FASTEIGNIR, MÖRK FASTEIGNA UTAN ÞÉTTBÝLIS,SKIPTING LANDS, FLOKKUN Í EINGARLÖND OG ÞJÓLENDUR Flashcards

1
Q

Hugtakið fasteign

A

Fasteign skv. 1. mgr. 3. gr. laga um skráningu og mat fasteigna:

,Afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt”

Hrd. 22/2015 (Þjóðskrá) - Fasteignahugtak 1. mgr. 3. gr. lagt til grundvallar og fullyrt að skilgreiningin sé í samræmi við þá almennu skilgreiningu fasteignar sem um langa hríð hefur verið lögð til grundvallar í íslenskri löggjöf, réttarframkvæmd og fræðikenningum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Skilgreining á fasteignarhugtakinu “” afmarkaður hluti lands

A

Kjarnaatriðið í skilgreiningunni.
Þannig eru engin sérstök skilyrði fyrir því að land teljist til fasteignar nema að það þurfi að vera afmarkað.
Ekki ljóst hvaða skilyrði eru gerð til þess að land teljist “afmarkað”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Skilgreining á fasteignarhugtakinu - lífrænir og ólífrænir hlutar

A

Allt sem er í eðlilegum og oft náttúrulegum tengslum við landið.
Lífrænir hlutar eru t.d. tré og gróður.
Ólífrænir eru t.d. mold, sandur og vatn.
Þessir hlutir teljast aðeins til fasteignarinnar á meðan þeir eru í hinu eðlilega sambandi við hana, t.d. ef gras er slegið eða tré er fellt þá er það orðið lausafé.
Það er heimilt að skilja bæði lífræna og ólífræna hluta fasteignarinnar frá landinu - þá verða þau sjálfstætt fjárverðmæti og geta verið andlagt framsals, veðsetningar ofl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Skilgreining á fasteignahugtakinu - réttindi sem fylgja landinu

A

T.d. vatnsréttindi, veiðiréttindi ofl.
Almenna reglan er sú að fasteignareigandi getur skilið frá fasteign sinni réttindi sem landinu fylgja, að því gefnu að lög mæli ekki á annan veg.
Verulegar hömlur á því að þessi réttindi séu skilin frá landinu samt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Skilgreining á fasteignahugtakinu -Mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt

A

Mannvirki teljast ekki hluti af grunnfasteigninni nema þau séu varanlega skeytt við landið.

Tvö skilyrði
Eigandinn sjálfur verður að eiga landið undir mannvirkinu sínu eða hafa tryggt sér rétt til þess að láta mannvirkið standa á landinu.

Varanleikinn varðar líka ytri frágang mannvirkisins, þ.e. að mannvirkið sé svo kyrfilega fest við landið að það verði ekki skilið frá því með einföldum hætti,
Hugtakið mannvirki er víðtækt.
Við mat á því hvort bygging teljist til mannvirkis í skilningi fasteignarhugtaksins er eðlilegt að líta til lagalegrar skilgreiningar hugtaksins ,,mannvirki”.

Það er skilgreint í 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki.
Hugtakið mannvirki er víðtækara en fasteignarhugtakið og því verður að leggja til grundvallar að ef húsnæði telst ekki til mannvirkis þá falli það ekki undir fasteignarhugtakið.
Ef húsnæði telst mannvirki þá er það samt ekki endilega fasteign.
Kemur ekki fram hversu kyrfilega mannvirkið þarf að vera skeytt við landið til að falla undir hugtakið.
Fer eftir byggingarfræðilegu mati hverju sinni.
Reynt talsvert á þetta varðandi t.d. starfsmannabúðir.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - Deilt um hvort vinnubúðir starfsfólks við byggingu álvers teldust fasteignir eða lausafé. Hæstiréttur taldi að búðirnar væru lausafé af því að vinnubúðirnar væru gámaeiningar sem mjög auðveld væri að setja saman og flytja milli landsvæða. Þeim var ætlað tímabundið hlutverk og voru festar niður með vírum en ekki skeyttar við landið með varanlegum hætti.

Matið er heildstætt! Við matið er litið til eftirfarandi þátta:
Hvernig undirstöður hússins eru og hvernig þær eru skeyttar við landið.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - gámar festir með vírum.
Hvort mannvirkjum sé ætlað að standa í takmarkaðan eða lengri tíma.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - ætlað tímabundið hlutverk. bara meðan verið var að byggja álverið.

Hversu einfalt er að setja mannvirkin saman og fjarlægja þau.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - hrd. vísar til þess að þetta voru gámaeiningar sem var mjög auðvelt að setja saman og flytja.

Hvort lagnir séu tengdar við húsin.
Þetta hefur ekki úrslitaáhrif ef um er að ræða mannvirki sem er ætlað til búsetu eða vinnu, sbr. úrskurður yfirfasteignamatsnefndar nr. 10/2020 þar sem kom frað að slík tenging hefði verið nausðynleg til að tryggja lágmarkskröfur um nútímaþægindi, enda væri um að ræða starfsmannabúðir sem höfðu að geyma svefn og mataraðstöðu.

Hversu stórt húsnæðið er.
Þetta er kannski loðið, en í úrskurði yfn. nr. 67/2000 var vísað til þess að húsnæðið væri aðeins 4,5 fermetra geymsluskúr. Þannig hefur ekki endilega þýðingu en má líta til þess ef önnur atriði benda í sömu átt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Skilgreining á fasteignahugtakinu -Mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt. réttindi mannvirkisins gagnvart landinu

A

Ef eignarhald á mannvirkinu og lóðinni fer saman þá er augljós varanleiki í réttindum mannvirkisins á landinu.
Sá sem hefur þinglýsta eignarheimild að eign nýtur einnig slíkrar heimildar að einstökum hlutum hennar, þ.á.m. bygigngum sem reistar hafa verið á eigninni, nema að fasteignabók nefni annan rétthafa.

Hins vegar ekki skilyrði skv. fasteignarhugtakinu að eigandi landsins og mannvirkisins sé sami maðurinn, t.d. lóðaleigusamningar.
Hús sem reist er í heimildarleysi telst ekki til fasteignar.
Þá veiri eiganda hússins skylt að rífa það eða fjarlægja á eigin kostnað ef krafa kæmi fram um það.
Skiptir ekki máli hvernig stofnast til lóðarréttindanna.
Þau geta t.d. stofnast fyrir hefð.

Hrd. 482/2002 (flugskýli I) - Krafist þess að félag yrði borið út með byggingu sína af lóð íslenska ríkisins við Reykjavíkurflugvöll. Félagið taldi sig hafa hefðað lóðina. Fallist á það og útburðarkröfu hafnað.
Eigandi mannvirkis verður að sýna fram á að hann eigi ótvírætt rétt til lóðarinnar.
Takist honum ekki að sanna það þá er mannvirkið lóðaréttindalaust og heimilt er að láta fjarlægja það.
Lrd. 780/2018 (Gróðurhús) - kíkja á þennan á bls. 26 í fjölriti ef þú hefur tíma.
Hversu lengi þurfa réttindin að vara?

Skiptir máli hversu lengi eigandi mannvirkis hefur tryggt sér lóðaréttindi yfir landinu?

Í úrskurði ymn nr. 6/1987 (blönduvirkjun) voru vinnubúðir taldar fasteignir, þótt þeim hefði aðeins verið ætlað að standa í sjö ár. Hérna virðist frágangur bygginganna skipta mestu máli. Þetta voru timbureiningahús, eins og margir sumarbústaðir sem var verið að reisa um allt land og ljóst að húsin hefðu fullnægjandi landsréttindi þar sem að eigandi þeirra væri einnig eigandi landsins sem húsin voru reist á.
Í Hrd. 738/2012 (Alcoa) var litið til þess að vinnubúðunum var einungis ætlað tímabundið hlutverk (fimm ár) og því ekki fasteign. Fleira samt sem spilaði inní hér, þetta voru gámar, fest með vírum, auðvelt að pakka saman og flytja.
Í Hrd. 1937:243 (Hólmur) var deilt um hvort sumarhús ætti að fara eftir reglum um nauðungarsölu lausafjár eða fasteigna. Í lóðarleigusamningi kom fram að sumarhúsið ætti að flytja á brott eða rífa þegar þess yrði krafist og þess vegna gæti það ekki talist til fasteigna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Sérstakar skilgreiningar hugtaksins fasteign

A

Af skilgreiningu fasteignarhugtaksins ætti fjöleignarhús í heild sinni að teljast ein fasteign.
Hins vegar kemur fram í fehl. að hver íbúð (eignarhluti), ásamt því sem henni fylgir sérstaklega og eignarhluta í sameign, sé sérstök fasteign, enda sé fullnægt skilyrðum laga um skráningu og mat fasteigna.

