EIGNARNÁM Flashcards

1
Q

Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar - 72. gr.

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir, sbr. 1. mgr. 72. gr.

HVer eru þrjú skilyrði eignarnáms ?

A

Þrjú skilyrði eignarnáms:
almenningsþörf
lagafyrirmæli
fullar bætur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Skilyrðið um almenningsþörf

A

Matskenndasta skilyrðið.

Í því felst að samfélagslegir hagsmunir í einhverri merkingu verði að búa að baki kröfu um eignarnám.

Dómstólar hafa rúmt vald til að meta hvort að mat löggjafans hafi verið reist á málefnalegum forsendum og hvort gætt hafi verið lögmætra sjónarmiða við lagasetningu, einkum v. meðalhóf og jafnræði.
Fallist á skilyrðið um almenningsþörf: Hrd. 60/2012 (Hverfisgata) - Hæstiréttur sló því föstu að 55. gr. fjöleignarhúsalaga stæðist 72. gr. stjskr. þar sem að almenningsþörf geti krafist þess að eigandi hlutar í fjöleignarhúsi verði gert að láta af hendi eign sína gegn vilja hans.

Ekki fallist á skilyrðið um almenningsþörf: Hrd. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi) - Deilt um lögmæti eignarnáms til þess að leggja reiðstíg í landi í einkaeigu sem kom aðeins takmörkuðum fjölda manna til nota. Hæstiréttur taldi að af því að hann væri bara fyrir svona takmarkaðan fjölda og að hann yrði í eigu einkaaðila þá væri skilyrðum 72. gr. ekki mætt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Skilyrðið um lagafyrirmæli

A

Lög í þrengri merkingu!
Þetta er beisklí bara kröfur lögmætisreglunnar.
Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur þar sem fram koma takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar sem talin er nauðsynleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Skilyrðið um fullar bætur

A

Eignarnámsþoli á að vera eins settur fjárhagslega og ef eignarnám hefði ekki farið fram.

Ákvæðið girðir fyrir að löggjafinn geti takmarkað þann rétt eignarnámsþola með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.
Bætur eiga að vera tryggar, réttilega ákvarðaðar og takmörk eru fyrir því hvaða kostnaður, sem til verður veigna eignarnámsins, verði lagður á eignarnámsþola.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Eignarskerðingar sem leiða ekki til bótaskyldu

A

Slíkar takmarkanir verða að eiga sér lagastoð og hvíla á málefnalegum grunni, auk þess sem gæta verður jafnræðis og meðalhófs.

Venjuhelgaðar eignaskerðingar og almennar takmarkanir á eignarétti leiða ekki til bótaskyldu.

Venjuhelgaðar: t.d. skattar, upptaka eigna í refsiskyni, fyrning, hefð og traustfang.
Við almennar takmarkanir líta dómstólar helst til þess að hve mörgum eignarskerðing beinist, þ.e.a.s hvort hún sé almenn eða sértæk.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hrd 187/2007 Björgun - um eignaskerðingar sem leiða ekki til bótaskyldu

A

þar var deilt um hvort breyting á lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnins hefði í för með sér eignarskerðingu sem ætti að leiða til bótaskyldu (sértæk eignaskerðing) eða hvort þetta væri almenn eignarskerðing. Lögin fólu í sér takmörkun á atvinnustarfsemi á hafsbotni (sem myndi þá ná til allra sem hana stunda) en það vildi svo til að það var bara eitt félag sem stundaði slíka starfsemi og lögin höfðu í för með sér að atvinnuleyfi félagsins myndi falla niður eftir ákveðinn tíma. Dómurinn féllst á að með lögunum hefði falist skerðing á eignarréttindum og atvinnuréttindum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar. Bótaskyldu var hins vegar hafnað þar sem að almannahagsmunir voru taldir vega þyngra en hagsmunir þess eina fyrirtækis sem skerðingin bitnaði á.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Eignaskerðingar sem leiða ekki til bótaskyldu - Hrd 300/2011 Neyðarlögin

A

þar töldu aðilar að ákvæði laga sem breyttu réttindaröð krafna við slitameðferð fjármálastofnanna hefðu í för með sér slíka skerðingu á kröfuréttindum að um eignarnám í skilningi 72. gr. væri að ræða. Hæstiréttur féllst ekki á það heldur taldi að um almenna takmörkun á eignarrétindum væri að ræða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Skýrleiki eignarnámsheimilda

A
  1. gr. stjskr. áskilur að löggjafinn verði í hverri og einni eignarnámsheilid að taka skýra afstöðu til:

þeirra hagsmuna sem heimilað geta eignarnám

þeirrar almenningsþarfar sem býr að baki

í þágu hvaða starfsemi eignarnám má fara fram og hver fer með valdið til að taka ákvörðun þar um.

Löggjafinn verður í hverri og einni eignarnámsheimild að taka afstöðu til hvaða hagsmunir það séu sem geta heimilað eignarnám og nákvæmlega hver almenningsþörfin er sem býr að baki.
Ekki nóg að segja bara ,,heimilt þegar almenningsþörf krefur“.
Verður að koma skýrt fram takmörk og umfang þeirrar réttindi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Flokkun eignarnámsheimilda

A

Sérstakar eignarnámsheimildir
Þá hefur löggjafinn sjálfur tekið beina afstöðu til allra þátta eignarnámsins.
Lagaákvæðið sjálft útlistar efni, tilgang, andlag og útfærslu eignarnámsins.

Almennar eignarnámsheimildir
Ríkjandi tilhögun.
Þá veitir löggjafinn almenna heimild til eignarnáms við tilteknar aðstæður í þágu ákveðinnar starfsemi en eignarnám í einstökum tilvikum á sér síðan stað með ákvörðun viðkomandi stjórnvalds hverju sinni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Skyldan til að leita samninga

A

Í áskilnaði 72. gr. stjskr. um almenningsþörf felst sú krafa að eignarnámi verði ekki beitt nema það sé búið að reyna að ná samkomulagi um kaup umræddra eignarréttinda.

