FASTEIGNIR, MÖRK FASTEIGNA UTAN ÞÉTTBÝLIS,SKIPTING LANDS, FLOKKUN Í EINGARLÖND OG ÞJÓLENDUR Flashcards
Hugtakið fasteign
Fasteign skv. 1. mgr. 3. gr. laga um skráningu og mat fasteigna:
,Afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt”
Hrd. 22/2015 (Þjóðskrá) - Fasteignahugtak 1. mgr. 3. gr. lagt til grundvallar og fullyrt að skilgreiningin sé í samræmi við þá almennu skilgreiningu fasteignar sem um langa hríð hefur verið lögð til grundvallar í íslenskri löggjöf, réttarframkvæmd og fræðikenningum.
Skilgreining á fasteignarhugtakinu “” afmarkaður hluti lands
Kjarnaatriðið í skilgreiningunni.
Þannig eru engin sérstök skilyrði fyrir því að land teljist til fasteignar nema að það þurfi að vera afmarkað.
Ekki ljóst hvaða skilyrði eru gerð til þess að land teljist “afmarkað”
Skilgreining á fasteignarhugtakinu - lífrænir og ólífrænir hlutar
Allt sem er í eðlilegum og oft náttúrulegum tengslum við landið.
Lífrænir hlutar eru t.d. tré og gróður.
Ólífrænir eru t.d. mold, sandur og vatn.
Þessir hlutir teljast aðeins til fasteignarinnar á meðan þeir eru í hinu eðlilega sambandi við hana, t.d. ef gras er slegið eða tré er fellt þá er það orðið lausafé.
Það er heimilt að skilja bæði lífræna og ólífræna hluta fasteignarinnar frá landinu - þá verða þau sjálfstætt fjárverðmæti og geta verið andlagt framsals, veðsetningar ofl.
Skilgreining á fasteignahugtakinu - réttindi sem fylgja landinu
T.d. vatnsréttindi, veiðiréttindi ofl.
Almenna reglan er sú að fasteignareigandi getur skilið frá fasteign sinni réttindi sem landinu fylgja, að því gefnu að lög mæli ekki á annan veg.
Verulegar hömlur á því að þessi réttindi séu skilin frá landinu samt.
Skilgreining á fasteignahugtakinu -Mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt
Mannvirki teljast ekki hluti af grunnfasteigninni nema þau séu varanlega skeytt við landið.
Tvö skilyrði
Eigandinn sjálfur verður að eiga landið undir mannvirkinu sínu eða hafa tryggt sér rétt til þess að láta mannvirkið standa á landinu.
Varanleikinn varðar líka ytri frágang mannvirkisins, þ.e. að mannvirkið sé svo kyrfilega fest við landið að það verði ekki skilið frá því með einföldum hætti,
Hugtakið mannvirki er víðtækt.
Við mat á því hvort bygging teljist til mannvirkis í skilningi fasteignarhugtaksins er eðlilegt að líta til lagalegrar skilgreiningar hugtaksins ,,mannvirki”.
Það er skilgreint í 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki.
Hugtakið mannvirki er víðtækara en fasteignarhugtakið og því verður að leggja til grundvallar að ef húsnæði telst ekki til mannvirkis þá falli það ekki undir fasteignarhugtakið.
Ef húsnæði telst mannvirki þá er það samt ekki endilega fasteign.
Kemur ekki fram hversu kyrfilega mannvirkið þarf að vera skeytt við landið til að falla undir hugtakið.
Fer eftir byggingarfræðilegu mati hverju sinni.
Reynt talsvert á þetta varðandi t.d. starfsmannabúðir.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - Deilt um hvort vinnubúðir starfsfólks við byggingu álvers teldust fasteignir eða lausafé. Hæstiréttur taldi að búðirnar væru lausafé af því að vinnubúðirnar væru gámaeiningar sem mjög auðveld væri að setja saman og flytja milli landsvæða. Þeim var ætlað tímabundið hlutverk og voru festar niður með vírum en ekki skeyttar við landið með varanlegum hætti.
Matið er heildstætt! Við matið er litið til eftirfarandi þátta:
Hvernig undirstöður hússins eru og hvernig þær eru skeyttar við landið.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - gámar festir með vírum.