Þannig er 50 íbúða fjöleignarhús ekki ein fasteign í skilningi laga heldur 50 fasteignir.
Íbúðir í fjöleignarhúsi teljast þó ekki til sjálfstæðra fasteigna í skilningi laga um skráningu og mat fasteigna, amk ekki af ákvæði 3. gr. en þar er gert ráð fyrir að íbúðir í fjöleignarhúsum séu ,,eindir” sem skrá ber með fasteignum, en að þær séu ekki sérstakar fasteignir, öfugt við það sem er gert ráð fyrir í fehl.
Hins vegar í 15. gr. laga um mat og skráningu fasteigna er talað um að skrá skuli auðkenni ,,hverrar fasteignar” í fjöleignarhúsi.
S.s. ósamræmi í lögunum, bæði milli fehl. og laga um skráningu og mat fasteigna og svo líka innbyrðis ósamræmi í þeim síðarnefndu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Skráning fasteigna

A

Þríþætt skráning fasteigna

  1. Fasteignareigendur verða, í ákveðnum tilvikum, að skrá eignarréttarlega stöðu sína gagnvart öðrum sem eiga réttindi yfir sömu eða aðliggjandi eign (landamerkjabréf og eignaskiptayfirlýsingar).
  2. Eigendur fasteigna verða að skrá réttindi sín yfir fasteignum með þinglýsingu til þess að þau haldi gildi gagnvart þriðja manni.
  3. Fasteignin sjálf skal skráð skv. lögum nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Skráning í fasteignaskrá

A

Í fasteignaskrá skal skrá allar fasteignir í landinu.
Þjóðskrá fer með yfirstjórn fasteignaskráningar skv. lögunum.

Sveitarstjórnir gegna líka mikilvægu hlutverki við skráningu fasteigna. Er t.d. ábyrg fyrir því að Þjóðskrá berist ýmsar upplýsingar.
Í 2. mgr. 3. gr. laganna er upptalning á tilteknum atriðum sem eiga að koma fram í fasteignaskrá.
Ráðherra getur ákveðið með reglugerð nánari skráningu og að skrá skuli fleiri eindir fasteigna en þær sem eru taldar upp í ákvæðinu.
Hrd. 22/2015 (Þjóðskrá) - deilt um hvort það ætti að skrá og meta sérstaklega í fasteignaskrá vatnsréttindi, sem höfðu verið skilin frá fasteignum. Landsvirkjun hafði s.s. eignast tiltekin vatnsréttindi sem höfðu áður tilheyrt 65 jörðum. Landsvirkjun taldi að vantsréttindin gætu ekki talist sjálfstæð fasteign í skilningi laga. nr. 6/2001 eftir aðskilnaðinn, né hlunnini eða önnur réttindi tengd fasteign í skilningi laganna. Hæstiréttur vísaði til þess að skv. skilgreiningu fasteignarhugtaksins þá teldust lífrænir og ólífrænir hlutar fasteignar sem hefðu verið skildir frá henni ekki lengur til fasteignarinnar. Hins vegar væri sú ályktun dregin af vatnalögum að það væri vilji löggjafans að vatnsréttindi sem skilin hefðu verið frá landareignum skyldi skrá í fasteignaskrá.
Sá sem er skráður eigandi fasteignar í fasteignaskrá hefur þinglýsta eignarheimild hverju sinni.

Óheimilt að veðsetja fasteign fyrr en hún hefur verið skráð í fasteignaskrá.

Fasteignaskrá er notuð sem grundvöllur viðskipta hjá hinu opinbera.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Landeignaskrá

A

Hluti fasteignaskrár.

Geymir m.a. upplýsingar um eignamörk lands á samræmdum kortagrunni.
Markmið skrárinnar er að tryggja yfirsýn og samræmda opinbera skráningu á landi.
Á að innihalda upplýsingar um mörk fasteigna og alla þinglýsta eigendur.
Aðgangur á að vera endurgjaldslaus fyrir almenning.

Aðeins 55% landeigna hafa verið skráða í landeignaskrá.
Munurinn á fasteignaskrá og landeigna skrá felst í því að landeignaskrá inniheldur almennar upplýsingar um mörk landeigna og eignarhald þeirra en í fasteignaskrá eru ítarlegri upplýsingar um einstaka þætti viðkomandi fasteigna, t.d. byggingarefni og rúmmál mannvirkja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Jarða - og lögbýlaskrá

A

Skv. jarðalögum á landbúnaðarráðuneytið að gefa árlega út svokallaða jarðaskrá.

Skrá yfir allar jarðir, jarðahluta, landspildur, lóðir og annað land sem fellur undir III. kafla jarðalaga.

Á sama tíma gefur ráðuneytið einnig út lögbýlaskrá á grundvelli jarðalaga.
Kemur til viðbótar við jarðaskrá og nær aðeins yfir þær jarðir sem hafa lögbýlisrétt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvaða þýðingu hefur fasteignaskráning að einkarétti?

A

Fasteignaskráning hefur fyrst og fremst upplýsingagildi en á ekki að hafa áhrif á tilvist og efni eignarréttinda að einkarétti.
Fasteignaskráning er þó langt í frá þýðingarlaus.
Ákveðinn áreiðanleiki eða opinbert trúgildi er bundið við fasteignaskráningu, sambærilegt því sem almennt er talið gilda um þinglýstar heimildir og þinglýsingabækur.
Fasteignaskrá er grundvöllur þinglýsingabóka, ekki hægt að þinglýsa skjölum nema að fasteign sé skráð í fasteignaskrá og að skjölin sem óskað er þinglýsingar á séu í samræmi við þá afmörkun sem fram kemur í skránni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Stofnun nýrra fasteigna

A

Hvað er átt við með stofnun nýrrar fasteignar?
Í skilningi laga nr. 6/2001 er átt við það að eðli skráningar fasteignarinnar breytist, t.d. þannig að í stað einnar fasteignar verði þær tvær.

Fasteign getur stofnast með þrenns konar hætti:

Með því að nýrri lóð eða landi er skipt út úr öðru.

Með samruna tveggja eða fleiri fasteigna.

Með skiptingu fjöleignarhúss eða hluta þess í fleiri en eina fasteign.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er átt við með stofnun nýrrar fasteignar?

A

Í skilningi laga nr. 6/2001 er átt við það að eðli skráningar fasteignarinnar breytist.
T.d. þannig að í stað einnar fasteignar verði þær tvær.
Fasteign getur stofnast með þrenns konar hætti:

Með því að nýrri lóð eða landi er skipt út úr öðru.

Með samruna tveggja eða fleiri fasteigna.

Með skiptingu fjöleignarhúss eða hluta þess í fleiri en eina fasteign.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Stofnun fasteigna vegna skiptingar eða samruna

A

Eigandi/eigendur upprunafasteignar þarf að leggja fram umsókn um stofnun fasteignar í viðkomandi sveitarfélagi.
Sveitarfélög forskrá fasteign og bera ábyrgð á því að Þjóðskrá berist upplýsingar.
Upplýsingarnar sem sveitarfélög forskrá taka svo gildi þegar Þjóðskrá hefur staðfest þær, en Þjóðskrá getur líka falið sveitarfélögum að fullskrá upplýsingarnar.
Þinglýsingastjóri tryggir að veðbönd og kvaðir sem hvíla á upprunaeign flytjist á hina nýju fasteign.
Þinglýsingastjóri getur stofnað fasteignir til bráðabirgða vegna aðfarar- eða kyrrsetningargerðar.
Tilgangur þessarar heimildar er til að koma í veg fyrir að skuldunautur geti komið sér undan kröfuhöfum með því að vanrækja að sækja um stofnun nýrrar fasteignar.
Skipting eða samruni fasteigna er einnig háður samþykki annarra stjórnvalda.
T.d. er óheimilt að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til.
Hrd. 234/2005 (Krókur) - Hæstiréttur talaði um að í þessu fælist ,,synjunarvald sveitarstjórnar”.
Áður þurfti samþykki ráðherra um ef um jörð var að ræða en núna aðeins samþykki sveitarstjórnar.
Getur verið að þurfi samþykki annarra stjórnvalda, t.d. ef í skiptingunni felst skipting/afsal á veiðirétti að auðlindum.
Réttaráhrif þess að ekki er aflað samþykkis viðeigandi stjórnvalda:
Fasteignin verður ekki stofnuð og óheimilt er að þinglýsa skjölum á hana.
Það er ekki hægt að krefjast fyrirvaralausrar viðurkenningar á afmörkun landspildu sem ekki hefur verið stofnuð.
Hrd. 234/2005 (Krókur) - Aðili höfðaði mál til slita á óskiptri sameign. Hann krafðist líka að hann fengi skipt út úr landi jarðarinnar spildu og vildi s.s. að dómstólar skiptu landinu út úr sameigninni. Hæstiréttur vísaði til þess að það væri óheimilt að skipta jörðum nema með samþykki sveitarstjórnar. Því var málinu vísað frá dómi.
Hrd. 327/2016 (Svertingsstaðir) - Deilt um staðsetningu spildu og krafðist viðurkenningar á því að hún afmarkaðist af nánar tilteknum hnitum innan marka jarðarinnar S. Hæstiréttur taldi að útskipting spildunnar fæli í sér stofnun og skráningu sjálfstæðrar fasteignar. Spildan gæti ekki verið skráð eign sóknaraðila nema væri búið að stofna hana eftir lögum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Stofnun fasteigna í fjöleignarhúsi

