EIGNARFORM, EIGNARAÐILD OG STOFNUNARHÆTTIR EIGNARRÉTTINDA Flashcards

1
Q

Hvað er séreign ?

A

Eigandi fer einn með eignarréttarheimildir og hefur þannig einkarétt til hagnýtingar og ráðstöfunar eignar.
Takmarkanir í lögum eða vegna óbeinna eignarréttinda annarra yfir eigninni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Sérstök sameign

A

Almenn sameign.
Ekki pæla of mikið í þessu, erum að fókusa á sérstaka sameign.
Dæmi um þetta er t.d. ef ég á hlutabréf í fyrirtæki, þá á ég í raun bara ráðstöfunarrétt yfir þessum hluta fyrirtækisins.

Sérstök sameign.
Ef ég á eign í sérstakri sameign þá á ég ráðstöfunarrétt yfir eigninni í heild! Ekki bara þessum einstaka hluta hennar. Og líka hagnýtingarrétt og bara öll réttindi sem fylgja einkaeignarréttinum.
Þetta er í raun bara óskipt sameign - hver eigandi á alla eignina í sameiningu með hinum eigendunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hrd 443/2014 Landesbank - vanlýsing

A

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfu L var hafnað og staðfest sú afstaða slitastjórnar G hf. að taka kröfu L ekki inn á kröfuskrá þar sem henni hafði ekki verið lýst fyrir slitastjórn fyrr en eftir að kröfulýsingarfrestur samkvæmt 118. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. rann út. Kom fram í hinum kærða úrskurði að þrátt fyrir að fallast yrði á það með L að kröfuréttindi teldust eign í merkingu stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. viðauka mannréttindasáttmálans mætti með skýrri lagaheimild setja eignarréttindum ýmsar takmarkanir án þess að þær yrðu taldar fara gegn ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í íslenskri löggjöf sé víða að finna dæmi um lagaákvæði sem leitt geti til missis eignarréttinda eftir tilgreindan tíma sé þeim ekki haldið fram, svosem ákvæði um vanlýsingaráhrif við dánarbús- og gjaldþrotaskipti. Ákvæði 118. gr. laga nr. 21/1991 sé ætlað að ná til allra kröfuhafa í sambærilegri stöðu og hafi markmiðið með setningu þess verið málefnalegt. Það verði því ekki talið í andstöðu við fyrrgreint ákvæði stjórnarskrárinnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað felst í sérstakri sameign ?

A

Í sérstakri sameign felst að þær heimildir sem fylgja eignarrétti skiptast á hendur sameigandann þannig að hver og einn nýtur allra þeirra heimilda yfir eigninni í heild, sem um ræðir, en með þeim takmörkunum sem gera verður vegna hagsmuna annarra sameiganda.
Hver sameigandi er meðeigandi að allri eigninni og enginn einn þeirra á út af fyrir sig afmarkaðann hluta hennar.
Um eignir í sérstakri sameign gilda reglur sem eiga að tryggja hverjum og einum sameiganda not og arð af eigninni í heild í samræmi við rétt eignarhlutföll, sbr. Hrd. 804/2014 (Klettshús í Hindisvík).

Þær reglur sem gilda um sérstaka sameign er ætlað að tryggja að öllum eigendum eiga sameiginlegan rétt á að hagnýta eignina.
Um þetta var fjallað í dómnum Klettshús í Hindisvík en þar gerði einn eigandi fasteignar sem var í sérstakri sameign (óskiptri sameign) kröfu um að sér yrði heimilaður aðgangur að fasteigninni. Dómurinn vísaði til þess að það væri enginn samningur um nýtingu fasteignarinnar og engin hefð hefði skapast um nýtingu hennar. Þannig lagði hann til grundvallar þessa meginreglu að allir eigendur að óskiptri sameign (sérstakri sameign) eiga jafnan rétt til nýtingar hennar og þörf væri á samþykki þeirra allra ef ætlunin væri að takmarka þann rétt.

Þannig að hérna skulum við bara muna að þetta er meginreglan um sérstaka sameign! Ef það er enginn samningur milli eiganda um takmarkanir á hagnýtingu eignarinnar þá á hver og einn rétt yfir eigninni í heild!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar?

A

Með samningi.
Samningur sameiganda innbyrðis.Hrd. 239/2007 (Berufjarðará)

Með sambúð sambýlisfólks.
Getur myndast svo sterk fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki að til sameignar stofnast. - Hrd. 704/2012 (20% hlutdeild)

Þegar jafngóðum heimildum tveggja eða fleiri lendir saman.
Tvö skjöl eru afhent samtímis til þinglýsingar og eru jafnstæð þá veita þau jafnan rétt.
Eignir tveggja að fleiri blandast saman við náttúruviðburði.
Tveir aðilar eða fleiri skapa verðmæti í samstarfi, sbr. Hrd. 1957, bls. 727 (útigeymsla) og Hrd. 315/2000 (Mannlíf).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar með samningi ?

A

T.d. með samningi sameiganda innbyrðis (sín á milli)
Með samningi sameiganda við þriðja mann, annað hvort þegar t.d. tveir menn kaupa saman eign af þriðja manni eða þegar þriðji maður arfleiðir tvo eða fleiri saman að eign sinni.

Hrd. 239/2007 (Berufjarðará)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar með sambúð sambýlisfólks ?

A

Við slit óvígðrar sambúðar er almenn regla að hvor sambúðaraðili taki með sér þær eignir, sem hann átti við upphaf sambúðar eða eignaðist á meðan á henni stóð, og beri ábyrgð á sínum skuldum.
Getur myndast fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki. Við mat á því hvort stofnast hafi til sameignar skiptir máli hversu lengi sambúðin stóð, hvort stofnast hafi til fjárhagslegrar samstöðu, tekjur hvors um sig, sameiginleg not á eignum, vinnuframlag osfrv.
Hrd. 704/2012 (20% hlutdeild) - K var dæmd 20% hlutdeild í fasteign sem var þinglýst eign M við sambúðarslit þó að hún hafi ekki lagt fram fé til kaupa á fasteigninni né að hún hafi greitt af láninu. Sambúðin stóð í 8 ár, sameiginlegt heimili, tvö börn og K hafði notað sinn pening til sameiginlegra þarfa heimilisins. Rík fjárhagsleg samstaða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar Þegar jafngóðum heimildum tveggja eða fleiri lendir saman?

A

Tvö jafnstæð skjöl afhent samtímis til þinglýsingar.
Eignir blandast saman við náttúruviðburði, t.d. þegar hey af túnum tveggja jarða fýkur saman.
Tveir eða fleiri aðilar skapa verðmæti í samstarfi, sbr. Hrd. 1957:727 (útigeymsla) - talið að samvinna eigenda fasteigna við byggingu þeirra leiddi til þess að það verðmæti sem um var deilt væri í sameign.
Mælt fyrir um þetta t.d. í 7. gr. höfundalaga að þegar fleiri skapa verðmæti í samstarfi og framlög þeirra verða ekki aðgreind þá eiga þeir saman höfundarétt að verkinu, sbr. Hrd. 315/2000 (Mannlíf) - Tveir aðilar unnu saman að þætti fyrir tímaritið Mannlíf. Annar þeirra krafðist svo að hinn myndi afhenda sér eintak af öllum ljósmyndum sem voru teknar við gerð þáttarins. Hæstiréttur sagði að þeir hefðu hvor um sig átt svo ótvíræðan þátt í tilurð þáttarins og því væru þeir samhöfundar og þess vegna átti hann rétt á að fá aðgang að ljósmyndunum. Þær yrðu ekki skildar frá þessu sameiginlega verki aðilanna, voru s.s. ekki eign annars þeirra þar sem þær voru samofnar verkinu sem þeir gerðu og áttu þar af leiðandi í óskiptri sameign.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hver er þýðing eignarhlutfalla í sérstakri sameign ?

A

Sameigendur eiga sérstaka sameign í ákveðnum eignarhlutföllum.
Þýðing eignarhlutfalla.
a. Ákvarðantaka um meðferð og nýtingu sameignar.
b. Skipting við sameignarslit.
c. Tekjur og gjöld af sameign.

Hvernig eru eignarhlutföll ákveðin?Stundum eru ákvæði í lögum, stundum er tekin afstaða til þeirra í samningi og stundum eftir verðmæti framlaga sameiganda til eignarinnar (ef hægt er að aðgreina þau).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Þýðing eignarhlutfalla í sérstakri sameign

A

Ef ákvörðun um meðferð og nýtingu sameignar er háð t.d. vilja meirihluta eigenda eða samþykkis allra eru það eignarhlutföllin sem miðað er við
(t.d. í fjöleignarhúsalögunum).

