Kafli 3 Flashcards
1
Q
Kunna úr þessum kafla
A
- Leikaldur (e. middle childhood)
- Þróun hugsunar - vitsmunaþroski
- Nám og hegðun
- Skóli og menntun
- Áhrif misnotkunar/ofbeldis á þroska
- Siðferðisþroski
2
Q
Jean Paiget 1896-1980
Svissneskur þróunarsálfræðingur
A
- Piaget (1896-1980) er lýst sem föður þroskasálfræðinnar (hugrænna þroskakenninga)
- Eitt þekktasta nafnið í þroskasálfræði
- Var menntaður í líffræði og heimspeki
- Hafði áhuga á uppruna þekkingar
3
Q
Vitsmunaþroski
A
- Vitsmunaþroski lífvera byggir á hæfni – sumt meðfætt og annað lært
- Vitsmunaþroski manna að mestu lærður
- Greind er hæfni einstaklingsins til að skilja og gera sér mynd af hinum ytri veruleika innra með sér (Piaget)
4
Q
Nokkur lykilhugtök skv. Piaget
A
- Skemu (e. schemes) eru hegðunarmynstur á fyrstu tveimur árunum
- Umbreyting (e. adaptation) felur í sér hugsanaferli
- Aðlögun (e. assimilation) aðhæfing og samlögun
5
Q
Kenning Piaget
A
- Piaget taldi að börn þróuðu með sér kerfi er varðar vitsmuni – skemu (e. schemes) – um leið og þau kynnast nýjum aðstæðum eða umhverfi.
- Hvernig við lærum um ný fyrirbrigði – flokkum og aðgreinum áreiti. Eðlislægur munur á hugsun á milli stiga.
- Piaget notaði ýmsar æfingar eða tilraunir til þess að greina hugsun barna í 4 stig
1.Sensorimotor Stage/ Skynhreyfistig 0-2 ára
2.Preoperational stage/ Foraðgerðastig 2-7 ára
3.Concrete operations stage / Stig hlutbundinna aðgerða 7-12
4.Formal operations stage/ Stig formlegra aðgerða 12 ->
6
Q
- Skynhreyfistig 0-2 ára
A
- Nýburinn notar skynfæri og hreyfifærni sína til þess að kynnast og læra á umhverfi sitt.
- Í byrjun er nýburinn háður ósjálfráðum viðbrögðum þegar hann kannar umhverfi sitt.
- Við lok stigsins þá hefur barnið öðlast vitsmuni sem segir því að hlutur sé til, þó að hann sé færður úr stað – varanleiki hluta (e. object permanence).
- Symbolic thoughts er komin undir lok þessa stigs - að sjá fyrir sér hlut/fyrirbæri í huga sér sem einföld tákn.
7
Q
- Foraðgerðastig 2-7 ára
A
- Á þessu stigi er barnið að þróa hugtök og tungumál.
- Barnið er ekki háð skynfærum og hreyfifærni eingöngu – því nú getur það spurt spurninga og kannað umhverfi sitt enn betur.
- Barnið notar leik sinn til þess að skilja umhverfið sitt með „symbolic thinking“.
- Barnið býr hins vegar ekki yfir færni er varðar „logical thought“ – getur séð í huga sér fyrirbæri en ekki notað það í rökréttum skilningi.
- Það trúir að allt sem hreyfist sé lifandi. Þau halda að það sem er sýnilegt sé raunveruleiki t.d. jólasveinninn sem þau sjá í sjónvarpi. Það hugsar ekki um hvernig jólasveininn á að geta heimsótt öll börn – komast inn um glugga.
- Rýmisgreind er ekki komin.
- Barnið getur ekki sett sig í spor annarra eða skilið að aðrir séu með annað sjónarhorn vegna egocentrism/sjálflægni.
8
Q
- Stig hlutbundinna aðgerða 7-12 ára
A
- Færni barnsins til þess að hugsa og meta hefur þróast mikið.
- Það getur hugsað um fleiri en eina hlið málsins. Sett sig í spor. Getur hugsað á rökræni hátt – dregið ályktanir t.d. um jólasveininn.
