Kafli 7 Flashcards
Hvaða áhrif getur fátækt skapað?
Peningar skapa ekki hamingju en fátækt getur skapað óhamingju.
Áhrif fátæktar getur skapað ójöfn tækifæri, líkamleg og andleg einkenni.
Hver er skilgreiningin af fátækt samkvæmt Peter Towesnend?
Fólk býr við fátækt þegar það skortir fjármagn til þess að afla sér matar, taka þátt í samfélaginu og búa við þau lífskjör sem tíðkast í samfélaginu sem þau tilheyra.
Hvers vegna eru lífeyrisþegar í aukinni hættu á að upplifa fátækt?
Lífeyrisþegar eru líklegri til að upplifa fátækt útaf takmörkuðum tekjum og það getur verið erfitt að að bæta við sig tekjum.
Staða lífeyris getur verið misjöfn milli kynja, t.d. vegna ójafnrar þátttöku á vinnumarkaði eða lægri launa kvenna yfir starfsævina.
Þetta getur haft áhrif á lífsgæði, heilbrigði og félagslega þátttöku á efri árum.
Komdu með nokkur dæmi af mismunandi hugtökum sem notuð eru fyrir ofbeldi.
Heimilisofbeldi, ofbeldi gegn konum, barnaníð, netníð, einelti, fjárhagslegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi.
Hvað felst í ofbeldi umönnunaraðila?
Ofbeldi umönnunaraðila felur í sér andlegt, líkamlegt, kynferðislegt eða vanrækslu gagnvart barni af hendi þess sem ber ábyrgð á því.
Börn eru sérstaklega viðkvæmur hópur og eru oft varnarlaus gagnvart ofbeldi innan fjölskyldu eða frá nánum aðilum.
Slíkt ofbeldi getur haft alvarleg og langvarandi áhrif á andlega og líkamlega heilsu, tilfinningaþroska og traust barna til annarra.
Hvað er heimilisofbeldi?
Það er þegar barn verður vitni af ofbeldi milli annarra aðila. Rannsóknir hafa meira einblínt á gagnkynhneigt fólk. Alvarlegasta útgáfa af heimilisofbeldi er morð.
Hvaða þættir stu’la að ofbeldi hjá öldruðum?
Aukin umönnunarþörf getur aukið líkur á ofbeldi, sérstaklega þegar aðstandendur eða starfsfólk er undir miklu álagi.
Samskipti innan fjölskyldunnar geta haft áhrif, spennir og vantraust.
Umhverfisþættir, eins og félagsleg einangrun, skortur á úrræðum eða léleg aðstaða, geta einnig aukið áhættu.
Hvaða sýn fáum við á ofbeldi út frá tenglsakenningunni?
Ofbeldi getur átt rætur sínar að rekja til ótryggð tengsl í æsku, t.d. ef barn hefur ekki myndað örugg tengsl við foreldra eða aðra umönnunaraðila.
Þau börn geta átt erfitt með að stjórna tilfinningum og tengjast öðrum síðar í lífinu.
Gerendur ofbeldis hafa sjálfir upplifað vanrækslu eða höfnun, sem verður síðar í erfiðleikum í samböndum og árásargirni.
Ef börn fá ekki góð tengsl, ást og öryggi frá foreldrum þá er líklegra að það verður vanræksla í uppeldi sem veldur hegðunarerfiðleikum eins og ofbeldi.
Hvaða sýn fáum við á ofbeldi út frá samspilskenningunni?
Ofbeldi mótast og viðhelst í gegnum félagsleg samskipti og túlkun á aðstæðum.
Hegðun, þar með talin ofbeldishegðun, lærum við í samskiptum við aðra.
Ef börn upplifa ofbeldi í æsku, speglast það í framtíðina og meiri líkur á að þau beiti ofbeldi.
Hvaða sýn fáum við á ofbeldi út frá Bandura-félagsmálakenningunni?
Ofbeldi er lært með athugun og herminámi, sérstaklega í gegnum fyrirmyndir eins og foreldra, systkini og samfélagsmiðla.
Ef börn sjá ofbeldi í nánum samböndum eins og hjá mömmu og pabba og það er ekkert gert í því, eru meiri líkur á að þau líti það sem eðlilega hegðun.
Bandura lagði áherslu á mikilvægi umbunar og refsinga – ef ofbeldi er umbunað (t.d. með því að fá sínu framgengt), festist hegðunin í sessi.
Hvaða sýn fáum við á ofbeldi út frá Bronfenbrenner - vistfræðilíkani?
Lítur á ofbeldi út frá margvinskonar kerfum Bronfenbrenner sem fjallar um einstakling sem lifir og lærir í kerfunum sínum.
Ofbeldi getur orsakast eða viðhaldist vegna samspils milli:
Míkrókerfis (fjölskylda, vinir),
Mesókerfis (tengsl á milli kerfa),
Exókerfis (vinnuumhverfi foreldra, fjölmiðlar),
og Makrókerfis (menning, lög, viðhorf).
Þannig sést hvernig bæði persónulegar og samfélagslegar aðstæður hafa áhrif á hvort og hvernig ofbeldi birtist.
Hvaða þættir einkenna umræðu og skilning á geðheilsu?
Hugtakið geðræn einkenni hefur verið breytilegt eftir tíma og menningu.
Fordómar gegn geðrænum vanda eru algengir og geta haft áhrif á lífsgæði og aðgengi að hjálp.
Það er mikilvægt að skoða hvort einkenni séu orsök eða afleiðing af félagslegum aðstæðum.
Tvígreining vísar til þess að einstaklingur glími við bæði geðræn vandamál og vímuefnavanda samtímis.
Hvað er það sem eflir andlegu vanlíðan og félagslega stöðu?
Geðrænn vandi kemur meðal annars til vegna fátæktar, streitu, lélegs húsnæðis og umhverfis. Fólk með geðræna vanda er líklegra til þess að búa við verri aðstæður en aðrir því erfiðleikar þeirra valda því.
Hvernig hafa félagsleg áhrif á sjálfsmynd og upplifun einstaklinga?
Sjálfsmynd okkar mótast í samskiptum við aðra. Sjálfsmyndin okkar er ekki bara sem býr innra með okkur heldur líka hvernig aðrir sjá okkur. Við tökum hlutverk í samfélaginu hvernig við skiljum okkur og hvernig aðrir skilja okkur. T.d ef einhver myndi segja við mig að ég væri svo hjálpsöm, þá byrja ég að trúa því og byrja að vera meira hjálpsöm.
Hvernig finnur félagsráðgjafi út hvernig einhver manneskja er út frá félagslegum áhrifum?
Félagsleg áhrif er hvernig fólk gengur inn í félagsleg hlutverk. Fólk notar ákveðna vegvísi til að rata innan samfélagsins. Þannig eru notaðar vísbendingar, flokkun, til þess að finna út hvernig manneskja einstaklingur er. Hjálpar viðkomandi að átta sig á við hverju má búast og hvernig eigi að haga samskiptum.
“Hvað starfar þú?” “Hverra manna ertu?”
Hver er munurinn á áunnin og ásköpuðu hlutverki?
Áunnin hlutverk eru hlutverk sem þú stjórnar sjálfur. T.d. ferð í skóla og verður kennari.
En ásköpuð hlutverk eru hlutverk sem þú færð vegna aðstæðna sem þú ræður ekki við. T.d. Þú veikist eða lendir í slysi og færð varanlega örorku → hlutverk öryrkja.