EIGNARNÁM Flashcards
Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar - 72. gr.
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir, sbr. 1. mgr. 72. gr.
HVer eru þrjú skilyrði eignarnáms ?
Þrjú skilyrði eignarnáms:
almenningsþörf
lagafyrirmæli
fullar bætur
Skilyrðið um almenningsþörf
Matskenndasta skilyrðið.
Í því felst að samfélagslegir hagsmunir í einhverri merkingu verði að búa að baki kröfu um eignarnám.
Dómstólar hafa rúmt vald til að meta hvort að mat löggjafans hafi verið reist á málefnalegum forsendum og hvort gætt hafi verið lögmætra sjónarmiða við lagasetningu, einkum v. meðalhóf og jafnræði.
Fallist á skilyrðið um almenningsþörf: Hrd. 60/2012 (Hverfisgata) - Hæstiréttur sló því föstu að 55. gr. fjöleignarhúsalaga stæðist 72. gr. stjskr. þar sem að almenningsþörf geti krafist þess að eigandi hlutar í fjöleignarhúsi verði gert að láta af hendi eign sína gegn vilja hans.
Ekki fallist á skilyrðið um almenningsþörf: Hrd. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi) - Deilt um lögmæti eignarnáms til þess að leggja reiðstíg í landi í einkaeigu sem kom aðeins takmörkuðum fjölda manna til nota. Hæstiréttur taldi að af því að hann væri bara fyrir svona takmarkaðan fjölda og að hann yrði í eigu einkaaðila þá væri skilyrðum 72. gr. ekki mætt.
Skilyrðið um lagafyrirmæli
Lög í þrengri merkingu!
Þetta er beisklí bara kröfur lögmætisreglunnar.
Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur þar sem fram koma takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar sem talin er nauðsynleg.
Skilyrðið um fullar bætur
Eignarnámsþoli á að vera eins settur fjárhagslega og ef eignarnám hefði ekki farið fram.
Ákvæðið girðir fyrir að löggjafinn geti takmarkað þann rétt eignarnámsþola með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum.
Bætur eiga að vera tryggar, réttilega ákvarðaðar og takmörk eru fyrir því hvaða kostnaður, sem til verður veigna eignarnámsins, verði lagður á eignarnámsþola.
Eignarskerðingar sem leiða ekki til bótaskyldu
Slíkar takmarkanir verða að eiga sér lagastoð og hvíla á málefnalegum grunni, auk þess sem gæta verður jafnræðis og meðalhófs.
Venjuhelgaðar eignaskerðingar og almennar takmarkanir á eignarétti leiða ekki til bótaskyldu.
Venjuhelgaðar: t.d. skattar, upptaka eigna í refsiskyni, fyrning, hefð og traustfang.
Við almennar takmarkanir líta dómstólar helst til þess að hve mörgum eignarskerðing beinist, þ.e.a.s hvort hún sé almenn eða sértæk.
Hrd 187/2007 Björgun - um eignaskerðingar sem leiða ekki til bótaskyldu
þar var deilt um hvort breyting á lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnins hefði í för með sér eignarskerðingu sem ætti að leiða til bótaskyldu (sértæk eignaskerðing) eða hvort þetta væri almenn eignarskerðing. Lögin fólu í sér takmörkun á atvinnustarfsemi á hafsbotni (sem myndi þá ná til allra sem hana stunda) en það vildi svo til að það var bara eitt félag sem stundaði slíka starfsemi og lögin höfðu í för með sér að atvinnuleyfi félagsins myndi falla niður eftir ákveðinn tíma. Dómurinn féllst á að með lögunum hefði falist skerðing á eignarréttindum og atvinnuréttindum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar. Bótaskyldu var hins vegar hafnað þar sem að almannahagsmunir voru taldir vega þyngra en hagsmunir þess eina fyrirtækis sem skerðingin bitnaði á.
