Lyfjaöryggi Flashcards
Rétt eða rangt - Tilvik aukaverkana vegna óöruggrar umönnunar er líklega ein af 10 helstu orsökum dauða og fötlunar í heiminum?
Rétt
Hversu mörg % atvika úr atvikaskráningu LSH frá 2021 tengdust lyfjameðferð?
15% skráðra atvika
Lyf án skaða - alþjóðlegt átak hjá WHO. Laggt er upp með að draga úr alvarlegum lyfjaskaða um 50% á næstu 5 árum.
Hver eru þau 3 markmið sem WHO setur til þess að ná þessum markmiðum?
- Að bæta lyfjaöryggi við flutning upplýsinga og tilfærslu meðferðar innan heilbrigðisþjónustunnar
- Að draga úr óviðeigandi fjöllyfjameðferð
- Að stuðla að öruggari notkun áhættusamra lyfja
Með rafrænum rekjanleika á öllum stigum lyfjaferilsins næst? (3)
-51% fækkun í mögulegum lyfjaatvikum
-41% fækkun atvika vegna lyfjagjafa
-27% fækkun lyfjagjafa á röngum tíma
Hver eru R-in 6?
- Rétt lyf
- Réttur skammtur
- Rétt gjafaleið
- Réttur sjúklingur
- Réttur tími
- Rétt skráning
Hver eru 5 skref lokaðs lyfjaferlis?
- Skráning lyjfameðferðar
- Klínísk lyfjaráðgjöf
- Lyfjatiltekt
- Lyfjagjöf
- Skrásetning stakra lyfjagjafa
Hversu mikið getur lokað lyfjaferli aukið lyfjaöryggi sjúklinga?
Um 50%
(Í lokuðu lyfjaferli erupplýsingatækni nýtt og rekjanleiki tryggður með rauntímaskráningu)