Notkun tækni til aðstoðar heima Flashcards
Velferðartækni
-Tækni sem bætir líf þeirra sem nota hana
-Eykur öryggi og eflir virkni, þáttöku og sjálfstæði
-Léttir undir sveitafélögum
Hvernig er hægt að nota velferðartækni
-Samskipti
-Öryggi - eftirlit
-Virkni – gera fólki kleift að framkvæma sjálft
-Sjálfstæði
-Stuðningur við daglegt líf
-Stuðningur við aðstandendur
Notkun tækni til samskipta
-Miðlun upplýsinga og leiðbeininga – fjarheilbrigðisþjónusta mikilvæg
-Ráðgjöf og leiðbeining milli starfsmanna, myndir sendar í Miðstöð um sáravarnir
-Félagslegur og tilfinningalegur stuðningur
-Skemmtun – afþreying
-Símar, tölvur og myndavélar – tengsl í tíma en ekki í rúmi
Kostir tækni til samskipta
-Stuðla að tengslum
-Auka aðgengi að ráðgjöf og stuðningi
-Efla samskipti milli hópa (t.d. sjúklinga, aðstandenda og fagmanna)
-Auka aðgengi að upplýsingum
MEMAXI tækni til samskipta
-Samskiptaaðferð sem var þróuð til að samhæfa aðstoð aðstandenda, auka samband, draga úr kvíða og óáttun
-Upplýsingaveita – lífssaga – upplýsingar um notanda
-Hægt að hringja – ýta á mynd
-Dagatal – skilaboð og áminning
Hvernig er hægt að nota tækni til að efla öryggi?
-Eftirlit, öryggishnappur
-Myndavélar, GPS
-Skynjarar sem nema hita, reyk eða hreyfingu
-Áminning t.d. SMS um að taka lyf
-Tæki til að vakta breytingar á líkamsstarfsemi
Tækni tengd virkni
-Tæki til hreyfingar, stuðningur, hjólastólar.
-Tæki til að auðvelda eldhússtörfin, hnífar með breyttu handfangi.
-Tæki sem bæta fyrir skerta skynjun, gleraugu, stækkunargler og heyrnartæki.
-Tæki sem auðvelda og leiðbeina við hreyfingu.
-Tæki sem leiðbeina (byggt á hljóði, ljósi eða hreyfingu).
-Staðsetningatæki fyrir hluti eða fólk.
-Vitræn þjálfun og aðstoð –minnisþjálfun, skipulag og öryggi.
-Fjarstýrðir hurða- og gluggaopnarar.
Tækni sem bætir almenna líðan
-Leikir, áhugahópar, leiktæki
-Þjarkar eða róbotar
-Vélmenni
Tækni sem miðar að því að efla sjálfstæði
-Hjálpartæki – til að auðvelda eldamennsku, þrífa og taka til, klóset með skol- og þurrkbúnaði.
-Tæki sem aðstoða við lyfjatöku.
-Tæki sem aðstoða við hreyfingu – stuðningsstöng, hækkun á salerni.
Kostir tækni
-Getur hjálpað fólki að búa lengur heima
-Eykur aðgang að heilbrigðisþjónustu
-Stuðlar að sveigjanleika, aðgengi og eykur tengsl
Gallar tækni
-Setur mikla ábyrgð á heimilismenn
-Sumir upplifa að þeir séu þrælar tækninnar
-Fólk ræður ekki við tæknina
Hvernig skilur fólk, notendur og starfsfólk, velferðartækni og hvernig nýtir það hana?
Norsk rannsókn
-Höfundur bendir á að tækni er flókin og að fólk nýtir hana á ólíkan hátt. Ekki er hægt að nota hugmyndina um að stinga í samband og að þá rúlli allt
-Hvernig nýta notendur tæknina í sínu lífi til að auka öryggi og vellíðan? – þetta breytist samfara breyttri færni
Rannsóknir um afstöðu eldra fólks til velferðartækni
-Fram kom að afstaða þeirra sem höfðu reynslu af að búa við tæknina var bæði jákvæðari en hinna sem höfðu ekki slíka reynslu og jafnframt kom fram að afstaða þeirra varð jákvæðari samfara aukinni reynslu.
-Helstu áhyggjur tengdust því að tæknin var of sýnileg og jafnframt vantaði á traust í garð þeirra sem unnu með tæknina.
Rannsóknir á afstöðu starfsfólks
-Starfsfólk í Svíþjóð taldi tæknina vera heppilegri til að miðla upplýsingum og skipuleggja verkefni en fyrri aðferðir þar sem teymisstjóri skipuleggur vinnuna
-Innleiðingu nýrrar tækni er oft mótmælt, ekki var talin nógu sterk vísndaleg rök fyrir hagnýtingunni og efasemdir komu fram um gagnsemi
-Bent var á mismunun milli sveitarfélaga þar sem sameiginleg markmið og áætlanir um innleiðingu skorti
-Oft skortir fé til innleiðingar