Eignaskerðingar sem leiða ekki til bótaskyldu - Hrd 300/2011 Neyðarlögin
þar töldu aðilar að ákvæði laga sem breyttu réttindaröð krafna við slitameðferð fjármálastofnanna hefðu í för með sér slíka skerðingu á kröfuréttindum að um eignarnám í skilningi 72. gr. væri að ræða. Hæstiréttur féllst ekki á það heldur taldi að um almenna takmörkun á eignarrétindum væri að ræða.
Skýrleiki eignarnámsheimilda
- gr. stjskr. áskilur að löggjafinn verði í hverri og einni eignarnámsheilid að taka skýra afstöðu til:
þeirra hagsmuna sem heimilað geta eignarnám
þeirrar almenningsþarfar sem býr að baki
í þágu hvaða starfsemi eignarnám má fara fram og hver fer með valdið til að taka ákvörðun þar um.
Löggjafinn verður í hverri og einni eignarnámsheimild að taka afstöðu til hvaða hagsmunir það séu sem geta heimilað eignarnám og nákvæmlega hver almenningsþörfin er sem býr að baki.
Ekki nóg að segja bara ,,heimilt þegar almenningsþörf krefur“.
Verður að koma skýrt fram takmörk og umfang þeirrar réttindi.
Flokkun eignarnámsheimilda
Sérstakar eignarnámsheimildir
Þá hefur löggjafinn sjálfur tekið beina afstöðu til allra þátta eignarnámsins.
Lagaákvæðið sjálft útlistar efni, tilgang, andlag og útfærslu eignarnámsins.
Almennar eignarnámsheimildir
Ríkjandi tilhögun.
Þá veitir löggjafinn almenna heimild til eignarnáms við tilteknar aðstæður í þágu ákveðinnar starfsemi en eignarnám í einstökum tilvikum á sér síðan stað með ákvörðun viðkomandi stjórnvalds hverju sinni.
Skyldan til að leita samninga
Í áskilnaði 72. gr. stjskr. um almenningsþörf felst sú krafa að eignarnámi verði ekki beitt nema það sé búið að reyna að ná samkomulagi um kaup umræddra eignarréttinda.
Hrd. 1998:985 (Arnarnes). Hæstiréttur vísaði til þess að eignarnemi hefði slitið viðræðum áður en þau hefðu verið rædd til þrautar og að það væri ekki annað
séð en að tími hafi verið til frekari viðræðna. Eignarneminn (garðabær) taldi að frekari samningsviðræður væru tilganglausar en Hæstiréttur sagði að það skipti ekki máli.
Form eignarnámsákvörðunar
Ákvörðun um eignarnám er stjórnvaldsákvörðun!
Íþyngjandi sem skerðir stjórnarskrárvarin réttindi!
Þannig að ssl. gilda! Þau gilda samt ekki ef að eigandi og stjórnvald ákveða að gera samning án þess að stjórnvaldið hafi lýst því yfir að annars verði leitað eignarnám.
Hver fer með valdið til þess að taka ákvörðun um eignarnám?
Kemur oftast fram í heimildarákveðinu.
Ef það kemur ekki skýrla fram þá er miðað við að það sé í höndum þess æðra stjórnvald sem almennt er í fyrirsvari fyrir þann málaflokk sem um ræðir.
Ef vitlaust stjórnvald stendur að ákvörðuninni þá getur eignarnámið verið ógilt (valdþurrð).
Efni eignarnámsákvörðunar
Eignarnám verður að vera nauðsynlegt vegna þeirrar framkvæmdar eða starfsemi sem löggjafinn telur geta réttlætt eignarnám.
Fellur þannig í hlut þess stjórnvalds sem fer með ákvörðunarvald að meta hvort viðkomandi framkvæmd sé í samræmi við það markmið sem stefnt er að og hvort eignarnám sé nauðsynlegt til að ná því markmiði að teknu tilliti til aðstæðna.
