Kafli 8 og 9 Flashcards
Hvaða breytingar eiga sér stað á efri fullorðinsárum?
Líffræðilegarbreytingar - öldrun.
Sálrænar breytingar.
Félagslegarbreytingar.
Hvað er hugtakið öldrun?
Hugtakið öldrun er notað í tengsl við hnignun og dauða, það er líffræðilegt ferli frá fæðingu.
Hvernig getur einstaklingur brugðist við færnitapi?
Með því að velja að gera sem mest úr því og koma með eitthvað í staðin. Læra að sætta sig við aðstæður og gera sem best úr því. Fólk sem velur, hámarkar og aðlagar eru þeir sem líða betur og er meira í takt við tilveruna.
Hvaða félagslegir þættir breytast þegar það kemur að öldrun?
Hlutverk breytast eins og t.d. vinnur, kemur að starfslokum. Það verða hraðar breytingar í samfélaginu og það er mikilvægt að halda sjálfstæði sínu og ráða sínu eigin lífi. Þjónusta breytist og viðhorf aldraða á samfélagið hefur áhrif á vellíðan.
Hver er munurinn á þriðja og fjórða aldri hjá öldruðum?
Þriðji aldurinn leggur áherslu á sjálfseflingu og að lifa lífinu. Aldraðir eru virkir að taka þátt í samfélaginu.
Fjórði aldurinn er þegar þarfir aukast og einstaklingar fara að veikjast og þurfa meiri umönnun.
Ekki allir aldraðir eru í sömu stöðu og þurfa sömu hjálpina.
Hvað felst í áttunda þrepi þroskakenningu Erikson?
Í áttunda og síðasta þrepi Eriksons þarf einstaklingur að horfa til baka á líf sitt með sátt. Ef honum tekst það, upplifir hann lífsfyllingu. Ef ekki, getur hann upplifað örvæntingu og vanlíðan.
Hvað segir hlédrægnikenningin um öldrun?
Kenningin gengur út á að aldraðir dragi sig sjálfviljugir í hlé frá samfélaginu, og samfélagið dregur sig einnig frá þeim. Þetta er talið gagnkvæmt og þykir eðlilegt, t.d. að þeir hætti að vinna og missi áhuga á umheiminum.
Hverjir eru kostir og gallar hlédrægnikenningunnar?
Kostir:
Hentar þeim sem vilja losna undan skyldum
Gefur rými til að sinna áhugamálum
Styður við aukna þjónustuþörf
Gagnrýni:
Ekki allir vilja draga sig í hlé
Alhæfir um stóran og fjölbreyttan hóp
Tekur ekki tillit til ólíkra félags- og efnahagsaðstæðna.
Hvað er virkni/athafna kenningin?
Farsæld aldraða byggir á virkni, þátttöku og að fylgjast með og miðla. Ef það er athafnasemi hjá öldruðum þá er meir líkur á lífsánægju. Þú vinnur gegn hrörnun og viðheldur félagstengslum og þátttöku.
Hvað er markmið virkni/athafna kenningarinnar?
Vinna gegn hrörnun.
Viðhalda félagstengslum og þátttöku.
Halda í lífsánægju.
Hvað er skiptikenningin og hvaða áhrif hefur hún á öldrun?
Skiptikenningin er samskipti og tengsl sem byggja á félagslegum skiptum. Fólk gefur og þiggur og leitar að jafnvægi í samskiptum. Með aldrinum minnkar þessi geta til að taka þátt í þessum skiptum.
Hvað er gráa hagkerfið?
Efnahgasleg áhrif eldra fólks:
Fjölgun eldra fólks.
Heilsufar.
Atvinnulíf, eignir og fyrirtæki.
Hvað felst í samfellukenningunni?
Það er samfelld hegðun. Samfelld þróun persónuleikans, skap, markmiða og tómstunda og sjálfsmyndar. Einstaklingar eiga að halda áfram lífinu sínu þrátt fyrir breytingar.
Hvað er líknarmeðferð?
Það er meðferð fyrir einstakling sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldur þeirra sem eru með lífshættulega sjúkdóma. Það er lögð áhersla á árangursríka meðferð. Meðferðin er að fyrirbyggja þjáningu, líkamlegri og andlegri.
Hvað felst í lífslok/dauðanum?
Flestir deyja aldraðir og þeir deyja oftast á hjúkrunarheimili, sjúkrahúsi.
Það er oft forðast þessara umræðu eða fólk er í afneitun.
Hver er kenning Kubler - Ross um fimm stig sorgarinnar?
Afneitun.
Reiði.
Samningar.
Þunglyndi.
Viðurkenning.
Hvað felst í sorg og hvernig á að vinna með sorgina?
Þegar maður missir einhvern þá fer sorgarferli á stað. Það er mjög mismunandi hvernig fólk fer í gegnum sorgarferli. Til þess að vinna með sorgina er mælt með að leyfa sér að sakna og finna til sorgar. Þiggja þá hjálp sem þér býst. Vera raunsær, ekki fake´a. Minnstu hins látna.