Hvort mannvirkjum sé ætlað að standa í takmarkaðan eða lengri tíma.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - ætlað tímabundið hlutverk. bara meðan verið var að byggja álverið.
Hversu einfalt er að setja mannvirkin saman og fjarlægja þau.
Hrd. 738/2012 (Alcoa) - hrd. vísar til þess að þetta voru gámaeiningar sem var mjög auðvelt að setja saman og flytja.
Hvort lagnir séu tengdar við húsin.
Þetta hefur ekki úrslitaáhrif ef um er að ræða mannvirki sem er ætlað til búsetu eða vinnu, sbr. úrskurður yfirfasteignamatsnefndar nr. 10/2020 þar sem kom frað að slík tenging hefði verið nausðynleg til að tryggja lágmarkskröfur um nútímaþægindi, enda væri um að ræða starfsmannabúðir sem höfðu að geyma svefn og mataraðstöðu.
Hversu stórt húsnæðið er.
Þetta er kannski loðið, en í úrskurði yfn. nr. 67/2000 var vísað til þess að húsnæðið væri aðeins 4,5 fermetra geymsluskúr. Þannig hefur ekki endilega þýðingu en má líta til þess ef önnur atriði benda í sömu átt.
Skilgreining á fasteignahugtakinu -Mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt. réttindi mannvirkisins gagnvart landinu
Ef eignarhald á mannvirkinu og lóðinni fer saman þá er augljós varanleiki í réttindum mannvirkisins á landinu.
Sá sem hefur þinglýsta eignarheimild að eign nýtur einnig slíkrar heimildar að einstökum hlutum hennar, þ.á.m. bygigngum sem reistar hafa verið á eigninni, nema að fasteignabók nefni annan rétthafa.
Hins vegar ekki skilyrði skv. fasteignarhugtakinu að eigandi landsins og mannvirkisins sé sami maðurinn, t.d. lóðaleigusamningar.
Hús sem reist er í heimildarleysi telst ekki til fasteignar.
Þá veiri eiganda hússins skylt að rífa það eða fjarlægja á eigin kostnað ef krafa kæmi fram um það.
Skiptir ekki máli hvernig stofnast til lóðarréttindanna.
Þau geta t.d. stofnast fyrir hefð.
Hrd. 482/2002 (flugskýli I) - Krafist þess að félag yrði borið út með byggingu sína af lóð íslenska ríkisins við Reykjavíkurflugvöll. Félagið taldi sig hafa hefðað lóðina. Fallist á það og útburðarkröfu hafnað.
Eigandi mannvirkis verður að sýna fram á að hann eigi ótvírætt rétt til lóðarinnar.
Takist honum ekki að sanna það þá er mannvirkið lóðaréttindalaust og heimilt er að láta fjarlægja það.
Lrd. 780/2018 (Gróðurhús) - kíkja á þennan á bls. 26 í fjölriti ef þú hefur tíma.
Hversu lengi þurfa réttindin að vara?
Skiptir máli hversu lengi eigandi mannvirkis hefur tryggt sér lóðaréttindi yfir landinu?
Í úrskurði ymn nr. 6/1987 (blönduvirkjun) voru vinnubúðir taldar fasteignir, þótt þeim hefði aðeins verið ætlað að standa í sjö ár. Hérna virðist frágangur bygginganna skipta mestu máli. Þetta voru timbureiningahús, eins og margir sumarbústaðir sem var verið að reisa um allt land og ljóst að húsin hefðu fullnægjandi landsréttindi þar sem að eigandi þeirra væri einnig eigandi landsins sem húsin voru reist á.
Í Hrd. 738/2012 (Alcoa) var litið til þess að vinnubúðunum var einungis ætlað tímabundið hlutverk (fimm ár) og því ekki fasteign. Fleira samt sem spilaði inní hér, þetta voru gámar, fest með vírum, auðvelt að pakka saman og flytja.
Í Hrd. 1937:243 (Hólmur) var deilt um hvort sumarhús ætti að fara eftir reglum um nauðungarsölu lausafjár eða fasteigna. Í lóðarleigusamningi kom fram að sumarhúsið ætti að flytja á brott eða rífa þegar þess yrði krafist og þess vegna gæti það ekki talist til fasteigna.
Sérstakar skilgreiningar hugtaksins fasteign
Af skilgreiningu fasteignarhugtaksins ætti fjöleignarhús í heild sinni að teljast ein fasteign.
