Lokapróf Flashcards

1
Q

Hvað af eftirfarandi atriðum er áhrifaríkast eitt og sér við að hindra útbreiðslu örvera?
a. Handhreinsun
b. medical asepsis
c. Steríl vinnubrögð
d. Útrýming normal flóru
e. notkun á útfjólubláu ljósi

A

handhreinsun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er spítalasýking?
Veldur eitt:
a. Spítalasýkingar eru ekki til
b. Sýking sem er afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar og hvorki til staðar né á
meðgöngutíma við innlögn á sjúkrahúsið
c. Allar sýkingar sem greinast á sjúkrahúsi
d. Sýkingar af völdum sérstakra örvera sem finnast bara á sjúkrahúsum

A

sýking sem er afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar og hvorki til staðar né á meðgöngutíma við innlögn á sjúkrahúsið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Smitleið getur verið með:
Veldur eitt:
a. blóði
b. allir valmöguleikar
c. óbeinni snertingu
d. beinni snertingu
e. vatni

A

allir valmöguleikar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvaða spítalasýkingar eru algengastar?
Veldu eitt:
a. skurðsárasýkingar
b. þvagfærasýkingar
c. blóðsýkingar
d. húðsýkingar

A

þvagfærasýkingar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Sjúklingur með lungnabólgu á eftir að skila hrákasýni. Hvernig er best að gera það?
Veldu eitt eða fleiri
a. Með hækkað undir höfði
b. Gera öndunaræfingar/hóstahvatningu fyrir töku
c. Rétt eftir hádegismatinn
d. Að morgni dags

A

Með hækkað undir höfði
Gera öndunaræfingar/hóstahvatningu fyrir töku
Að morgni dags

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Þegar verið er að gefa stungulyf, im/sc/id þá er ekki notuð sama nálin við að draga upp lyfið og að gefa það, vegna þess að:
Veldu eitt:
a. betra er að draga lyf upp með grófum nálum
b. sjúklingnum getur sviðið ef nálin er smituð af lyfinu.
c. nálin sem notuð er til að draga lyf upp með getur óhreinkast ef hún er rekin
utan í
d. allir möguleikarnir eru réttir

A

allir valmöguleikar réttir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Við lyfjagjöf í vöðva er nauðsynlegt að:
Veldu eitt:
a. Draga stimil sprautunnar til baka þegar búið er að stinga og áður en lyfið er
gefið
b. Hjúkrunarfræðingurinn nuddi vel stungustaðinn fyrir og eftir lyfjagjöfina
c. Sjúklingur spenni vel vöðvann áður en lyfið er gefið
d. Stinga nálinni hægt inn í vöðvann

A

Draga stimil sprautunnar til baka þegar búið er að stinga og áður en lyfið er gefið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað af eftirfarandi gjafaleiðum nærð þú skjótustu virkninni?

A

Í æð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Eftirritunarskyld lyf eru ávana-og fíknilyf, geymd í séstakri læstri hirslu inn á lyfjaherbergi og skrá þarf nákvæmlega hver fær lyfið og telja alltaf hversu mikið magn er til

A

rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er mikilvægt að hafa í huga til þess að forðast stunguslys þegar unnið er með nálar?
a. hafa nálabox við hendina og setja notaða nál strax á öruggan stað
b. Forðast að setja hettuna á notaðar nálar
c. Ganga þannig um að ekki sé hætta á að aðrir stingi sig
d. Fara með lyfin inn til sjúklings á bakka eða öðru íláti
e. allt ofantalið er rétt

A

allt rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Einstaklingur sem fær meiri vökva inn í líkamann en hann tapar á einum sólahringi er sagður vera:

A

í jákvæðu vökvajafnvægi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Má gefa Na+ þykkni óblandað í æð?