Stjórnvaldið verður þannig að gæta að nokkrum atriðum við þetta mat:
Gæta meðalhófs! Eru einhver önnur vægari úrræði til þess að ná sama markmiði og verið er að reyna ná með eignarnáminu? Meðalhófið er svona rauður þráður í gegnum allt efnislega matið við ákvörðun um hvort heimila skuli eignarnám.
Hvenær er tímabært að heimila eignarnám? Eignarnám að vera lokaúrræði og samningaviðræður eiga að hafa verið fullreyndar. Öllum nauðsynlegum aðdraganda ætti almennt að vera lokið. Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2) – Landsnet (eignarneminn) vildi láta eignarnám fara fram áður en það færi fram mat á fjárhæð eignarnámsbóta. Hæstiréttur féllst ekki á það og sagði að þessi undantekningarregla sem heimilar þar væri aðeins hægt að nota þegar sérstakar aðstæður og brýn nauðsyn væri á að fá fljótt umráð verðmætisins og eignarnema yrði verulegt óhagræði af því að bíða eftir ákvörðun bóta. Ekki nóg að vísa baratil að eignarnám þjóni almannahagsmunum heldur verður að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.
Þarf að klára mat á umhverfisáhrifum ef framkvæmdir eru háðar slíku mati áður en til eignarnáms kemur. Það er eitthvað óljóst hvort það þurfi framkvæmdarleyfi áður – það er hægt að veita leyfi áður en eignarnám fer fram með fyrirvara um að leyfið verði ekki virkt fyrr en ákvörðun um eignarnám liggi fyrir.
Umfang eignarnáms má ekki vera meira en nauðsyn krefur, verður að meta t.d. hvort að það sé nauðsynlegt að taka bein eignarréttindi eignarnámi eða hvort það sé nóg að taka óbein eignarréttindi. Meðalhóf beisklí!
Hvaða leið á að fara? Hvernig á að útfæra framkvæmdirnar. Þarf að gæta að meðalhófi hér líka eins og alltaf. Hrd. 425/2008 (Brekka) – Hæstiréttur sló því föstu að ef það er hægt að nota eignir ríkisins þá er skilyrðinu um almenningsþörf ekki uppfyllt! Hér átti aðleggja einhvern veg í gegnum jörð eignarnámsþola en í kringum jörðina voru jarðir í eigu ríkisins. Hefði verið hægt að leggja veginn þar frekar og þess vegna átti að gera það frekar.
Eignarnámsákvörðun - meðalhóf
Gæta meðalhófs! Eru einhver önnur vægari úrræði til þess að ná sama markmiði og verið er að reyna ná með eignarnáminu? Meðalhófið er svona rauður þráður í gegnum allt efnislega matið við ákvörðun um hvort heimila skuli eignarnám.
Hrd Brekka í Borgarfirði
Efni eignarnámsákvörðunar - Tímasetning
Hvenær er tímabært að heimila eignarnám? Eignarnám að vera lokaúrræði og samningaviðræður eiga að hafa verið fullreyndar. Öllum nauðsynlegum aðdraganda ætti almennt að vera lokið.
Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2) – Landsnet (eignarneminn) vildi láta eignarnám fara fram áður en það færi fram mat á fjárhæð eignarnámsbóta. Hæstiréttur féllst ekki á það og sagði að þessi undantekningarregla sem heimilar þar væri aðeins hægt að nota þegar sérstakar aðstæður og brýn nauðsyn væri á að fá fljótt umráð verðmætisins og eignarnema yrði verulegt óhagræði af því að bíða eftir ákvörðun bóta. Ekki nóg að vísa baratil að eignarnám þjóni almannahagsmunum heldur verður að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.
Efni eignarnámsákvörðunar - áhrif skipulags, mats á umhverfisáhrifum og framvkæmdaleyfis
Þarf að klára mat á umhverfisáhrifum ef framkvæmdir eru háðar slíku mati áður en til eignarnáms kemur. Það er eitthvað óljóst hvort það þurfi framkvæmdarleyfi áður – það er hægt að veita leyfi áður en eignarnám fer fram með fyrirvara um að leyfið verði ekki virkt fyrr en ákvörðun um eignarnám liggi fyrir.