- Takmörk vitsmuna miðast við abstract hugtök sem ekki eru sýnileg t.d. frelsi. Barnið getur skilgreint hugtakið, er nokkuð öruggt um merkingu þess, en getur ekki beitt því.
- Hugtök sem barnið notar eru um hluti og raunveruleg fyrirbæri. Barnið verður að geta séð það, snert það eða a.m.k. að sjá það fyrir sér í huganum.
9
Q
- Stig formlegra aðgerða 12 ára og upp úr
A
- Einstaklingurinn er fær um abstract hugsun. Hann skilur hugtök sem eru ekki í núinu – snertanleg eða sýnileg – og hann notar hugsun út frá tilgátu – hvað er mögulegt og hvað er ómögulegt.
„Hvað ef allir gætu unnið saman að friði?“ - Piaget var ekki sannfærður um að endilega allir einstaklingar myndu ná þessu stigi.
10
Q
Lev Vygotsky 1896-1934, rússkenskur sálfræðingur
Kenninga Vygotsky
A
- Á meðan Piaget lagði áherslu á tengsl einstaklings við sérhvert fyrirbæri – þá lagði Vygotsky áherslu á tengsl einstaklings við aðrar manneskjur þegar kemur að vitsmunaþroska = félagsleg tengsl.
- Hlutverk leiðbeinandans – að spyrja einstaklinginn leiðandi spurninga og skaffa dæmi er kallað „scaffolding“. Zone of proximal development: Munurinn á færni barns þegar það fæst við eitthvað sem það ræður ekki við vs. þegar það fær aðstoð
- Málþroski gegnir miklu máli í vitsmunaþroska hvers einstaklings – vegna þess að einstaklingurinn er háður tungumálinu í hugsun, s.s til þess að spyrja spurninga og draga ályktanir.
11
Q
Nám og hegðun
A
- Hvernig fer nám fram?* Spurning sem lengi
hefur verið leitað svara við - Nám er ferli sem mörg
atriði hafa áhrif á
12
Q
Skilgreining á námi
A
- Nám á sér stað þegar við nemum eitthvað
- Nám er breyting á hegðun vegna reynslu eða endurtekninga/þjálfun/æfing til lengri tíma
- Spretthlaupari = endurtekning/þjálfun/æfing
- Hvernig við nemum eða tileinkum okkur eitthvað
- Breytt hegðun á sér ekki eingöngu stað í gegnum nám heldur í samspili þroska og líffræðilegra þátta
- Lærum að hlaupa eftir að við lærum að ganga = þroski
13
Q
Atferlisstefna
A
- Atferlisfræði
- Áhersla lögð á sýnilegt atferli
- Í stað þess að gera ráð fyrir að atferli stafi af óskilgreindum ferlum í sálinni – væru tengsl á milli atferlis og umhverfis
- Grundvallarlögmál:
- Viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing
14
Q
Viðbragðsskilyrðing
A
- Ivan Pavlov (1849-1936) rússneskur lífeðlisfræðingur
- Sum áreiti framkalla alltaf sama viðbragðið: matarlykt sem berst að vitum lífverunnar framkallar munnvatnsrennsli
- Var með rannsóknarstofu í nágrenni kirkju og var að rannsaka munnvatnsrennsli í hundum
- Hundarnir fengu að mat um svipað leyti og klukkurnar glumdu
- Klukknahljómurinn nægði til að framkalla munnvatnsmyndun hjá hundunum
- Þessi pörun áreita kallast skilyrðing – lífveran tekur að svara áreiti (klukknahljómi) með nýjum hætti (slefi) vegna þess að hún hefur orðið þess vör að þetta áreiti er oft undanfari annars (matarlyktar) * Hefur reynst gagnleg til skilnings á tilurð margháttaðra vandkvæða, s.s. fælni
- Atferlismeðferð sem byggist á slíkum skilningi á fælni miðar að því að aftengja óttann í þeim aðstæðum sem kalla hann fram
- Einstaklingur lærir þannig hvernig hann getur hliðrað sér við ákveðnum aðstæðum (virk skilyrðing)
15
Q
Virk skilyrðing