Hrd. 1998:985 (Arnarnes). Hæstiréttur vísaði til þess að eignarnemi hefði slitið viðræðum áður en þau hefðu verið rædd til þrautar og að það væri ekki annað
séð en að tími hafi verið til frekari viðræðna. Eignarneminn (garðabær) taldi að frekari samningsviðræður væru tilganglausar en Hæstiréttur sagði að það skipti ekki máli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Form eignarnámsákvörðunar

A

Ákvörðun um eignarnám er stjórnvaldsákvörðun!
Íþyngjandi sem skerðir stjórnarskrárvarin réttindi!
Þannig að ssl. gilda! Þau gilda samt ekki ef að eigandi og stjórnvald ákveða að gera samning án þess að stjórnvaldið hafi lýst því yfir að annars verði leitað eignarnám.

Hver fer með valdið til þess að taka ákvörðun um eignarnám?
Kemur oftast fram í heimildarákveðinu.
Ef það kemur ekki skýrla fram þá er miðað við að það sé í höndum þess æðra stjórnvald sem almennt er í fyrirsvari fyrir þann málaflokk sem um ræðir.
Ef vitlaust stjórnvald stendur að ákvörðuninni þá getur eignarnámið verið ógilt (valdþurrð).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Efni eignarnámsákvörðunar

A

Eignarnám verður að vera nauðsynlegt vegna þeirrar framkvæmdar eða starfsemi sem löggjafinn telur geta réttlætt eignarnám.

Fellur þannig í hlut þess stjórnvalds sem fer með ákvörðunarvald að meta hvort viðkomandi framkvæmd sé í samræmi við það markmið sem stefnt er að og hvort eignarnám sé nauðsynlegt til að ná því markmiði að teknu tilliti til aðstæðna.

Stjórnvaldið verður þannig að gæta að nokkrum atriðum við þetta mat:
Gæta meðalhófs! Eru einhver önnur vægari úrræði til þess að ná sama markmiði og verið er að reyna ná með eignarnáminu? Meðalhófið er svona rauður þráður í gegnum allt efnislega matið við ákvörðun um hvort heimila skuli eignarnám.
Hvenær er tímabært að heimila eignarnám? Eignarnám að vera lokaúrræði og samningaviðræður eiga að hafa verið fullreyndar. Öllum nauðsynlegum aðdraganda ætti almennt að vera lokið. Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2) – Landsnet (eignarneminn) vildi láta eignarnám fara fram áður en það færi fram mat á fjárhæð eignarnámsbóta. Hæstiréttur féllst ekki á það og sagði að þessi undantekningarregla sem heimilar þar væri aðeins hægt að nota þegar sérstakar aðstæður og brýn nauðsyn væri á að fá fljótt umráð verðmætisins og eignarnema yrði verulegt óhagræði af því að bíða eftir ákvörðun bóta. Ekki nóg að vísa baratil að eignarnám þjóni almannahagsmunum heldur verður að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.

Þarf að klára mat á umhverfisáhrifum ef framkvæmdir eru háðar slíku mati áður en til eignarnáms kemur. Það er eitthvað óljóst hvort það þurfi framkvæmdarleyfi áður – það er hægt að veita leyfi áður en eignarnám fer fram með fyrirvara um að leyfið verði ekki virkt fyrr en ákvörðun um eignarnám liggi fyrir.

Umfang eignarnáms má ekki vera meira en nauðsyn krefur, verður að meta t.d. hvort að það sé nauðsynlegt að taka bein eignarréttindi eignarnámi eða hvort það sé nóg að taka óbein eignarréttindi. Meðalhóf beisklí!

Hvaða leið á að fara? Hvernig á að útfæra framkvæmdirnar. Þarf að gæta að meðalhófi hér líka eins og alltaf. Hrd. 425/2008 (Brekka) – Hæstiréttur sló því föstu að ef það er hægt að nota eignir ríkisins þá er skilyrðinu um almenningsþörf ekki uppfyllt! Hér átti aðleggja einhvern veg í gegnum jörð eignarnámsþola en í kringum jörðina voru jarðir í eigu ríkisins. Hefði verið hægt að leggja veginn þar frekar og þess vegna átti að gera það frekar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Eignarnámsákvörðun - meðalhóf

A

Gæta meðalhófs! Eru einhver önnur vægari úrræði til þess að ná sama markmiði og verið er að reyna ná með eignarnáminu? Meðalhófið er svona rauður þráður í gegnum allt efnislega matið við ákvörðun um hvort heimila skuli eignarnám.

Hrd Brekka í Borgarfirði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Efni eignarnámsákvörðunar - Tímasetning

A

Hvenær er tímabært að heimila eignarnám? Eignarnám að vera lokaúrræði og samningaviðræður eiga að hafa verið fullreyndar. Öllum nauðsynlegum aðdraganda ætti almennt að vera lokið.

Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2) – Landsnet (eignarneminn) vildi láta eignarnám fara fram áður en það færi fram mat á fjárhæð eignarnámsbóta. Hæstiréttur féllst ekki á það og sagði að þessi undantekningarregla sem heimilar þar væri aðeins hægt að nota þegar sérstakar aðstæður og brýn nauðsyn væri á að fá fljótt umráð verðmætisins og eignarnema yrði verulegt óhagræði af því að bíða eftir ákvörðun bóta. Ekki nóg að vísa baratil að eignarnám þjóni almannahagsmunum heldur verður að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Efni eignarnámsákvörðunar - áhrif skipulags, mats á umhverfisáhrifum og framvkæmdaleyfis

A

Þarf að klára mat á umhverfisáhrifum ef framkvæmdir eru háðar slíku mati áður en til eignarnáms kemur. Það er eitthvað óljóst hvort það þurfi framkvæmdarleyfi áður – það er hægt að veita leyfi áður en eignarnám fer fram með fyrirvara um að leyfið verði ekki virkt fyrr en ákvörðun um eignarnám liggi fyrir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Efni eignarnámsákvörðunar - umfang

A

Umfang eignarnáms má ekki vera meira en nauðsyn krefur, verður að meta t.d. hvort að það sé nauðsynlegt að taka bein eignarréttindi eignarnámi eða hvort það sé nóg að taka óbein eignarréttindi. Meðalhóf beisklí!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Efni eignarnámsákvörðunar - hvaða leið á að fara ?