Efni eignarnámsákvörðunar - umfang
Umfang eignarnáms má ekki vera meira en nauðsyn krefur, verður að meta t.d. hvort að það sé nauðsynlegt að taka bein eignarréttindi eignarnámi eða hvort það sé nóg að taka óbein eignarréttindi. Meðalhóf beisklí!
Efni eignarnámsákvörðunar - hvaða leið á að fara ?
Hvaða leið á að fara? Hvernig á að útfæra framkvæmdirnar. Þarf að gæta að meðalhófi hér líka eins og alltaf. Hrd. 425/2008 (Brekka) – Hæstiréttur sló því föstu að ef það er hægt að nota eignir ríkisins þá er skilyrðinu um almenningsþörf ekki uppfyllt! Hér átti aðleggja einhvern veg í gegnum jörð eignarnámsþola en í kringum jörðina voru jarðir í eigu ríkisins. Hefði verið hægt að leggja veginn þar frekar og þess vegna átti að gera það frekar.
Ákvörðun eignarnámsbóta
Lög um framkvæmd eignarnáms.
Lög um málsmeðferð þegar bætur eru ákveðnar - Geyma ekki efnisreglur um ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta.
Matsnefnd eignarnámsbóta sker úr ágreiningi um eignarnámsbætur og annað endurgjald.
Málsmeðferð svipuð hefðbundnu stjórnsýslumáli.
Ekki hægt að ,,sleppa“ málsmeðferð sem felst í töku eignarnámsákvörðunar og leita beint til MNE til að fá úrlausn um bætur, sbr. Hrd. 247/2008 (Vatnsendi). – Kópavogsbær og leigutakar á landspildu gerðu samkomulag um að fela MNE að meta bætur fyrir landspilduna sem MNE gerði. Svo vildi bærinn ekki una úrskurði nefndarinnar og reyndi á hann fyrir dómstólum. Hæstiréttur sagði að nefndin hafi ekki verið bær að lögum til ákveða bætur við aðstæður þar sem ekkert eignarnám hafði farið fram. Úrskurðurinn markleysa og ekki hægt að reisa kröfu á honum.
Umráðataka á grundvelli ákvörðunar um eignarnám
Meginregla 13. gr. laga um framkvæmd eignarnáms.
Meginreglan er greiðsla bóta á undan umráðatöku. Ef það næst ekki samkomulag um umráðatöku getur eignarnámi krafist beinnar aðfarargerðar, sbr. 13. gr. laga um framkvæmd eignarnáms og 78. gr. aðfararlaga.
Meginregla að málskot til dómstóla frestar ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvörðunar.
Undantekning í 14. gr.
Matsnefnd getur heimilað eignarnema að taka umráð verðmætis sem taka á eignarnámi og ráðast í framkvæmdir.
Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2)
Það frestar ekki framkvæmd eignarnámi þó að eignarnámsþoli leiti úrlausnar dómstóla um fjárhæð bótanna. Þar var hafnað að beita undantekningarákvæðinu í 14. gr. því ekki tókst að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.
Úrskurður MNE 3/2020 (Fornustekkar-Akurnes)
Meginregla 13. gr. laga um framkvæmd eignarnáms.
Meginreglan er greiðsla bóta á undan umráðatöku.
Undantekning í 14. gr.
Í dómnum var fallist á að beita 14. gr. á þeim forsendum að það hafi verið nauðsynlegt til ljúka framkvæmdum við lagningu hitaveitu meðan ennþá viðraði til verks svo hægt væri að taka nýja hitaveitu í notkun á árnu.
Hins vegar í
Hrd. 53/2015 (Suðurnesjalína 2) – Hafnað að beita undantekningarákvæðinu í 14. gr. því ekki tókst að færa rök fyrir því að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.