A

Þegar um fjöleignarhús er að ræða þarf að skipta því í einingar, en það er gert á grundvelli fehl.
Fasteignir í fjöleignarhúsum eru skráðar á grundvelli eignaskiptayfirlýsingar.
Þegar eignaskiptayfirlýsing hefur verið gerð er hún send til byggingarfulltrúa til staðfestingar.
Áritun byggingarfulltrúa er skilyrði þinglýsingar.
Fasteign verður ekki stofnuð fyrr en byggingarfulltrúi hefur staðfest eignaskiptayfirlýsingu.
Fasteignir í fjöleign skulu skilgreindar með hlutfallstölu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hver er tilgangur fasteignamats ?

A

Grundvöllur skattlagningar.

Matsaðferðir eru þrjár:
markaðsaðferð
tekjuaðferð
kostnaðaraðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Fasteignaskráning vs. fasteignamat

A

Allar fasteignir (og réttindi yfir þeim) ber að skrá.
Meginregla að hverja fasteign skuli meta til verðs eftir því sem næst verður komist á hverjum tíma, sbr. 2. gr. laga nr. 6/2001.

Ákveðnar eignir undanþegnar - fyrst og fremst mikilvægir samfélagslegir innviðir sem löggjafinn hefur talið óþarft að meta til fjár með það að markmiði að skattleggja.
Í reglugerð um fasteignaskráningu og fasteignamat er gert ráð fyrir að meta eigi til verðs tiltekin fasteignaréttindi sem ekki fylgja neinni ákveðinni fasteign.
T.d. vatnsréttindi, námuréttindi, veiðiréttindi ofl. sem seld hafa verið undan jörðum og hefðu verið metin með jörðum ef aðskilnaður hefði ekki átt sér stað.
Það er þó skilyrði fyrir mati slíkra réttinda að þau verði talin arðgæf þegar matið fer fram.

Hrd. 22/2015 (Þjóðskrá) - Deilt um hvort meta ætti sérstaklega til peningaverðs vatnsréttindi sem hefðu verið skilin frá landareign. Landsvirkjun, eigandi vatnsréttindanna, taldi að aðeins ætti að meta eiginlegar fasteignir til peningaverðs, en ekki fasteignaréttindi sem væru án tengsla við fasteign. Hæstiréttur féllst ekki á þetta og sagði að aðskilin vatnsréttindi ættu að lúta sömu reglum og fasteignir, í stað þess að fara eftir reglum um óbein eignarréttindi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

hvað er matsaðferð við fasteignamat ?

A

Matsverð er gagnverð umreiknað til staðgreiðslu, miðað við heimila og mögulega nýtingu á hverjum tíma, sem ætla má að eignin hefði í kaupum og sölum í febrúarmánuði næst á undan matsgerð, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2001.
Ef gangverð er ekki þekkt skal matsverðið ákveðið eftir bestu fáanlegri vitneskju um gangverð sambærilegra fasteigna með hliðsjón af þeim atriðum sem kunna að hafa áhrif á gangverð eignarinnar, sbr. 2. mgr. 27. gr.
Fasteignamat tekur breytingum á hverju ári.
Matsaðferðir Þjóðskrár eru þrjár.
Markaðsaðferð, tekjuaðferð og kostnaðaraðferð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Fasteignamat - markaðsaðferð

A

Byggist á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna.
Til þess að hægt sé að beita aðferðinni þurfa margar fasteignir að hafa selst, hentar þannig íbúðarhúsnæði og sumarhúsum á virkum markaði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Fasteignamat - kostnaðaraðferð

A

Byggir á útreikningi á byggingarkostnaði að teknu tilliti til afskrifta vegna aldurs og úreldingar.
Markaðsleiðrétt kostnaðarmat byggir á þessari aðferði ásamt því að nýta kaupsamninga til að meta samband byggingarkostnaðar og markaðsverðs.

Hrd. 477/2015 (Harpa tónlistarhús) - Deilt um hvaða matsaðferð væri heppilegust. Þjóðskrá hafði beitt markaðsleiðréttu kostnaðarmati, þar sem megináherslan var lögð á að líta til byggingarkostnaðar fasteignarinnar. Harpa taldi eðlilegra að beita tekjuaðferðinni, þannig að litið yrði til tekna sem líklegt er að hafa mætti af eigninni með leigu hennar. Fasteignamatið var rúmlega 21 milljaður en skv. matsgerð var líklegt söluverð 10 milljarðar króna, rúmlega 50% lægra. Hæstiréttur taldi að Harpa hefði með matsgerðinni fært nægar líkur fyrir að gangverð hússins hafi verið svo verulega lægra en matsverð þess að við ákvörðunina hefði ekki verið fylgt því markmiði sem mælt er fyrir um í 27. gr. laga nr. 6/2001. Með tekjuaðferðinni væri líklegra að gleggri mynd fengist af líklegu gangverði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Fasteignamat - Tekjuaðferð

A

Byggist á upplýsingum um tekjur sem afla má af fasteignum og kostnað vegna þeirra.
Algengast að slíkar tekjur séu af leigu.
Á best við um atvinnuhúsnæði eða annað húsnæði sem er algengt að keypt sé til útleigu.

hrd. 477/2015 (Harpa tónlistarhús) - Deilt um hvaða matsaðferð væri heppilegust. Þjóðskrá hafði beitt markaðsleiðréttu kostnaðarmati, þar sem megináherslan var lögð á að líta til byggingarkostnaðar fasteignarinnar. Harpa taldi eðlilegra að beita tekjuaðferðinni, þannig að litið yrði til tekna sem líklegt er að hafa mætti af eigninni með leigu hennar. Fasteignamatið var rúmlega 21 milljaður en skv. matsgerð var líklegt söluverð 10 milljarðar króna, rúmlega 50% lægra. Hæstiréttur taldi að Harpa hefði með matsgerðinni fært nægar líkur fyrir að gangverð hússins hafi verið svo verulega lægra en matsverð þess að við ákvörðunina hefði ekki verið fylgt því markmiði sem mælt er fyrir um í 27. gr. laga nr. 6/2001. Með tekjuaðferðinni væri líklegra að gleggri mynd fengist af líklegu gangverði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað er Fylgifé fasteigna?

A

Fylgifé eru ýmir munur, lífrænir og ólífrænir, sem unnt er að skilja frá fasteign og hafa yfirleitt eitthvert sjálfstætt fjárhagslegt gildi.

Gerður greinarmunur á annars vegar verðmætum sem teljast hluti fasteignar sem slíkrar og þeim sem teljast fylgifé hennar.
Skilin þar á mili eru ekki alltaf augljós en hefur í raun enga þýðingu að lögum þar sem að fasteignarreglur gilda um bæði atriðin

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað er almennt fylgifé fasteigna ?

A

Við mat á því hvort hlutur telst almennt fylgifé er yfirleitt miðað við það hvort hluturinn sé skv. almennum mælikvarða meðal þess sem fasteign þarf að vera útbúin með, svo hún henti til þeirra nota sem henni er ætlað að þjóna.
Miðað við hvort eignin sé talin fullgild, t.d. til leigu eða sölu, að þessir hlutir fylgi henni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Þrenns konar fylgifé fasteigna

A

Almennt fylgifé.
Miðað við hvort hluturinn sé skv. almennum mælikvarða meðal þess sem fasteign þarf að vera útbúin með, svo hún henti til þeirra nota sem henni er ætlað að þjóna.