A

rangt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvaða fullyrðing er röng varðandi þátt hjúkrunarfræðings við vökvagjafir?
Veldu eitt:
a. þarf ekki að þekkja helstu vökvagerðir þar sem læknir ávísar vökvameðferð
b. þekkir einkenni vökvaskorts og vökvasöfnunar
c. metur og skráir áhrif vökvagjafar á lífsmörk
d. er ábyrgur fyrir gjöf vökva og viðhaldi á vökvameðferð

A

a. þarf ekki að þekkja helstu vökvagerðir þar sem læknir ávísar vökvameðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Jóna er 105 kg og 165 cm. Þú tekur hjá henni lífsmörk sem eru: Púls 120 sl/mín og 92/52 mmHg. Þvagútskilnaður er um 50 ml/klst. Hvað er líklegt að hrjái hana…….?
Veldu eitt:
a. Vökvasöfnun
b. Vökvaskortur
c. Hægðartregða
d. Hækkun á kalíum

A

b. vökvaskortur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hversu mikið magn er hægt að gefa í einu undir húð (sub cutant)?
a. Allt að 4 ml
b. 2,5 – 3,5 ml
c. 0,5 – 1 ml
d. 1,5 – 2 ml

A

c. 0,5-1ml

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Þegar verið er að gefa lyf sub cutant er staða nálar ýmist 45° halla eða 90° halla
Rétt
Rangt

A

rétt

17
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum um lyfjafræði er RÉTT:

a. Lyfjahvarfafræði (pharmacokinetics) fjallar um hvað lyfin gera í líkamanum
b. Í dag eru flest lyf svokölluð líftæknilyf
c. Lyf sem rekja má til náttúrunnar eru flest hættulaus
d. Lyf er efnasamband sem hefur bein og fyrirsjáanleg áhrif á líffræðileg ferli
e. Styrkur virka efnisins í lyfseðilsskyldum lyfjum er oftast óþekktur

A

d. Lyf er efnasamband sem hefur bein og fyrirsjáanleg áhrif á líffræðileg ferli

18
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum um frásog (absorption) er RÉTT:
a. Frásog lýsir flutningi lyfja frá skömmtunarstað yfir í almenna blóðrás
b. Frásog fer helst fram með virkum flutningi (kostar orku)
c. Frásog lýsir útskilnaði lyfja
d. Hraði frásogs er óháður frásogsstað
e. Litlar jónir (hlaðnar sameindir) frásogast hraðast

A

a. Frásog lýsir flutningi lyfja frá skömmtunarstað yfir í almenna blóðrás

19
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum um lyfjafræði er RÉTT:
a. Meltinarfæri eyðileggja flest lyf
b. Lyf dreifast lítið um líkamann
c. Umbrot lyfja (drug metabolism) fara aðallega fram í maga og smáþörmum
d. Tvö lyf sem gefin eru sjúklingi samtímis, geta haft áhrif á virkni hvors annars
e. Fituleysanleg lyf skiljast hraðast úr líkamanum

A

d. Tvö lyf sem gefin eru sjúklingi samtímis, geta haft áhrif á virkni hvors annars

20
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum um brotthvarf lyfja er RÉTT:
a. Helmingunartími lyfja í öldruðum er yfirleitt styttri en í ungu fólki
b. Helmingunartími lyfja er yfirleitt óþekktur
c. Helmingunartími lyfs er sá tími sem það tekur lyf að helmingast í blóði
d. Helmingunartími lýsir geymsluþoli lyfs
e. Lyf skiljast aðallega út úr líkamanum með saur

A

c. Helmingunartími lyfs er sá tími sem það tekur lyf að helmingast í blóði

21
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum um áhrif lyfja er RÉTT:
a. Góð lyf hafa ekki aukaáhrif
b. Ofnæmi gagnhvart lyfjum eru nánst óþekkt
c. Lyfhrifafræði (pharmacodynamics) fjallar um hvað líkaminn gerir við lyfin
d. Engin óþekkt virk efni geta verið til staðar í náttúrulyfi
e. Lyf þarf að ná ákveðnum styrk á verkunarstað til að hafa áhrif

