Kafli 2 - réttarheimildir Flashcards

1
Q

Réttarheimild

A

Réttarheimildir eru þau viðmið- gögn sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað - sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún mótuð alment eða í ákveðnu tilviki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Réttarheimild- háttsemi

A

Með háttsemi er átt við venju sem skapast hefur á ákveðnu sviði og telst nægilega fastmótuð og viðurkennd til að unnt sé að leggja hana til grundvallar réettareglu (réttarvenja)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Réttarheimildir- hugmyndir

A

Með hugmyndum er einkum átt við réttarheimildirnar meginreglur laga og eðli máls sem byggja á hugmyndum um tilteknar grunnreglur og grundvallaratriði sem réttareglur verða leiddar af.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Réttarheimildir - hvað eina annað

A

Orðasambandið ,,hvaðeina annað” vísar til þess að í tímans rás geti nýjar réttarheimildir öðlast viðurkenningu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Réttarheimildir- nota skuli eða nota megi sem stoð undir réttarreglu

A

Með því er átt við það hvenær réttarheimildir eru bindandi og hvenær heimilt er að nota þær (ekki bindandi)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

réttarheimildir- réttarreglur slegið fastri

A

Þegar réttarreglu er slegiðr fastri, það er lagaregla sem er til staðar er staðfest, þegar réttarregla er mótuð almennt eða í ákveðnu tilviki

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Réttarheimild- mótun

A

Með mótun er vísað til þess að oft er réttarregla ekki fullmótuð og kemur þá í hlut dómstóla (eða fræðimanna) að móta hana, annað hvort í ákveðnu tilviki ( við úrlausn tiltekins ágreinings) eða með almennum hætti (kenningasmíð færði manna)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Sett lög

A

I) ákvæði stjórnarskrárinnar
II) Almenn lög sem alþingi setur og forseti staðfestir með undirritun sinni
III) stjórnvaldsfyrirmæli, til dæmis reglugerðir sem framkvæmdarvaldið (einkum ráðherra) setur samkvæmt heimild í almennum lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Rétthæð réttarheimilda

A

Dómara ber að líta fyrst til settra laga

  • almenn lög
  • stjórnvaldsfyrirmæli
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Réttarröð -réttarhæð

A
  • sett lög
  • venja
  • lögjöfnun (analogia)
  • meginreglur laga
  • eðli máls
    Auk fodæmi úr fyrri réttarframkvæmd
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Uppruni settra laga

A
  • almenn viðhorf í þjóðfélaginu hverju sinni
  • hagsmunir þjóðfélagsins á hverjum tíma
  • pólitísk viðhorf
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Má setja lög um hvað sem er?

A

Stjórnarskrá setur almennum lögum takmörk (79.gr.stjórnarskrárinnar)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hrd 1943,bls 237 (Hrafnkötludómurinn)

A
  • í þessum dómi voru lög í fyrsta sinn dæmd andstæð stjórnarskrár.

Hér reyndi á: hvort brotið hefði verið á lögum sem áskildu íslenska ríkinu einkarétt til útgáfu rita eldri en 1400 með uppfærðri útgáfu á verkinu Hrafnkatla..

Niðurstaða: lögin voru talin andstæð prentfrelsiákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem ap ekki lægju málefnalegar ástæður fyrir áskilnaði ríkisins. Fól í raun í sér tálmun á prentfrelsi.

Snertir hvaða svið/álitamál: samband milli stjórnarskrárinnar og almennra laga, endurskoðunarvald dómstóla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Tilvik sem settar lagareglur taka ekki til?

A

Leitað til annarra réttarheimilda

Gert á ákveðinn hátt í ákveðinni röð, aðferðarfræði beitt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Réttarhæð réttarheimilda - réttarvenja

A

Ef til staðar er venja um tilvik er almennt ætlast til þess að dæmt sé í samræmi við þá venju, að því gefnu að sett lög nái ekki til tilviksins.

