Kafli 4 Flashcards
Nefndu dæmi um líffræðilegar breytingar á unglingsárum.
Það er vöxtur, stelpur verða fullvaxta 16 en strákar 19 ára.
heilaþroski.
Hlutfall vöðva og fitu, þegar strákar ná 17% fitu þá byrjar kynþroskinn en 27% fita hjá stelpum. Þess vegna byrja afreksíþróttafólk seinna á kynþroska.
Kynþroski.
Nefndu dæmi um menningu á unglingsárum.
Ferming/prom ball.
Breyting á neysluhyggju.
Aldursmörk misjöfn milli landa.
Ólíkir hópar.
Trans-hinsegin.
Hvernig væri hægt að efla og/eða ýta undir seiglu undir fólki á unglingsárum?
Koma úr úr þægindarammanum. Hafa trú á sjálfum sér, gefa stuðning, veita ást og umhyggju.
Afhverju skiptir seigla máli?
Seigla er gríðarlega mikilvæg til þess að takast á við mótlæti. Þú kemst í gegnum lífið með seiglu. Hún er mikilvæg fyrir andlega heilsu, líðan og þroska. Sérstaklega fyrir börn og unglinga en líka hjá fullorðnum. Það þarf sérstaklega að afla seiglu hjá börnum og unglingum sem ólust upp við erfiðar aðstæður.
Hver gætu verið orsök þess að börn og unglingar finna ekki fyrir öryggi?
Börn og unglingar sem eru í mestri þörf fyrir öryggi, telja sig ekki þurfa eða gera ekki ráð fyrir því að finna öryggi í samskiptum því það var skortur á ást, umhyggju og öryggi í æsku. Skortur á ást, öryggi og umhyggju í æsku getur leitt til þess að þau trúa því að þau muni ekki finna fyrir ást og umhyggju í framtíðinni og eru þá töluvert minni líkur á því að að þau haldi að þau muni finna það. En þau þurfa mest á því að halda.
Kynlíf og unglingar
Líkamleg ánægja.
Samþykki - unglingar eiga erfitt með aðð tjá sig varðandi samþykki. Þau vita ekki hvað skal spyrja svo að mörk báða aðila sé virt og þess vegna er oft að stelpan gaf ekki samþykki en strákurinn hélt að það væri samþykki.
Fyrsta skiptið - mjög oft að stelpur upplifi neikvæða upplifun í fyrsta skipti.
Hinsegin.
Hver er ástæðan fyrir að börn/unglingar fara á vistun eða fóstur?
Börn sem búa við vanrækslu eða ofbeldi. Börn og unglingar sem fara í fóstur þurfa að hafa ástæðu fyrir því. Þarfir eru ólíkar en öll eru í mikilli þörf fyrir öryggi og að fá öryggi. Mikil þörf fyrir tengsl og nánd.
Hvaða áhrif hefur umskipti/breytingar?
Ef breytingar eru óútreiknanlegar, ófyrirséðar, framandi, tíðar eða umfangsmiklar eru þær meira streituvaldandi. En allar breytingar veita tækifæri til þroska.
Hverjar gætu áskoranir verið fyrir foreldra sem eiga ungling með Down Syndrom og hvaða bjargráð gætu þau nýtt sér?
Kynþroski, umhverfi, skólafélagar, fordómar. Þau gætu nýtt sér stuðning, liðveislu.
Hverjar gætu áskoranir verið fyrir foreldra sem eiga ungling með Down Syndrom og hvaða bjargráð gætu foreldrar nýtt sér?
Kynþroski, umhverfi, skólafélagar, fordómar. Þau gætu fengið stuðning, liðveislu.
Hvað er Húmanismi?
Húmanismi í sálfræði er nálgun sem leggur áherslu á jákvæða möguleika manneskjunnar, sjálfsþroska og einstaklingsbundna upplifun. Tveir af helstu frumkvöðlum húmanismans eru Abraham Maslow og Carl Rogers.
Segðu frá Þarfapýramítanum.
Þarfapýramítinn
Hvað er Húmanismi?
Húmanismi í sálfræði er nálgun sem leggur áherslu á jákvæða möguleika manneskjunnar, sjálfsþroska og einstaklingsbundna upplifun. Tveir af helstu frumkvöðlum húmanismans eru Abraham Maslow og Carl Rogers.
Segðu frá Þarfapýramídanum.
Maslow er þekktastur fyrir þarfakenningu sína, hann setti fram pýramída sem fólk þarf að uppfylla grunnþarfir áður en það getur náð sjálfsþroska. Það er:
1. Líkamlegar þarfir – matur, svefn, vatn.
2. Öryggisþarfir – skjól, öryggi, heilsuvernd.
3. Félagslegar þarfir – tilheyra hópi, vinátta, ást.
4. Virðingarþarfir – sjálfsvirðing, viðurkenning, árangur.
5. Sjálfsþroski – að nýta hæfileika sína, vaxa sem manneskja.