Aseptísk vinnubrögð Flashcards
Spítalasýkingar
- Sýking sem er afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar og ekki til staðar eða á meðgöngutíma við innlögn á sjúkrahús
- Oft miðað við 48 klst. eftir innlögn á sjúkrahús (en taka verður mið af meðgöngutíma sýkingar og íhlutum)
Sýking eða sýklun
Sýking:
Nægilega margar örverur komast inn í líkamann fjölga sér þar og valda vefjaskemmd
Sýklun (coloniszation):
Vistun og fjölgun örvera á/í líkama án þess að valda skaða
Varnir líkamans
Ytri varnir: Hindra að sýklar komist inn í líkamann og skaði hann
* Húð - sýklar komast ekki í gegnum heila húð
* Slím - sýklar festast í slími, t.d. í öndunarvegi
* Bifhár í öndunarvegi færa slím og sýkla úr öndunarveginum
* Tár - hafa lysozyme sem hefur sýkladrepandi áhrif
* Þvaglát, munnvatn, hægðalosun og uppköst losa líkamann við efni og sýkla
* Magasýra drepur flesta sýkla sem koma niður í magann
Ef sýklar komast inn í líkamann þá taka innri varnir við
* Drápsfrumur og agnaætur
* Örverubælandi prótein
* Bólguviðbrögð
* Hiti
Uppsprettur sjúkrahústengdra sýkinga
ENDOGEN:
* Úr eigin flóru sjúklings (húð, munnur, nef, kok, meltingarvegur)
EXOGEN:
* Smit frá:
- starfsfólki sjúkrahússins
- lækningaáhöldumogtækjabúnaði - öðrumsjúklingum
- umhverfi
*
í kjölfar sjúkdóma, skurðaðgerða, inniliggjandi æða- og þvagleggja o.s.frv.
sjúkrahústengdar sýkingar
- Þvagfærasýkingar
- Skurðsárasýkingar
- Neðri öndunarvegarsýkingar
- Blóðsýkingar
Af hverju koma sýkingar
- Skortur á skilningi
- Aseptísk vinnubrögð eru ófullnægjandi
- Sótthreinsun tækja/ áhalda ófullnægjandi
- Handhreinsun er ófullnægjandi
- Loft
- Umhverfið
Hversu algengar eru spítalasýking
Einn af hverjum tíu- tuttugu sjúklingum
Dauðhreinsað
engar örverur til staðar
Asepsis
engar sjúkdómsvaldandi örverur til staðar
Aseptísk vinnubrögð
fyrirbyggja eða draga verulega úr hættu á að
sjúkdómsvaldandi örverur komist inn fyrir varnir sjúklings við klínísk verk
Hrein vinnubrögð
Afbrigði af aseptískum vinnubrögðum. Notuð er snertifrí tækni alltaf þegar hægt er að koma því við en ekki nauðsynlegt að allur búnaður/vökvi sé dauðhreinsaður
Hrein vs. aseptísk vinnubrögð
Í grunninn eru vinnubrögð hreinna og aseptískra vinnubragða þau sömu.
- Hrein vinnubrögð eru afbrigði af aseptískum vinnubrögðum þar sem notuð er snertifrí tækni þegar hægt er að koma því við en ekki er alltaf nauðsynlegt að nota dauðhreinsaðan búnað eða vökva.
Lykilsvæði
Lykilsvæði eru þau svæði á sjúklingi þar sem sjúkdómsvaldandi örverur komast inn fyrir varnir líkamans (t.d. sár, þvagrás, stungustaðir).
Lykilhlutir
Lykilhlutir eru dauðhreinsaðir hlutir sem koma í snertingu við lykilsvæði á sjúklingi og geta borið sjúkdómsvaldandi bakteríur í sjúkling ef þeir mengast og valdið sýkingu (t.d. nálar, sprautuendar, þvagleggir, æðaleggir, dauðhreinsaðar vörur/hlutir)
* Ef ekki verður hjá því komist að snerta lykilhluti/lykilsvæði eru notaðir dauðhreinsaðir hanskar.
Aseptísk vinnubrögð
- Tryggja þarf að ómenguð áhöld og tæki séu notuð við snertingu lykilstaða við framkvæmd klínískra verka
- Aseptísk vinnubrögð á að nota við sérhvert verk þar sem farið er í gegnum varnir líkamans eins og húð og slímhúð.
- Vernda sjúklinginn fyrir sýkingum sem tengjast klínískum verkum