Sérstakt fylgifé.
Hlutir sem myndu almennt ekki vera taldir almennt fylgifé en er stundum heimilt með samningi að gera að eins konar fylgifé með fasteigninni.
Skýrasta dæmið er 1. mgr. 24. gr. svl.

Lögbundið fylgifé.
Stundum mælt fyrir um í lögum að vissir hlutir skuli fylgja tilteknum fasteignum.

25
Q

Hvað er sérstakt fyligfé fasteignar ?

A

Hlutir sem myndu ekki vera taldir almennt fylgifé en er stundum heimilt með samningi að gera að eins konar fylgifé með fasteigninni.
Skýrasta dæmið er 1. mgr. 24. gr. samningsveðlaga - þegar rekstraraðili veðsetur fasteign sem er varanlega útbúin með þarfir tiltekins atvinnurekstrar í huga þá nær veðrétturinn í fasteigninni einnig til rekstrartækjanna ef um það hefur verið samið.

26
Q

Lögbundið fylgifé, sjá 22. gr. fasteignakaupalaga.

  1. gr.
    Fasteign almennt gölluð ef hún hefur ekki þann búnað eða réttindi sem segir í 23.-25. gr. ef búnaðurinn eða réttindi höfðu verið fyrir hendi við skoðun, eða átt að fylgja skv. lögum, kaupsamningi, öðrum gögnum eða venju.
A

Sömu viðmið höfð að leiðarljósi og fyrir gildistöku laganna.
Reglur laganna eru ekki tæmandi og hugtakið fylgifé heldur áfram að vera afstætt.
22. gr. laganna.
Í 1. málslið. segir að fasteign telst almennt gölluð ef hún hefur ekki þann búnað eða réttindi sem segir í 23.-25. gr. ef búnaðurinn eða réttindi höfðu verið fyrir hendi við skoðun, eða átt að fylgja skv. lögum, kaupsamningi, öðrum gögnum eða venju.

Hrd. 334/2015 (Sævarland 20) - Kaupandi taldi að tiltekið fylgifé hefði verið fjarlægt úr fasteignni fyrir afhendingu og hún haldin göllum. Í kaupsamningi kom skýrt fram að öll loftljós hefðu átt að fylgja með í kaupunum og því hefði þurft að taka það sérstaklega fram ef ætlunin hefði verið að undanskilja sérstaklega borðljós sem seljendur höfðu tekið með sér. Kröfunni samt hafnað af því að kaupandinn studdi fjárhæðina við kvittun vegna kaupa hans á veggljósum og ljósaperum. Hins vegar taldi dómurinn að dyrasími sem að seljendur höfðu notað á fyrra heimili sínu og tóku með sér til notkunar á því næsta gæti ekki talist til fylgifjár. Kaupandinn taldi einnig að ýmsa aðra hluti hefði vantað, t.d. hillur og borð. Við skoðun fasteignarinnar höfðu verið hillur á vegg og borð naglfast sem hafi ekki verið sérstaklega tekið fram að fylgdu ekki með við kaupin. Krafa kaupandans þótti hins vegar vanreifuð og því var henni hafnað. Hvað er þessi dómur að segja mer haha?

Hrd. 170/2017 (Golden Seafood) - Kaupandi höfðaði mál vegna gallat á fasteign. Taldi að fasteignina hefði skort öll þau tæki og búnað sem áskilin voru við kaupin, innihurðir, snaga og plastdregla. Hluti búnaðarins hafði fyrir kaupin verið fjarlægður úr fasteigninni og ekki lá fyrir hvort að önnur tækjanna voru til staðar í húsinu við kaupsaminsgerð. Í dómnum var tekið fram að kaupanda bæri að skoða fasteignina fyrir kaupin. Kröfunni því hafnað.
Í 2. máls. er vísiregla sem segir að ef það er vafi á því hvort að búnaður eða réttindi teljist fylgifé fasteignar skal líta til þess hvort að viðurhlutamikið væri að skilja búnaðinn eða réttindin frá fasteign, hvort verðmæti búnaðar eða réttinda sé háð tengslum við eignina eða þau séu nauðsynleg fyrir eðlileg afnot hennar eða geti best nýst þar.
Sömu sjónarmið og var litið til fyrir gildistöku laganna.

Hrd. 1993:1931 (Raflagnir) - Deilt um hvort að raflagnir í tiltekinni hótelbyggingu væri fylgifé fasteignarinnar. Hæstiréttur vísaði til þess að raflagnir í hús séu að verulegu leyti felldar inn í loft og veggi og verði við það hluti af húsinu, óaðskiljanlegur frá því nema með miklum kostnaði og sóun verðmæta. Þannig sé ekki hægt að selja þær með eignarréttarfyrirvara þannig að gilt sé að lögum.

27
Q

Fylgifé skv. lögum um fasteignakaup, 23 gr laganna

Tilgreint þann búnað sem telst alltaf til almenns fylgifjárs.
Ekki tæmandi talið þannig af henni verður ekki gagnályktað.

A
  1. gr. laganna.
    Tilgreint þann búnað/verðmæti sem telst alltaf til almenns fylgifjárs.
    Lýsingin er í dæmaskyni, hún er ekki tæmandi og af henni verður ekki gagnályktað.

Í c. lið segir að hlutur í sameign, afnotaréttindi og önnur óbein eignarréttindi sem fylgja fasteign séu almennt fylgifé fasteignarinnar.
Stundum ágreiningur um það við fasteignakaup hvort að tiltekin réttindi séu hluti fasteignarinnar og hafi fylgt með í kaupum eða hvort þau tilheyri seljandanum sem persónulegur réttur hans óháð eignarrétti að fasteigninni.
Ef vafi rís hefur sá sem heldur því fram að fasteign fylgi óbein eignarréttindi sönnunarbyrði fyrir staðhæfingunni.

Hrd. 154/2003 (Reykjamelur) - Seljandi seldi heitavatnsréttindi sem höfðu fylgt eigninni lengi eftir að hann samþykkti kauptilboð en áður en hann gerði kaupsamninginn. Kaupendurnir sögðu að heitavatnsréttindin hefðu fylgt fasteigninni þegar kauptilboðinu þeirra var tekið og hefði verið forsenda þeirra fyrir kaupunum. Seljandinn taldi að um persónuleg réttindi væri að ræða. Hæstiréttur taldi að rík ástæða hefði verið til að geta þess sérstaklega ef undanskilja átti heitavatnsréttindin, enda lá fyrir í þinglýstum heimildum að þau fylgdu eigninni og höfðu gert það lengi. Kaupendurnir voru í góðri trú um að réttindin fylgdu með en í tilboðinu sagði að eigninni fylgdi allt ,,sem fylgir og fylgja ber að engu undanskildu”.

28
Q

24 grein laga um fasteignakaup um fylgifé,

  1. gr.
    Tilgreint þann búnað sem telst almennt fylgifé þeirra tegunda fasteigna sem þar eru tilgreindar.
A

Tilgreinir þann búnað/verðmæti sem telst almennt fylgifé þeirra tegunda fasteigna sem þar eru tilgreindar.

Varanlegar innréttingar og búnaður sem annað hvort eru varanlega skeytt við fasteignina eða sérstaklega sniðin að henni.
Yfirleitt litið svo á að allar múr- og naglfastar innréttingar og tæki fylgi með.

Hrd. 1966:231 (eldavélarsamstæða) - Fyrirtæki seldi eldavélarsamstæðu með eignarréttarfyrirvara. Eldavélarsamstæðan var svo felld inn í innréttingu í eldhúsi A sem seldi B síðan húsnæðið. A hafði ekki greitt nema hluta verðs eldavélarsamstæðunnar og fyrirtækið krafðist þá að sér yrði afhent samstæðan. Dæmt var að þar sem að eldavélarsamstæðunni hefði verið komið fyrir sem hluta af innréttingu í eldhúsi þegar B keypti húsið og þau hefðu verið grandlaus um eignarréttarfyrirvarann yrði honum ekki beitt gagnvart þeim.

Hrd. 1988:1307 (barborð) - Leigusali og leigutaki deildu um hvort að barborð skyldi vera eign leigusalans við lok leigutímans. Í leigusamningnum stóð að innréttingar sem leigutaki kæmi fyrir á leigutímanum teldust hluti húsnæðisins sem naglfastir, yrðu eign leigusalans við lok tímans. Umrætt barborð hefði verið naglfast. Hæstiréttur taldi að leigusala hefði verið óheimilt að nema borðið á brott þar sem að það hafi verið orðið hluti húsnæðisins.