Eignarhlutföllin ráða því líka hvernig sameign eða andvirði hennar skiptist við sameignarslit.
Tekjur og gjöld af sameigninni skiptast líka fetir eignarhlutföllum þó í einhverjum tilvikum getur verið eðlilegra að mið við not af eign frekar en eignarhlutföll.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Ákvörðun eignarhlutfalla í sérstakri sameign

A

Stundum ákvæði í lögum (t.d. 2. gr. landskiptalaga).
Stundum í samningi um stofnun sameignar, annað hvort beint eða óbeint.
Ef sameign verður til með samruna verðmæta sem eru í eigu fleiri þá ráðast eignarhlutföllin af verðmæti framlaganna ef hægt er að aðgreina þau, sbr. t.d. útigeymsludómurinn þar sem báðir aðilar höfðu lagt sitt af mörkum til byggingar geymslunnar. Enginn samningur hafði verið gerður um eignarhlutföllin og því talið eðlilegt að skipta 50/50.
Hrd. 1951, bls. 194 (Framnesvegur) - Þar var deilt um skiptingu arðs af sameign. Feðgar höfðu byggt saman hús sem var þinglýst sameign þeirra en ekkert tekið fram um eignarhlutföll. Frá því þeir fluttu inn hafði sonurinn afnot af kjallaranum en faðirinn afnot af stofuhæðinni og loftinu undir risi. Þetta hafði verið svona í 25 ár. Síðan deyr faðirinn og og það urðu einhverjar deilur milli sonarins og annars erfingja föðurins um hvernig eignarhlutföllin í húsinu voru. Hæstiréttur sagði að frá því að húsið var byggt og þar til faðirinn lést uþb 25 ár síðar hafði verið þessi fasti háttur hafðu um skiptingu afnota af húseigninni og því voru eignarhlutföllin miðuð við það.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvernig mega sameigendur ráðstafa og hagnýta eign sína?

A

Meginreglan er að allir sameigendur hafa í grunninn sama rétt til að hagnýta sér sameignina, sbr. Hrd. 804/2014 (Klettshús í Hindisvík).- Fjórir einstaklingar áttu jörð í sérstakri sameign en á jörðinni var hús. Einum sameiganda var af öðrum sameigendum meinaður aðgangur að eigninni, meðal annars með vísan til þess að aðrir sameigendur hefðu sinnt öllu viðhaldi sameignarinnar. Hæstiréttur vísaði til þess að allir eigendur fasteignarinnar ættu jafnan rétt til nýtingar hennar og væri þörf á samþykki þeirra allra stæði til að takmarka þann rétt.

Þessar heimildir sameigenda sæta þó takmörkunum.
Þarf að greina á milli þriggja tilvika:
a) Hagnýting og ráðstöfun sem er hverjum sameiganda heimil án atbeina hinna.
b) Hagnýting og ráðstöfun sem krefst samþykkis meirihluta sameiganda.
c) Hagnýting og ráðstöfun sem krefst samþykki allra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Ráðstöfunar- og hagnýtingarheimildir sem hver sameigandi nýtur

A

Meginreglan er að sameigandi getur framselt sameignarréttindi sín án þess að fá leyfi sameiganda.
Hann getur líka almennt veðsett sinn hluta án samþykkis hinna og jafnvel leigt sinn hluta
Undantekning ef sameigendur eru búnir að semja sín á milli um að það þurfi samþykki til slíks, ef lagareglur takmarka rétt ti framsals eða ef réttindi í sameign eru það tengd eignarrétti að öðru verðmæti að sjálfstætt framsal er ekki heimilt.

Meginregla að sameiganda er heimil sú nýting og ráðstöfun v. sameignina sem er öðrum að bagalausu.Hverjum og einum sameiganda er heimil sú ráðstöfun og nýting sem gengið hefur verið út frá við stofnun sameignarinnar og var tilgangur hennar.
Hrd. 83/2015 (Geysir). Hverjum og einum sameiganda er heimilt að ráðstafa og nýta sameignina á þann hátt sem gengið var út frá við stofnun sameignarinnar og var tilgangur hennar.
Það gildir þannig líka það sama ef að ráðstöfun eða nýting eignarinnar felur í sér meiriháttar breytingu frá því sem í upphafi var samið um eða gengið út frá og þá þarf að koma til samþykki allra sameiganda. En almennt séð mega sameigendur bara nota og ráðstafa eigninni eins og henni var ætlað án þess að vera fá leyfi frá hinum, sbr. Hrd. 83/2015 (Geysir) - Þar taldi Hæstiréttur að ákvörðun um að áskilja greiðslu fyrir aðgang að landsvæði hefði falið í sér meiriháttar breytingu sem hefði þurft samþykki allra eigandanna.

Þannig beisklí þá mega sameigendur almennt ráðstafa og hagnýta eign sína svo lengi sem það fer ekki í bága við rétt annarra eða bakar öðrum tjón nema auðvitað um annað sé samið eða lög mæli fyrir um annað.

Góður dómur þar sem er vísað í þetta er Hrd. 1979:924 (Árnahús) þar sem var uppi ágreiningur um hvort eiganda hluta jarðar sem var í óskiptri sameign væri heimilt að leigja sinn hluta út án samráðs við sameigendur sína. Hæstiréttur sagði að það leiði af eðli eignarréttarins að eiganda eignar er heimilt að ráðstafa henni hvernig sem hann vill svo lengi sem það kemur ekki í bága við rétt annarra eða bakar öðrum tjón. Þið getið notað þennan dóm í rauninni til að vísa í báðar meginreglurnar þarna á glærunum, þ.e.a.s. bæði meginregluna um að hver sameigandi getur framselt sameignarréttindi sín án leyfis (eða leigt þau) og meginregluna um nýtingu og ráðstöfun sem er öðrum að bagalausu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Ef ákvörðun er tekin um hagnýtingu og ráðstöfun sameignar í andstöðu við reglur um ákvarðanatöku, hvað getur sá sem brotið er gegn gert?

A

Hann getur neitað að taka þátt í kostnaði við framkvæmd.

Hann getur freistað þess að fá lagt lögbann við athöfninni sem hann telur brjóta gegn rétti sínum eða krafist dóms um að bannað sé að stunda viðkomandi háttsemi.

Hann getur átt rétt til skaðabóta vegna tjóns úr hendi þeirra sem brutu gegn hagsmunum hans, að öðrum bótaskilyrðum uppfylltum.

Hann getur krafist ógildingar ákvörðunar sem brýtur gegn rétti hans.

Hann getur krafist þess að framkvæmdir sem brjóta gegn rétti hans verði fjarlægðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Slit sérstakrar sameignar

A

Slit sérstakrar sameignar getur lokið með því að sameigninni er slitið.
Það gerist
a) með samkomulagi eða
b) þau eru þvinguð fram.

Meginregla eignaréttar að einn sameigenda getur krafist slita á sérstakri sameign.
Ef sameignarslit eru framkvæmanleg án þess að tjón hljótist af fær hver sameigandi hluta eignarinnar í samræmi við eignarhlutföll.

Ef það leiðir til tjóns að haga sameignarslitunum þannig að hver fái sinn hluta verður sá sem vill slíta að bjóða meðeigendum sínum að kaupa sinn hlut.

Ef sameigendurnir vilja ekki kaupa hlut þess sem vill slíta sameigninni þá verða þeir að ákveða hver skal leysa hina út.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Slit sérstakrar sameignar - tjón hlýst af eða eign ekki skipt

A

Ef eign verður ekki skipt eða skipti geta ekki farið fram nema verulegt tjón hljótist af getur hver sameigenda krafist uppboðs til slita á henni, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga um nauðungarsölu.

Áður en nauðungarsölu er krafist skal gerðarbeiðandi að skora á gerðarþola með minnst eins mánaðar fyrirvara að ganga til samninga við sig um slit á sameign og taka fram að nauðungarsölu verði krafist hafi samningar ekki tekist um slitin að liðnum þessi fresti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Stofnunarhætti eignarréttinda

A

Þrír meginflokkar stofnunarhátta eignarréttinda.

a) Frumstofnun
Nám, taka og að einhverju leyti hefð og venjuréttur.

b) Afleidd stofnun
Afsalsgerningar, gjafir, kaup og skipti, eignarnám, nauðungarsala, erfðir, útlagning við skipti, kaup í skjóli forkaupsréttar og aðilaskipti skv. reglum um cessio legis.

c) Útrýmandi stofnun
Traustnám, hefð og vanlýsing.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Nám

A

Með námi slá menn eign sinni á land sem áður var einskis manns eign.
Nám sem stofnunarháttur eignarréttinda ekki lengur sjálfstæður stofnunarháttur eignarréttar.
8. mgr. 3. gr. laga um þjóðlendur útilokar stofnun eignarréttar innan þjóðlendna m.a. fyrir nám.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Taka

A

Þrír meginflokkar stofnunarhátta eignarréttinda.
a) Frumstofnun
Nám, taka og að einhverju leyti hefð og venjuréttur.
b) Afleidd stofnun
Afsalsgerningar, gjafir, kaup og skipti, eignarnám, nauðungarsala, erfðir, útlagning við skipti, kaup í skjóli forkaupsréttar og aðilaskipti skv. reglum um cessio legis.
c) Útrýmandi stofnun

Taka gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki sem stofnunarháttur eignarréttar yfir lausafé.
Þegar stofnað er til eignarréttinda yfir eigendalausum verðmætum.

Fiskveiði: sá sem löglega veiðir fisk í ferskvatni öðlast eignarrétt yfir aflanum.

Dýraveiði: sá sem löglega veiðir dýr á rétt til töku þess.

