Aseptísk vinnubrögð Flashcards
Spítalasýkingar
- Sýking sem er afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar og ekki til staðar eða á meðgöngutíma við innlögn á sjúkrahús
- Oft miðað við 48 klst. eftir innlögn á sjúkrahús (en taka verður mið af meðgöngutíma sýkingar og íhlutum)
Sýking eða sýklun
Sýking:
Nægilega margar örverur komast inn í líkamann fjölga sér þar og valda vefjaskemmd
Sýklun (coloniszation):
Vistun og fjölgun örvera á/í líkama án þess að valda skaða
Varnir líkamans
Ytri varnir: Hindra að sýklar komist inn í líkamann og skaði hann
* Húð - sýklar komast ekki í gegnum heila húð
* Slím - sýklar festast í slími, t.d. í öndunarvegi
* Bifhár í öndunarvegi færa slím og sýkla úr öndunarveginum
* Tár - hafa lysozyme sem hefur sýkladrepandi áhrif
* Þvaglát, munnvatn, hægðalosun og uppköst losa líkamann við efni og sýkla
* Magasýra drepur flesta sýkla sem koma niður í magann
Ef sýklar komast inn í líkamann þá taka innri varnir við
* Drápsfrumur og agnaætur
* Örverubælandi prótein
* Bólguviðbrögð
* Hiti
Uppsprettur sjúkrahústengdra sýkinga
ENDOGEN:
* Úr eigin flóru sjúklings (húð, munnur, nef, kok, meltingarvegur)
EXOGEN:
* Smit frá:
- starfsfólki sjúkrahússins
- lækningaáhöldumogtækjabúnaði - öðrumsjúklingum
- umhverfi
*
í kjölfar sjúkdóma, skurðaðgerða, inniliggjandi æða- og þvagleggja o.s.frv.
sjúkrahústengdar sýkingar
- Þvagfærasýkingar
- Skurðsárasýkingar
- Neðri öndunarvegarsýkingar
- Blóðsýkingar
Af hverju koma sýkingar
- Skortur á skilningi
- Aseptísk vinnubrögð eru ófullnægjandi
- Sótthreinsun tækja/ áhalda ófullnægjandi
- Handhreinsun er ófullnægjandi
- Loft
- Umhverfið
Hversu algengar eru spítalasýking
Einn af hverjum tíu- tuttugu sjúklingum
Dauðhreinsað
engar örverur til staðar
Asepsis
engar sjúkdómsvaldandi örverur til staðar
Aseptísk vinnubrögð
fyrirbyggja eða draga verulega úr hættu á að
sjúkdómsvaldandi örverur komist inn fyrir varnir sjúklings við klínísk verk
Hrein vinnubrögð
Afbrigði af aseptískum vinnubrögðum. Notuð er snertifrí tækni alltaf þegar hægt er að koma því við en ekki nauðsynlegt að allur búnaður/vökvi sé dauðhreinsaður
Hrein vs. aseptísk vinnubrögð
Í grunninn eru vinnubrögð hreinna og aseptískra vinnubragða þau sömu.
- Hrein vinnubrögð eru afbrigði af aseptískum vinnubrögðum þar sem notuð er snertifrí tækni þegar hægt er að koma því við en ekki er alltaf nauðsynlegt að nota dauðhreinsaðan búnað eða vökva.
Lykilsvæði
Lykilsvæði eru þau svæði á sjúklingi þar sem sjúkdómsvaldandi örverur komast inn fyrir varnir líkamans (t.d. sár, þvagrás, stungustaðir).
Lykilhlutir
Lykilhlutir eru dauðhreinsaðir hlutir sem koma í snertingu við lykilsvæði á sjúklingi og geta borið sjúkdómsvaldandi bakteríur í sjúkling ef þeir mengast og valdið sýkingu (t.d. nálar, sprautuendar, þvagleggir, æðaleggir, dauðhreinsaðar vörur/hlutir)
* Ef ekki verður hjá því komist að snerta lykilhluti/lykilsvæði eru notaðir dauðhreinsaðir hanskar.
Aseptísk vinnubrögð
- Tryggja þarf að ómenguð áhöld og tæki séu notuð við snertingu lykilstaða við framkvæmd klínískra verka
- Aseptísk vinnubrögð á að nota við sérhvert verk þar sem farið er í gegnum varnir líkamans eins og húð og slímhúð.