Ákveðnar kröfur sem venja þarf að uppfylla til að teljast gild réttarheimild
- löghelgan venju: aldur stöðuleiki, útbreiðsla o.fl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Rétthæð réttarheimilda - lögjöfnun

A

Ef engin lög og engin venja á við um tilvik er lögjöfnun beitt
- ef skilyrði beitingar hennar eru til staðar

,, þegar lagareglu er beitt um ólögákveðið tilfelli, sem samsvarar efnislega til þeirra sem rúmast innan lagareglunnar.”

17
Q

Rýmkandi lögskýring - lögjöfnun

A

Með rýmkandi lögskýringu er vísað til þess að efni settra lagareglu er skýrt rýmra en orðlag hennar gefur til kynna.

Regla sem er leidd er fram með lögjöfnun er með öðrum orðum réttlægri en regla sem leidd er af rýmkandi lögskýringu.

18
Q

Réttarhæð réttarheimilda - meginreglur laga

A

Lagasjónarmiðum beitt sem ráða má af löggjafarstefnu almennt, þótt ekki séu til lög um það tilvik sem er til úrlausnar

Bindandi réttarheimild fyrir dómara

Misjafnar meginreglur á misjöfnum sviðum: Dómari byggir niðurstöðu á viðmiðunum sem ráða má af lögum, löggjafarstefnu eða viðurkenndum lagasjónarmiðum almennt.

Meginregla laga er sú regla sem dómari styðst við til úrlausnar ágreiningi sé samþýðanleg þeim meginreglum sem gilda á viðkomandi réttarsviði.

  • Hann er þá eki að búa til eigin reglur heldur nýtir hann lögfræðiþekkingu sína til þess að lesa út úr lgum eða viðurkenndum lagasjónarmiðum ákveðna meginreglu á viðkomandi sviði.
  • Sem dæmi má nefna: meginregla í barnarétti: að ætíð skuli beita því úrræði sem telst barninu fyrir bestu.
19
Q

rétthæð réttarheimilda - eðli máls

A

Um tilvik finnast ekki sett lög, venja skilyrði ekki fyrr beitingu lögjöfnunar og meginreglur ekki ráðnar af lögum - litið til eðlis máls

Regla lesin úr eðli málsins sem fallast má á sem réttarreglu.

Dómari verður að ráða regluna af viðurkenndum eðlislægum atriðum. Einnig hefur verið talað um dómari beiti hér almennri skynsemi.

20
Q

Rétthæð réttarheimilda- fordæmi

A

Staða fordæmis sem réttarheimildar
- réttarheimild sem leidd er af öðrum réttarheimildum

  • Staðfesting dómstóls á tilvist annarrar réttarheimildar.

Fordæmi hefur þá sérstöðu sem réttarheimild að það er í gurunninn ekki sjálfstæð réttarheimild heldur leitt af öðrum réttarheimildum.

21
Q

Lagastoð stjórnvaldsfyrirmæla- ályktanir af dómum?

A
  • heimild verður að vera til setningar reglugerðar í lögum og verður löggjöfin að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þess, sem skipa má á þann hátt, þ.e. Með reglugerð
  • á a.m.k. Við þegar reglugerð er “íþyngjandi”
  • meiri kröfur eftir því sem skerðingin er meiri
  • ekki vísað í lagaáskilnaðarreglur stjskr. Sérstaklega, sbr. ,, samherjamál” og ,, Framamál”
  • í samræmi við 2.gr. Stjskr
22
Q

Þjóðfélagsskipan?

A

Þjóðfélagsskipan felur í sér lýðræðislegan hátt, þaðð er með stjórnarská og síðan kosningum til alþingis, Alþingi er falið löggjafarvald og ef alþingi í skjóli þess valds hefur sett lög um ákveðin atriði eða falið framkvæmdarvaldinu innan marka laga að setja stjórnvaldsfyrirmæli um tiltekin atriði, ber að fara eftir þeim reglum.