Kafli 4. Sett Lög: Stjórnvaldsfyrirmæli Flashcards
2.gr.stjórnarskrárinnar:
Alþingi og forseti fara með lagasetningarvald en ekki stjórnvöld.
Rökin fyrir framsali lagasetningarvalds
1) nýting útfærslu- og kynningargildis
2) breytingar á almennum reglum þurfa að eiga sér stað með skjótvirkum hætti
3) aðlögun að breyttum tíma, m.a. Vegna nýjunga á sviði vísinda, þekkingariðnaðar og þróunar í atvinnulífi
4) nauðsyn á að setja almennar reglur m.t.t. Til staðbundinna aðstæðna
Stjórnvaldsfyrirmæli
Handhöfum framkvæmdarvalds (stjórnvöldum) sé heimilt innan vissra marka að setja fyrirmæli almenns efnis (stjórnvaldsfyrirmæli).
Stjórnvaldsfyrirmæli eru því réttlægri réttarheimild en almenn lög
- fyrst og fremst reglugerðir, settar af ráðherra, en geta borið önnur heiti, s.s. Reglur, tilskipanir, auglýsingar ofl., og stafa stundum frá öðrum stjórnvöldum en ráðherra.
Stjórnarskráin segir ekki til um hvenær og með hvaða takmörkunum handhöfum framkvæmdarvalds sé heimilt að setja stjórnvaldsfyrirmæli.
Stjórnvaldsákvarðanir og stjórnvaldsfyrirmæli
Gera greinamun á stjórnsýslufyrirmælum sem handhafar framkvæmdarvalds setja og stjórnvaldsákvörðunum sem handhafar framkvæmdarvalds taka hverju sinni
Réttarheimildaleg staða
Ef við finnum reglu í stjórnvgaldsfyrirmælum ber okkur að meginreglu að leggja hana til grundvallar sem réttarheimild
- lýðræðisleg rök
Hvað ef tvö eða fleiri stjórnvaldsfyrirmæli ná til sama tilviks en leiða til sitthvorrar niðurstöðu
- sömu viðmiðunarreglur og við árekstur settra laga
Réttarheimildaleg staða
Efni stjórnvaldsfyrirmæla sem hins vegar ekki vera andstætt almennum lögum
- leiðir af lögmætisreglunni.
- Stjórnvöld eru bundin af almennum lögum eins og aðrir
- Ef stjórnvaldsfyrirmæli eru andstæð efni almennra laga eru þau ekki gild réttarheimild
- Stjórnvaldsfyrirmæli geta því ekki breytt almennum lögum
Lögmætisreglan- Heimildarregla
Ákvarðanir og/eða athafnir stjórnvalda verða að eiga sér stoð í lögum
- Formþáttur heimildarreglunnar: stjórnvöld þurfa lagaheimild fyrir ákvörðunum og/eða athöfnum
- heimildarþáttur heimildarreglunnar: efnislegar kröfur til inntaks lagaheimilda
Lögmætisreglan - Formregla
Ákvarðanir og/eða athafnir stjórnvalda megaekki vera í andstöðu við lög (lex superior
Lagastoð stjórnvaldsfyrirmæla
Leiðir jafnframt af lögmætisreglu að stjórnvaldsfyrirmæli verða að eiga sér næga heimild (stoð í almennum lögum, þ.e. Það verður að vera heimild til setningar þeirra
- því ekki endilega nóg að þau séu ekki andstæðð efni laga
Í almennum lögum yfirleitt að finna heimild til setningar reglugerðar
- valdframsal löggjafans
- Kauphallir
Lög nr.110/2007. Um kauphallir
- 7.gr. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um umsókn um starfsleyfi og veitingu og afturköllun slíks leyfir
- 40.gr. Í reglugerð er ráðherra heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessara laga.
Dómar um lagastoð stjórnvaldsfyrirmæla
Hrd 1965:537 (aðstöðugjald):
Hæstiréttur taldi heimilt skv. Meginreglu 1.gr.alm. Hgl. Og laga um tekjustofna sveitafélaga að setja ákvæði í reglugerð um beitingu tiltekinna viðurlaga
Hrd. 1988:1532 (frami)
Reyndi á hvort reglugerðarákvæði sem bátt atvinnuleyfi bifreiðastjóra því skilyrði að þeir væru í stéttarfélagi hefði fullnægjandi lagastoð. Hæstiréttur hafnaði því að svo væri, með eftirfarandi rökum, meðal annars: samkvæmt 69.gr. Stjórnarskrárinnar.
