Kafli 3 - Grundvallarlög Almenn Lög Og Mannréttindasáttmáli Evrópu Flashcards

1
Q

Grundvallarlög

A

Ákvæði stjórnarskránnar sem teljast til svokallaðra grundvallarlaga eru æðsta réttarheimild íslensks réttar. Grundvallarlög lúta 1.mgr. Stjórnarskrár.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Lex superior

A

Æðsta réttarheimild íslensks réttar. Stjórnarskráin

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Tilgangur stjórnarskrárreglna

A

I) stjórnarskráin afmarkar inntak ríkisvald og lýsir innbyrðis valdmörkum handhafa þess, sbr. I-V. Kafli stjórnarskrár

II) Stjórnarskráin veitir borgurum vernd gegn íhlutun ræikisvalds, sbr. VI. Og VII, með því að m.a.að takmarka pólitíska valkosti löggjafans.

III) Stjórnarskráin afmarkar hið íslenska réttarkerfi og gildi réttarreglana hér á landi gagnvart reglum þjóðarréttar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Efni grundvallarlaga

A
  • kveða á um grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar, svo sem þrískiptingu ríkisvaldsins og grundvallarréttindi borgaranna
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

1.mgr.79.stjórnarskrárinnar

A

Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu alþingi og auka-alþingi. Nái tillagan samþykki skal rjúfa Aþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

44.gr.stjórnarskrár

A

Frumvarp til almennra laga má samþykkja þegar það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi sbr. 44.gr. Stjórnarskrár.

,, Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi”

Ef Frumvarp til stjórnarskipunarlaga er samþykkt af Alþingi, eftir þrjár umræður, ber hins vegar að rjúfa þing í kjölfarið og stofna til almennra alþingiskosninga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga

A

Dómastílar geta leyst úr árekstrum almennra laga og grunvallarlaga
- helgast af stjórnskipunarvenju

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Rök MEÐ úrskurðarvaldi dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga:

A
  • annars ómögilegt að tryggja að stjórnarskránni verði fylgt (lex superior)
  • Stjórnarskráin verndar borgarana (mannréttindaákvæðin)
  • Dómendur dæma eftir lögum, sbr. 61.gr. Stjórnarskrárinnar, og hún hefur sérstöðu samkvæmt lögum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Rök á MÓTI úrskurðarvaldi dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga

A
  • Dómendur hafa ekkert lýðræðslegt umboð
  • Þrískipting ríkisvaldsins
  • Þingmönnum ber að hlíta stjórnarskránni og þeir sverja eið þess efnis.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Túlkun lagaákvæða (Róbert R. Spanó)

A

Færa má rök fyrir því að af stjórnskipulegri stöðu dómstólanna gagnvart hinum handhöfum ríkisvalds, það er löggjafans og framkvæmdarvalds, leiði að rétt sé að dómendur beiti endurskoðunrvaldinu með þeim. Hætti að telja að jafnaði líkur með því að almenn lög samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hrd. 1950, bls.175 (kvísl)

A

Skilgreiningin á hugtakinu kvísl var mismunandi milli deilda alþingis.

Samkvæmt því, sem nú var rakið, hafa yfirmátsmenn réttilega litið svo á, að framangreind skýrgreining á kvísl, sem síðar var tekin upp í lög nr. 112/1941, hafi ekki orðið til á stjórnskipulegan hátt. Þar sem ákvæðið af þessum sökum hefur eigi lagagildi, hafa yfirmatsmenn skýrgreint orðið kvísl með hliðsjón af þeim sjónarmiðum, sem liggja til grundvallar 34.gr.laga nr 112/1941 og öðrum gildandi ákvæðum sömi laga, svo og með hliðsjón af eðli málsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Lög sett af valdbærum aðila

A
  • ekki algengt álitaefni en þó ekki útilokað
    Hvort aðilinn sem átti að setja lögin setti þau.
  • sérstakur ríkisstjóri fór með vald konungs eftir að Danmörk var hernumið 1940
  • kosningafrestun 1941
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Desvetudo derogatoria / fyrning laga

A

Lög falla úr gildi fyrir fyrnsku sökum notkunarleysis.