Reki og vogrek: rekar eru munir sem festir á fjöru eða finnast á floti í sjó og eru ekki merktir þannig að ætla má að þeir séu háðir eignarrétti en vogrek eru hns vegar merktir eða svo farið að ætla megi þá háða eignarrétti.

Eina sem ég vil minnast á er þessi munur á reka og vogrek því að það getur skipt miklu máli hvort um venjulegan reka eða vogrek er að ræða.
Munurinn er að reki er almennt eigendalaus og landeigandi á rétt til hans en vogrek eru munir sem rekur á land sem eru háðir eignarrétti. Sá sem getur sannað að hann sé eigandi vogreksins á almennt rétt á að fá það til baka gegn greiðslu þess kostnaðar sem orðið hefur af ráðstöfunum þeim sem löglega eru gerðar til að bjarga því, varðveita það og auglýsa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Taka - res derelictae, res perdiate, res communes

A

Res derelictae - meginregla að hver sem er getur slegið eign sinni á muni sem eigandinn hefur gefið upp eignarrétt sinn að.
Þarf mikið að koma til svo að litið verði þannig á,

Það þarf almennt að
koma mikið til svo að litið verði á að eigandi hafi gefið eftir eignarrétt sinn, sbr. Hrd. 1953:343 (Dynskógarmálið) - Deilt um hvort eigandi hrájárns hefði gefið eftir eignarrétt sinn á járninu. Skip strandaði og farmur skipsins var um 6000 smálestir af hrájárni og til þess að létta skipið við björgunina var um 5000 smálestum af hrájárni varpað fyrir borð. Nokkrum árum síðar fóru leitarmenn og björguðu hluta af járninu og síðan var deilt um hver ætti eignarrétt að því. Landeigendur héldu því fram að farmeigendur hefðu fyrirgert eignarrétti sínum að því með því að láta það umhirðulaust í sandi og sjó í 11 ár. Hæstiréttur féllst ekki á það og taldi að farmeigandinn væri enn eigandi járnsins.

Res perditae - Ef um muni er að ræða sem hafa týnst og útilokað er að ganga úr skugga um hver sé eigandinn er talið að hver sem er geti slegið eign sinni á þá.

Res communes - verðmæti sem menn verða að hafa óheft not af og mega ekki vera háð einstaklingseignarrétti eins og t.d. andrúmsloftið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Framleiðsla

A

Þegar eignarréttur yfir hlut stofnast með tilstilli framleiðslu.

Með hlutagerð/smíði = þegar hlutur er framleiddur með frumstæðum hætti, t.d. listaverk gerð úr eigendalausum hlutum í náttúrunni.

Með viðskeytingu = þegar hlutur er framleiddur úr öðrum hlutum eins og bifreiðar, tölvur ofl.

Veldur oftast ekki vandkvæðum hver eigi eignarrétt yfir slíkri eign nema ef framleiðandi (smiður) notar t.d. efni í eigu annars manns.
Þá getur skipt máli t.d. hvort að smiðurinn var grandsamur um betri rétt eigandans og hvort hann var í góðri trú um að hann mætti nota efnið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Afleidd stofnun eignarréttinda

A

Stofnun nýrra eignarréttinda í skjóli eldri réttar.
Þýðingarmestu tilvikin í því sambandi eru afsalsgerningar.
Kaup, gjafir og skipti.

Kaup = gagnkvæmur samningur þar sem annar aðilinn, seljandi, lætur af hendi eign til hins, kaupanda, en kaupandinn greiðir seljanda peninga sem endurgjald fyrir.

Gjöf = verðmæti sem látið er af hendi endurgjaldslaust.

Skipti= hvor aðili um sig lætur hinum eign í té og sú eign sem annar lætur af hendi er þá endurgjald fyrir þá sem hinn afhenti en hvorugur lætur peninga af hendi.

Þó talin skipti ef báðir aðilar láta aðeins peninga af höndum.
Lög um lausafjárkaup gilda um kaup og skipti.

Við afhendingu eignar fara fram svokölluð áhættuskipti eignar, þá hefur kaupandi rétt á að hirða arð af eigninni en ber líka allan kostnað af henni, hann ber þá líka t.d. ábyrgð ef eitthvað kemur fyrir eignina osfrv. en seljandinn myndi bera þá ábyrgð áður en áhættuskiptin eiga sér stað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Heimildir kaupanda og seljanda við afleidda stofnun eignarréttinda

A

Þrír meginflokkar stofnunarhátta eignarréttinda.

a) Frumstofnun
Nám, taka og að einhverju leyti hefð og venjuréttur.

b) Afleidd stofnun
Afsalsgerningar, gjafir, kaup og skipti, eignarnám, nauðungarsala, erfðir, útlagning við skipti, kaup í skjóli forkaupsréttar og aðilaskipti skv. reglum um cessio legis.

c) Útrýmandi stofnun
Traustnám, hefð og vanlýsing.

Seljandi á kröfu til þess að eftirstöðvar kaupverðs verði greiddar og hann á eignarrétt í formi tryggingarréttar í hinu selda til tryggingar þeirri fjárhæð.
Ef kaupandi greiðir ekki kaupverðið á réttum tíma eða vanefnir aðrar skyldur sínar skv. kaupsamningi, án þess að seljanda sé um að kenna eða atvikum sem hann ber ábyrgð á, getur seljandi beitt þeim vanefndarúrræðum sem mælt er fyrir um í V. kafla laga nr. 40/2002 um fasteignakaup.
Hann getur krafist réttra efnda, rift kaupunum og tekið hið selda til baka og beitt stöðvunarrétti.
Ef stórfelldar vanefndir af hálfu kaupanda getur seljandi átt rétt til þess að fá umráð hins selda með beinni aðfarargerð og kaupanda borinn út af eign að undangenginni riftunaryfirlýsingu.

Heimildir kaupanda
Ef kaupandi stendur við skyldur sínar skv. kaupsamningi öðlast hann rétt til afsals úr hendi seljanda þar sem fram kemur yfirlýsing seljanda um að eignarrétur kaupanda sé ekki lengur skilyrtur.
Ef seljandi riftir á kaupandi rétt á að fá kaupverðið endurgreitt.
Þegar kaupandi hefur greitt kaupverðið eða hluta þess öðlast hann veðrétt í fasteign til tryggingar kröfu um endutgreiðslu þess sem hann hefur innt af hendi.
Skilyrði þess að veðrétturinn njóti réttarverndar er að kaupsamningi sé þinglýst.

24
Q

Útrýmandi stofnun eignarréttinda

A

Þegar B fær verðmæti frá A en B fær annan eða meiri rétt en hann hefði átt að fá.

Traustfang
Hefð
Vanlýsing

25
Q

Traustfang

A

Tilheyrir útrýmandi stofnun eignarréttinda -Þegar B fær verðmæti frá A en B fær annan eða meiri rétt en hann hefði átt að fá.

Ef A selur B eign C í heimildarleysi en B er í góðri trú um að A hafi haft lögmæta heimild til þess að gera það reynir á reglur um traustfang.
Þessar reglur leiða til þess að sá maður sem hefði getað véfengt afsalsgerning glatar þeim rétti.

Ef réttarreglur um traustfang eiga við þýðir það að síðasti framsalshafi (B) verður eigandi hlutarins á kostnað hins ,,rétta” eiganda (C).

26
Q

Lögfestar og ólögfestar traustfangsreglur

A

Hvar finnum við reglurnar um traustfang?
Slíkar reglur hafa stundum verið lögfestar, t.d. í tilviki fasteigna en síðan hafa mótast almennar ólögfestar meginreglur sem má ráða af dómaframkvæmd.

Hvernig virka reglurnar um traustfang?
Það er almenn ólögfest traustfangsregla sem gildir í viðskiptum manna á milli að aðilar geti fengið hina umsömdu réttarstöðu ef þeir máttu gera ráð fyrir því að viðsemjandi þeirra hefði heimild til þess að ráðstafa hlutnum, sbr. Hrd. 1940, 496 (bifreið framfærslunefndar).
Af hverju er þetta svona?
Tímamark grandleysis.

Almenn ólögfest traustfangsregla.
Ef A selur B t.d. bíl sem að er í eigu C en B er grandlaus um að C eigi bílinn en ekki A þá verður C að þola það og B eignast bílinn.

Hrd. 1940:496 (Bifreið framfærslunefndar) - Maður fékk bíl til afnota frá framfærslunefnd Hafnarfjarðar sem var skráð á nafn hans. Maðurinn seldi síðan öðrum aðila bifreiðina en framfærslunefndin taldi sig eiganda bílsins og krafðist innsetningar í hana fyrir dómi (vildi fá hana til baka s.s.). Hæstiréttur hafnaði kröfunni af því að framfærslunefndin hafði vitað um og látið viðgangast að bíllinn væri skráður á nafn mannsins og að kaupandinn var grandlaus um eignarheimild nefndarinnar þegar kaupun urðu. Því var niðurstaðan að kaupandinn hefði eignast bílinn fyrir traustnám.

Hvers vegna í óssköpunum er þetta svona? Er þetta ekki ósanngjarnt fyrir C?

