Kafli 5- Réttarvenja Flashcards
Venja sem réttarheimild
Almennt er því talið að venja sé góð og gild heimild fyrir dómara til að leggja til grundvallar dómi sínum að fullnægðum ákveðnum skilyrðum.
- Venja, eða réttarvenja, hefur almennt verið álitin elsta réttarheimildin.
Hrd.nr.628/2015 Endurupptaka
Í framkvæmd við áfrýjun héraðsdóma í sakamálum hefur lengi tíðkast að telja lögmann bæran um að standa að yfirlýsingu til ríkissaksóknara um áfrýjun sakamáls án þess að lögð sé fram sérstök yfirlýsing ákærða sjálfs um áfrýjun eða skriflegt umboð hans til lögmannsins í þessu skyni. Hafa þau tilvik um árabil í raun verið í meiri hluta. Í því ljósi verður að líta svo á að slíkt verk megi í skilningi 2.mgr. 21.gr. Laga nr.77/1988 telja venjulegt til að gæta hagsmuna ákærðs manns fyrir dómi.
3.gr.laga um lausafjárkaup (kauplaga) nr.50/2000
Sett lög geta veitt venju ríkara réttarheimildalegt gildi en ellegar væri.
- ákvæði laga þessara eiga ekki við þegar annað leiðir af samningi, fastri venju milli aðila, viðskiptavenju eða annarri venju sem telja verður bindandi millum aðila.
Flokkar venju
- stjórnskipunarvenja
- stjórnsýsluvenja
- dómvenja
- almannavenja
- Viðskiptavenja
Réttarheimildarleg staða venju
Venja telst að meginreglu réttlægri réttarheimild en almenn lög. Eru rökin fyrst og fremst þau að ef löggjafinn, sem hefur lýðræðislegt umboð til að taka ákvarðanir um hvaða reglur eigi að gilda í lögskiptum borgaranna, hefur tekið afstöðu til þess álitaefnis sem staðið er frammi fyrir, ber að virða það og fara þannig eftir viðkomandi almennum lögum.
Alþingi getur með öðrum orðum fellt úr gildi löghelgaða venju með einfaldri lagasetningu þar.
Hrd.1934:969 Fasteignagjöld
Reynt á: Var deild um hvort fasteignagjöld ættu að ná til annarra mannvirkja á lóð en húsa. Lögin höfðu verið framkvæmd með þeim hætti að þau næði ekki til annarra mannvirkja á lóð en húsa.
Niðurstaða hæstaréttar: en þessi skilningur getur þó, ef hann reynist rangur, staðið því í vegi, að breyta megi þeirri álagningu gjaldsins í samræmi við réttan skilning á lögunum.
Hrd. 1983:574 opinber starfsmaður, aðild að lífeyrissjóði, fyrirframgreiðsla launa)
Deilt um/reynt á: hvort sú framkvæms að greiða þeim ríkisstarfsmönnum sem áttu aðild að öðrum lífeyrissjóðum en lífeyrissjóði stafsmanna ríkisins laun eftir á í stað fyrir fram fyrsta starfsdag hvers mánaðar, gæti vikið til hliðar réttindum ríkisstarfsmanna samkvæmt 1.mgr. 20.gr.laga.nr.38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
Niðurstaða hæstaréttar: stefndi telst ríkisstarfsmaður í skilningi 1.gr.laga nr.38/1954 umréttindi og skyldur starfsmanna ríkissins. Þau lög geyma reglur opinbers réttar eðlis, og verður að telja, að óheimilt hafi verið að semka á annan veg um launagreðslur til stefnda en 1.mgr. 20.gr. Þeirra laga mælir fyrir um.
löghelgan venju- aldur tilvist útbreiðsla.
Aldur, tilvist og útbreiðsla venju koma til skoðunar þegar lagt er mat á hvort hún geti orðið viðhlítandi grundvöllur réttarreglu.
- Hrd.1938:295 (verslunarleyfi), Hrd.1958:737 (undirskjörstjórn), Hrd. 1968:428 (hjúskapur), Hrd.1985:1544 (kjarnfóðurgjald), Hrd. 1972:920 (uppsögn ríkisstarfsmanns), hrd.1985:563 (farmflytjandi
Efni afstaða manna til venju, ofl.
Gera verði ákveðnar kröfur til efnis venjunnar, það er að hún feli í sér sanngjarna og skynsamlega lausn á því atriði sem til úrlausnar er.
- Er það talið skilyrði fyrir því að venja geti talist réttarvenja er að menn fari eftir henni sakir þess að þeir telji sjálfum sér það skylt, líkt og um setta réttarreglu.
- þá getur skipt máli að venja sé í samræmi við skoðanir almennings um hvernig skipa eigi tilteknu atriði
Hrd.1977:972 Slökkviliðsmaður
Álitaefni: Slökkviliðsmanni var sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara, en hann taldi sig eiga rýmri uppsagnafrest.
Niðurstaða hæstaréttar: Aðilja skilur eigi á um, að gagnáfrýjandi hafi notið þriggja mánað uppsagnarfrest, og þykir lengd hans, eins og hér stendur á, eðlilega ákveðin samkvæmt íslenskum lagavenjum.
Sönnunarbyrði um venju
Samkvæmt 2.mgr. 44r.gr.laga um meðferð einkamála nr.91/1991 verður sá sem ber fyrir sig venju, að leiða tilvist og efni hennar í ljós
- með öðrum orðum ber sá sem byggir á venju sönnunarbyrpina fyrir því að umrædd venja hafi myndast og hvers efnis hún er.
- sýna fram á venjuna með hefðbundum sönnunaraðferðum: m,eð fram lagningu sýnilegra sönnunargagna, öflun matsgerða sérfróðra manna,
Hrd.nr.445/2001 Vörugámar á leið til Ólafsvíkur
Sönnunarbyrgði um tilvist venju.
Málavextir: haldið fram að venja (viðskiptavenja) hefði myndast í skiptum aðila málsins.
Niðurstaða: ,, þar sem ekki nýtur við um þennan flutning frekari gagna verður ekki talið gegn andmælum áfrýjandi að stefnda hafi tekist að sýna fram á að venja sú, sem hann heldur fram, hafi myndast í viðskiptum aðillanna.
Venja sem lögskýringarsjónarmið.
Gera verður greinarmun á venju sem réttarheimild og venju sem lögskýrandisjónarmið.
Venju sem réttarheimild hafi skapað grundvöll undir réttarreglu.
Algent að venja sé ekki beinlínis grundvöllur réttarreglunnar heldur styðji frekar tiltekna túlkun á settum rétti.