- Mjög sjaldgjæft að ákvæði fyrnist.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hrd. 1956 bls 702 (togarasjómaður)

A

Ákvæði 225 gr. Siglingalaganna um, að hvorki bætur fyrir missi fyrirvinnu nér líkamstjón megi fara fram úr kr. 4200.00 eru komin óbreytt í lögin út norrænu siglingalögunum, en þar er miðað við verðgildi peninga um 1890. Síðan hafa orðið stórkostlegar breytingar á verðgildi peninga, og kr.4200.00 eru harla litlar bætur fyrir missi fyrir missi fyrirvinnu eða líkamstjón. Virðist því eðlilegast að telja ákvæði þetta úrelt orðið og dómstólana ekki við það bundna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Sett lög í þrengri merkingu

A

A. Stjórnskrárreglur
B. Almenn lög - sem sett eru á grundvelli sérákvæða í stjórnarskránni:
- Bráðalög sbr. 28.gr.stjskr.
- fjárlög og fjáraaukalög sbr. 41.og 42. Gr. Stjskr.
- lög sem leggja ber undir þjóðaatkvæði, sbr. 26.gr. Og 2.mgr. 79. Gr. (2.mgr.62.gr) stjskr.
I. Lög í stjórnlagafræðilegri merkingu
II. lög sem handhafar lagasetningarvalds setja.

Lög eldri en frá 1874

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Sett lög í rýmri merkingu

A

A. Almenn stjórnvaldsfyrirmæli
B. Reglur (réttarreglur) sem handhafar framkvæmdavaldsins setja
C. Réttlægri reglur sem verða að sækja stoð í almenn lög

17
Q

Almenn lög

A

Með almennum lögum er átt við þau lög sem Alþingi samþykkir eftir þrjár umræður og forseti staðfesti í kjölfarið með undirritun sinni .

Njóta forgangs umfram reglur sem settar eru af framkvæmdarvaldinu: venju, lögjöfnun,meginreglum laga og eðli máls.

18
Q

Árekstur almennra laga - forgangsreglur

A
  1. Lex superior

Lex specialis

Lex poserior

19
Q

Lex specialis

A

Samkvæmt reglunni um lex posterior ganga yngri lög framar eldri lögum ef þau rekast á.

hrd. 1985:1363 (tollinnsigli)
Hrd.nr.38/2020 (Vr)

20
Q

Lex posterior

A

Samkvæmt reglunni lex posterior ganga yngri lögum framar eldri lögum ef þau rekast á.

Hrd 1964:344 (girðing yfir heimreið)

Hrd. Nr. 477/2002 (hör’ur einarsson, virðisaukaskattur af bókum)

21
Q

Hrd 1985:1363 (tollinnsigli)

A

Málavextir/ ágreiningur:

Lögreglustjóri rauf tollinnsigli í skipi með leyfi frá skipstjóra til að sækja sér áfengi.

Niðurstaða hæstaréttar:

  • verknaður þessi varðar bæði almenn hegningarlög og tollalög
  • þar sem tollalögin eru sérhæfðari var eingöngu horft til þeirra þegar dómur var kveðinn upp.

Reynt var á Lex specialis - Árekstur réttarheimilda.

,,Svo sem greinir í héraðsdómi hefur ákærði gerst sekur um það atferli, sem honum er gefið að sök. Ákærði rauf tollinnsigli með ólögmætum hætti og varðar það við 65.gr. Laga nr.59/1969, er tæmir sök að þessu leyti, þannig að 1.mgr. 113. Gr. Almennra hegningarlaga nr 19/1940 verður eigi beitt jafnframt. “

22
Q

Hrd. Nr.477/2002 (hörður Einarsson, VSK af bókum)

A

Málsatvik/ágreiningur:

Einstaklingur fer í prinsipmál- hann er að flytja inn bækur og þarf að greiða vsk 24,5%.
Ekki má mismuna vörum eftir þjóðerni skv. EES Samningnum. Lög um vsk voru eldri en lög EES samningsins. Óheimilt var að gera greinarmun á bókum á íslensku og tungumálum við álagningu virðisaukaskatts.
Auk þess voru EES lögin sérhæfðari og því má segja að dæmt hafi veri eftir Lex specialis auk lex posterior

Niðurstaða Hæstaréttar :
þar sem lögin um EES samninginn eru sérhæfðari en lögin um Vsk skal dæma eftir þeim.

(Lex posterior).

23
Q

Hrd 1964:344 (girðing yfir heimreið).

A

Málavextir/ágreiningur:

Stefndi sótti um leyfi hreppsnefndar til að girða yfir gamla heimreið að bæ einum og fékk leyfið.
Sú ákvörðun var kærð til vegamálastjóra sem felldi leyfið.