Réttarreglur um traustfang eru til þess að auka skilvirkni og réttaröryggi í viðskiptum svo að reglur um brigðarétt leiði ekki til algerrar óvissu í viðskiptum.
Væri ekki gott ef fólk gæti almennt ekki treyst því að þeir öðlist eignarrétt yfir hlutunum sem það er að kaupa og megi búast við því að þeir verði teknir af þeim.

Tímamark grandleysis
Miðað við tímamarkið þegar hann öðlaðist eignarétt yfir viðkomandi hlut, t.d. þegar hluturinn var keyptur en ekki þegar hann var afhentur eða þegar skjal er móttekið til þinglýsingar.

Traustnám ekki við þegar um kaupfox er að ræða!
Það er þegar einn og sami maðurinn selur tveimur mönnum sama hlutinn.
Sá sem keypti hlutinn á undan verður eignadi um leið og kaupin ganga í gegn og sá sem keypti hlutinn á undan gæti því brigðað hlutnum frá þeim sem keypti hann seinna, sbr. Hrd. 1993:2360 (Krani kaupfox ).Hrd. 1993:2360 (Krani) - A keypti krana af fyrirtækinu F en þegar hann ætlaði að sækja kranann var F búið að selja kranann öðrum manni. Hæstiréttur vísaði til þess að kaupfoxregla Jónsbókar væri grunnregla íslensk réttar sem gæti þó sætt takmörkunum af traustfangsreglum en að ekki væri talið að A hefði sýn af sér gáleysi með því að láta dragast að sækja kranann að hann hefði fyrirgert brigðarétti. Því var ekki talið efni til að víkja frá skýrum reglum Jónsbókar. Dómurinn vísaði líka til þess að enn megi byggja á þessari fornu réttarheimild.

Ástæða þess að kaupfoxreglan trompar traustnámsregluna er að kaupfoxreglan er lögfest í Jónsbók og hefur það því umfram traustfangsregluna að hún er lögfest.

27
Q

Fjórar mikilvægar traustfangsreglur!

A

Traustfangsreglur fasteigna.
1. mgr. 33. gr. þinglýsingalaga.
Undantekning í 2. mgr. 33. gr. þinglýsingalaga.

Traustfangsreglur peninga.
Óskráð regla að sá sem tekur við peningum í grandleysi þarf ekki að skila þeim aftur.

Traustfangsreglur samningalaga.

Traustfangsreglur viðskiptabréfa.

28
Q

Traustfangsreglur fasteigna

A
  1. mgr. 33. gr. þinglýsingalaga.
    Undantekning í 2. mgr. 33. gr. þinglýsingalaga.

Fasteignir
Það þarf að þinglýsa réttindum yfir fastieng til að þau haldi gildi gegn þriðja manni, sbr. 1. mgr. 29. gr. þinglýsingalaga.
Sá sem hlýtur réttindi með samningi við þinglýstan eiganda að eign þarf ekki að sæta þeirri mótbáru að heimildarbréf seljanda hans er ógilt ef hann er grandlaus um ógildisatvikið þegar hann öðlaðist réttindin.
Þannig ef þú kaupir fasteign af einhverjum sem er þinglýstur eigandi skv. þinglýsingarbók þá áttu að geta treyst því og eigninni verður ekki brigðað frá þér ef seljandi reynist síðan ekki eigandi.
Undantekning ef að skjal skv. 1. mgr. er falsað, fengið með beitingu ólögmætrar nauðungar skv. 28. gr. sml eða ef skjal er ógilt vegna lögræðisskorts útgefanda fyrir æsku. Þá gilda s.s. traustfangsreglurnar ekki og réttur eigandi getur brigðað eigninni til sín.

29
Q

Traustfangsreglur peninga

A

Óskráð regla að sá sem tekur við peningum í grandleysi þarf ekki að skila þeim aftur.

Sá sem tekur við peningum í grandleysi þarf ekki að skila þeim aftur.
Engar mótbárur sem gilda hér.
Hrd. 1972:747 (bifreiðakaup ólögráða manns) - ólögráða strákur keypti bifreið á 60.000 kr og var búinn að greiða 46.000 þegar hann höfðar riftunarmál og krafðist þess að seljandinn myndi greiða honum til baka þessar 46.000 krónur. Hæstiréttur féllst ekki á þetta þrátt fyrir að hann hafi verið ólögráða enda hafði seljandinn verið grandlaus um aldur stráksins og vísaði til traustnámsreglna um peninga.

30
Q

Traustfangsreglur samningalaga

A

Löggerningur sem umboðsmaður gerir gegn fyrirmælum umbjóðanda síns (ef hann fer út fyrir umboð sitt) verður skuldbindandi fyrir umbjóðandann ef viðsemjandinn var grandlaus.
Umboðsmaðurinn getur orðið bótaskyldur gagnvart umbjóðanda sínum.

30
Q

Traustfangsreglur viðskiptabréfa

A

Hvað eru viðskiptabréf?
Skuldabréf ofl.

Hvenær gilda traustfangsreglur um viðskiptabréf?
Þegar kröfuhafi viðskiptabréfs framselur öðrum kröfuna skv. bréfinu.

Mismunandi reglur eftir því hvort viðskiptabréf sé nafnbréf eða handhafabréf.

Hvað eru viðskiptabréf?
Viðskiptabréf eru t.d. skuldabréf og það eru þau viðskiptabréf sem hafa hvað mestu þýðingu í dag. Eru líka tékkar og víxlar en það er ekkert notað í dag.

Hvenær gilda traustfangsreglurnar um viðskiptabréf?
Þegar kröfuhafi viðskiptabréfs framselur öðrum kröfuna skv. bréfinu.
Þannig ef A er kröfuhafi t.d. skuldabréfs uppá 5.000 krónur þá getur hann framselt B kröfuna þannig að skuldarinn C ætti þá að greiða B en ekki A þessar 5.000 krónur.
Ef að kröfuhafinn A framselur B slíka kröfu þá VERÐUR hann að skrifa á bréfið að framsalshafinn B sé núna kröfuhafi - ef hann gerir það ekki þá getur skuldarinn C greitt A skuldina og verið laus allra mála, svo lengi sem hann er auðvitað ekki grandsamur um að B hafi fengið kröfuna framselda.
Það verður semsé að standa á viðskiptabréfinu hver sé kröfuhafi og skuldarinn á að geta treyst því sem stendur á bréfinu. Hann á að geta bara skoðað bréfið og greitt þeim sem að er skráður eigandi kröfunnar.
Þannig ef framsalshafi B hefur ekki gætt þess að þetta sé ritað á bréfið þá glatar hann rétti sínum skv. bréfinu því að skuldarinn á bara að borga þeim sem að bréfið ber með sér að sé kröfuhafinn.

31
Q

Hefð

A

Hefð er þegar umráð verðmætis, sem varað hafa í tiltekinn tíma og uppfylla tiltekin skilyrði, eru næg heimild fyrir þeim eignarréttindum sem umráðin benda til.

Getur verið frumstofnun og útrýmandi stofnun eignarréttinda.
Eignarhefð vs. afnotahefð.

Um hefð gilda hefðalög nr. 46/1905

32
Q

Á hvernig eignarréttindum er hægt að byggja hefð?

A

Á hverjum hlut sem getur verið eign einstakra manna, sbr. 1. gr. hefðalaga.
Stundum í lögum mælt fyrir um að ekki megi stofna til eignarréttinda á tilteknum verðmætum á grundvelli hefðar, t.d. lögum um þjóðlendur og lögum um fjöleignarhús.

Þetta er í lögunum. Hægt að hefða hvaða hlut sem getur verið eign einstakra manna nema það sé beinlínis mælt fyrir um í lögum að ekki sé hægt að hefða, eins og t.d. þjóðlendur og sameign í fjöleignarhúsi.

Eignarhefð er þegar hefðandi fer með umráð eignar eins og hann eigi beinan eignarrétt.

Afnotahefð er þegar hefðandi fer með umráð sem svara til óbeinna eignarréttinda

33
Q

Hlutlæg skilyrði hefðar

A
  1. Hefðartími
    Hefðarhald hefst þegar a) hefðandi öðlast umráð verðmætis OG b) huglæg skilyrði eru uppfyllt.
    Hefðartími misjafn eftir tegund eignar, stendur í 2. og 8. gr. hefðal.
  2. Óslitið eignarhald (ef eignarhefð)EÐA
  3. Óslitin notkun (ef afnotahefð)
34
Q

Hefðartími

A

Hefðartími - stendur í 2. gr. og 8. gr. hefðal.
10 ár fyrir eignar-eða afnotarétt að lausafé.
20 ár fyrri eignar- eða afnotarétt að fasteign.
40 ár er varðar ósýnileg ítök.

Hefðarhald hefst þegar hefðandi öðlast umráð verðmætis og huglæg skilyrði eru uppfyllt

35
Q

hEfð Hvað eru sýnileg og ósýnileg ítök?

A

Sýnilegt ítak er þegar það er eitthvað sem gefur ítaksnotin til kynna, það sé eitthvað gert vegna ítaksnotanna - s.s. þegar notkunin á sér stað með einhverjum tækjum eða tilfæringum sem eru bara til vegna ítaksnotanna. Einhverjum búnaði hefur verið komið fyrir í ÞÁGU ítaksnotanna. Ef búnaðinum er komið fyrir í öðrum tilgangi er það ekki sýnilegt.
Ósýnileg ítök eru þá ekki bundin við sérstök tæki og notkun þeirra útheimta engan útbúning.