A

Hvaða leið á að fara? Hvernig á að útfæra framkvæmdirnar. Þarf að gæta að meðalhófi hér líka eins og alltaf. Hrd. 425/2008 (Brekka) – Hæstiréttur sló því föstu að ef það er hægt að nota eignir ríkisins þá er skilyrðinu um almenningsþörf ekki uppfyllt! Hér átti aðleggja einhvern veg í gegnum jörð eignarnámsþola en í kringum jörðina voru jarðir í eigu ríkisins. Hefði verið hægt að leggja veginn þar frekar og þess vegna átti að gera það frekar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Ákvörðun eignarnámsbóta

A

Lög um framkvæmd eignarnáms.
Lög um málsmeðferð þegar bætur eru ákveðnar - Geyma ekki efnisreglur um ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta.

Matsnefnd eignarnámsbóta sker úr ágreiningi um eignarnámsbætur og annað endurgjald.
Málsmeðferð svipuð hefðbundnu stjórnsýslumáli.
Ekki hægt að ,,sleppa“ málsmeðferð sem felst í töku eignarnámsákvörðunar og leita beint til MNE til að fá úrlausn um bætur, sbr. Hrd. 247/2008 (Vatnsendi). – Kópavogsbær og leigutakar á landspildu gerðu samkomulag um að fela MNE að meta bætur fyrir landspilduna sem MNE gerði. Svo vildi bærinn ekki una úrskurði nefndarinnar og reyndi á hann fyrir dómstólum. Hæstiréttur sagði að nefndin hafi ekki verið bær að lögum til ákveða bætur við aðstæður þar sem ekkert eignarnám hafði farið fram. Úrskurðurinn markleysa og ekki hægt að reisa kröfu á honum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Umráðataka á grundvelli ákvörðunar um eignarnám

A

Meginregla 13. gr. laga um framkvæmd eignarnáms.
Meginreglan er greiðsla bóta á undan umráðatöku. Ef það næst ekki samkomulag um umráðatöku getur eignarnámi krafist beinnar aðfarargerðar, sbr. 13. gr. laga um framkvæmd eignarnáms og 78. gr. aðfararlaga.
Meginregla að málskot til dómstóla frestar ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvörðunar.

Undantekning í 14. gr.
Matsnefnd getur heimilað eignarnema að taka umráð verðmætis sem taka á eignarnámi og ráðast í framkvæmdir.

Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2)
Það frestar ekki framkvæmd eignarnámi þó að eignarnámsþoli leiti úrlausnar dómstóla um fjárhæð bótanna. Þar var hafnað að beita undantekningarákvæðinu í 14. gr. því ekki tókst að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Úrskurður MNE 3/2020 (Fornustekkar-Akurnes)

A

Meginregla 13. gr. laga um framkvæmd eignarnáms.
Meginreglan er greiðsla bóta á undan umráðatöku.
Undantekning í 14. gr.

Í dómnum var fallist á að beita 14. gr. á þeim forsendum að það hafi verið nauðsynlegt til ljúka framkvæmdum við lagningu hitaveitu meðan ennþá viðraði til verks svo hægt væri að taka nýja hitaveitu í notkun á árnu.

Hins vegar í
Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2) – Hafnað að beita undantekningarákvæðinu í 14. gr. því ekki tókst að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Eignarnámsbætur

A

Grundvöllur bótaskyldu eignarnámsbóta eru fyrirmæli 72. gr. stjskr. um fullt verð og nær til fjárhagslegs tjóns eignarnámsþola.

Hvað fellur undir fjárhagslegt tjón?
Raunverulegt tjón eignarnámsþola.

Ýmis konar annað tjón sem leiðir af eignarnámi.

Hvað ef andlagið hefur aðallega minjagildi fyrir eignarnámsþola? Hrd. 1996:4089 (Einarsreitur)Aðila greindi á um fjárhæð eignarnámsbóta vegna eignarnáms Hafnarfjarðarbæjar á tveimur erfðafestulóðum. Á svæðinu var fiskreitur sem hafði áður verið nýttur til fiskverkunar en bærinn taldi að hann væri verðlaus því hann væri ekki notaður lengur. Eignarnámsþolinn mótmæli því. Hæstiréttur féllst ekki á að hann væri með öllu verðlaus og sagði ,,þó að persónulegt gildi hlutar verði að jafnaði ekki eitt og sér metið til peningaverðs, gildir öðru máli, þegar hlutur hefur almennt minjagildi eða menningargildi, að þá hefur hann oftast fjárhagslegt gildi“. Hann sagði að um væri að ræða fornminjar, sem vert væri að varðveita, hefði menningarsögulegt gildi fyrir almenning og því ætti að líta á það sem fjárverðmæti.

Af dómnum má ráða ef hlutur hefur almennt minjagildi þannig að opinberir aðilar telji þörf á að vernda hann þá hafi hann fjárhagslegt gildi.
Ef hann hefur aðeins þýðingu fyrir eigandann þá annað mál.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hver er bótagrundvöllurinn fyrir eignarnámsbótum ?

A

Bótagrundvöllur? 72. gr. stjskr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað fellur undir fjárhagslegt tjón ?

A

Hvað fellur undir fjárhagslegt tjón?

Raunverulegt tjón eignarnámsþola en ekki fjárhagslegur ávinningur eignarnema.

Tímabundið tjón/tjón til framtíðar.

Beint og óbeint tjón

Hrd. 1996:4089 (Einarsreitur) – Aðila greindi á um fjárhæð eignarnámsbóta vegna eignarnáms Hafnarfjarðarbæjar á tveimur erfðafestulóðum. Á svæðinu var fiskreitur sem hafði áður verið nýttur til fiskverkunar en bærinn taldi að hann væri verðlaus því hann væri ekki notaður lengur. Eignarnámsþolinn mótmæli því. Hæstiréttur féllst ekki á að hann væri með öllu verðlaus og sagði ,,þó að persónulegt gildi hlutar verði að jafnaði ekki eitt og sér metið til peningaverðs, gildir öðru máli, þegar hlutur hefur almennt minjagildi eða menningargildi, að þá hefur hann oftast fjárhagslegt gildi“. Hann sagði að um væri að ræða fornminjar, sem vert væri að varðveita, hefði menningarsögulegt gildi fyrir almenning og því ætti að líta á það sem fjárverðmæti.