A
- B.F. Skinner (1903-1990)
- Leit svo á að hegðun stjórnist af afleiðingum hennar
- Virk hegðun (e. operant behaviour) umbun
- Ósjálfráð hegðun (e. respondent behaviour)
- Jákvæð styrking (e. positive reinforcement)
- Neikvæð styrking (e. negative reinforcement)
16
Q
Meginþættir virkrar skilyrðingar
A
- Styrking/Reinforcement:
- Styrking er það þegar tíðni tiltekinnar svörunar er aukin
- Umbun: Reynt er að styrkja þær svaranir sem líkjast mest því hegðunarmynstri sem reynt er að laða fram með umbun
- Primary reinforcer/frumstyrkir: Umbun sem tengist grunnþörfum
t.d. hungur – matur, þorsti – vökvi, sársauki – fjarlægður - Secondary reinforce/óbeinn styrkir: Umbun sem tengist tilbúnum þörfum
t.d. peningum og sælgæti
17
Q
Gagrýni á atferlisfræði
A
- Byggir á of þröngum skilningi á mannlegri hegðun, hugsun og tilfinningum
- Hugræn atferlismeðferð þróuð (HAM)
18
Q
Félagsnámskenning A. Bandura
A
- Hvað felst í kenningunni?
- Trú á getu fólks til að gera það sem þarf til að ná markmiðum sem eru því mikilvæg
- Ekki mæling á þeirri hæfni sem fólk hefur, heldur trú á það sem fólk getur gert við mismunandi aðstæður með þeirri hæfni sem það hefur
- Ef fólk heldur að það geti ekki náð fram því sem það óskar með því sem það getur gert, hefur það litla hvöt til að gera eitthvað yfirleitt
- Trú á eigin getu felst í því að fólk trúi að það geti skipulagt og framkvæmt aðgerðir sem þarf til að ná mikilvægum markmiðum
19
Q
Eðli mannlegs vilja og atbeina
A
- Getan til að láta eitthvað gerast er ekki það sama og smáatriðin í framkvæmdinni
- Atbeini er að gera eitthvað af ásettu ráði
- Getan til að koma einhverju í framkvæmd til að ná markmiði er lykilatriði í atbeina
- Hugurinn vinnur á margvíslegan máta, en fólk setur þau ferli af stað með persónulegum atbeina af ásettu ráði til að ná fram einhverju sem það óskar sjálft að gerist
- Þannig er fólk bæði sjálfrátt að nota eigin atbeina til að eitthvað gerist og ósjálfrátt að nota eigin ferli til þess
20
Q
Ræður umhverfið mestu?
A
- Hér er Bandura að gagnrýna atferlisfræðina
- Hann er að leggja áherslu á að við ráðum sjálf hvort við hegðum okkur í samræmi við umhverfið eða gagnstætt því
- Hann er að leggja áherslu á að það eru líka tengsl á milli persónulegra þátta og umhverfis
- Við breytum umhverfinu og þess vegna erum við ekki alfarið undir stjórn þess
21
Q
Sjálfsmynd og sjálfsvirðing
A
- Sjálfsmynd (self-concept)
○ Hér finnst Bandura of mikil einföldun á ferð
○ Hann segir að ef trú á eigin getu er tekin út, sé ekki mikil forspá að kenningum um sjálfsmynd - Sjálfsvirðing (self-esteem)
○ Ekki sami hlutur. Annað er um trú á eigin getu, hitt um trú á eigin verðleikum
○ Hins vegar stuðlar trú á eigin getu að trú á eigin verðleikum og gefur færi á að stjórna einhverju
○ Aðferðir til að auka trú á eigin getu gætu því hjálpað til að auka sjálfsvirðingu
22
Q
Fjórar stoðir
A
- Mikilvægi fer eftir röðinni, eigin reynsla mikilvægust:
○ Eigin reynsla af því að takast
○ Herminám (að horfa á aðra takast)
○ Sannfæring annarra (aðrir sannfæra mig um að ég geti þetta alveg)
○ Líkamleg og tilfinningaleg líðan hverju sinni
23
Q
Eigin reynsla af að takast
A