Niðurstaða hæstaréttar:

Skv. Vegalögum frá 1947 átti að skjóta samþykki hreppsnefndar til vegamálastjóra sem sker úr um málið.
Skv. Girðingarlögum frá 1952 átti að skjóta samþykki hreppsnefndar til sýslunefndar sem sker úr um málið.

Þar sem griðingalögin eru nýrri ber að fara eftir þeim.

24
Q

27.gr.stjórnarskrárinnar

A

,,Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum”

25
Q

Afturvirkni laga

A

Í víðtækasta skilningi telst regla afturvirk þegar hún með nýjum fyrirmælum raskar með beinum eða óbeinum hætti lögbundnu ferli eða ástandi sem til hefur stofnast í gildistíð eldri laga.

Í íslenskri löggjöf sem er ívilnandi fyrir borgarana svo fremi sem jafnræðis sé gætt.

26
Q

Bann við afturvirkni laga?

A

Ekkert almennt bann við afturvirkni laga
Sértækt bann á ákveðnum réttarsviðum
- 66.gr. Stjórnarskrárinnar
- 77.gr. Stjórnarskrárinnar

Íþyngjandi afturvirkni almennt óheimil

Ívilnandi afturvirkni almennt heimil

27
Q

Óbein Afturvirkni: Hrd nr.655/2016 (bjallaból)

A

Málsatvik/ágreiningur:

F var með samning við L um afhendingu á raforku í gegn um búnað sem var í eigu B. Síðan skv. Nýrri löggjöf má það ekki lengur svo B og L kæra L og O. l og O voru sýknuð á fyrrnefndum grundvelli.
1993 var þetta algerlega í lagi en svo kemur löggjafinn eftirá með afturvirka íþyngjandi löggjöf.

Niðurstaða Hæstaréttar:
Eins var samningurinn frá 1993 uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara og því ekki hægt að búast við því að hann gildi endalaust.

Hæstiréttur sagði nei á þeim grundvelli að ekki er hægt að gera ráð fyrir því.

Ef ekki er í lögum kveðið á um lagaskil gildir sú meginregla að nýjum lögum verfður beitt um lögskipti sem undir þau falla þótt til þeirra hafi verið stofnað fyrir gildistöku laganna enda ræðst réttarstaða manna af lögum eins og þau er hverju sinni.

28
Q

Réttarheimildaleg staða laga nr.62/1994

A

Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) lögfestur her á landi með lögum nr.62/1994
- Ríki skuldbundin til að tryggja hverjum sem dvelst á yfirráðasvæði þeirra mannréttindi sem sáttmálinn kveður á um.

Sáttmálinn er þjóðréttarsamningur og felur í ser þjóðréttarlegar skuldbindingar.

29
Q

Mannréttindasáttmáli Evrópu

A

Þjóðrétturinn gerir almennt ekki kröfu um forgangsáhrif að landsrétti eða að þegnum ríkisins verði gert kleift að byggja rétt á honum

Í íslenskum rétti hefur löngum verið talið að lögfesta þurfi þjóðréttarsamninga í innanlandsrétt svo byggja megi á þeim fyrir dómstólum (tvíeðliskenning)
- í samræmi við 2.gr.stjórnarskrárinnar.

Fullgiltur 19.júni 1953
- ísland þá skuldbundið öðrum aðildarríkjum að samningnum til að fara að ákvæðum hans.

Lögfestur með lögum nr 62/1994
- sáttmálinn þá orðinn að íslenskum lögum og fullgild réttarheimild í íslenskum rétti

30
Q

Réttarheimildaleg staða MSE

A

Formlega stöðu almennra laga
- þokar því réttlægri réttarheimildum og ákvæðum eldri laga

Formlega væri því unnt að setja ný lög sem myndu þoka ákvæði MSE
- Markmið lögfestingar sáttmálans, að veita mönnum lögvarin réttindi sen byggja má á fyrir dómstólum og stjórnvöldum, næðist þá ekki.

31
Q

Hrd.nr.167/2002 (ASÍ)

A

Ákvæði mannréttindasáttmálans njóta ekki stöðu stjórnskipunarlaga. Með vísan til greinargerðar með frumvarpi því sem varð að lögum nr.97/1995 um breytingu á stjórnarskránni og dóma hæstaréttar um túlkun á ákvæðum stjórnarskrár þykir rétt að túlka félagafrelsiákvæði 74.gr.stjórnarskrárþykir rétt að túlka félagafrelsisákvæði 74gr. Stjórnarskrár með hliðsjón af 1.og.2.mgr.11.gr.mannréttindasáttmálans.