Af dómnum má ráða ef hlutur hefur almennt minjagildi þannig að opinberir aðilar telji þörf á að vernda hann þá hafi hann fjárhagslegt gildi.
Ef hann hefur aðeins þýðingu fyrir eigandann þá annað mál.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað þarf að hafa í huga við ákvörðun eignarnámsbóta ?

A

Söluverð
Hvað hefði eignin kostað á frjálsum markaði?
Skipulag, fasteignamat, eiginleikar og gæði, gangverð sambærilegra eigna getur allt haft þýðingu – heildstætt mat!

Notagildi
Hvaða arð hefði eignin skilað eigandanum miðað við löglega og heimila nýtingu?
Sjaldgæft.

Enduröflunarverð
Hvað kostar að afla sambærilegrar eignar?
Undantekningarregla!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Viðmið við ákvörðun eignarnámsbóta

A

Meginregla að við ákvörðun eignarnámsbóta sé miðað við sölu- eða markaðsvirði eignar.
Með því er átt við það verð sem ætla má að fengist fyrir eignina við sölu hennar.

Leiði útreikningur á grundvelli notagildis eignar til hærri niðurstöðu en ætlað sölu- og markaðsverð hefur verið talið að bætur eigi að ákvarða á grundvelli notagildis.
Aðeins í undantekningartilvikum getur eignarnámsþoli átt rétt á bótum sem ákvarðaðar eru á grundvelli enduröflunarverðs.
Þetta kom allt fram í
Hrd. 802/2013 (Vatnsendablettur) þar sem að sjö aðilar kröfðu Kópavogsbæ um skaðabætur vegna tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir vegna skerðingar á lóðarleiguréttindum úr landi Vatnsenda sem bærinn hafði tekið eignarnámi og sagt upp leiguafnotum lóðanna.

26
Q

Hvað er söluverð?

A

Algengast að bætur séu ákverðnar á grundvelli þess verðs sem ætla má að eignin hefði í kaupum og sölu á frjálsum markaði.
Gangverð/markaðsverð
söluverð.

Tekið mið af aðstæðum í hverju máli fyrir sig og er í þeim skilningi einstaklingsbundinn.
Oftast litið til fjölda atriða eins og staðsetningu eignar, staðhátta, gæðalands ofl.
Heildstætt mat.

27
Q

ákvörðun eignarnámsbóta- skipulag

A

Veitir vísbendingu um framtíðarnotkun lands/væntingar.
Ýmis dæmis í framkvæmd um að frekar sé litið til raunhæfra möguleika á framtíðnarnýtingu (þó þeir fái ekki stoð í skipulagi).

Úrskurður MNE (Egilsstaðir II) - þar var fallist á að miða verðmæti lands við framtíðarnotkun þess þar sem að það lá fyrir að landið verði nýtt til nýbygginga á Egilsstöðum en var þá bara hefðbundið landbúnaðarland.

28
Q

Hver er elsta heimildin um eignarnám ?

A

Ekki viss en er frá 1839

29
Q

Hvernig þróaðist hugtakið eign ?

A

Í fyrstu takmarkað við hlutbundin verðmæti (lausafé og fasteignir)
Síðar talið að taki einnig til veðréttar, afnotaréttar, kröfuréttinda, höfundaréttar og fleiri réttinda sem hafa fjárhagslegt gildi fyrir eigandann.

30
Q

Hver er gallinn á núverandi lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms ?

A

Þau eru sett fyrri 20 árum fyrir tilkomu sslaga. Þau taka ekki mið af því að framkvæmdir þurfa að sæta ýmis konar lögbundnum undirbúningi og ákvarðanartöku. Tímaröð og ferlið er óljóst í þeim og það er spurning hvenær aðili fær stöðu eignarnámsþola. Valdsvið matsnefndar eignarnámsbóta er líka óljóst.

31
Q

Úrskurður UA í máli nr. 11782/2023

A

A ehf. leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta. Með úrskurðinum var ekki fallist á kröfu félagsins um að gera eignarnema, Vegagerðinni, að greiða því kostnað vegna vinnu lögmanns í tengslum við kæru félagsins á ákvörðun stofnunarinnar um eignarnám. Var þeirri kröfu hafnað með vísan til þess að sá kostnaður yrði ekki talinn til kostnaðar við rekstur matsmáls samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms.

Taldi umboðsmaður að líta yrði svo á að það væri verkefni matsnefndar eignarnámsbóta, þegar hún úrskurðaði um fjárhæð eignarnámsbóta til eignarnámsþola, að taka afstöðu til þess hvort gera ætti eignarnema að greiða eignarnámsþola málefnalegan og hæfilegan kostnað sem hann hefði stofnað til við að leita lögmætra leiða til að fá skorið úr um gildi eignarnámsákvörðunar, svo sem með því að beina stjórnsýslukæru til ráðuneytis. Þannig bæri að skýra lagaákvæði um úrskurðarvald matsnefndarinnar með þeim hætti að þau tækju eftir atvikum einnig til þess lögmæta kostnaðar sem stofnast hefði hjá eignarnámsþola af því tilefni.

Umboðsmaður vísaði til þess að af skýringum nefndarinnar yrði ekki annað ráðið en að það væri afstaða hennar að ekki væri útilokað að slíkur kostnaður kynni að verða bættur á grundvelli laga um framkvæmd eignarnáms. Það væri á hinn bóginn ekki sjálfgefið heldur þyrfti að meta það hverju sinni. mati umboðsmanns var hins vegar óljóst hvaða sjónarmið hefðu legið niðurstöðu nefndarinnar til grundvallar, enda hefði hvergi verið vikið nánar að þeim í úrskurði hennar. Þá hefðu skýringar nefndarinnar í reynd ekki varpað frekara ljósi á þetta atriði.