Hrd.nr 174/2004 (Atlantsskip)
Nauðsynlegtg er að reglugerð styðjist við viðhlítgandi lagagrundvöll. Heimild verður að veera til setningar reglugedrðar í lögum og verður löggjöfin að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þess, sem skipa má á þann hátt.
Hrd. Nr.125/2004 (örykjadómur)
Almenn reglugerðarheimild í lögum ekki talin næg heimild til handa ráðherra til að setja reglugerð sem skerti tilkall bótaþega til fullrar tekjutryggingar.
Hrd. Nr 352/2008 (kostnaður við heilbrigðiseftirlit)
Ráðherra brast heimild til að breyta efni laganna líkt og gert var með 4.gr reglugerðarinnar og fór út fyrir þau svið sem reglugerð skyldi taka til. Synjun á greiðslu kostnaðar stefnda af áðurnefndu heilbrigðiseftirlit með tecraprófunum var því ólögmæt…
Hrd. Nr 403/2007 (saksókn efnahagsbrota)
Samkvæmt 1.mgr.25.gr. Laga nr.19/1991 er ákæruvald í höndum ríkissaksóknara og lögreglustjóra, þar á meðal ríkislögreglustjóra. - ekki ar að finna að finna viðhlítandi lagasstoð til að víkja á þennan hátt frá lögbundinni skipun ákæruvaldsins með reglugerð.
Hrd. Nr. 642/2012 (orkuveitan)
Skylda af þessu tagi, sem felur það í sér í reynd að þriðji maður taki við skuld sem annar hefur stofnað til verður ekki lögð á viðkomandi með reglugerð án þess að fyrir því sé ótvíræð lagastoð. Í þeim efnum nægir ekki sú almenna heimild sem er að finna í þeim lagaákvæðum sem áður eru rakin um heimild til að kveða í reglugerð nánar á um framkvæmd tiltekinna laga.
Hve íþyngjandi er reglan?
Skoða betur
Lagastoð - ályktanir af dómum?
- Heimild verður að vera til setningar reglugerðar í lögum og verður löggjöfin að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þess, sem skipa má á þann hátt, þ.e. Með reglugerð
- á a.m.k. Við þegar reglugerð er “íþyngjandi”
- meiri kröfur eftir því sem skerðingin er meiri
- ekki vísað í lagaáskilnaðarreglur stjskr. Sérstaklega, sbr. “Samherjamál” og ,, Framamál”
- í samræmi við 2.gr. Stjskr?
- yfirleitt nægir ,, almenn reglugerðarheimild ekki til setningar íþyngjandi stjórnvaldsfyrirmæla. (Hrd. Nr. 125/2000, öryrkjadómur) og (hrd.nr.642/2012 orkuveitan).
Framsal lagasetningarvalds
Heimild til framsals lagasetningarvalds verður að setja skorður
- hrd.nr 174/2004 atlantsskip
- Ef of langt er gengið í að framselja framkvæmdarvaldi lagasetningarvald vanrækir löggjafinn hlutverk sitt.
Ekki skýrar línur í stjórnarskrá um hve langt má ganga í framsali löggjafarvalds
Sumum málum má aðeins skipa með lögum (lagaáskilnaðarreglur stjskr).
Hrd. 1996:2956 Samherji
Framsal lagasetningarvalds í andstöðu við stjórnarskrá.
Málvextir: reyndi á tiltedkinákvæði laga nr.1988 um útflutningsleyfi. Í 1.gr. Laaganna var utanríkisráðuneytinu heimilað ,,að ákveða að ekki mætti bjóða, selja nér flytja vörur til útlanda nema að fengnu leyfi”. Jafnframt var gert ráð fyrir því að ráðuneytið gæti bundið útflutningsleyfi skilyrðum sem nauðsynleg þættu. Í 2.gr. Laganna var síðan að finna heimild til handa ráðherra til að setja nánari fyrirmæli um framkvæmd laganna. Í reglugerð, settri með stoð í 2. Gr. Laganna, var svo fyrir mælt að útflutningur tiltekinna vara, sem taldar væru upp á fylgiskjal, væri háður leyfi utanráðuneytisins.
Niðurstaða: talið að þetta væri óheimilt.