Samkvæmt framangreindum athugasemdum við 74.gr.í greinargerð með frumvarpinu verður ákvæðið ekki talið veita félagafrelsi minni vernd en 11.gr.mannrétttindasáttmálans gerir ráð fyrir.

32
Q

Hrd. Nr.371/2010 Skattalagabrot

A

Ágreiningur málsins snerist um skýringu á svonefndri ,,ne bis in idem” reglu 1. Mgr. 4. Gr.7. Samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sem leggur bann við tvöfaldri málsmeðferð eða refsingu fyrir sama brot.

Málsatvik/ágreingur:
Reyndi á stöðu dómafordæma MDE og skyldra stofnanna hér á landi varðandi Ne bis in idem regluna (þú verður ekki sakfelldur tvisvar fyrir sama mál)

Niðurstaða hæstaréttar:
Úrlausnir MDE er ekki bindandi að íslenskum rétti. Íslenskur löggjafi sér um lagasetningu hér á landi.

Með lögum nr.62/1994 í 2.mgr. Þeirra er tekið fram að úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Með ákvæði þessu hefur löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu sáttmálans sé enn byggt á grunnreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar að því varðar gildi úrlausna þeirra stofnana sem settar hafa verið á fót samkvæmt sáttmálanum.

33
Q

Hrd.12/2018 (ne bis in idem)

A

Málsatvik/ágreingur
Leitað var endurupptöku skattalagabrots í kjölfar þess að MDE sagði að ríkið hefði brotið gegn MSE

Niðurstaða hæstgaréttar
MSE hefur stöðu almennra laga her á landi.
Úrlasnir MDE og slíkra stofnanna eru ekki bindandi lögum hér á landi.

Reyndi á: MSE, úrskurðir ekki bindandi ísl.rétti.

Leggja verður til grundvallar að með þessu hafi íslenski löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu mannréttindasáttmálans sé hér á landi byggt á grunnreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar. Þótt íslenskir dómstólar líti til dóma manréttindadómstólsins við skýringu mannréttindasáttmálans, þegar skipan að það er hlutverk alþin gis, innan valdmarka sinna samkvæmt 2.gr.stjónrarskrárinna að gera þær breytingar á lögum sem þarf til að virða þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt mannrédttindasáttmálanum. Fælist í niðurstöðu dómstóla að þeir hefðu með lögskýringu í reynd mælt fyrir um lagabreytingar í þeim tilgangi færu þeir út fyrir þau mörk sem stjónrlög setja valdheimldum þeirra, sbr.2w.gr. Og 1.málslið 61.gr.stjórnarskrárinnar.

34
Q

Dómar um stjórnskipulegt gildi laga.

A

Margir dómar hafa fallið um það hvort lög samrýmist grundvallarlögum

Íslenskir dómstólar hafa með öðrum orðum úrskurðarvald um stjórnskipulegt gildi laga, það er hvort þau samrýmist stjórnarskrá og séu þannig viðhlítandi stoð undir réttareglu (réttarheimild).

Lögin eru sem slík ekki felld formlega úr gildi en eru engu að síður að vettugi virðandi frá uppkvaðningu dóms.

  • háð skýringu hvers dóms hvort lög séu að vettugi virðandi í öllum tilfellum eða einungis sumum.
  • Hrd.nr.17/2002 (así)
  • Hrd.nr 220/2005 (tóbaksverslunin Björk).
  • Hrd.1943:237 (hrafnkatla)
  • Hrd. 1998:4076 (valdimarsmál ,,desemberdómur)
35
Q

Hrd. Nr.220/2005 Tóbaksverslunin Björk

A

Stjórnskipulegt gildi laga málavextir:
Hér reyndi meðal annars á hvort bann við áfengisauglýsingum í lögum samrýmdist prentfrelsi, varið af stjórnarskránni og tjáningarfrelsi í MSE niðurstaða:
Ekki var fallist á að lögin brytu í bága við stjskr. Nér MSE. Löggjafinn mat þau nauðsyndleg og að baki þeim lágu gild rök, heilsa manna.

Verður að leggja til grundvallar niðurstöðu með algjöru banni 6.ngr.7.gr.laga nr.6/2002 við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn farið út fyrir þau mörk, sem 75.gr. Og 73.gr. Stjórnarskrár setja.