36
Q

Hefð - Hvað er óslitið eignarhald?

A

a) Hefðandi verður að hafa svo víðtæk umráð viðkomandi verðmætis að þau bendi til eignarréttar, þarf að hafa farið með eignina eins og hún væri hans eign.

b) Hefðandi þarf að hafa útilokað aðra frá því að ráða yfir verðmætinu, sérstaklega fyrri eiganda. Ekki krafa um að aðrir séu alveg útilokaðir frá notum eignarinnar (má t.d. leigja öðrum hana) svo lengi sem það er ljóst að hefðandi ræður yfir henni og not annara fara fram í skjóli umráða hans.
Það má telja óslitið eignarhald tveggja manna eða fleiri til hefðartíma en eignarhald hvers og eins hefðanda verður þá að uppfylla skilyrðin.
Tegund fasteigna getur skipt máli við mat á því hvort skilyrðið um óslitið eignarhald sé uppfyllt!
Þannig ef það kemur raunhæft þar sem er deilt um eignarhefð fasteignar þá verðum við að skoða tegund fasteignarinnar til að skera úr um hvort skilyrðið sé uppfyllt!

37
Q

Hefð - skilyrðið um óslitið eignarhald

A

a) Hefðandi verður að hafa svo víðtæk umráð viðkomandi verðmætis að þau bendi til eignarréttar, þarf að hafa farið með eignina eins og hún væri hans eign.

b) Hefðandi þarf að hafa útilokað aðra frá því að ráða yfir verðmætinu, sérstaklega fyrri eiganda. Ekki krafa um að aðrir séu alveg útilokaðir frá notum eignarinnar (má t.d. leigja öðrum hana) svo lengi sem það er ljóst að hefðandi ræður yfir henni og not annara fara fram í skjóli umráða hans.
Það má telja óslitið eignarhald tveggja manna eða fleiri til hefðartíma en eignarhald hvers og eins hefðanda verður þá að uppfylla skilyrðin.
Tegund fasteigna getur skipt máli við mat á því hvort skilyrðið um óslitið eignarhald sé uppfyllt!
Þannig ef það kemur raunhæft þar sem er deilt um eignarhefð fasteignar þá verðum við að skoða tegund fasteignarinnar til að skera úr um hvort skilyrðið sé uppfyllt!

Hefðbundnar jarðir.
Krafa um hefðbundin umráð, samskonar þeim sem eigendur jarða fara almennt með.

Ágreiningsspildur á mörkum tveggja jarða
Krafa um útilokuð umráð annarra frá því að ráða yfir eign.
Ef þinglýst landamerki þá krafa um not landsins.

Sjálfstæðar spildur innan landamerkja jarða
Krafa um tiltölulega afgerandi umráð.
Ef hefðandi hefur girt af spilduna og hagnýtt hana átölulaust í fullan hefðartíma telst það fullnægjandi umráð og þar með eignarhald.

Lóðir eða spildur undir byggingum í þéttbýli eða dreifbýli
Ef bygging hefur staðið á spildu átölulaust í fullan hefðartíma rennir það stoðum undir eignarhald þess lands sem byggingin stendur á.

Land utan landamerkja jarða.

38
Q

Hefð Hvað er óslitin notkun?

A

Þessi krafa gildir ef um afnotahefð eða ósýnileg ítök eru að ræða.
Notkun þarf að vera stöðug og framhaldandi eins og skilyrðið um eignarhald fyrir eignarhefð.
Ekki gerð sambærileg krafa um útilokun annarra þegar um afnotahefð er að ræða og varðandi eignarhefð - t.d. getur beitarítak stofnast þó bæði jarðeigandi og hefðandi hafi beitt fé sínu þar.
Skilyrðið um óslitna notkun í dómaframkvæmd:

Hrd. 76/2015 (Laugavegur 47) - Félag taldi sig eiga umferðarrétt gegnum lóð á Frakkastíg á grundvelli hefðar þar sem að félagið og fyrri eigendur húss við Laugarveg 47 höfðu í tæp 30 ár farið um lóðina til þess að geta lagt bifreiðum sínum í stæði sem voru á baklóð hússins. Þetta hafi verið gert til að komast að vörumóttöku hússins en það var ekki hægt með öðru móti. Fallist á óslitna notkun því þarna hafði verið verslunarrekstur með tilheyrandi þörf fyrir aðgangi að vörumóttökunni allan tímann.

Hrd. 79/2001 (Bræðraborgarstígur) - Deilt um hefð á umferðarrétti, byggt á 8. gr. Byggt á því að umferðarréttur um lóðina Bræðraborgarstíg 23 hefði unnist fyrir hefð þannig að eigendur Bræðraborgarstígs 23A ættu rétt til að aka yfir lóðina til að koma bifreiðum sínum í stæði á baklóð sinni. Hæstiréttur féllst á það með þeim rökum að gengið hefði verið út frá því að þeir hefðu rétt til þess að aka um lóðina í tæp 50 ár.

39
Q

Tegund fasteigna getur skipt máli við mat á því hvort skilyrðið um óslitið eignarhald sé uppfyllt - hefðbundnar jarðir

A

Hefðbundnar jarðir.
Þá er bara gerð krafa um hefðbundin umráð, samskonar umráð og eigendur jarða fara almennt með, sbr. Hrd. 2001, bls. 3249 (Vestari-Hóll) þar sem hefðandi bjó fullan hefðartíma á jörðinni og fór með hana sem sína eign án athugasemda þeirra sem tíðar töldu réttinda yfir henni. Fallist á eignarhefð og Hrd. 718/2013 (Krókur) þar sem var ekki fallist á eignarhefð því að þar var sveitarfélag með umráð yfir jörð en hún hafði aðeins verið nýtt til sumarbeitar fyrir búfé og það var ekki jafnað til þeirra umráða sem eigendur jarða fara almennt með.

40
Q

Tegund fasteigna getur skipt máli við mat á því hvort skilyrðið um óslitið eignarhald sé uppfyllt - lóðir eða spildur undir byggingum í þéttbýli eða dreifbýli

A

Ef bygging hefur staðið á spildu átölulaust í fullan hefðartíma hefur það verið talið renna stoðum undir eignarhald þess lands sem byggingin stendur á.
Hrd. 145/2007 (Kirkjubæjarskóli) - Sveitarfélag krafðist viðurkenningar á eignarrétti að landspildu úr jörð en á henni stóð Kirkjubæjarskóli. Sveitarfélagið hafði líka girt lóðina af og byggt á henni og taldist því hafa farið með óslitið eignarhald á spildunni í fullan hefðartíma og fallist á hefð.

41
Q

Tegund fasteigna getur skipt máli við mat á því hvort skilyrðið um óslitið eignarhald sé uppfyllt - ágreiningsspildur á mörkum tveggja jarða

A

Þegar deilt er um hvort að eignarhefð hafi unnist á landi innan merkja nágrannajarðar.
Þá reynir á hvort að umráð hefðanda hafi útilokað aðra frá því að ráða yfir eign með fullnægjandi hætti, sbr. Hrd. 554/2009 (Hof og Þrastastaðir) þar sem Hæstiréttur hafnaði því að spilda hefði hefðast því að fé frá nágrannabæjum hefði leitað á spilduna þannig að aðrir hefðu ekki verið útilokaðir frá ákveðnum nytjum á svæðinu.
Skilyrði til að hefða innan fyrir landamerki nágrannajarða í andstöðu við merki skv. þinglýstu landamerkjabréfi eru þröng, sbr. Hrd. 1995:2120 (Gata og Nefsholt) þar sem eigendur jarðarinnar N héldu því fram að þeir hefðu hefðað eignarrétt að hluta nágrannajarðar G sem var í andstöðu við þinglýst landamerkjabréf. G mótmælti því og sagði að eigendur N hefðu hvorki nytjað landið né nýtt til neinna hluta. Talið var að eigendur N hefðu ekki sýnt nægilega fram á nytjar landsins þannig að skilyrðum hefðar væri fullnægt og Hrd. 579/2014 (Straumur og Berjanes) þar sem deilt var um hvar mörk tveggja jarða lágu. Eigandi jarðarinnar A hélt því fram að miða ætti við mörk einhverjar girðingar en eigandi jarðarinnar B hélt því fram að miða ætti við miðlínu affalsins. Eigandi A hélt því fram að þar sem girðingin hafi staðið fullan hefðartíma hefði hann öðlast eignarrétt að því landi sem stæði innan girðingarinnar þó það væri í andstöðu við landamerkjabréf. En girðingin hafði bara verið reist sem gripagirðing og nýtt sem slík. Þannig Hæstiréttur féllst ekki á að eigendur A hafi hefðað landsvæðið. Ekki mikill rökstuðningur í þessum dómi en mér sýnist mega ráða af honum að nýtingin á landsvæðinu hafi ekki verið nægileg til að skilyrðum hefðar væri fullnægt

42
Q

Tegund fasteigna getur skipt máli við mat á því hvort skilyrðið um óslitið eignarhald sé uppfyllt - spildur innan landamerkja jarða

A

Gerð krafa um tiltölulega afgerandi umráð svo að skilyrðin um eignar hald séu uppfyllt þegar um er að ræða sjálfstæðar spildur innan landamerkja jarða, sbr. Hrd. 1939:28 (Einarnes) þar sem eignadi jarðar taldi sig hafa unnið hefð á tveim landspildum af því að hann hafði leigt spildurnar og farið með þær sem sínar eigin. Hæstiréttur féllst á þetta og taldi að hann hefði haft allar þær nytjar sem hægt var að hafa af spildunum og taldi því hann hafa haft óslitið eignarhald á landspildunum um 20 ára skeið.
Hæstiréttur virðist telja fullnægjandi umráð til staðar ef hefðandi hefur girt af spilduna og hagnýtt hana átölulaust í fullan hefðartíma. Þannig hér hafa girðingar aðra þýðingu en á mörkum tveggja jarða.