A

e. Lyf þarf að ná ákveðnum styrk á verkunarstað til að hafa áhrif

22
Q

Það fer eftir því hvaða gjafaleið er valin hversu hratt lyfið fer að virka. Skjótasta virknin næst með því að:
a. Gefa lyf í æð
b. Gefa lyf í vöðva
c. Gefa lyf undir húð
d. Gefa lyf í húð
e. Gefa lyf í meltingarveg

A

a. Gefa lyf í æð

23
Q

Ein af eftirtöldum fullyrðingum um lyfjagjafir er RÖNG:
a. Betra er að gefa lyf í vöðva en undir húð ef lyfið er mjög ertandi
b. Lyf frásogast hraðar ef það er gefið í húð heldur en í vöðva
c. Ekki þarf alltaf að sótthreinsa húð fyrir lygjagjöf undir húð
d. Gott er að nota Z-aðferðina ef lyf eru mjög ertandi
e. Val á nálastærð fer m.a. eftir holdarfari sjúklings

A

b. Lyf frásogast hraðar ef það er gefið í húð heldur en í vöðva

24
Q

Ein af eftirtöldum fullyrðingum um gjöf á stungulyfi er RÉTT:
a. Undir húð má gefa allt að 1mL í einu
b. Í húð má gefa allt að 1,5mL í einu
c. Í deltoid vöðvann má gefa allt að 3mL í einu
d. Í vastus lateralis má gefa allt að 6mL í einu
e. Við gjöf á lyfi undir húð á halli nálar alltaf að vera 90

A

a. Undir húð má gefa allt að 1mL í einu

25
Q

Þegar gefið er lyf í vöðva þá eru ákveðnir þættir sem hafa áhrif á hve stóra og grófa nál á að nota. Þessir þættir eru meðal annars:
a. Hvernig lyf við erum að gefa
b. Hvaða vöðva við erum að stinga í
c. Hve mikinn fituvef einstaklingurinn er með
d. Ekkert af þessu er rétt
e. Allt þetta er rétt

A

e. Allt þetta er rétt

26
Q

Hjúkrunarfræðingur tekur eftir því að ávísaður skammtur af lyfi sem sjúklingur á að fá er tvöfaldur á við þann skammt sem vant er að gefa. Hvað ætti hjúkrunarfræðingurinn að gera í þessu tilfelli?
a. Athuga hvort hjúkrunarfræðingur sem var á vaktinni á undan gaf þennan skammt
b. Hafa samband við þann sem ávísaði lyfinu til að athuga málið
c. Gefa lyfið eins og fyrirmælin segja til um
d. Gefa einungis þann skammt sem vanalega er gefinn
e. Ráðfæra sig við annan hjúkrunarfræðing á vaktinni

A

b. Hafa samband við þann sem ávísaði lyfinu til að athuga málið

27
Q

Sjúklingur er lagður inn á sjúkrahús og fljótlega kemur i ljós að hann er með hyponatremíu. Með hvaða einkennum ætti hjúkrunarfræðingur einna helst að fylgjast með út frá hyponatremíu?
a. Líflegum reflexum
b. Rugli
c. Vöðvaslappleika
d. Óreglulegum púls
e. Dofa

A

b. Rugli

28
Q

Hvað er líklegt að sé á ferðinni ef blóðprufur sjúklings sýna hækkun á hvítum blóðkornum?
a. Nýrnabilun
b. Vökvasöfnun
c. Sýking
d. Lifrarbilun
e. Beinmergsbilun

A

c. Sýking

29
Q

Ein af hjúkrunargreiningunum sem settar voru fram fyrir sjúkling sem fékk heilablóðfall var hætta á ásvelgingu tengd skertri starfsemi í tauga- og stoðkerfi. Hver eftirtalinna verkþátta felur einnig í sér rök?

