftirlit
-Aðlögunarhæfni
-Sameiginleg sýn og stuðningur
Hvernig náum við góðri heimahjúkrun?
-Horfa á einstakling heildrænt
-Auka samskipti og upplýsingaflæði
-Þverfræðilegt teymi í kringum hvern skjólstæðing
-Skapa traust
SELMA
S - Sérhæfð / samþætt/ samvinna
E - Eftirlit / endurmat
L - Læknisþjónusta
M - Mat / meðferð
A - Aðhlynning / aðstoð
*Aukin heilbrigðisþjónusta við aldraða í heimahúsum
*Samvinna heimahjúkrunar, heilsugæslu og Læknavaktar
Í ágúst 2020 fól heilbrigðisráðuneyti Sjúkratryggingum Íslands að gera viðauka við samning Reykjavíkurborgar sem fæli í sér:
*Að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu sé sinnt í heimahúsum
*Að stutt sé við fólk til að búa lengur heima
*Að unnið sé gegn þeim vanda sem birst hefur reglulega á bráðamóttöku Landspítala.
Að meðaltali var tími meðferðar eða aðkomu SELMU..?
12 dagar á hverju ári
Af 626 málum voru..?
Voru 119 afgreidd samdægurs (19%).