Yrði þannig ekki séð að nefndin hefði fært fram fullnægjandi rök fyrir þeim meginsjónarmiðum sem hefðu verið ráðandi við mat hennar á því hvort eignarnema yrði gert að greiða A ehf. þann kostnað sem félagið hefði stofnað til við stjórnsýslukæru þess og þá hvort sá kostnaður teldist málefnalegur og hæfilegur. Var það niðurstaða umboðsmanns að rökstuðningur nefndarinnar hefði að þessu leyti ekki verið í samræmi við lög.

Umboðsmaður taldi jafnframt rétt að vekja athygli Alþingis og dómsmálaráðherra á þeim óskýrleika sem væri fyrir hendi um rétt eignarnámsþola til að fá þann kostnað bættan sem hann kynni að þurfa að leggja út fyrir vegna ákvörðunar um eignarnám og aðgerða í aðdraganda þess. Taldi hann nánar tiltekið ástæðu til að tekið yrði til skoðunar hvort sú réttarvernd sem leiddi af áskilnaði stjórnarskrárinnar um fullt verð fyrir eign, sem tekin hefði verið eignarnámi, væri tryggð í lögum um framkvæmd eignarnáms með fullnægjandi hætti.

32
Q

Hvernig er tvískipt lagaumhverfi eignarnáms ?

A

Annars vegar: Ákvörðun um eignarnám og að henni fenginni….

Hins vegar: ákvörðun eignarnámsbóta sem alla jafnan fer fram í formi úrskurða matsnefndar eignarnámsbóta.

Svo getur reynt á sérstök álitaefni um umráðatöku eignarnema eftir að bætur eru úrskurðaðar og greiddar

Aðdragandi eignarnáms líka, margþætt ferli í undirbúningi frmakvæmdarinnar sem kallar á eignarnám

33
Q

H 60/2012 (Hverfisgata)

A

Sýndi greiningu á stjórnskipulegu gildi 55. gr. fehl.

Húsfélag fór í mál við H, sem var einn íbúa hússins, með kröfu um að hún myndi selja íbúð sína eða flytja úr henni sökum þess að hún geymdi mikið magn af rusli í íbúðinni og sameigninni. H bar fram þá málsástæðu að brottrekstur hennar bryti í bága við stjórnarskrárvarins réttar hennar um friðhelgi eignarréttarins.

Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.

Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur sagði:
Samkvæmt framansögðu verður að líta svo á að ákvæði 5. mgr. 55. gr. laga nr. 26/1994 fullnægi þeim skilyrðum, sem sett eru í 2. og 3. málslið 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar fyrir því að víkja megi til hliðar þeirri friðhelgi, sem eignarrétti er annars veitt. Verður þá að huga að því hvort jafnframt séu uppfylltar kröfur um meðalhóf til að beita megi fyrstnefnda ákvæðinu við þær aðstæður, sem uppi eru í málinu, en því aðeins er unnt að taka til greina dómkröfu gagnáfrýjanda að ekki sé með öðrum úrræðum unnt með ásættanlegu móti að ná þeim tilgangi, sem hún miðar að, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008. Um þetta verður að gæta að því að eignarréttindi og heimili annarra eigenda fasteignarinnar að Hverfisgötu 68a njóta friðhelgi eftir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Eins og málið liggur fyrir eru ekki efni til annars en að líta svo á að eignarhald aðaláfrýjanda að hluta fasteignarinnar rýri svo að máli skipti verðgildi annarra eignarhluta, svo sem gagnáfrýjandi heldur fram. Þetta verður ekki rakið til þess eins að ítrekað hefur verið fjallað meðal annars í fjölmiðlum um húseignina í tengslum við þvingunarráðstafanir til að hreinsa húsnæði aðaláfrýjanda, þannig að almennt megi vera kunnugt um þá áhættu, sem fylgt gæti því að kaupa hlut í fasteigninni, heldur einnig til ástands séreignarhluta aðaláfrýjanda, sem leiðir af meðferð hans og stórfelldrar vanrækslu á viðhaldi, sem óhjákvæmilega bitnar einnig á verðgildi eignarhluta annarra. Þessir hagsmunir annarra eigenda fasteignarinnar verða ekki nægilega tryggðir með því að neyta þeirra úrræða, sem að öðru leyti eru heimiluð í 55. gr. laga nr. 26/1994, að banna aðaláfrýjanda búsetu og dvöl í húsnæði sínu, enda stæði það ekki því í vegi að hún gæti aftur tekið upp á því að safna þar sorpi, en ætla verður að veruleg hætta geti verið á því að teknu tilliti til þess að hún hefur eftir gögnum málsins litið svo á í meira en aldarfjórðung að lífshættir hennar að þessu leyti séu öðrum eigendum fasteignarinnar óviðkomandi. Þótt gagnáfrýjandi gæti brugðist við vanrækslu á viðhaldi eignarhluta aðaláfrýjanda með því að láta framkvæma viðgerðir á kostnað hennar og hann nyti fyrir endurkröfu sinni lögveðréttar í eignarhluta hennar, sbr. 4. mgr. 26. gr. laga nr. 26/1994, verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að þörf á slíkum framkvæmdum sé svo stórfelld að ekki verði ætlast til að aðrir eigendur fasteignarinnar leggi út í þær með kostnaði, sem þeim myndi fyrirsjáanlega fylgja, og bera síðan áhættu af endurkröfu. Eins og atvikum er hér háttað er að þessu virtu ekki að sjá að tiltæk séu önnur vægari úrræði til að gæta lögvarinna réttinda annarra eigenda fasteignarinnar en að staðfesta þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að taka til greina kröfu gagnáfrýjanda.

Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest og er rétt að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

34
Q

Hugtakið eign og áhrif túlkunar MDE á inntak þess. Hver eru lykilhugtökin ?

A

Lykilhugtök á vettvangi stjórnskipulegrar eignarréttar-verndar
Eign;
eignarréttur (beinn og óbeinn);
eignarréttindi;
eignarráð og
eignaraðild.

35
Q

Hvað er eignarnám í þrengri merkingu ?

A

Sú aðstaða að aðili er sviptur eignarréttindum sínum á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þágu almannahagsmuna.