- Vernda sjúklinginn fyrir sýkingum sem tengjast klínískum verkum
Dæmi um Aseptísk vinnubrögð
- Handhreinsun
- Skipulagning og undirbúningur
- Geymsluskilyrði dauðhreinsaðrar vöru, heilleiki umbúða, fyrningartími
- Umhverfisstjórnun
* Hreinn vinnuflötur
* Loftgæði/stjórnunumhverfis - Viðhalda aseptískum/dauðhreinsuðum fleti
- Hlífðarbúnaður
- Undirbúningur húðar
- Snertifrí tækni
- Frágangur
Handhreinsun- örverugróður
1) Staðbundna flóru
2) Flökkuflóru:
o Flökkuflóra er í efstu lögum húðarinnar.
o Samanstendur af mismunandi tegundum örvera, háð stað og stund hverju sinni
o Heilbrigðisstarfsmenn fá sína flökkuflóru einkum frá sjúklingum og úr starfsumhverfi sínu
o Flökkuflóran hefur stuttan líftíma á höndum en getur þó hæglega borist frá heilbrigðisstarfsmanni yfir í sjúklinga og valdið sýkingum hjá móttækilegum einstaklingum
o Í flestum tilfellum er auðvelt að fjarlægja flökkuflóruna með handhreinsun
Handhreinsun – umhirða húðar
- Yfirborð húðar inniheldur vatn og fitu sem viðheldur teygjanleika, mýkt
og rakastigi hennar - Mikil notkun sápu og sótthreinsiefna breytir sýrustigi húðar og veldur því að fitu- og vatnsmagnið minnkar
- Það getur valdið sprungum og ertingu í húð sem síðan verður til þess að dregið er úr handhreinsun
- Handspritt inniheldur mýkjandi efni fyrir húðina
- Mikilvægt er að nota handáburð reglulega til að minnka líkur á ertingu og óþægindum
- Skipulagning og undirbúningur verks
- Hugsa fram í tímann
- Undirbúa sjúkling og vinnusvæði
- Taka allt til sem nota á við verkið
- Tryggja að nægur tími sé til verksins og tryggja aðstoð sé hennar þörf
- Tryggja næði (ekki truflun af síma t.d.), draga tjöld fyrir á fjölbýli, kveikja á vinnuljósi á herbergi sjúklings
- Geymsla á dauðhreinsuðum búnaði
- Tryggja þarf góð geymsluskilyrði fyrir dauðhreinsaða vöru. Þarf að geyma í hreinu og þurru umhverfi og vernda gegn vætu og skemmdum.
Fyrir notkun á dauðhreinsaðri vöru þarf að: - Athuga hvort vara sé dauðhreinsuð→indikator * Athuga hvort umbúðir séu heilar
- Athuga fyrningardag
- Umhverfisstjórnun
- Hreint umhverfi
- Lokaðir gluggar, tryggja næði (ekki ráp á meðan verk er
framkvæmt, síminn á silent) - hreinan/aseptískan vinnuflöt er nauðsynlegt að hafa fyrir öll klínísk verk
- Undirbúa vel þar sem verkið er framkvæmt og sem næst þeim tíma sem vinna á verkið
- Einungis aseptísk eða dauðhreinsuð áhöld sem mega snerta lykilstaði
- Draga úr líkum á loftbornu smiti
- Loka gluggum
- Viftur bannaðar
- Ekki farið í aseptískt verk fyrr en a.m.k. 30 mínútum eftir aðhlynningu/umbúnað/herbergisþrif, þá er meira af örverum í loftinu
Að viðhalda aseptískum fleti
- Vera meðvitaður um hvar aseptíski flöturinn er – hann má ekki mengast * Hafa skýr mörk milli hreins og óhreins svæðis
- Ef dauðhreinsuð vara mengast (snertir hreina hanska/húð starfsmanns/umhverfi utan dauðhreinsaða flatarins) er hún ekki lengur dauðhreinsuð og því ekki örugg. Þá þarf að taka nýja pakkningu af dauðhreinsuðu vörunni
- Forðast að teygja/beygja sig yfir dauðhreinsaðan flöt
- Ef dauðhreinsað stykki/dúkur hefur blotnað eða rifnað er það mengað og þarf nýtt
- Verk framkvæmt þannig að dauðhreinsaður flötur, lykilhlutir og lykilsvæði mengist ekki. Lykilhlutir svæði/hlutir eru ekki snertir nema með dauðhreinsuðum hönskum.
- Leitist alltaf við að nota snertifría tækni
- Frágangur á sorpi skv. leiðbeiningum
Að opna dauðhreinsaðar pakkningar
- Þarf að opna á réttan hátt * Þegar búið er að opna eru
brúnirnar ósterílar - Sé einhver hætta á að innihaldið hafi verið snert eða mengast þarf að opna nýja pakkningu
Ytra byrði dauðhreinsaðrar vöru er mengað örverum, því þarf alltaf að hreinsa hendur eftir meðhöndlun vörunnar áður en framkvæmd verksins hefst.