43
Q

Tegund fasteigna getur skipt máli við mat á því hvort skilyrðið um óslitið eignarhald sé uppfyllt - Land utan landamerkja jarða

A

Skilyrði eignarhefðar eru þröng þegar í hlut eiga landsvæði utan landamerkja jarða.
Þau umráð og not sem hægt er að hafa af umræddum landsvæðum er sjaldan hægt að jafna til hefðbundins eignarhalds á hefðbundnum jörðum og öðrum fasteignum utan þéttbýlissvæðis.
Mörg þessara landsvæða hafa nú verið úrskurðuð þjóðlendur.
Þó ekki útilokað að hægt sé að hefða slík lönd ef hefðin var fullnuð fyrir gildistöku þjóðlendulaganna.
Í lögskýringargögnum með þjóðlendulögum var tiltekið að mögulega sé hægt að vinna hefð á afréttarlandi en skilyrðin væru ströng.
Hæstiréttur hefur ekki talið að skilyrði 1. mgr. 2. gr. hefðarlaga um eignarhald hafi verið uppfyllt við slíkar kringumstæður til að eignarréttar hafi stofnast á grundvelli eignarhefðar.
Hæstiréttur hefur í einu máli talið að til takmarkaðra eignarréttinda hefði stofnast innan þjóðlendu á grundvelli afnotahefðar. Það á sér stoð í 7. gr. hefðarlaga.

44
Q

Huglæg skilyrði hefðar

A

Ef maður hefur náð umráðum verðmætis með glæp eða óráðvandlegu atferli getur hann ekki unnið hefð á eigninni. Sama ef hefðandi fær vitneskju um, áður en hefðin er fullnuð, að eignarhaldið sé þannig til komið, sbr. 2. mgr. 2. gr. hefðal.
Hvað felst í hugtökunum glæpur og óráðvandlegt atferli?

Bein vitneskja hefðanda um eignartilkall annars mann stendur fullnaðri hefð í vegi!

Glæpur = refsiverð háttsemi.
Menn ekki alveg sammála um hvað felst í hugtakinu óráðvandlegt atferli - það er amk rýmra hugtak en glæpur en þarf ekki að vera refsiverð háttsem en verða amk að vera einhver svik fyrir hendii segir Ólafur Lárusson en Gaukur Jörundsson segir að það þurfi ekki að vera svik fyrir hendi heldur þarf hefðandi að hafa haft vitneskju um betri rétt annars manns og hvort að það mætti að öðru leyti telja ámælisvert af hefðanda að byggja eignaréttindi á umráðunum.

Hefðandi þarf s.s. að vera í góðri trú um að hann eigi eignartilkall til verðmætisins eða afnotarétt.

Bein vitneskja? Sjá dómaframkvæmd:
Hrd. 1987:1656 (Flateyjardalsheiði) - Þar hafnaði Hæstiréttur því að umrætt landsvæði hefði verið hefðað af því að ætlaðir hefðendur voru grandsamir um eignarráð annarra aðila. Dómurinn taldi þetta vera óráðvandlegt atferli og því væri hefð útilokuð. Hér hafði hefðandi beina vitneskju um betri rétt annars! Þá gat hann ekki verið í góðri trú.

45
Q

Grundvöllur umráða ætlaðst hefðanda

A

Skiptir máli á hvaða grundvelli hefðandi hefur fengið verðmætin í sín umráð.
Grundvöllurinn getur staðið í veg fyrir hefð.

Getur ekki hefðað hlut sem þú hefur fengið að veði, til geymslu, til láns eða á leigu, sbr. 3. mgr. 2. gr. Ekki tæmandi talning!

Ástæðan fyrir þessu er að þegar ætlaður hefðandi hefur skuldbundið sig til að skila verðmæti.
Hefðarhald getur samt hafist eftir að samningssambandi er lokið og hefðandi heldur áfram að fara með umráð verðmætisins.

46
Q

Slit hefðar

A

Getur komið til á fjóra vegu:
Hefð getur slitnað þegar umráð eða not falla niður.
Hefð getur slitnað við málssókn.
Hefð getur slitnað við viðurkenningu hefðanda á að annar aðili eigi betri rétt.
Hefð getur slitnað vegna vitneskju hefðanda um að eignarhald sé til komið fyrir glæp eða óráðvandlegt atferli.

47
Q

Hrd 26/2023 (hesthús) –> tengist stofnun sérstakrar sameignar

A

50% eignarhlutur í hesthúsi seldur á 4 milljónir krona. Svo sagði í samningi að í eigu kaupanda verða þrjár tveggja hesta stíur og í eigu seljanda verða sex eins hests stíur. Kaupandi greiðir helming alls rekstrarkostnaðar hesthússins frá undirritun samnings, td. fasteignagjöld, rafmagn og viðhaldskostnað. Eftir samninginn reis upp ágreiningur milli kaupanda og seljanda hvort þeir gætu skipt húsinu og þá hvernig. Samkomulag náðist ekki og þá vildi kaupandi nauðungarselja á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga um nauðungarsölu. Lögmaður seljanda sagði að það hefði ekki verið sýnt fram á að það væri ekki hægt að skipta eigninni án verulegs kostnaðar, afsal var ekki gefið út fyrir eignarhluta varnaraðila og einhver ákvæði í kaupsamningi gætu komið í veg fyrir rétt kaupanda að leita nauðungarsölu á slitum á sameigninni. Seljandinn hafði líka gert við húsið og framkvæmt viðgerðir án þáttöku kaupanda og þær viðbætur hlytu að vera séreign hans. Sýslumaður féllst ekki á þetta. Þá var ákveðið að halda nauðungarsölu og kaupandinn átti hæsta boð í eignina.

Þetta fór fyrir dóm.
Málsástæður seljanda:
1) ekki skilyrði nauðungarsölu skv. 2. mgr. 8. gr. laga um nauðungarsölu. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði að sýnt sé að eign verði ekki skipt án verulegs tjóns eða kostnaðar. Sönnunarbyrði um það hvíli á þeim sem krefst nauðungarsölu, en ekkert liggur fyrir í málinu fyrir utan yfirlýsingar um þetta - en yfirlýsing seljandans um að hún teldi mikinn kostnað í því að skipta eigninni yrði að skoða út frá því að hún hefði enga sérþekkingu á sviði bygginga eða forsendur til að leggja mat á mögulegan kostnað við skiptingu.

2) kaupsamningur aðila átti að vera milli þeirra og var því ekki þinglýst en eftir að ágreiningur kom upp þinglýsti hinn honum í andstöðu við forsendur aðila. Kaupandi hefði þá verið í mikilli skuld þar sem hún tók ekki þátt í viðgerðarkostnaði. Seljandi byggir á að þar sem kaupandi sé ekki afsalshafi eignarhlutans geti hún ekki talist annað en skilyrtur eigandi og geti því ekki ráðstafað eignarhlutanum td með sölu.

3) Seljandinn byggir einnig á að skilyrði 2 mgr 8 gr laga um nauðungarsölu um að eign sé í óskiptri sameign sé ekki gild. Í réttarstöðunni felist að hver sameigandi sé meðeigandi að allri sameign og enginn einn eigi út af fyrir sig afmarkaðan hluta hennar. Ef fallist er á með að samningurinn milli þeirra sé kaupsamningur kveði hann á um 50% skiptingu eignarinnar milli aðila og stíum sé ráðstafað á milli þeirra og því sé kaupandi eigandi ákveðinna stía og sóknaraðili annarra.

Málsástæður varnaraðila:
1) Kaupsamningurinn er að fullu efndur og engin skilyrði eða réttindi sóknaraðila standa í vegi fyrir að varnaraðili fari með eignarráð helmings eignarinnar. Samningurinn er fullgildur og í honum er yfirlýsing um að kaupverð sé að fullu greitt og engin önnur skilyrði séu í honum um efndir. Kaupandi hafi greitt kostnað sem hún hafi verið krafin um og réttilega til stofnað. Eignarréttur hafi því yfirfærst til hennar við ur. samningsins og skipti þinglýsingarreglur engu máli í því samhengi.