Eignarnámsbætur
Grundvöllur bótaskyldu eignarnámsbóta eru fyrirmæli 72. gr. stjskr. um fullt verð og nær til fjárhagslegs tjóns eignarnámsþola.
Hvað fellur undir fjárhagslegt tjón?
Raunverulegt tjón eignarnámsþola.
Ýmis konar annað tjón sem leiðir af eignarnámi.
Hvað ef andlagið hefur aðallega minjagildi fyrir eignarnámsþola? Hrd. 1996:4089 (Einarsreitur)Aðila greindi á um fjárhæð eignarnámsbóta vegna eignarnáms Hafnarfjarðarbæjar á tveimur erfðafestulóðum. Á svæðinu var fiskreitur sem hafði áður verið nýttur til fiskverkunar en bærinn taldi að hann væri verðlaus því hann væri ekki notaður lengur. Eignarnámsþolinn mótmæli því. Hæstiréttur féllst ekki á að hann væri með öllu verðlaus og sagði ,,þó að persónulegt gildi hlutar verði að jafnaði ekki eitt og sér metið til peningaverðs, gildir öðru máli, þegar hlutur hefur almennt minjagildi eða menningargildi, að þá hefur hann oftast fjárhagslegt gildi“. Hann sagði að um væri að ræða fornminjar, sem vert væri að varðveita, hefði menningarsögulegt gildi fyrir almenning og því ætti að líta á það sem fjárverðmæti.
Af dómnum má ráða ef hlutur hefur almennt minjagildi þannig að opinberir aðilar telji þörf á að vernda hann þá hafi hann fjárhagslegt gildi.
Ef hann hefur aðeins þýðingu fyrir eigandann þá annað mál.
Hver er bótagrundvöllurinn fyrir eignarnámsbótum ?
Bótagrundvöllur? 72. gr. stjskr.
Hvað fellur undir fjárhagslegt tjón ?
Hvað fellur undir fjárhagslegt tjón?
Raunverulegt tjón eignarnámsþola en ekki fjárhagslegur ávinningur eignarnema.
Tímabundið tjón/tjón til framtíðar.
Beint og óbeint tjón
Hrd. 1996:4089 (Einarsreitur) – Aðila greindi á um fjárhæð eignarnámsbóta vegna eignarnáms Hafnarfjarðarbæjar á tveimur erfðafestulóðum. Á svæðinu var fiskreitur sem hafði áður verið nýttur til fiskverkunar en bærinn taldi að hann væri verðlaus því hann væri ekki notaður lengur. Eignarnámsþolinn mótmæli því. Hæstiréttur féllst ekki á að hann væri með öllu verðlaus og sagði ,,þó að persónulegt gildi hlutar verði að jafnaði ekki eitt og sér metið til peningaverðs, gildir öðru máli, þegar hlutur hefur almennt minjagildi eða menningargildi, að þá hefur hann oftast fjárhagslegt gildi“. Hann sagði að um væri að ræða fornminjar, sem vert væri að varðveita, hefði menningarsögulegt gildi fyrir almenning og því ætti að líta á það sem fjárverðmæti.
Af dómnum má ráða ef hlutur hefur almennt minjagildi þannig að opinberir aðilar telji þörf á að vernda hann þá hafi hann fjárhagslegt gildi.
Ef hann hefur aðeins þýðingu fyrir eigandann þá annað mál.
Hvað þarf að hafa í huga við ákvörðun eignarnámsbóta ?
Söluverð
Hvað hefði eignin kostað á frjálsum markaði?
Skipulag, fasteignamat, eiginleikar og gæði, gangverð sambærilegra eigna getur allt haft þýðingu – heildstætt mat!
Notagildi
Hvaða arð hefði eignin skilað eigandanum miðað við löglega og heimila nýtingu?
Sjaldgæft.
Enduröflunarverð
Hvað kostar að afla sambærilegrar eignar?
Undantekningarregla!