Hrd. 1992:1551 (gólfteppi) - Aðili keypti gólfteppi með eignarréttarfyrirvara. Svo urðu vanskil og teppasalinn krafðist afhendingar á teppunum. Aðilinn mótmælti og taldi að teppin væru föst og því fylgifé fasteignarinnar og yrðu því ekki fjarlægð bótalaust. Fallist á kröfu teppasalans enda ekki talið að brottnám teppanna myndi valda tjóni á húsnæðinu.
Hrd. 1987:253 (mjólkurkælir) - Deilt um hvort mjólkurkæli og frystiklefi teldust fylgifé fasteignar við sölu á verslunarhúsnæði. Málið var dæmt á öðrum grundvelli en áhugavert sératkvæði. Þar sagði að mjólkukælirinn og frystiklefinn væru til ákveðinna nota í tilteknum atvinnurekstri, en slík tæki fylgja ekki verslunarhúsnæði almennt. Skv. þessi taldi minnihlutinn þetta ekki vera fylgifé með húsinu.

Hrd. 114/2005 (eldsneytisgeymar og dælur) - Deilt um túlkun á ákvæði í leigusamning þar sem stóð að allt múr- og naglfast yrði eign leigusala í lok leigutíma. Leigusalinn taldi að eldsneytisgeymar í jörðu sem að leigusali hafði komið fyrir falli undir ákvæðið. Búnaðurinn var botlaður niður á steyptar undirstöður og að öðru leyti komið fyrir með varanlegum hætti neðanjarðar. Því var fallist á kröfur leigusalans.

Hrd. 447/2001 (Hótel Akureyri) - spurja ehv um þennan.
Yfirleitt litið svo á að allar múr- og naglfastar innréttingar og tæki fylgi með.

29
Q

25 grein laga um fasteignakaup - fylgifé fasteignar

A

Sérstök regla um almennt fylgifé bújarða.
Skv. ákvæðinu teljast tæki og búnaður sem er varanlega festur við jörðina eða er sérstaklega að henni sniðinn til fylgifjár hennar.
Sérstaklega tekið fram að ökutæki ásamt búnaði þeirra teljist ekki til fylgifjár.
Stóra spurningin snýst um hvort að framleiðsluheimildir (kvóti) til landbúnaðarframleiðslu teljist til fylgifjár bújarða.
Teljast hvorki almennt né sérstakt fylgifé heldur eru þetta sérstök fasteignaréttindi.

Hrd. 310/1999 (Lækur) - Ábúandi á jörð taldi sig eiga greiðslumark býlisins. Hæstiréttur hafnaði því og sagði að hafi greiðslumark ekki verið framselt með lögmætum hætti til annars lögbýlis, hljóti það að fylgja lögbýlinu við eigenda- eða ábúendaskipti. Enginn lagagrundvöllur sé fyrir því að leiguliði geti litið á greiðslumark lögbýlis, er hann hefur í ábúð, sem sína eign í lok ábúðar.

Hrd. 177/2003 (Skálafell) - spyrja ehv um þennan. Held þetta snúist bara um að greiðslumark, sem er ehv dót sem greiðist úr ríkissjóði, geti ekki fengist greitt nema af lögbýli greiðslumarksins. ehv svona. Bara að þetta séu réttindi sem eru tengd við jörðina.

Hrd. 26/2021 (Hróðnýjarstaðir) - Lagt til grundvallar að greiðslumark bújarðar (framleiðsluréttur) sé ekki almennt fylgifé bújarðar en réttindin eru ekki skilgreind að öðru leyti í dómnum. Má samt álykta að líta beri á greiðslumarkið sem sérstök fasteignaréttindi.

30
Q

Hvernig getur skipting lands átt sér stað ?

A

Eigandi skiptir eigin landi upp í fleiri sjálfstæðar fasteignir.

Slit á sérstakri sameign manna.

Slit sérstakrar sameignar í öðrum tilvikum en landskiptum.

Sérreglur um slit sameignar skv. landskiptalögum.

31
Q

Hvað gerist ef ekki er hægt að skipta eign ?

A

Stundum er ekki hægt að skipta eign.
Leiðir t.d. af eðli máls að íbúðarhúsi verður almennt ekki skipt milli tveggja sameigenda með eðlilegum hætti.

Sá sem krefst skipta ber sönnunarbyrðina fyrir því að uppfyllt séu skilyrði til skiptingar.
Ef það leiðir ekki af eðli máls að eign sé óskiptanleg þá er rétt að dómkvaddir séu sérfróðir matsmenn til að meta hvort að eign sé skiptanleg án þess að hún rýrni verulega í verði og hver eðlileg skipting ætti að vera.
Ef niðurstaðan er að hún er skiptanleg þá er hægt að höfða dómsmál og krefjast viðurkenningar á að eigninni verði skipt með þeim hætti sem matsmennirnir leggja til.
Ef niðurstaðan er að henni verði ekki skipt nema með verulegu tjóni eða kostnaði getur eigandi krafist uppboðs til slita á sameigninni skv. lögum um nauðungarsölu.
Ef eiganda hefur ekki tekist að sanna að eigninni verður ekki skipt nema verulegt tjón hljótist af eða kostnaður ætti sýslumaður að hafna kröfu um nauðungarsölu til slita á sameigninni.
Áður en nauðungarsölu er krafist skal eigandi skora á sameigendur sína með minnst 1 mánaðar fyrirvara að ganga til samninga og taka fram að annars verði nauðungasölu krafist.

32
Q

Slit sérstakrar sameignar í öðrum tilvikum en landskiptum

A

Ef tveir aðilar eiga t.d. í sameiningu jörð og vilja skipta henni þannig að A eignist einn hluta og B hinn hlutann þá geta þau gert samning og óskað síðan eftir að yfirvöld staðfesti skiptinguna og hrint henni í framkvæmd.
Ef þau komast ekki að samkomulagi geta þau krafist slita skv. 20. kapítula kaupabálks Jónsbókar.

Skilyrði þess að skipti fari fram á grundvelli Jónsbókar:

Eign verður að vera talin skiptanleg.
Skiptum verður að vera komið við án þess að það leiði til tjóns að óþörfu.
Skipting má ekki stangast á við lög eða samninga sem eignina varða.

33
Q

Slit sameignar á grundvelli landskiptalaga

A

Ef skipting lands fellur undir landskiptalög þá eiga sérstakar reglur við um hana.
Reglurnar gilda ef um er að ræða land sem tilheyrir tveimur eða fleiri býlum.
Lögin gilda ekki bara um skiptingu lands heldur má krefjast skiptingar á hlunnindum og mannvirkjum, að því gefnu að þau séu eða hafi verið í eigu tveggja býla (eiga samt ekki við um vatnsréttindi).
Hvað felst í hugtakinu býli?
Ekki skilgreint í lögunum en af dómaframkvæmd má ráða að búskapur þurfi að vera stundaður á öllum býlum þeirra sem krefjast slita.
Sjá Hrd. 524/2012 (Uppsalir) og Hrd. 289/2006 (Grjóteyri)

Hrd. 524/2012 (Uppsalir) - Bræður áttu býlin Uppsali I og Uppsali II sem bæði tilheyrðu jörðinni Uppsölum. Jörðin var í óskiptri sameign þeirra. Þar sem um tvö lögbýli var að ræða var uppfullt skilyrði laganna að um væri að ræða land í eigu amk tveggja býla. Skipti þar ekki máli þó að búskap hefði verið hætt á öðru lögbýlinu. Skipti heldur ekki máli að býlin tilheyrðu sömu jörðinni.

Hrd. 289/2006 (Grjóteyri) - ekki fallist á að frístundahús geti talist býli í skilningi laganna.

34
Q

Hvenær má krefjast landskipta ?

A

Einungis í þeim tilvikum sem eru talin upp í 1. til 3. tölul. 1. gr. laganna.

Ef lögfest skipti hafa ekki farið fram áður, þá getur hver eigandi krafist skiptanna.

Ef allir hlutaðeigandi eigendur fara fram á skipti, þótt lögfest skipti hafi áður átt sér stað.

Ef einn eða fleiri aðilar telja að lögfest skipti sem áður hafa átt sér stað séu sér óhagkvæm.