Hins vegar kemur fram í fehl. að hver íbúð (eignarhluti), ásamt því sem henni fylgir sérstaklega og eignarhluta í sameign, sé sérstök fasteign, enda sé fullnægt skilyrðum laga um skráningu og mat fasteigna.
Þannig er 50 íbúða fjöleignarhús ekki ein fasteign í skilningi laga heldur 50 fasteignir.
Íbúðir í fjöleignarhúsi teljast þó ekki til sjálfstæðra fasteigna í skilningi laga um skráningu og mat fasteigna, amk ekki af ákvæði 3. gr. en þar er gert ráð fyrir að íbúðir í fjöleignarhúsum séu ,,eindir” sem skrá ber með fasteignum, en að þær séu ekki sérstakar fasteignir, öfugt við það sem er gert ráð fyrir í fehl.
Hins vegar í 15. gr. laga um mat og skráningu fasteigna er talað um að skrá skuli auðkenni ,,hverrar fasteignar” í fjöleignarhúsi.
S.s. ósamræmi í lögunum, bæði milli fehl. og laga um skráningu og mat fasteigna og svo líka innbyrðis ósamræmi í þeim síðarnefndu.
Skráning fasteigna
Þríþætt skráning fasteigna
- Fasteignareigendur verða, í ákveðnum tilvikum, að skrá eignarréttarlega stöðu sína gagnvart öðrum sem eiga réttindi yfir sömu eða aðliggjandi eign (landamerkjabréf og eignaskiptayfirlýsingar).
- Eigendur fasteigna verða að skrá réttindi sín yfir fasteignum með þinglýsingu til þess að þau haldi gildi gagnvart þriðja manni.
- Fasteignin sjálf skal skráð skv. lögum nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.
Skráning í fasteignaskrá
Í fasteignaskrá skal skrá allar fasteignir í landinu.
Þjóðskrá fer með yfirstjórn fasteignaskráningar skv. lögunum.
Sveitarstjórnir gegna líka mikilvægu hlutverki við skráningu fasteigna. Er t.d. ábyrg fyrir því að Þjóðskrá berist ýmsar upplýsingar.
Í 2. mgr. 3. gr. laganna er upptalning á tilteknum atriðum sem eiga að koma fram í fasteignaskrá.
Ráðherra getur ákveðið með reglugerð nánari skráningu og að skrá skuli fleiri eindir fasteigna en þær sem eru taldar upp í ákvæðinu.
Hrd. 22/2015 (Þjóðskrá) - deilt um hvort það ætti að skrá og meta sérstaklega í fasteignaskrá vatnsréttindi, sem höfðu verið skilin frá fasteignum. Landsvirkjun hafði s.s. eignast tiltekin vatnsréttindi sem höfðu áður tilheyrt 65 jörðum. Landsvirkjun taldi að vantsréttindin gætu ekki talist sjálfstæð fasteign í skilningi laga. nr. 6/2001 eftir aðskilnaðinn, né hlunnini eða önnur réttindi tengd fasteign í skilningi laganna. Hæstiréttur vísaði til þess að skv. skilgreiningu fasteignarhugtaksins þá teldust lífrænir og ólífrænir hlutar fasteignar sem hefðu verið skildir frá henni ekki lengur til fasteignarinnar. Hins vegar væri sú ályktun dregin af vatnalögum að það væri vilji löggjafans að vatnsréttindi sem skilin hefðu verið frá landareignum skyldi skrá í fasteignaskrá.
Sá sem er skráður eigandi fasteignar í fasteignaskrá hefur þinglýsta eignarheimild hverju sinni.
Óheimilt að veðsetja fasteign fyrr en hún hefur verið skráð í fasteignaskrá.
Fasteignaskrá er notuð sem grundvöllur viðskipta hjá hinu opinbera.
Landeignaskrá
Hluti fasteignaskrár.
Geymir m.a. upplýsingar um eignamörk lands á samræmdum kortagrunni.
Markmið skrárinnar er að tryggja yfirsýn og samræmda opinbera skráningu á landi.
Á að innihalda upplýsingar um mörk fasteigna og alla þinglýsta eigendur.
Aðgangur á að vera endurgjaldslaus fyrir almenning.
Aðeins 55% landeigna hafa verið skráða í landeignaskrá.