Hlífðarbúnaður
- Hlífðarbúnaður skv. grundvallarsmitgát
- Sloppur eða svunta ef hætta á að vinnufatnaður mengist
- Hreinsir hanskar ef hætta á líkamsvessamengun
- Dauðhreinsaðir hanskar ef ekki er hjá því komist að snerta lykilsvæði/lykilhluti * Gríma ef hætta á slettum á munn og nef
- Hlífðargleraugu/andlitshlíf ef hætta er á slettum í augu
Það þarf að meta fyrir hvert verk hvaða hlífðarbúnaður er nauðsynlegur
Ef þörf er á að nota hanska, þarf að meta hvort nota á dauðhreinsaða eða hreina hanska
* Ef möguleiki er á að snerta þurfi dauðhreinsuð svæði á búnaði eða lykilsvæði á líkama við framkvæmd verksins eru notaðir dauðhreinsaðir hanskar
* Ef verkið er flókið eða sjúklingurinn er ónæmisbældur eru notaðir dauðhreinsaðir hanskar
* Ef ekki þarf að snerta lykilsvæði á búnaði eða lykilsvæði á líkama sjúklings, eru notaðir hreinir hanskar
Hanskar
- Verjasjúkling
- Verja starfsmann þegar hætta er á mengun af líkamsvessum og örverum
- Draga úr hættu á dreifingu örvera, milli manna og út í umhverfið
- Verja húð ef meðhöndla þarf ertandi efni eða efni sem geta frásogast um húð t.d. frumudrepandi lyf, sýklalyf og sótthreinsiefni
Hvenær skal nota hanska?
- Hanskar ef
- Invasífar aðgerðir
- Snerting við dauðhreinsað svæði * Snerting við rofna húð
- Snerting við slímhúðir
- Hætta á líkamsvessamengun
- Hreinir hanskar við verk þar sem ekki þarf að snerta áhættustaði/lykilstaði
- Dauðhreinsaðir hanskar ef þarf að snerta áhættustaði/lykilstaði (t.d. ísetning þvagleggs eða CVK)
Ábendingar fyrir notkun dauðhreinsaðra hanska
- Allar skurðaðgerðir
- Myndgreiningarrannsóknir með inngripi * Uppsetning miðlægra bláæðaleggja
- Uppsetning þvagleggja
- Næringarblöndun
- Krabbameinslyfjablöndun
- Snerting við dauðhreinsaða hluti
Húðarundirbúningur sjúklings
- Sótthreinsun húðar dregur úr hættu á sýkingu með því fækka örverum á húð sjúklings
- Klórhexidínspritt fyrir æðaleggsísetningu/blóðtöku * Spritta samskeyti æðaleggs áður en gefið í þau
- Ef rjúfa þarf samskeyti þvagleggs –> spritta
ANTT- undirbúningur umhverfis
➢Undirbúa umhverfið áður en farið er í verkið
➢Mikilvægt að hafa í huga tímasetningu verksins. Til dæmis ekki fara í sáraskipti strax eftir að umbúnað/aðhlynningu/ræstingu, því þá er meira magn af örverum í loftinu og meiri hætta á loftbornu smiti
➢Umhverfið á að vera hreint ➢Koma skipulagi á vinnusvæðið
ANTT - Aseptic non-touch technique
➢Verndar sjúklinginn fyrir sýkingum sem tengjast klínískum verkum
➢ANTT er staðall fyrir örugg og skilvirk aseptísk vinnubrögð sem er hægt að yfirfæra á verk eins og lyfjagjöf í æð, uppsetningu æðaleggja, sárameðferð og uppsetning þvagleggja
➢Handhreinsun er mikilvægasta aðferðin til að hindra dreifingu örvera
* Handhreinsun verður að vera framkvæmd rétt og á viðeigandi tímapunktum
✓Handþvottur
✓Lykilsvæði eru þau svæði sem geta leitt til sýkingar ef þau
eru snert beint eða óbeint
✓Fyrir öll verk sem kalla á aseptísk vinnubrögð þarf að vera búið að skilgreina lykilsvæðin og varast að snerta þau
✓Nota dauðhreinsuð áhöld þegar við á
✓Draga úr sýkingarhættu sjúklings
ANTT verkfelli um lyfjagjöf í æð
Undirbúningur
* Einnota bakki (ef stálbakki þá spritta)
* Finna til það sem þarf að nota
* Handhreinsun
* Fara í hreina hanska
* Undirbúa lyf (passa að snerta ekki lykilsvæði)
* Frágangur oddhvassra hluta og hanskar fjarlægðir
Framkvæmd
* Handhreinsun, hanskar ef hætta á líkamsvessamengun
* Spritta samskeyti fyrir lyfjagjöf. Nuddið með sprittklút í ca 20 sek og látið þorna
* Gefið lyfið án þess að snerta lykilsvæði Frágangur
* Henda bakka ef einnota
* Fjarlægjahanska
* Handhreinsun
- Frágangur
- Frágangur að loknu verki
- Flokkun eins og hægt er
- Ef smitefni eða mikið blóðmengað→sóttmengað sorp