Meðferð landskiptalaga og hvernig ber að haga skiptum er allt í lögunum.

Landeigandi sem er ósáttur við landskipti getur einnig krafist ógildingar ef hann telur að úrlausn landskiptanefndar sé haldin annmörkum.
Form- og efnisannmarkar geta valdið ógildingu á skiptagerðum.
Verður fyrst að óska eftir endirskiptum og getur svo borið synjun um þau undir dómstóla.
Dómstólar myndu aðeins taka slíka kröfu til greina ef sýnt væri fram á að skilyrði væru til endurskipta á grundvelli 3. tölul. 1. gr.
Dómstólar geta almennt ekki sjálfir ákveðið hlutföll - bara ógilt.

35
Q

Meðferð landskiptamála

A

Í landskiptalögum eru ítarlegar málsmeðferðarreglur.

Meginreglan er að landeigendur geti sjálfir samið sín á milli um landskiptin.
Ef þeir gera það þá verða þeir samt að gera skiptagerð og glögg landamerki.
Ef landeigendur ná ekki samkomulagi er hægt að krefjast þess að landskiptanefnd taki málið til umfjöllunar.
Ef eigandi er óánægður með skiptin getur hann heimtað yfirmat innan 6 mánaða frá þeim degi er skiptin fóru fram.

36
Q

Hvernig ber að haga landskiptum ?

A

Hvernig ber að haga skiptum?
Meginregla að við skiptin eigi aðeins að fara eftir flatarmáli lands heldur einnig gæðum þess og verðmæti á hverjum stað.
Sameigendur sem eiga 50/50 af 10 ha landi fá ekki endilega báðir 5ha af landi - gæti verið ósanngjarnt ef annar hlutinn er mjög verðmætur en ekki hinn.
Skipta á landi þannig að land hvers parts verði sem mest í samhengi og sé sem skipulegast.
Skipta skal með beinum línum, eins fáum og verða má, svo horn verði sem fæst.
Óheimilt er að gera staðbundin skipti á tilteknum réttindum nema skipti séu það hagkvæm að á engan eiganda sé hallað eða samþykki allra eiganda komi til.
Þannig er eðlilegt að réttindi séu í óskiptri sameign í kjölfar landskipta, nema skilyrðin eigi augljóslega við.
Í 2. gr. landskiptalaga er mælt fyrir um rétthæð einstakra jarðamata við mat á dýrleika jarða (mat á verðmæti þeirra).
Meginreglan er að skipta skuli eftir jarðamati frá 1861 ef það er hægt.
Ef tvær eða fleiri jarðir eru metnaar í einu lagi í jarðamati 1861 þá skal nota jarðatal Johnsen.
Ef hvorugt er hægt skal fara eftir fasteignabók frá 1922 eða síðari fasteignabókum (notast við elstu).
Það er þó heimilt að skipta eftir öðrum eignahlutföllum en þessum hér að ofan ef að þau hafa gilt lengur en 20 ár og allir eigendur samþykkja að fara eftir þeim, sbr. 4. mgr. 2. gr.
Skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins eru ströng!
Hrd. 290/2005 (Uppsalir) - Aðilum tókst ekki að sýna fram á að skilyrði væru til að beita ákvæðinu og því fallist á að fara eftir mati hvors jarðarhluta fyrir sig í fasteignabók frá 1932.

Skiptagerðir
Skriflegar niðurstöður landskiptanefndar nefnast skiptagerðir.
Þar er tekin efnisleg afstaða til allra þátta og merkjum lýst.
Gengið skal frá slíkri gerð hvrot sem landskiptin fara fram með samningum eða skipun landskiptanefndar.
Þegar skiptagerð er lokið skal lýsa merkjum landanna og aðstöðu svo greinilega að ekki verði um villst.
Skiptagerðir hafa sambærilega stöðu og samningar milli manna.
Binda aðeins þá sem áttu aðild að skiptunum.
Heimilt að breyta landskiptagerð með samþykki.
Afla þarf viðeigandi samþykkis stjórnvalda fyrir skiptingu landsins.
Þarf að þinglýsa þeim.
Gæta þarf að aflað sé samþykkis viðeigandi stjórnvalda, einkum sveitarstjórn skv. 48. gr. skipulagslaga.
Landskipti eru þannig ekki endanleg og lögmæt fyrr en yfirvöld hafa samþykkt þau.
Þær fasteignir eða þau fasteignaréttindi sem ekki heyra undir landskiptin verða áfram í óskiptri sameign eiganda.
Hrd. 312/2002 (Skorrastaður) - talið var ósannað að námuréttindum hefði verið skipt skv. landskiptalögum og voru þau því talin vera áfram í óskiptri sameign.

37
Q

Hvað eru náttúruleg landamerki ?

A

Eru fernskonar: vatnsföll, stöðuvötn, hafið og jöklar.
Gilda mismunandi reglur um þau.
Gildir það sérsjónarmið að um þau gilda annað tveggja; lagareglur eða skýr dómafordæmi.

38
Q

Við hvað miðar þegar náttúrulegum viðmiðum sleppir varðandi náttúruleg landamerki ?

A

Þá verða menn sjálfir að koma sér upp merkjum og gera landamerkjalýsingar sem styðjast við girðingar, skurði og vörður eða annað slíkt.
Þessar manngerðu lýsingar eru oftar en ekki tilefni deilna í landamerkjamálum.

39
Q

Mörk fasteigna utan þéttbýlis - Vatnsföll

A

Vatnalög kveða um hvar merki skulu liggja.
Ef að á eða lækur skilur landareignir er meginreglan að hvort landareign á land í miðjan farveg.
Miða við staðhætti þegar ekki er vöxtur í vatninu.
Þessi regla er valkvæð - gildir bara ef önnur lögmæt skipun er ekki gerð.
Vötn öll skulu renna sem að fornu hafa runnið, ekki má breyta farvegi einhliða. Ef vatnsfall flytur sig sjálft má færa það í samt lag innan tiltekins tíma (20 ár).
Merki breytist ekki þó að farvegur vatnsfalls breytist.
Oftast er álitaefnið í ágreiningsmálum af þessum toga sönnunarfærsla um fyrri legu vatnsfalls, sé talið að farvegur þess hafi breyst frá gerð landamerkjabréfs
.
Hrd. 609/2013 (Merki í Tungufljóti og Eldvatni) - Fljót hafði verið að færa sig í vestur. Þeir sem bjuggu vestan megin við ánna töldu að búið væri að koma á fyrirkomulagi sem ekki var í samræmi við miðlínuregluna. Hæstiréttur hafnaði því og sagði að miðlínureglan gildi. Þá reis upp ágreiningur um hvar hin forna miðlína væri. Þeir sem vestanmegin voru reyndu að byggja á gervitunglamyndum og loftmyndum en endað var á því að nota herforingjaráðskort sem var talið komast næst því að sýna farveg fljótsins við gerð landamerkjabréfs.

40
Q

Mörk fasteigna utan þéttbýlis - Stöðuvötn

A

Vatnalög kveða á um afmörkun fasteigna að stöðuvötnum.
Ef landareign liggur að stöðuvatni fylgir vatnsbotn 115 metra út í vatn ef vatn er 230 m breitt eða meira.
Hrd. 1981/182 (Mývatnsbotn) - staðfestir þessa meginreglu.
Ef vatnið er minna en 230 metrar þá ræður miðlína.
Miðlínureglan líka valkvæð hér eins og í vatnsföllum.
Botns-, vatns- og veiðiréttur fylgir fasteign innan netlaga.
Netlög í stöðuvötnu verða talin hluti af viðkomandi fasteign sem fast land sé.
Ef vatnið er breiðara en 230 metrar þá tekur við almenningur stöðuvatns.
Þar eiga þeir sem eiga aðliggjandi land að stöðuvatninu veiðiréttindi - engin önnur réttindi samt.

Hrd. 1981/182 (Mývatnsbotn) - Reist verksmiðja við mývatn og þar er verið að vinna kísil(ehv verðmæti) uppúr almenningum úr syðri flóa mývatns. Jarðeigendur ósáttir og krefjast þess að það sé viðurkennt að þeir eigi verðmætin. Ríkið krefst þess sama fyrir sig. Dómstólar segja nei landeigendur að vatninu eiga engan rétt þar, bara veiðiréttinn punktur. En ríkið á þetta ekki heldur. Af því að í íslenskum rétti hefur aldrei verið viðurkennt að það sem að enginn á á keisarinn. Þannig að það sem enginn á, á enginn. Breyttist með tilkomu þjóðlendulaga.
Hrd. 1971:1137 (Reyðarvatnsdómur) - Þar var talið að liggi land, sem er afréttareign tiltekins aðila, að stöðuvatni, fylgi afréttareigninni veiðiréttur þar sem landið liggur að vatninu og jafnframt veiðiréttur í almenningi vatnsins. Þannig ekki talinn munur á réttarstöðunni hvað veiðiréttinn varðar, eftir því hvort um eignarland eða einungis afréttarland er að ræða.