2) Öll skilyrði 2 mgr 8 gr fyrir nauðungarsölu eru fyrir hendi. Í ákvæðinu var rætt um eign og skilyrðið væri uppfyllt með kaupum kaupanda á helming eignarinnar með kaupsamningnum sem er efndur. Þótt fjallað hefði verið um stíur væru það ekki sjálfstæðar eignir sem hefði verið ráðstafað sérstaklega. Ekki var gerður eignaskiptasamningur um eignina. Ákvæði samningsins um að kaupandi greiði helming rekstrarkostnaðar séu hefðbundin. Kaupandi hefði skorað á sóknaraðila að gefa út afsal en hún hefði synjað því og hún geti ekki byggt á eigin vanefnd um útgáfu afsals.

3) kaupandi byggir á að eigninni verði ekki skipt án tjóns eða kostnaðar. Seljandinn hafi lýst fyri því að ógjörlegt væri að skipta húsinu í tvær eignir og hún lýsti yfir því fyrir dómi. Sýslumaður taldi þetta liggja ljóst fyrir og ekki þurft sérstaka sönnun.

Niðurstaða Hæstaréttar:

1) 2 mgr 8 gr nauðungaskiptalaga má beita til að ráðstafa eign sem er í óskiptir sameign ef þess er krafist af einum eða fleiri eigendum en ekki öllum. Skilyrði er að sýnt sé fram á að henni geti ekki verið skipt milli eigenda án verulegs tjóns eða kostnaðar, enda standi lög eða fyrirmæli samnings ekki fyrir þessu. Úrræðinu verður bara beitt ef sá sem krefst þess að eign verði ráðstafað er eigandi hennar. Hann verður að sýna fram á þau réttindi sýn þegar hann fer til sýslumanns með beiðni um nauðungarsölu til slita óskiptrar sameignar. Við nauðungarsölu á fasteign er gerðarþoli hver sá sem er þinglýstur eigandi hennar. Kaupandi reistir beiðni sína á þinglýstum kaupsamningi um helming fasteignarinnar. Þó almennt sé réttur kaupanda fyir fasteign á grundvelli kaupsamnings skilyrtur þar til afsal hefur verið gefið út meðal annars um að kaupverð verði greitt og uppgjör milli kaupanda og seljanda fer fram verður ekki litið framhjá því að kaupin voru efnd að fullu við undirritun samnings. Deila aðila stendur um uppgjör sameiginlegs kostnaðar sem féll til eftir kaupin og tengist ekki uppgjöri þeirra. Hinar efnislegu heimildir eignarréttar hafa færst til kaupanda hvað sem líður skorti á hinu formlega eignaskilríki, það er afsalainu sem hefur þá þýðingu að staðfesta lok lögskipta aðila. Kaupandi getur því krafist nauðungarsölu í skjóli 2 mgr 8 gr laganna sem eigandi helmings fasteignar og sameigandi sóknaraðila.

  1. Til þess er að líta að í sérstakri sameign hefur verið talið felast að þær heimildir sem eignarrétti fylgja skiptist á hendur sameigenda með þeim hætti að hver og einn nýtur allra þeirra heimilda sem um er að ræða yfir eigninni í heild en með þeim takmörkum sem gera verður vegna hagsmuna annarra sameigenda. Af því leiðir að ekki er um sérstaka sameign að ræða ef réttur hvers eiganda nær aðeins til afmarkaðs hluta eignar en ekki hennar í heild. Þá er það forsenda þess að um sérstaka sameign sé að ræða að eignarréttur hvers og eins taki til sama eignaforms og má í dæmaskyni nefna að það fellur ekki undir sérstaka sameign ef einn aðili á beinan eignarrétt að fasteign en annar óbein eignarréttindi að sömu eign. Um slíkt réttarsamband gilda aðrar reglur. Ef neyta á heimildar 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 til að slíta óskiptri sameign um fasteign með nauðungarsölu verður að liggja fyrir að hún sé í raun í sérstakri sameign aðila.

Sem fyrr segir gerðu aðilar með sér samning 24. desember 2016 þar sem sóknaraðili seldi varnaraðila helming eignarhluta í hesthúsi. Þótt tekið hefði verið fram í samningnum hvernig stíur í hesthúsinu skyldu skiptast milli aðila verður þegar litið er til efnis samningsins í heild og þess hvernig hann hefur verið framkvæmdur að fallast á með varnaraðila að um hafi verið að ræða kaupsamning um helming alls hins selda. Í ljósi fyrirvaralausrar yfirlýsingar í upphafi samningsins um sölu á helmingi eignarinnar verður sú skipting sem aðilar komu sér saman um í samningnum ekki skilin með öðrum hætti en þeim að hún hafi falið í sér áform þeirra um innbyrðis afnot hins selda og geta þau ekki haft aðra þýðingu að lögum. Eru því skilyrði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 einnig uppfyllt að þessu leyti.

Skilyrði þess að krefjast megi slita á sameign eftir 2. mgr. 8. gr. laganna eru jafnframt þau að sýnt verði að eigninni verði ekki skipt milli eigenda án verulegs tjóns eða kostnaðar, enda standi hvorki fyrirmæli annarra laga né samnings í vegi fyrir að slík krafa nái fram að ganga. Er þar vísað til þess að nauðungarsölu verður ekki komið fram til slita á sameign nema í tilvikum þar sem annaðhvort er útilokað að skipta viðkomandi eign í smærri einingar þannig að hver eigandi fái sína hlutdeild í henni eða slík skipting eignarinnar myndi hafa í för með sér verulegan kostnað eða verðmætarýrnun. Eðli máls samkvæmt getur það mat verið mismunandi eftir því hvaða verðmæti er krafist nauðungarsölu til slita á. Í einstaka tilvikum kann það að vera augljóst eða leiða af eðli máls. Í öðrum tilvikum kunna aðilar að sammælast um að eign sé óskiptanleg í þessum skilningi. Í vafatilvikum þarf að sýna fram á það með hefðbundinni sönnunarfærslu að skilyrði greinarinnar séu uppfyllt um þetta atriði.

  1. Af gögnum málsins má ráða að sóknaraðili féllst ekki á tillögur varnaraðila um skiptingu hesthússins í viðræðum sem stóðu yfir fram eftir árinu 2021. Hafnaði hún í reynd öllum áformum um slíka skiptingu. Þá lýsti lögmaður hennar því sem fyrr segir yfir að ógjörlegt væri að skipta eigninni og var meðal annars vísað til þess í beiðni varnaraðila um nauðungarsölu. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að sóknaraðili hafi brugðist sérstaklega við áskorun varnaraðila 1. desember 2021 sem send var samkvæmt fyrirmælum 10. gr. laga nr. 90/1991. Við fyrstu fyrirtöku nauðungarsölunnar 6. apríl 2022 var hins vegar bókað af hálfu sóknaraðila að hún teldi ekki skilyrði til nauðungarsölu til slita á sameign þar sem eignin væri skiptanleg. Í kjölfarið fóru fram viðræður um mögulega skiptingu hesthússins. Liggur meðal annars fyrir eins og áður greinir tillaga varnaraðila um skiptingu þess með nánar tilteknum hætti en henni fylgdi engin áætlun um kostnað eða aðrar upplýsingar um hvort sú skipting myndi leiða til verulegs tjóns eða kostnaðar í skilningi 2. mgr. 8. gr. laganna.

að skal enn áréttað að það hvílir á þeim sem krefst nauðungarsölu til slita sameignar að sýna fram á að eign verði ekki skipt án verulegs kostnaðar eða tjóns. Sem fyrr greinir hafa aðilar samið um nánar tiltekin afnot hússins og virðist sem þeim hafi verið fylgt. Eins og hér háttar til verður ekki talið að með yfirlýsingum af hálfu sóknaraðila hafi hagsmunum hennar verið ráðstafað með bindandi hætti enda voru þær gefnar á því stigi máls að sóknaraðila var ekki unnt að taka afstöðu til kostnaðar eða hugsanlegs tjóns sem leiddi af tillögum varnaraðila um skiptingu eignarinnar. Þá hefur hún frá fyrstu fyrirtöku nauðungarsölunnar 6. apríl 2022 borið því við að húsið væri skiptanlegt en að upplýsingar skorti um kostnað þar að lútandi. Þar sem ekkert liggur fyrir um kostnað eða tjón af skiptingu hússins annað en yfirlýsingar aðila hefur fyrrgreindum sönnunarkröfum 2. mgr. 8. gr. laganna í ljósi aðstæðna ekki verið mætt, sbr. dóm Hæstaréttar 13. mars 2014 í máli nr. 136/2014.

48
Q

Hrrd 676/2013 - Fossatún - Eignarhlutföll í sérstakri sameign

A

I var eigandi jarðarinnar Fossatúns í Borgarbyggð, en jörðinni fylgdi veiðiréttur í Grímsá og var I sem veiðiréttarhafi í ánni félagsmaður í V samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.
Þá rak hún ferðaþjónustu á jörð sinni í nafni F ehf. Með samningum 1. mars 2007 og 22. apríl 2009 leigði V til VH ehf. um tiltekin tímabil allan rétt til stangveiði í Grímsá og Tunguá á félagssvæði V svo og veiðihús að Fossási. I og F ehf. höfðuðu mál á hendur V og VH ehf. og kröfðust viðurkenningar á því að V hefði verið óheimilt að selja veiðihúsið á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitíma samkvæmt lögum nr. 61/2006, hvort heldur væri til VH ehf. eða annarra.