Munurinn á fasteignaskrá og landeigna skrá felst í því að landeignaskrá inniheldur almennar upplýsingar um mörk landeigna og eignarhald þeirra en í fasteignaskrá eru ítarlegri upplýsingar um einstaka þætti viðkomandi fasteigna, t.d. byggingarefni og rúmmál mannvirkja.
Jarða - og lögbýlaskrá
Skv. jarðalögum á landbúnaðarráðuneytið að gefa árlega út svokallaða jarðaskrá.
Skrá yfir allar jarðir, jarðahluta, landspildur, lóðir og annað land sem fellur undir III. kafla jarðalaga.
Á sama tíma gefur ráðuneytið einnig út lögbýlaskrá á grundvelli jarðalaga.
Kemur til viðbótar við jarðaskrá og nær aðeins yfir þær jarðir sem hafa lögbýlisrétt.
Hvaða þýðingu hefur fasteignaskráning að einkarétti?
Fasteignaskráning hefur fyrst og fremst upplýsingagildi en á ekki að hafa áhrif á tilvist og efni eignarréttinda að einkarétti.
Fasteignaskráning er þó langt í frá þýðingarlaus.
Ákveðinn áreiðanleiki eða opinbert trúgildi er bundið við fasteignaskráningu, sambærilegt því sem almennt er talið gilda um þinglýstar heimildir og þinglýsingabækur.
Fasteignaskrá er grundvöllur þinglýsingabóka, ekki hægt að þinglýsa skjölum nema að fasteign sé skráð í fasteignaskrá og að skjölin sem óskað er þinglýsingar á séu í samræmi við þá afmörkun sem fram kemur í skránni.
Stofnun nýrra fasteigna
Hvað er átt við með stofnun nýrrar fasteignar?
Í skilningi laga nr. 6/2001 er átt við það að eðli skráningar fasteignarinnar breytist, t.d. þannig að í stað einnar fasteignar verði þær tvær.
Fasteign getur stofnast með þrenns konar hætti:
Með því að nýrri lóð eða landi er skipt út úr öðru.
Með samruna tveggja eða fleiri fasteigna.
Með skiptingu fjöleignarhúss eða hluta þess í fleiri en eina fasteign.
Hvað er átt við með stofnun nýrrar fasteignar?
Í skilningi laga nr. 6/2001 er átt við það að eðli skráningar fasteignarinnar breytist.
T.d. þannig að í stað einnar fasteignar verði þær tvær.
Fasteign getur stofnast með þrenns konar hætti:
Með því að nýrri lóð eða landi er skipt út úr öðru.
Með samruna tveggja eða fleiri fasteigna.
Með skiptingu fjöleignarhúss eða hluta þess í fleiri en eina fasteign.
Stofnun fasteigna vegna skiptingar eða samruna
Eigandi/eigendur upprunafasteignar þarf að leggja fram umsókn um stofnun fasteignar í viðkomandi sveitarfélagi.
Sveitarfélög forskrá fasteign og bera ábyrgð á því að Þjóðskrá berist upplýsingar.
Upplýsingarnar sem sveitarfélög forskrá taka svo gildi þegar Þjóðskrá hefur staðfest þær, en Þjóðskrá getur líka falið sveitarfélögum að fullskrá upplýsingarnar.
Þinglýsingastjóri tryggir að veðbönd og kvaðir sem hvíla á upprunaeign flytjist á hina nýju fasteign.
Þinglýsingastjóri getur stofnað fasteignir til bráðabirgða vegna aðfarar- eða kyrrsetningargerðar.
Tilgangur þessarar heimildar er til að koma í veg fyrir að skuldunautur geti komið sér undan kröfuhöfum með því að vanrækja að sækja um stofnun nýrrar fasteignar.
Skipting eða samruni fasteigna er einnig háður samþykki annarra stjórnvalda.
T.d. er óheimilt að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum nema samþykki sveitarstjórnar komi til.
Hrd. 234/2005 (Krókur) - Hæstiréttur talaði um að í þessu fælist ,,synjunarvald sveitarstjórnar”.
Áður þurfti samþykki ráðherra um ef um jörð var að ræða en núna aðeins samþykki sveitarstjórnar.