41
Q

Mörk fasteigna utan þéttbýlis - hafið

A

Skipting í land, fjöru, netlög og almenning.
Fjara er svæðið á milli stórsraumsflóðmáls og stórstraumsfjörumáls.
Landeigandi eignast landauka sem myndast í fjöru hans.
Netlögin eru ekki alltaf skilgreind eins í eldri og yngri lögum.
Almenna reglan er 115m en dæmi eru um að miðað sé við tiltekið dýpi eða fjarlægð frá stórstraumsfjörumáli (60 faðma).
Tvær kenningar um netlög.
Netlög eru hluti eignarlandsins (hefðbundið viðhorf) og styðst við ýmis lagaákvæði.
Netlög eru háð víðtækum afnotaréttindum eiganda aðliggjandi lands en er ekki hluti landsins. Eignarlandið endar með fjörunni.

42
Q

Mörk fasteigna utan þéttbýlis - jöklar

A

Jöklar geta tilheyrt eignarlandi eða þjóðlendu.
Stærstur hluti jökla hefur þó fallið í flokk þjóðlendna.
Hvernig skal fara þegar landamerkjum er lýst um jökuljaðar?
Jökuljaðar getur breyst, skriðið fram og hopað og það getur reynst erfitt landamerkjaviðmið.
Hvernig á þá að ákveða merkin þegar þau miða bara við jökulbrúnina?
Miða við elstu þekktu jökulbrúnina en erfitt getur verið að finna þetta.
Miða við jökulbrún við ákvörðun landamerkja.
Miða við breytileg merki í samræm við legu jökuls hverju sinni.
Það kom í hlut óbyggðanefndar og dómstóla að taka afstöðu til þessa álitaefnis.
Niðurstaða hennar var að gildistaka þjóðlendulaga hafi haft í för með sér að merki jarða gagnvart jökli væru fastsett, án tillits til síðari breytinga á jökuljaðrinum. Þegar merki jarðar eru miðuð við jaðar jökuls og þeim því ekki lýst nema að takmörkuðu leyti í landamerkjabréfi ber þannig að miða við stöðu jökuljaðarins 1. júlí 1998 (við gildistöku laganna).

Hrd. 345/2005 (Fell) - Krafist ógildingar á hluta úrksurðar óbyggðanefndar. Óbn miðaði við mörkin við gildistöku laganna en dómurinn sagði að það þyrfti að miða við línuna eins og hún væri á hverjum tíma? Hins vegar var vandséð að eigendur Fells höfðu haft væntingar til þess að jökullinn hopaði og að hafa mætti not af landinu sem þá kæmi í ljós til búrekstrar. Hins vegar er nægjanlega sannað að sá hluti landsins, sem var íslaus við gerð landamerkjabréf, hafi verið og sé háður beinum eignarrétti. Hæstiréttur ss ekki alveg sammála þessu hjá óbn um að nota þessa línu við gildistökuna. Tvær leiðir þá í boði að gera eins og með stöðuvötn eða eins og óbn gerði. Vísaði svo til þess að Hæstiréttur er búinn að nota þessa óbn reglu áður þá vegna jafnræðisreglu verðum við að gera það líka í þessu máli.
Jöklar eru á ýmsum svæðum hin náttúrulegu landamerki landareigna.

43
Q

Við hvað er miðað þegar náttúrulegum viðmiðum sleppir um náttúruleg landamerki ?

A

Þá verða menn sjálfir að koma sér upp merkjum og gera landamerkjalýsingar sem styðjast við girðingar, skurði og vörður eða annað slíkt.
Hinar manngerðu lýsingar eru oftar en ekki tilefni deilna í landamerkjamálum.
Í landamerkjalýsingum hefur stundum verið stuðst við stefnulínur.
Með stefnulínum er vísað til viðmiða í landamerkjabréfum sem taka mið af þekktum örnefnum eða kennileitum utan viðkomandi jarða.
Tilvísanir í sjónhendingu eru einnig afar algeng í landamerkjalýsingum.
Öfugt við stefnulínur tekur sjónhending oftar en ekki mið af kennileitum og viðmiðum á eða innan marka viðkomandi fasteignar - ekki algilt.
Hugtakið veldur stundum misskilnigi því það virðist vísa í það sem sjá má berum augum en það er ekki hin raunverulega eða upprunalega merking.
Þýðir bein lína í merkingu landamerkjalaga - mismunandi samt hvernig þetta hefur verið í dómaframkvæmd en held að almennt ætti að leggja til grundvallar að þetta þýði bein lína og þurfir ekki að sjá á milli.

44
Q

Hvað eru landamerkjabréf ?

A

Samningar eigenda eða fyrirsvarsmanna aðliggjandi jarða um legu landamerkja.

45
Q

Hvaða reglur gilda um form landamerkjabréfa ?

A

Einu fortakslausu skilyrðin sem lögin setja um form landamerkjabréfa er að það hafi verið gert og undirritað af þeim landeiganda sem það gefur út.
Það eru dæmi úr dómaframkvæmd að stuðst hafi verið við landamerkjabréf þótt skort hafi uppáskriftir
Landamerkjabréf sem er áritað af eigendum aðliggjandi landareigna gengur framar öðrum landamerkjabréfum sem hafa ekki að geyma áritanir, ef ósamræmi er fyrir hendi.

Ný lög tóku gildi núna í janúar m skráningu og merki og mat fasteigna og samhliða féllu úr gildi landamerkjalög.

Hnitsettar merkjalýsingar eiga að koma í staðinn og leysa af hólmi eldri reglur og viðmið eins og landamerkjabréf, sbr. 1. mgr. 6. gr. a.
Þrátt fyrir þetta er gerður fyrirvari í 2. mgr. 6. gr. um að merkjalýsingar sem hafa verið gerðar í samræmi við eldri lög og þinglýst fyrir gildistöku laganna halda gildi sínu þar til ný merkjalýsing hefur verið gerð.

Þannig að landamerkjabréf halda því áfram gildi sínu.
Túlkun þeirra landamerkjabréfa sem nú eru fyrir hendi og byggt verður á sem merkjalýsingu viðkomandi fasteigna skipta áfram lykilmáli!

En hvað eru landamerkjabréf?
Samningar eigenda eða fyrirsvarsmanna aðliggjanda jarða um legu landamerkja.

Form landamerkjabréfa - verður að hafa verið gert og undirritað af þeim landeiganda sem það gefur út.

46
Q

Vandkvæði við túlkun landamerkjabréfa

A

Bréf fá ekki samrýmst
Misræmi kann að koma upp í mismunandi landamerkjalýsingum tveggja samliggjandi fasteigna.
Hrd. 532/2008 (Teigarhorn og Búlandsnes).
Getur líka verið að fleira en eitt landamerkjabréf hafi verið gert fyrir sömu fasteignina og innbyrðis ósamræmi sé þar á milli - þá gildir meginreglan um að yngra bréf gangi framar eldra.
Vitneskja um staðsetningu kennileita eða örnefna sem miðað er við hefur glatast
Oft vísað til viðmiða í umhverfinu sem hurfu með tímanum eða vitneskja um tilvist þeirra og staðsetningu glataðist með nýjum kynslóðum.

47
Q

Landamerkjabréfakenningin

A

Landamerkjabréfakenning óbyggðanefndar (landamerkjabréfakenningin).
Að jörð eins og hún er afmörkuð í landamerkjabréfi sé háð beinum eignarrétti.
Hefur verið þýðingamikill grundvöllur að úrlausnum nefndarinnar og dómstóla að eignarhaldi að landi, sbr.
Hrd. 48/2004 (Biskupstungnaafréttur) - Hæstiréttur sagði að landamerkjabréf feli í sér ríkari sönnun fyir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega. Það dragi hins vegar úr sönnunargildi bréfsins ef það vantar uppáskrift (eiganda eða fyrirsvarsmanns aðliggjandi jarðar).

48
Q

Hvað gerist ef landamærabréf fá ekki samrýmst ?