a. Hreinsa slím úr nefgöngum og koki eins og með þarf
b. Hafa sogtæki ávallt til taks við rúm sjúklings
c. Meta hvort matur/slím eða annað sem stíflar er til staðar í munni eða hálsi
d. Hafa sjúkling í lágri Fowler stöðu til að fyrirbyggja bakflæði
e. Munnhirða eftir mat skv. verklagsreglu í Gæðahandbók

A

d. Hafa sjúkling í lágri Fowler stöðu til að fyrirbyggja bakflæði

29
Q

Sjúklingur greinist með lungnabólgu og hefur verið á sjúkrahúsi í nokkra daga. Hver af neðangreindum hjúkrunargreiningum hefur mestan forgang hjá þessum sjúklingi?

a. Ónóg þekking á lyfjameðferð
b. Röskun á fjölskyldulífi tengt óvæntri sjúkrahúslegu
c. Veikluð munnslímhúð tengt munnþurrki
d. Ófullnægjandi hreinsun öndunarvega tengt aukinni slímmyndun
e. Skert athafnarþrek tengt ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á súrefni

A

d. Ófullnægjandi hreinsun öndunarvega tengt aukinni slímmyndun

30
Q

Sjúklingur, sem var að greinast með krabbamein í brisi, er nokkuð æstur og talar mikið. Hjúkrunarfræðingur hefur sett fram eftirfarandi hjúkrunargreiningu: Kvíði tengdur ókunnugleika á sjúkdómsferli sem fram kemur í eirðarleysi og hraðtakti. Hver er orsakaþáttur í þessari greiningu?

a. Hraðtaktur
b. Kvíði
c. Ókunnugleiki á sjúkdómsferli
d. Eirðarleysi
e. Krabbamein

A

c. Ókunnugleiki á sjúkdómsferli

31
Q

Mest viðeigandi leið til að skrá verkþátt sem beinist að því að aðstoða sjúkling við gönguæfingar er:

a. Aðstoða sjúkling við gönguæfingar
b. Sjúklingur gangi eftir ganginum 2svar á dag
c. Ganga með sjúklingi í göngubelti 2svar á dag í 15 mín. í senn
d. Tryggja að sjúklingur skilji ástæðu þess að mikilvægt er að nota göngubelti
e. Ganga með aðstoð einnar

A

c. Ganga með sjúklingi í göngubelti 2svar á dag í 15 mín. í senn

32
Q

Hjúkrunarnemi er að læra að beita hjúkrunarferlinu við umönnun sjúklinga. Hann er að velta fyrir sér rökunum fyrir því að nota hjúkrunargreiningar. Svörin sem hann fær frá kennara sínum er að:
“Hjúkrunargreiningar…..:

a. Hjálpa öðrum heilbrigðisstéttum að skilja hjúkrunaráætlanir”
b. Lýsa vandamálum sjúklings sem hjúkrunarfræðingar hafa leyfi til að meðhöndla”
c. Eru mjög hjálplegar til að staðla alla meðferð fyrir sjúklinga”
d. Fela í sér upplýsingar um sjúkdóminn sem verið er að meðhöndla sjúklinginn út af”

A

b. Lýsa vandamálum sjúklings sem hjúkrunarfræðingar hafa leyfi til að meðhöndla”

33
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum um frásog (absorption) er RÉTT:

a. Frásog lýsir flutningi lyfja frá skömmtunarstað yfir í almenna blóðrás
b. Frásog fer helst fram með virkum flutningi (kostar orku)
c. Frásog lýsir útskilnaði lyfja
d. Hraði frásogs er óháður frásogsstað
e. Litlar jónir (hlaðnar sameindir) frásogast hraðast

A

a. Frásog lýsir flutningi lyfja frá skömmtunarstað yfir í almenna blóðrás

34
Q

Landlæknir skilgreinir að nota eigi ICNP?

A

Rétt