Getur verið að þurfi samþykki annarra stjórnvalda, t.d. ef í skiptingunni felst skipting/afsal á veiðirétti að auðlindum.
Réttaráhrif þess að ekki er aflað samþykkis viðeigandi stjórnvalda:
Fasteignin verður ekki stofnuð og óheimilt er að þinglýsa skjölum á hana.
Það er ekki hægt að krefjast fyrirvaralausrar viðurkenningar á afmörkun landspildu sem ekki hefur verið stofnuð.
Hrd. 234/2005 (Krókur) - Aðili höfðaði mál til slita á óskiptri sameign. Hann krafðist líka að hann fengi skipt út úr landi jarðarinnar spildu og vildi s.s. að dómstólar skiptu landinu út úr sameigninni. Hæstiréttur vísaði til þess að það væri óheimilt að skipta jörðum nema með samþykki sveitarstjórnar. Því var málinu vísað frá dómi.
Hrd. 327/2016 (Svertingsstaðir) - Deilt um staðsetningu spildu og krafðist viðurkenningar á því að hún afmarkaðist af nánar tilteknum hnitum innan marka jarðarinnar S. Hæstiréttur taldi að útskipting spildunnar fæli í sér stofnun og skráningu sjálfstæðrar fasteignar. Spildan gæti ekki verið skráð eign sóknaraðila nema væri búið að stofna hana eftir lögum.
Stofnun fasteigna í fjöleignarhúsi
Þegar um fjöleignarhús er að ræða þarf að skipta því í einingar, en það er gert á grundvelli fehl.
Fasteignir í fjöleignarhúsum eru skráðar á grundvelli eignaskiptayfirlýsingar.
Þegar eignaskiptayfirlýsing hefur verið gerð er hún send til byggingarfulltrúa til staðfestingar.
Áritun byggingarfulltrúa er skilyrði þinglýsingar.
Fasteign verður ekki stofnuð fyrr en byggingarfulltrúi hefur staðfest eignaskiptayfirlýsingu.
Fasteignir í fjöleign skulu skilgreindar með hlutfallstölu.
Hver er tilgangur fasteignamats ?
Grundvöllur skattlagningar.
Matsaðferðir eru þrjár:
markaðsaðferð
tekjuaðferð
kostnaðaraðferð
Fasteignaskráning vs. fasteignamat
Allar fasteignir (og réttindi yfir þeim) ber að skrá.
Meginregla að hverja fasteign skuli meta til verðs eftir því sem næst verður komist á hverjum tíma, sbr. 2. gr. laga nr. 6/2001.
Ákveðnar eignir undanþegnar - fyrst og fremst mikilvægir samfélagslegir innviðir sem löggjafinn hefur talið óþarft að meta til fjár með það að markmiði að skattleggja.
Í reglugerð um fasteignaskráningu og fasteignamat er gert ráð fyrir að meta eigi til verðs tiltekin fasteignaréttindi sem ekki fylgja neinni ákveðinni fasteign.
T.d. vatnsréttindi, námuréttindi, veiðiréttindi ofl. sem seld hafa verið undan jörðum og hefðu verið metin með jörðum ef aðskilnaður hefði ekki átt sér stað.
Það er þó skilyrði fyrir mati slíkra réttinda að þau verði talin arðgæf þegar matið fer fram.
Hrd. 22/2015 (Þjóðskrá) - Deilt um hvort meta ætti sérstaklega til peningaverðs vatnsréttindi sem hefðu verið skilin frá landareign. Landsvirkjun, eigandi vatnsréttindanna, taldi að aðeins ætti að meta eiginlegar fasteignir til peningaverðs, en ekki fasteignaréttindi sem væru án tengsla við fasteign. Hæstiréttur féllst ekki á þetta og sagði að aðskilin vatnsréttindi ættu að lúta sömu reglum og fasteignir, í stað þess að fara eftir reglum um óbein eignarréttindi.
hvað er matsaðferð við fasteignamat ?
Matsverð er gagnverð umreiknað til staðgreiðslu, miðað við heimila og mögulega nýtingu á hverjum tíma, sem ætla má að eignin hefði í kaupum og sölum í febrúarmánuði næst á undan matsgerð, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2001.
Ef gangverð er ekki þekkt skal matsverðið ákveðið eftir bestu fáanlegri vitneskju um gangverð sambærilegra fasteigna með hliðsjón af þeim atriðum sem kunna að hafa áhrif á gangverð eignarinnar, sbr. 2. mgr. 27. gr.