A

Misræmi kann að koma upp í mismunandi landamerkjalýsingum tveggja samliggjandi fasteigna.
Hrd. 532/2008 (Teigarhorn og Búlandsnes) - Landamerkjabréfum bar ekki saman mum merki milli tveggja jarða. Landamerkjabréfi jarðarinnar A var þinglýst og mjög skömmu síðar var bréfi jarðarinnar B þinglýst líka. Þetta þótti Hæstiréttur benda til þess að ætlunin hafi verið að bregðast við landamerkjalýsingu A og leiðrétta hana. Þá var bréf B líka yngra og því þinglýst seinna en bréfi A. Held að niðurstaðan hafi þá verið að landamerkjabréf B var lagt til grundvallar.
Þekkist líka að það hafi verið gert fleira en eitt landamerkjabréf fyrir sömu fasteignina og innbyrðis ósamræmi sé þar á milli.
Meginregla að yngra bréf gangi framar eldra.

49
Q

Vitneskja um staðsetningu kennileita eða örnafna sem miðað er við hefur glatast

A

Aðilar geta verið sammála um lýsingu landamerkja sem slíkra en vitneskjan um staðsetningu kennileita eða örnefna sem miðað er við hefur glatast og menn hafa mismunandi skoðanir hvar þau sé að finna.
Flest landamerkjabréf voru gerð á árunum 1882-1925.
Við gerð landamerkjabréfa freistuðust menn til að vísa til viðmiða í umhverfi sínu sem þeim voru kunnug og auðþekkt en höfðu þann galla að þau voru forgengileg í þeim skilningi að með tímanum hurfu þau, ýmist af náttúrulegum orsökum eða mannavöldum, eða vitneskjan um tilvist þeirra og staðsetningu glataðist með nýjum kynslóðum.
Þá spretta stundum upp deilur um staðsetningu viðmiða.
Örnefni úr lýsingu geta einnig týnst.
Lýsingin er stundum ónákvæm og aðferðafræði gleymd.
Týnd örnefni:
Hrd. 338/2009 (Flatskalli) - Deilt var um merki tveggja jarða. Í landamerkjabréfum var svæðinu lýst þannig að mörkin lægju milli flatskalla en enginn vissi hvar flatskallinn var.
Ónákvæmni í lýsingum:
Hrd. 1975:55 (Arnarvatnsheiði) - Merkjum jarðar lýst í landamerkjabréfi. Þar stóð að ein lína væri frá tilteknu vatni og þaðan sjónhendingu í jökulenda. Deilt var um hvaða jökul var átt við.
Óvissa um aðferðafræði:
Hrd. 360/2013 (Merki Hrollaugsstaða og Ásgrímsstaða) - Vísað til þess að landamerki jarða væru þar sem ,,fyrst sést maður á hesti af Ásgrímsstaðahlaði þá framan kemur Bóndastaðaveg”.

50
Q

Hvað er eignarland og hvað er þjóðlenda ? Hvaða breytingar urðu með þjóðlendulögum nr 58/1998

A

Tekið upp nýtt hugtak fyrir landsvæði utan eignarland, þ.e. þjóðlenda.
Lýst yfir að íslenska ríkið væri eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum, sem ekki væru þegar háð einkaeignarrétti.
Settar sérstakra reglur um forræði og meðferð eignarréttinda ríkisins að þjóðlendum.
Óbyggðanefnd falið að skera úr um mörk eignarlanda og þjóðlendna.

51
Q

Hvað er eignarland ?

A

Eignarland er landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll hefðbundin eignarráð þess.
Þjóðlendur eru þau landsvæði utan eignarlanda þó aðrir einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Ath að hugtakinu þjóðlenda er ætlað að taka til landalmenninga og hróflar því ekki við stöðu hafalmenninga.
Það er þó heimilt að taka til meðferð almenninga stöðuvatna.

52
Q

Hvaða breytingar urðu með þjóðlendulögunum ?

A

Landsvæðum var skipt í tvo flokka: eignarlönd og þjóðlendur.
Tekið var upp nýtt hugtak fyrir landsvæði utan eignarlanda.
Því var lýst yfir með lögum að íslenska ríkið væri eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum, sem ekki væru þegar háð einkaeignarrétti - ath að ekki skyldi raskað réttindum þeirra sem höfðu haft afnot af landi innan þjóðlendu.
Settar voru sérstakar reglur um forræði og meðferð eignarréttinda ríkisins að þjóðlendum. Þetta er ekki eins og hefðbundnar eignir ríkisins.
Óbyggðanefnd var falið að skera úr um mörk eignarlanda og þjóðlendna.

53
Q

Réttarþróun sem leiddi til lögfestingar þjóðlendulaganna

A

Deilt var um eignarrétt að landi utan byggðamarka, þ.e. hvort þau töldust eign aðliggjandi sveitarfélaga eða hvort ríkið teldist eigandi þeirra, sbr. Lyfrd. (Vilborgarkot) og Hrd. 1981:1584 (Landmannaafréttur II) og Hrd. 1981:182 (Mývatnsbotn).
Í öllum dómunum var því hafnað að ríkið ætti það sem enginn gæti sannað eignartilkall sitt til.

Í öllum þessum þremur dómur var því hafnað að ríkið ætti það sem enginn geti sannað eignartilkall sitt til.

Í Landmannaafréttardómnum var tekið fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og hagnýtingu landsvæðins. Þessi dómur var talinn veita vísbendingu um að dómstólar litu svo á að ríkisvaldið gæti í skjóli lagasetningarvalds síns lýst yfir eignarrétti ríkisins að þeim landsvæðum sem enginn eigandi fyndist að og á þeim grunni eru þjóðlendulögin byggð.
Hæstiréttur segir s.s. í dómnum að Alþingi hefði ekki sett lög um umgjörð eignarréttar að landi, þó að það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málefnið… wink wink ;)

54
Q

Inntak eignarréttar að þjóðlendu

A

Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum, sem ekki eru háð einkaeignarrétti.

Hver er lögfræðileg þýðing þess að íslenska ríkið sé ,,eigandi” lands?
Ríkið fer með varðveislu og forræði á landinu.
Þeir sem hafa átt óbein eignarréttindi sem hafa stofnast t.d. á grundvelli hefðar halda þeim réttindum.

55
Q

Heimild til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendu

A

Meginreglan er að enginn má hafa afnot þjóðlendu fyrir sjálfan sig.
Ráðherra þó heimilt að leyfa nauðsynleg afnot af landi.

Meginreglan er að enginn má hafa afnot þjóðlendu fyrir sjálfan sig.
T.d. reisa þar mannvirki og nýta hlunnindi (nema þeir sem hafa nýtt það áður).

Ráðherra er þó heimilt að leyfa nauðsynleg afnot af landi.
Þarft leyfi ráðherra til að nýta vatns- og jarðhitaréttindi og vindorku.
Þarft leyfi sveitarstjórnar til að nýta land og landsrétti að öðru leyti en líka samþykki ráðherra ef nýting er lengri en eitt ár.
Ráðherra er heimilt að semja um endurgjald fyrir nýtingu réttindanna sem hann heimilar og líka sveitarstjórn ef hún fær samþykki ráðherra.

56
Q

Hlutverk óbyggðanefndar

A

Hlutverk hennar:
að skera úr um mörk eignarlanda og þjóðlendna og
að skera úr um mörk afrétta innan þjóðlendna
að úrskurða um önnur eignarréttindi innan þjóðlenda.

Sjálfstæði stjórnsýslunefnd og úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra.
Málsmeðferð fyrir óbyggðanefnd.

57
Q

Málsmeðferð fyrir óbyggðarnefnd

A

Þegar hún ákveður að taka svæði til meðferðar skal hún tilkynna hlutaðeigandi ráðherra ákvörðun sína og veita honum frest til að lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæðinu.
Kröfulýsing birt í Lögbirtingablaði og skorað á þá sem telja til réttinda á svæðinu að lýsa kröfum sínum innan minnst 3 en mest 6 mánaða.
Óbyggðanefnd skal gera yfirlit yfir lýstar kröfur og uppdrátt.
Vettvangsganga - skýrslutaka - munnlegur málflutningur.
Svipað og rekstur hefðbundsins einkamáls fyrir dómi.
Rannsóknarskylda hvílir á óbyggðanefnd.
91% meginlands lokið.
Hægt að fara með mál fyrir dómstóla, sbr. 19. gr

58
Q
A
59
Q
A
60
Q
A
61
Q
A