Hjúkrunarferli Flashcards
Skilgreindu hugtakið hjúkrunarferli
Er hugsana- og vinnuferli hjúkrunarfræðinga
Felur sér upplýsingar um sjúkling og fjölskyldu hans
Hefst við komu sjúklings á sjúkrastofnun og unnið með þar til vandamál eru leyst eða sjúklingur útskrifast
Mismunandi hvernig það er notað eftir þjónustu, deildum eða stofnunum
Fagmál í hjúkrun
Flokkunarkerfi eða fagorðaskrá eru safn samþykktra orða og hugtaka sem tengjast hjúkrun
Markmið að tryggja sameiginlegan skilning innan heilbrigðisþjónustunnar
Stöðluð hugtök sem auka líkur á sameiginlegum skilningi innan fræðigreinarinnar
Hugtök og orð eru kóðuð
Staðlað fagmál í hjúkrun
Styður klíníska ákvörðunartöku og er grunnur þekkingarvinnu hjúkrunarfræðinga
Tryggir að allir hjúkrunarfræðingar tali sama tungumálið og tryggir samræmi í starfi
Komumst sem næst raunveruleikanum með að nota staðlað fagmál
Ýtir undir að hlutir séu skildir með sama hætti
Hjúkrun og hjúkrunarferli
Hjúkrun byggist m.a. á;
- Mati á sjúklingum
- Greina vandamál
- Setja upp áætlun um hvaða hjúkrun á að veita og hvernig
- Framkvæmd á hjúkrun
- Mat á áhrifum hjúkrunar
- Aðlögun á hjúkrunaráætlun
- Mat hvenær má hætta/ljúka veittri hjúkrunarmeðferð
Hjúkrun
Öll hjúkrun sem á að veita á að vera vel skráð
Skýr og rétt skráning er nauðsynleg til að sýna fram á þá þjónustu sem við erum að veita og sýna fram á raunverulegt ástand sjúklings
Mikilvægt er að endurmeta hjúkrunaráætlun sem sett er upp og breyta og aðlaga að þörfum sjúklings
Mikilvægt er að öll hjúkrun sé í samráði við sjúkling
Hjúkrunarferli
- Upplýsingaskrá
- Hjúkrunaráætlun
- Framkvæmd áætlunar
- Framvinda og mat á árangri
- Hjúkrunaráætlun:
Hjúkrunargreiningar
Einkenni
Orsök
Hjúkrunarmeðferð
Verkþættir
Hjúkrunarferlið: Sjúklingur leggst inn með ákveðin vandamál sem eru greind
Hvert er vandamálið -> Hjúkrunargreining
Afhverju er þetta vandamál -> Orsök/Áhættuþættir
Hvernig lýsir þetta vandamál sér -> Einkenni
Hvað ætlum við að gera í því? -> Hjúkrunarmeðferð
Hvernig ætlum við að framkvæma það -> Verkþættir
- Upplýsingaskrá sjúklings
Fáum upplýsingar frá sjúklingi, fjölskyldu eða umönnunaraðilum
Fjölskyldu- og tengslakort
Mælingar og líkamsmat
Byrjum útskriftaráætlun
Komum auga á frávik með að bera saman einkenni/upplýsingar við ákveðin viðmið
Meta hvort við þurfum frekari upplýsingar
Er mögulega ósamræmi í upplýsingasöfnun
Leggja mat á hver eru hjúkrunarvandamál sjúklings
Upplýsingar
Nota skal gagnrýna hugsun við söfnun upplýsinga
Notumst við ákveðna matsramma
Hlutlægar upplýsingar (objective): Augljós atriði eða eitthvað sem er mælanlegt t.d. áverki, sjón, heyrn, lífsmörk, þyngd, grátur, litarháttur o.fl.
Huglægar upplýsingar (subjective): Atriði sem ekki sjást t.d. tilfinningar, upplifun, hugsanir, áhyggjur, ógleði, verkur, kláði, trú, skoðanir o.fl.
Tjáning með eða án orða (verbal/nonverbal)
- Hjúkrunaráætlun
Drögum ályktun af þeim upplýsingum sem safnað hefur
Setjum fram hjúkrunargreiningar byggðar á mati á sjúklingnum
Upplýsingasöfnun er grunnurinn
Forgangsröðum vandamálum
Bráð vandamál
Ástæða innlagnar
Áhrif á lífsgæði
Hvað er raunhæft og á okkar færi?
Gagnrýnin hugsun = setja fram viðeigandi hjúkrunargreiningu
Hjúkrunargreining: Lýsir vandamáli sem byggir á upplýsingum, einkennum og áhættuþáttum
Orsök: Ástæða vandamáls, áhrifaþáttur
Áhættuþáttur: Þættir sem auka líkur á vandamáli
Einkenni: Sjúkdómsmerki, andlegt eða líkamlegt frávik, sem einstaklingur finnur fyrir sjálfur.
Hjúkrunarmeðferð: áætlun um meðferð sjúklings byggð á hjúkrunargreiningum og markmiðum
Verkþættir: Skref í áætlun hvernig við veitum meðferð, framkvæmanlegir þættir
Framvinda: Lýsir líðan sjúklings, svörun við veittri meðferð og breytingu á ástandi sem tengist ákveðnu hjúkrunarvandamáli. Forsenda fyrir skráningu í frmvinu er greining vandamáls
Hjúkrunargreining
Klínískt mat á svörun einstaklingsins við virkum og mögulegum heilbrigðisvandamálum og lífsviðburðum
Ályktun dregin af upplýsingum og þeim einkennum eða áhættuþáttum sem sjúklingurinn hefur
Leggur grunninn að vali á árangursríkri hjúkrunarmeðferð
Lýsir raunverulegu (virku) eða mögulegu heilbrigðisvandamáli sem hjúkrunarfræðingur er hæfur og hefur leyfi til að leysa
Tegundir hjúkrunargreininga
Virkar hjúkrunargreiningar
- Hjúkrunarvandamál er til staðar t.d. veikluð húð
Hættu greiningar
- Sjúklingur er í meiri hættu en annar, t.d hætta á sýkingu
Kostir hjúkrunargreininga
Allir hjúkrunarfræðingar nota sama hugtak og skilgreiningu á ákveðnu vandamáli (fagmál í flokkunarkerfi)
Auðveldar samskipti á milli stétta
Ábyrgð hjúkrunarfræðinga liggur ljóst fyrir
Skapar fræðilegan grunn sem hægt er að byggja hjúkrun á
Markviss skráning skapar grundvöll fyrir rannsóknir í hjúkrun og mat á árangri hjúkrunarmeðferðar
Sýna fram á heildstæða mynd af ástandi einstaklings
Dæmi um hjúkrunargeiningar
Röskun á fjölskyldulífi
Hætta á sýkingu
Breyting á blóðsykri
Skert athafnarþrek
Ófullnægjandi öndun
Orsök og einkenni
Orsök er ástæða fyrir hjúkrunarvandamáli
Dæmi: Skurðaðgerð, veikindi (krabbamein, lungnabólga), áfall,
Einkenni er merki eða frávik vegna orsakar
Einkenni rökstyðja val á hjúkrunargreiningu
Dæmi: Verkur, ógleði, ranghugmyndir, grátur
Áhættuþáttur eykur líkur á að vandamál verði