Dæmi:
1 mgr 37 gr vegalaga:
37. gr. Eignarnámsheimild.
Landeiganda er skylt að láta af hendi land sem þarf til þjóðvegagerðar og hvers kyns veghalds, svo sem breytinga, breikkunar eða viðhalds, enda komi fullar bætur fyrir. Landeiganda ber jafnframt að leyfa efnistöku í landi sínu til vegagerðar hvort heldur er grjót, möl eða önnur jarðefni, enda bætist það að fullu. Framangreind skylda til að láta eignarréttindi af hendi nær einnig eftir atvikum til annarra rétthafa sem eiga réttindi á landi.

50 gr skipulagslaga
50. gr. Heimildir til eignarnáms.
Ráðherra getur að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar veitt sveitarstjórn heimild til að taka eignarnámi landsvæði, fasteignir, hluta fasteigna og efnisnámur eða takmörkuð eignarréttindi að slíku innan sveitarfélagsins ef nauðsyn ber til vegna áætlaðrar þróunar sveitarfélagsins samkvæmt staðfestu aðalskipulagi.

1 mgr 23 gr raforkulaga
23. gr. Eignarnám.
Nú nær fyrirtæki ekki samkomulagi við landeiganda eða eiganda orkulinda vegna framkvæmda á grundvelli laga þessara, þar með talið um endurgjald fyrir landnot, vatnsréttindi, jarðhitaréttindi eða aðrar orkulindir, og getur ráðherra þá tekið eignarnámi nauðsynlegt land, landgæði, mannvirki, aðstöðu og önnur réttindi landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til. Ráðherra afhendir viðkomandi fyrirtæki þau verðmæti sem tekin eru eignarnámi. Ráðherra getur heimilað fyrirtækinu að framkvæma eignarnámið og ber það allan kostnað af eignarnáminu.

36
Q

Hrd 300/2011 Neyðarlögin - dæmi um að bótaskylda stofnast v. lagafyrirmæla

A

Dæmi úr réttarframkvæmd um að eignarnám sé notað í rýmri merkingu

Tvímælalaust sé að kröfur sóknaraðila auk lögmætra væntinga þeirra njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. fyrsta samningsviðauka mannréttinda­sátt­málans sem eignir. Hafi aðgerðir ríkisins varðandi stöðu kröfuhafa í skuldaröð falið í sér de facto sviptingu eigna kröfuhafa, annarra en innstæðueigenda, en þeir kröfuhafar séu mestmegnis útlendingar.

37
Q

Hrd 600/2011 Vaxtagreiðslur - dæmi um að bótaskylda stofnast vegna lagafyrirmæla

A

Með almennum lögum er ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reynir í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Færi slíkt í bága við þá vernd eignarréttinda sem leiðir af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessum sökum fá nefnd lög ekki haggað þeirri niðurstöðu sem komist er að í kafla IV hér að framan.

38
Q

H 1998:2140 (lífeyrissjóður sjómanna) - aðrar bótaskyldar eignaskerðingar

A

Veit ei

39
Q

H 1966:54 (arnardómur) - aðrar bótaskyldar eignaskerðingar

A

Þar sem íslenska ríkið var dæmt til þess að bæta landeiganda tjón sem örn hafði valdið á æðavarpi hans. Með lögum frá 1954 hafði örn verið alfriðaður og kom sú löggjöf í veg fyrir að landeigandinn gæti varið varplöndin fyrir árásum arnarins. Af niðurstöðu Hæstaréttar má ráða að bæturnar hafi verið dæmdar á grundvelli 72. gr. stjórnarskrárinnar.

40
Q

Dæmi um sérstaka eignarnámsheimildir

A

lög nr. 66/2008 um Landeyjarhöfn

41
Q

23 gr. raforkulaga - hvernig er sú eignarnámsheimild ? og hvernig tengist það Hrd 511/2015 suðurnesjalína 2

A

Háð mati og eða túlkun lagaskilyrða,

Suðurnesjalína 2:
Í málinu krafðist M þess að ógilt yrði ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá árinu 2014 um annars vegar heimild L hf. til að framkvæma eignarnám til ótímabundinna afnota vegna lagningar 220 kV háspennulínu, svonefndrar Suðurnesjalínu 2, um jörð hennar í Vogum á Vatnsleysuströnd og hins vegar um þinglýsingu á nánar tilgreindri kvöð á jörðina. Reisti M kröfu sína á því að ekki væri fullnægt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf fyrir framkvæmdunum, auk þess sem ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni áður en tekin hefði verið ákvörðun um að heimila eignarnám. Loks hefði L hf. brotið gegn skyldu sinni til samráðs við M vegna framkvæmdanna og andmælaréttur hennar ekki verið virtur við meðferð málsins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að undirbúningur framkvæmdanna hefði farið eftir formlega lögboðnu ferli. Hefðu til að mynda verið haldnir kynningarfundir, fjallað hefði verið um væntanlegar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum og tillögur L hf. sætt meðferð hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun. Á hinn bóginn var fallist á með M að L hf. hefði ekki rannsakað sem skyldi þann kost að leggja línuna í jörðu en ekki í lofti, eins og eignarnámsbeiðnin hafði kveðið á um. Talið var að M og aðrir landeigendur hefðu með rökum ítrekað andmælt þeim gögnum sem L hf. hefði vísað til um nauðsyn línulagnar í lofti. Jafnframt hefðu þeir lagt fram gögn sem sýna áttu að jarðstrengir væru raunhæfur kostur og rökstutt þörf á að kanna hann til þrautar áður en ráðist væri í stórvægilegar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta hefði L hf. við undirbúning framkvæmdanna ekki látið fara fram sérstaka athugun á þeim möguleika að leggja jarðstreng, heldur hefði hann einkum vísað til almennra sjónarmiða um kosti og galla slíkra strengja. Þá hefði ráðherra ekki haft forgöngu um að þetta atriði yrði sérstaklega athugað áður en hann tók ákvörðun um að heimila eignarnám. Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar, sbr. og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, var fallist á kröfur M.

42
Q

H 1998/985 (Arnarnes) - nálgun dómstóla við skýringu eignarnámsheimilda

A

Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.