Fasteignamat tekur breytingum á hverju ári.
Matsaðferðir Þjóðskrár eru þrjár.
Markaðsaðferð, tekjuaðferð og kostnaðaraðferð
Fasteignamat - markaðsaðferð
Byggist á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna.
Til þess að hægt sé að beita aðferðinni þurfa margar fasteignir að hafa selst, hentar þannig íbúðarhúsnæði og sumarhúsum á virkum markaði.
Fasteignamat - kostnaðaraðferð
Byggir á útreikningi á byggingarkostnaði að teknu tilliti til afskrifta vegna aldurs og úreldingar.
Markaðsleiðrétt kostnaðarmat byggir á þessari aðferði ásamt því að nýta kaupsamninga til að meta samband byggingarkostnaðar og markaðsverðs.
Hrd. 477/2015 (Harpa tónlistarhús) - Deilt um hvaða matsaðferð væri heppilegust. Þjóðskrá hafði beitt markaðsleiðréttu kostnaðarmati, þar sem megináherslan var lögð á að líta til byggingarkostnaðar fasteignarinnar. Harpa taldi eðlilegra að beita tekjuaðferðinni, þannig að litið yrði til tekna sem líklegt er að hafa mætti af eigninni með leigu hennar. Fasteignamatið var rúmlega 21 milljaður en skv. matsgerð var líklegt söluverð 10 milljarðar króna, rúmlega 50% lægra. Hæstiréttur taldi að Harpa hefði með matsgerðinni fært nægar líkur fyrir að gangverð hússins hafi verið svo verulega lægra en matsverð þess að við ákvörðunina hefði ekki verið fylgt því markmiði sem mælt er fyrir um í 27. gr. laga nr. 6/2001. Með tekjuaðferðinni væri líklegra að gleggri mynd fengist af líklegu gangverði.
Fasteignamat - Tekjuaðferð
Byggist á upplýsingum um tekjur sem afla má af fasteignum og kostnað vegna þeirra.
Algengast að slíkar tekjur séu af leigu.
Á best við um atvinnuhúsnæði eða annað húsnæði sem er algengt að keypt sé til útleigu.
hrd. 477/2015 (Harpa tónlistarhús) - Deilt um hvaða matsaðferð væri heppilegust. Þjóðskrá hafði beitt markaðsleiðréttu kostnaðarmati, þar sem megináherslan var lögð á að líta til byggingarkostnaðar fasteignarinnar. Harpa taldi eðlilegra að beita tekjuaðferðinni, þannig að litið yrði til tekna sem líklegt er að hafa mætti af eigninni með leigu hennar. Fasteignamatið var rúmlega 21 milljaður en skv. matsgerð var líklegt söluverð 10 milljarðar króna, rúmlega 50% lægra. Hæstiréttur taldi að Harpa hefði með matsgerðinni fært nægar líkur fyrir að gangverð hússins hafi verið svo verulega lægra en matsverð þess að við ákvörðunina hefði ekki verið fylgt því markmiði sem mælt er fyrir um í 27. gr. laga nr. 6/2001. Með tekjuaðferðinni væri líklegra að gleggri mynd fengist af líklegu gangverði.
Hvað er Fylgifé fasteigna?
Fylgifé eru ýmir munur, lífrænir og ólífrænir, sem unnt er að skilja frá fasteign og hafa yfirleitt eitthvert sjálfstætt fjárhagslegt gildi.
Gerður greinarmunur á annars vegar verðmætum sem teljast hluti fasteignar sem slíkrar og þeim sem teljast fylgifé hennar.
Skilin þar á mili eru ekki alltaf augljós en hefur í raun enga þýðingu að lögum þar sem að fasteignarreglur gilda um bæði atriðin
Hvað er almennt fylgifé fasteigna ?
Við mat á því hvort hlutur telst almennt fylgifé er yfirleitt miðað við það hvort hluturinn sé skv. almennum mælikvarða meðal þess sem fasteign þarf að vera útbúin með, svo hún henti til þeirra nota sem henni er ætlað að þjóna.
Miðað við hvort eignin sé talin fullgild, t.d. til leigu eða sölu, að þessir hlutir fylgi henni.