- Besta leiðin er að brjóta flókin verk niður í minni einingar og takast að leysa þær fyrst
- Við metum það sem gerist eftir því sem við höldum fyrir. Því skiptir máli hvort reynsla okkar er í samræmi við hugmyndir okkar fyrirfram
- Það skiptir máli hvort við trúum því að þegar okkur mistekst, sé það af því að við lögðum okkur ekki nóg fram, frekar en að það sé af því að við getum einfaldlega ekki betur
- Það þarf að sannfæra okkur með endurteknum árangri ef við erum vantrúuð á getu okkar
- Áreynsla – lítil=okkur tekst ekki, mikil= ef okkur tekst ekki, veikir það trúna á eigin getu
- Það skiptir líka máli hverju við munum helst eftir, mistökum eða árangri
- Minnið er endurröðun á fortíðinni, ekki endursýning á henni
24
Q
Herminám (að líkja eftir öðrum)
A
- Ef þeir sem tekst eru líkir okkur, eykur það trúna
- Þetta fer eftir því hve mikið við vitum um verkið
- Minni áhrif en eigin reynsla, oftast
- Skiptir máli hvort fyrirmyndirnar halda áfram þrátt fyrir erfiðleika
- Ef fyrirmyndinni mistekst, skiptir máli hvort við teljum okkur geta betur við aðrar aðstæður
25
Lík fyrirmynd
* Ef við teljum okkur lík fyrirmyndinni, trúum við mun frekar að við getum það sama
* Mest lærum við af þeim sem við teljum að geti svipað eða minna en við
* Við lærum líka meira af þeim sem við sjáum glíma við erfið verkefni af lítilli getu í fyrstu, en svo eykst þeim ásmegin og geta verkið. Þá trúum við því frekar að við getum það líka
* Það skiptir líka máli að fyrirmyndin geti unnið verkið vel að lokum
26
Sannfæring (aðrir sannfæra okkur)
* Verður að vera á rökum reist, annars hættum við að trúa hinum og líka á okkur sjálf
* Börn sannfærast best ef þeim er sagt að þau hafi hæfileika til verksins, meira en ef þeim er hrósað fyrir gott vinnuframlag
* Betra að tala um það sem tekst en gagnrýna
* Aðrir geta því aðeins sannfært okkur að við trúum þeim og höldum að þeir skilji verkið
* Það skiptir máli hversu langt við vorum frá því að sannfærast í upphafi, því lengra, því erfiðara
* Besta leiðin er að vita um styrkleika þess sem við viljum sannfæra og spila á þá með reynslu af að takast
* Eigin reynsla er betri en samanburður við aðra
27
Líðan (Líkamleg og tilfinningaleg)
* Ef okkur líður vel, erum við tilbúnari en ella til að trúa því að okkur muni takast
* Við getum hugsað okkur til ósigra og túlkað streitueinkenni sem óskapleg vandræði
* Við getum líka notað streituna til framdráttar
* Örvandi reynsla innifelur umhverfisvísbendingar, viðbrögð okkar, og félagslega stimplun
* Líkamleg einkenni verða jákvæð eða neikvæð eftir því sem við túlkum þau
* Ef við erum í vondu skapi, túlkum við neikvæðar
* Þá munum við líka frekar eftir ósigrum okkar í fortíðinni
28
Hugræn atferlismeðferð (HAM) Upphaf
* Þróaðist út frá hugmyndum innan atferlisfræði og þekkingu á áhrifum hugrænna ferla
* Niðurstöður rannsókna sýndu að atferlismeðferð virkaði betur á kvíða en þunglyndi
* Í framhaldi af því þróaði Aron T. Beck sérstaka meðferð við þunglyndi
* Áhersla á hugsun þar sem Beck leit svo á að tilfinning sé afleiðing hugsunar
* Atburður – hugsun - tilfinningaviðbrögð
29
HAM
* Í framhaldinu var ákveðið að blanda saman þáttum atferlismeðferðar og hugrænu meðferðar Becks og þá varð HAM til.