43
Q

H 1958/609 (Yfirmatskostnaður) - Tengist kostnaði væntanlegs eignarnámsþola af því að gæta hagsmuna sinna á fyrri stigum eignarnámsákvörðunar

A
  • ítaksréttindi njóta verndar 72.gr. stjskr. (ekki besti dómurinn, á samt bara við um eitt ákvæði laganna)
    Hér var um það deilt hvort ákvæði 10. gr. laga nr. 113/1952 samræmdust eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í lagaákvæðinu segir að kostnaður af yfirmati samkvæmt lögunum greiðist af matsbeiðanda ef engin breyting hefur orðið við matið honum í vil, en ella að hálfu af hvorum.
    o Í dómi Hæstaréttar segir að samkvæmt eignarréttarákvæðinu eigi „fullar bætur að koma fyrir eign, sem tekin er eignarnámi. Réttur til bóta samkvæmt þessu boði stjórnarskrárinnar væri skertur, ef sá, sem eign sinni er sviptur með þessum hætti, ætti sjálfur að bera lögmætan kostnað af ákvörðun bótanna.”
    = Af þessu taldi meirihluti Hæstaréttar leiða að ákvæði 10. gr. laga nr. 113/1952 um greiðslu yfirmatskostnaðar af hálfu eignarnámsþola samrýmdust ekki stjórnarskrárákvæðinu og hefðu því ekki lagagildi
    -> Bara einn dómari í minnihluta sem taldi að það væri m.a. engin skylda á löggjafanum til að bjóða uppá þann möguleika að leita yfirmats.
44
Q
A
45
Q
A
46
Q

Álit UA Í MÁLI 3541/2002 - varðandi kostnað væntanlegs eignarnámsþola af því að gæta hagsmuna sinna á fyrri stigum

A

A kvartaði yfir niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta þar sem talið var að ekki væri heimilt að gera eignarnema, Vegagerðinni, að greiða A kostnað af meðferð ágreiningsmáls vegna ákvörðunar stofnunarinnar um eignarnám. Var þar nánar tiltekið um að ræða útgjöld vegna vinnu lögfræðings meðal annars í tilefni stjórnsýslukæru þar sem eignarnámsákvörðunin og málsmeðferð eignarnema var kærð.

Umboðsmaður rakti ákvæði laga nr. 11/1973, um framkvæmd eignarnáms, og lögskýringargögn. Tók hann fram að skýra beri ákvæði laga nr. 11/1973, m.a. ákvæði 1. mgr. 2. gr., 10. og 11. gr. laganna um úrskurðarheimildir matsnefndar eignarnámsbóta, með það í huga að stjórnarskrárverndaður réttur manns, sem skyldaður er til að láta eign sína af hendi, til fullra bóta verði raunhæfur og virkur. Benti umboðsmaður meðal annars á að sá kostnaður sem eignarnámsþoli verður fyrir við að nýta sér lögmætar leiðir til að fá leyst úr því hvort eignarnámsákvörðun sé byggð á lögum og málefnalegum forsendum og hvort beitt hafi verið réttum málsmeðferðarreglum, t.d. með stjórnsýslukæru, stofnist aðeins vegna þess að ákveðið sé að nýta lögbundna eignarnámsheimild. Þar með hefjist ferli eignarnámsmáls í merkingu laga nr. 11/1973 en umboðsmaður minnti á að matsnefnd eignarnámsbóta hefði ákveðnu hlutverki að gegna samkvæmt lögunum við að staðreyna að lagaheimild væri til staðar til eignarnáms. Taldi umboðsmaður að það væri verkefni matsnefndarinnar, þegar hún úrskurðar um fjárhæð eignarnámsbóta til eignarnámsþola, að taka afstöðu til þess hvort gera eigi eignarnema að greiða eignarnámsþola málefnalegan og hæfilegan kostnað sem hann hefur stofnað til við að leita lögmætra leiða til að fá skorið úr um gildi eignarnámsákvörðunar.

Umboðsmaður taldi að matsnefnd eignarnámsbóta hefði borið að fjalla um það í úrskurði sínum í máli A hvort kostnaður hans við meðferð ágreiningsmáls um málsmeðferð og ákvörðun eignarnema um eignarnám hefði verið málefnalegur og eðlilegur og þá að hvaða leyti eignarnema væri skylt að bera þann kostnað. Það var því niðurstaða umboðsmanns að úrlausn matsnefndarinnar á þessu atriði hefði ekki verið í samræmi við lög.

Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til matsnefndar eignarnámsbóta að mál A yrði tekið að upp að nýju, kæmi fram ósk þess efnis frá honum, og að nefndin tæki þá mið af þeim sjónarmiðum sem rakin væri í álitinu.

47
Q

H 619/2007 (Veiðifélag Norðurár í Skagafirði)
- um kostnað væntanlegs eignarnámsþola af því að gæta hagsmuna sinna á fyrri stigum

A

VS krafði V um greiðslu lögmannskostnaðar sem VS hafði greitt vegna ráðgjafar og reksturs kærumáls til umhverfisráðherra í tengslum við umhverfismat um lagningu hringvegarins með tilheyrandi efnistöku á áreyrum Norðurár í Skagafirði. Samkvæmt samkomulagi aðila frá 17. nóvember 2005 í tengslum við framkvæmdina skyldi V meðal annars greiða fullar bætur vegna fjárhagslegs tjóns sem þegar yrði sýnt fram á vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sbr. 45. gr. vegalaga nr. 45/1994 og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá myndi V greiða eðlilegan kostnað sem VS hefði orðið fyrir við gerð samkomulagsins. Af hálfu VS var einnig gerð krafa um greiðslu þess kostnaðar sem það hefði orðið fyrir vegna hagsmunagæslu sinnar í tengslum við vinnu við kæru á úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. Þar sem samkomulag náðist ekki um bætur milli aðila og greiðslu annars kostnaðar var ágreiningi VS og V vísað til matsnefndar eignarnámsbóta samkvæmt ákvæði í samningi aðila. Í úrskurði matsnefndarinnar taldi nefndin meðal annars ekki tímabært að taka afstöðu til bótakröfu vegna líklegs rasks og ónæðis, sem og ófyrirsjáanlegs kostnaðar að fjárhæð 750.000 krónur og var þeim kröfulið því hafnað. Kröfuliður VS um greiðslu lögmannskostnaðar vegna hagsmunagæslu þess við mat á umhverfisáhrifum var hins vegar tekinn til greina. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að umræddur kostnaður VS yrði ekki talinn til kostnaðar við rekstur matsmáls samkvæmt 11. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Hefði það ekki verið hlutverk matsnefndar samkvæmt lögunum að kveða á um greiðslu kostnaðarins, en VS hafði í málinu eingöngu byggt kröfu sína á hendur V á úrskurði nefndarinnar. Þar sem matsnefndin fór með þessu út fyrir valdsvið sitt yrði krafa VS ekki reist á úrskurðinum. Var V því sýknað af kröfu VS.