* Í HAM er litið svo á að tilfinningar og hegðun séu afleiðingar hugsunar
* Með inngripum í hugræn ferli er hægt að breyta hugsun, líðan og hegðun.
30
HAM
* Grunnur meðferðar byggir á því að hægt sé að breyta andlegri vanlíðan og truflandi hegðun með því að breyta hugsun
* Áhersla lögð á fræðslu og að einstaklingar læri aðferðir til að breyta líðan sinni með því að endurmeta hugsanir sínar
* Að vera sinn eigin meðferðaraðili
31
Grundvallahugmyndir um hugarferlið
Einfalt ferli:
Atburður – Tilfinning
Hugræna líkanið:
Atburður – Túlkun – Tilfinning (hugarferli)
32
Forsendur hugræna líkansins
* Það er ekki atburðurinn sjálfur sem skiptir máli heldur hvaða þýðingu atburðurinn hefur fyrir einstaklinginn
* Sami atburður getur haft mismunandi tilfinningaleg áhrif, allt eftir því hver túlkunin á honum er
* Þegar tilfinningaleg viðbrögð við ákveðnum atburði eða atviki virðast ýkt, getur einstaklingsbundin túlkun skýrt viðbrögðin
33
Mikilvæg hugtök í HAM
Hugkerfi:
* Hugmyndir okkar um okkur sjálf, umheiminn og framtíðina sem geta ákvarðað hegðun okkar og tilfinningar
* Hugmyndir sem mótast af reynslu og eru lærðar – geta verið jákvæðar og neikvæðar
* Við neikvæðar aðstæður geta hugkerfi sem innihalda bjagaðar hugmyndir orðið virk
34
Mikilvæg hugtök í HAM
Neikvæðar sjálfvirkar hugsanir:
* Koma ósjálfrátt án fyrirvara
* Við trúum þeim bókstaflega án umhugsunar
* Innihald þeirra beinist að manni sjálfum, að öðrum og framtíðinni:
* “ég er einskis nýtur”, “mér á eftir að ganga illa í prófunum”, “allt kennurunum að kenna - ósanngjarnir”, “ég get aldrei klárað þetta nám”
35
Hugræn atferlismeðferð
* Hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangursrík hjálp við ýmsum vanda:
○ Þunglyndi
○ Kvíðavandamál
○ Áfengis- og vímuefnavandi
○ Átröskun
○ Lélegt sjálfsmat
○ Persónuleikatruflun
36
Aðstæður, hugsun og líðan
* Það eru ekki aðstæður eða atvik heldur hugsanir sem valda vanlíðan
* Aðstæður -> Hugsun -> Líðan
37
Skóli og menntun
* Mikil félagsleg og tilfinningaleg reynsla að hefja skólagöngu
* Ólíkar aðstæður barna
* Fjölskylda, menning, stofnanir
* Námserfiðleikar, fatlanir, raskanir, kyn, börn innan barnaverndar
38
Áhrif misnotkunar
* Alvarlegar afleiðingar
* Lagaumgjörð – vernd barna
* Líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi og vanræksla
* Bjargráð og seigla
(e. resilience)
39
Siðferðisþroski
Piaget:
* Börn upp að 5 ára aldri hafa litla meðvitund um reglur
* Upp að 10 ára aldri telja þau að reglur séu hluti af veruleikanum – settar af Guði eða foreldrum
40
Lawrence Kohlberg
Bandarískur sálfræðingur
Sagði börnum söguna af Heinz:
* Líkamlegar afleiðingar athafna
* Eigin þarfir og jöfn skipti
* Gagnkvæmar persónulegar væntingar
* Væntingar og reglur félagskerfisins
* Samningur/samfélags og mannréttindi
* Siðalögmál
41
Carol Gillgan
* Byggir á kenningu Kohlberg
* Hún hafnaði þeim niðurstöðum að stigsmunur væri á siðferðisþroska karla og kvenna
* Kynin væru einfaldlega ólík