48
Q

Um skipulag

A

Allar framkvæmdir þurfa að vera í samræmi við skipulag og skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum. Það er almennt eðlilegt að samskipti eigi sér stað milli framkvæmdaraðila og forsvarsmanns sveitarfélags

Tengist Hrd framkvæmdarleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 -https://skemman.is/bitstream/1946/43542/1/BA-Ritger%C3%B0%2C%20Mar%C3%ADa%20Bogad%C3%B3ttir.pdfH 579/2010 (Urriðafossvirkjun)

49
Q

H 579/2010 (Urriðafossvirkjun) - tengist kostnað af skipulagsbreytingum

A

Með ákvörðun 29. janúar 2010 synjaði umhverfisráðherra að staðfesta hluta aðalskipulags Flóahrepps 2006–2018 í fyrrum Villingaholtshreppi sem varðaði Urriðafossvirkjun. Ráðherra reisti synjun sína um staðfestingu á því að greiðsla Landsvirkjunar á viðbótarkostnaði sveitarfélagsins við gerð aðalskipulagsins vegna virkjunarinnar hafi verið andstæð ákvæðum þágildandi skipulags- og byggingarlaga 73/1997. F höfðaði mál og krafðist ógildingar á þeirri ákvörðun umhverfisráðherra. Í málinu greindi aðila á um hvort að í 2. og 3. mgr. 19. gr. fyrrgreindra laga hafi falist heimild til þess að synja staðfestingu aðalskipulags að hluta eða hvort lokaorð málsgreinarinnar hafi aðeins átt við um frestun staðfestingar. Hæstiréttur vísaði til þess að samkvæmt 16. gr. laga nr. 73/1997 skyldi í aðalskipulagi fjallað um allt land innan sveitarfélags. Hvergi hafi verið í lögunum að finna heimild til þess að undanskilja ákveðin svæði innan sveitafélags aðalskipulagi. Í 1. og 2. mgr. 20. gr. hafi á hinn bóginn verið að finna þrönga heimild til að fresta gerð aðalskipulagsáætlunar fyrir ákveðið svæði um tilgreindan tíma. Mikilvæg réttaröryggissjónarmið væru að baki því að setja heimildum stjórnvalda til að halda landsvæðum utan aðalskipulags þröng mörk, bæði hvað varðar forsendur slíkra ákvarðana og tímalengd þeirra, enda gæti í þeim falist að þungbær höft væru í reynd lögð á nýtingu viðkomandi svæðis. Yrði að skýra 2. og 3. mgr. 19. gr. laga nr. 73/1997 með hliðsjón af framangreindum ákvæðum þannig að ráðherra væri ekki heimilt að synja um staðfestingu aðalskipulags að hluta. Vísað var til 3. og 4. tl. 34. gr. laganna um greiðslu kostnaðar við gerð aðalskipulags og talið að af þessum ákvæðum og ákvæði 1. mgr. 23. gr. laganna yrði ekki leidd sú niðurstaða að framkvæmdaraðili gæti í engum öðrum tilvikum en greindi í 1. mgr. 23. gr. tekið þátt í kostnaði af gerð skipulags svo fremi sem slík greiðsluþátttaka gengi ekki gegn markmiðum laganna þannig að réttaröryggi í meðferð skipulagsmála yrði tryggt. Í þeim efnum byggði íslenska ríkið á því að ekki væri unnt að leggja til grundvallar að aðalskipulagið hefði gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun ef ákvæði um greiðsluþátttöku Landsvirkjunar vegna gerðar aðalskipulagsins hefði ekki verið fyrir hendi. Ekki var fallist á þetta og talið að umrætt ákvæði hefði ekki haft áhrif á hvort gert yrði ráð fyrir virkjun í aðalskipulagi F fyrir fyrrum Villingaholtshrepp. Var því fallist á kröfu F um að ógilda ákvörðun ráðherra.

50
Q

Hvernig fer mat á umhverfisáhrifum fram ?

A

Lög nr. 122/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Álit Skipulagsstofnunar forsenda frekari leyfisveitinga

Sjá t.d. 25. gr. laga nr. 122/2021.
Athugasemdir fasteignareiganda geta aukið rannsóknarskyldu framkvæmdaraðilans …. og stjórnvalda sem veita leyfi.

51
Q

Er hægt að bæta úr verulegum annmörkum á umhverfismati eftir að því er lokið ? sjá H 575/2016 (framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)

A

veit ekki

52
Q

Hvað þarf að gerast eftir að umhverfismat hefur farið fram ?

A

Þá fer fram framkvæmdarleyfi. Það er lokaskref í undirbúningsferlinu, sjá 13. til 16. gr. skipulagslaga. og
2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 722/2012 um framkvæmdaleyfi

53
Q

Afhverju þarf að byrja á að leita samninga við eignarnámsþola ?

A

Vegna íþyngjandi eðli eignarnáms og vegna hagkvænisraka. Hvert er inntak skyldu framkvæmdaraðila ? Lög nr 11/1973 veita ekki leiðsögn. Í Hrd H 1998:985 (Arnarnes) kom fram ný mælistika varðandi kröfuna um að samningar séu fullreyndir.

Hrd Arnarnes:
Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.

54
Q

Til hvaða þátta þurfa samningaviðræður að ná milli eignarnámsþola og taka ?

A
55
Q
A
56
Q
A
57
Q
A
58
Q
A
59
Q
A
60
Q
A