Töldu I og F ehf. að V væri þetta óheimilt þar sem framangreint samrýmdist ekki lögboðnu hlutverki veiðifélagsins samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 auk þess sem þau töldu að samþykki allra félagsmanna veiðifélags þyrfti að liggja til grundvallar ákvörðun um slíkt. Í niðurstöðu Hæstaréttar var rakið að réttarstaða veiðifélaga væri ekki skilgreind með skýrum hætti í lögum nr. 61/2006 en þó væri ljóst að skipan mála innan þeirra og í skiptum út á við væri með sama hætti og þegar eignarréttindi að tilteknu verðmæti væru í sérstakri sameign. Þar sem reglum laganna sleppti giltu því almennar reglur eignarréttar um sérstaka sameign, en auk þess mætti hafa nokkra hliðsjón af lagaákvæðum um afmarkaða flokka sérstakrar sameignar eins og reglum laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.

Samkvæmt almennum reglum eignarréttar gilti sú meginregla um sérstakra sameign að samþykki allra sameigenda þyrfti til óvenjulegra ráðstafana og ráðstafana sem væru meiriháttar þótt venjulegar gætu talist. Samkvæmt 41. gr. laga nr. 26/1994 giltu sérstakar reglur við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum og m.a. að samkvæmt A. lið ákvæðisins þarfnaðist ráðstöfun á verulegum hluta sameignar samþykkis allra eigenda þess. Í reglu 1. mgr. 37. gr. laga nr. 61/2006 um að mönnum væri skylt að eiga aðild að veiðifélagi fælist undantekning frá meginreglu 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar að engan mætti skylda til aðildar að félagi. Í þessu fælist jafnframt takmörkun á eignarráðum fasteignareiganda hvað eignarrétt að veiði varðaði. Af þessu leiddi að viðfangsefni veiðifélaga takmarkaðist á hverjum tíma af þeim verkefnum sem löggjafinn fæli þeim og þyrftu þau að vera í nánu samhengi við tilgang laganna og markmið skylduaðildar. Taldi Hæstiréttur að ákvörðun veiðifélags um ráðstöfun stangveiði á félagssvæði sínu og samhliða henni ákvörðun um gisti- og veitingarekstur í veiðihúsi, á skilgreindum veiðitíma samkvæmt lögum nr. 61/2006 félli innan þeirra marka sem lög settu starfsemi veiðifélaga, sbr. c. og d. liði 1. mgr. 37. gr. laganna. Við töku slíkra ákvarðana réði afl atkvæða ef ekki væri á annan veg mælt í lögum eða samþykktum veiðifélags. Á hinn bóginn væri ákvörðun veiðifélags um að selja öðrum veiðihús á leigu til almenns gisti- og veitingarekstrar utan skilgreinds veiðitíma meiriháttar ákvörðun í skilningi óskráðra reglna eignarréttarins um sérstaka sameign og gilti þá einu hvort hún teldist venjuleg eða óvenjuleg. Til slíkrar ákvörðunar þyrfti því samþykki allra félagsmanna í veiðifélagi. Með vísan til þessa var krafa I á hendur V tekin til greina, en sýknað var af kröfu hennar á hendur VH ehf. sem og kröfu F ehf. á hendur V og VH ehf. sökum aðildarskorts.

49
Q

Hrd 83/2015, Geysir

A

Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.

Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.

50
Q

H 305/2015 (Reykjahlíð) - varðandi skiptingu ákvörðunar útfrá eignarhlutföllum

A

Í málinu snerist ágreiningurinn um gjaldtöku að hverum við Námafjall og Leirhnjúk. En landið var sérstök sameign margra aðila. Stefnendur kröfðust þess að gjaldtakan væri ólögmæt þar sem samþykki allra eiganda þyrfti. Stefndu sem var landeigandafélag Reykjahlíðar höfðu gert samþykkt/samning við hina eigendurnar sem áttu rúmlega 30% að jörðinni. Hins vegar var ekki fallist á það að í samþykktinni fælist afsal stefnandanna um meiriháttar ákvarðanatöku að Reykjahlíð. Litið var til reglna um óskipta sameign og þá til þess að ótvírætt samþykki landeiganda allra þyrfti um meiriháttar ákvarðanatöku eins og þessa. Vegna þessa var ekki fallist á það með L ehf., að meirihluta samþykki sem fram hafði farið hluthafafundi á vegum félagsins, væri talin gilda. Var gjaldtakan því talin ólögmæt og lögbann um hana samþykkt.

51
Q

Hrd 14/2016 Æðarvarp

A

Í málinu krafðist K þess að viðurkennt yrði að öll hlunnindi í æðarvarpi, einkum af
dúntekju, í svokölluðum Gamla-Hólma (Hagavatnshólma) en hólminn var innan marka jarðar KJ, tilheyrðu K og prestssetrinu að Staðastað. Hæstiréttur
komst að þeirri niðurstöðu að þessi ítaksréttindi K hefðu fallið niður sökum vanlýsingar í
kjölfar gildistöku laga nr. 113/1952 um lausn ítaka af jörðum.

Tekið var fram að lög nr.
113/1952 útilokuðu ekki að hefð gæti unnist að nýju á réttindum sem fallið hefðu niður
vegna vanlýsingar, en með hliðsjón af markmiði laganna yrði þó að gera ríkar kröfur til
þess að sá sem teldi til hefðar sýndi fram á að skilyrði 2. gr. hefðarlaga væru uppfyllt, þar
á meðal um óslitið eignarhald, huglæga afstöðu og grundvöll réttindanna. Í málinu lágu
fyrir gögn og vitnisburður um nytjar presta að S á æðarvarpinu eftir árið 1954 og
skattframtöl tveggja presta vegna vegna tekjuáranna 1964 til 1968 og 1976, 1977, 1980,
1981, 1982 og 1984, þar sem grein var gerð fyrir dúntekjum. Hæstiréttur taldi að af
gögnum málsins yrði ekki ráðið að prestar á S hefðu að staðaldri nýtt hlunnindi af
æðarvarpinu þannig að fullnægt væri áðurnefndum skilyrðum fyrr en í fyrsta lagi árið
1973. Var því talið að þegar Þjóðskrá Íslands hefði tekið þá ákvörðun árið 2011 að skrá
dúntekjuhlunnindi á jörð KJ hefðu ekki verið liðin 40 ár frá því að óslitið eignarhald hefði
hafist í skilningi 8. gr. hefðarlaga og hefði mögulegt hefðarhald K rofnað í síðasta lagi á
því tímamarki. Jafnframt var talið að KJ hefði frá árinu 2007 nýtt sér hlunnindin í
einhverjum mæli. Var KJ því sýknaður af kröfu K.

Hér reyndi á hvort stofnast hefði til hefðar á grundvelli 8. gr. hefðarlaga um ósýnileg ítök.
Af þessum dómi er ljóst að þrátt fyrir vanlýsingu er unnt að vinna hefð að nýju á réttindum
sem hafa fallið niður sökum hennar, en þegar þannig háttar til eru gerðar ríkar kröfur til
sönnunar, m.a. um óslitið eignarhald. Í þessu sambandi er rétt að líta til tilgangs laga nr.
113/1952, en hann var að koma hlunnindum, sem frá þeim höfðu verið skilin, aftur undir þær í
þeim tilvikum sem þau voru ítakshafa að óverulegu gagni.110 Þegar þetta markmið laganna er
haft í huga verður að gera strangari kröfur en ella um sönnun fyrir að skilyrði 8. gr. hefðarlaga
séu uppfyllt varðandi hefð á ítaki sem fallið hefur niður vegna vanlýsingar.

52
Q

● Hrd. 1940:496 (bifreið framfærslunefndar ) - réttarreglur um traustfang

A

Hvað er traustfang ? - Ef A selur B eign C í heimildarleysi en B er í góðri trú um að A hafi haft lögmælta heimild til þess að gera það reynir á reglur um traustfang.

Dómurinn: Maður fékk bíl til afnota frá framfærslunefnd Hafnarfjarðar sem var skráð á nafn hans. Maðurinn seldi síðan öðrum aðila bifreiðina en framfærslunefndin taldi sig eiganda bílsins og krafðist innsetningar í hana fyrir dómi. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfunni af því að framfærslunefndind hafði vitað um og látið viðgangast að bíllinn væri skráður á nafn mannsins og að kaupandinn var grandlaus um eignarheimild nefndarinnar þegar kaupin urðu. Því var niðurstaðan að kaupandinn hefði eignast bílinn fyrir traustnám.

53
Q

● Hrd. 1966:231 (eldavélasamstæða) - Réttarreglur um traustfang

A
  • Ef A selur B eign C í heimildarleysi en B er í góðri trú um að A hafi haft lögmælta heimild til þess að gera það reynir á reglur um traustfang.

Fyrirtæki seldi A eldavélasamstæðu og áskildi sér eignarrétt að henni þar til kaupverðið væri greitt að fullu. Eldavélasamstæðan var felld inn í innréttingu í eldhúsi A en síðan seldi hann húsið. A hafði ekki greitt nema hluta og fyrirtækið krafðist afhendingar eldavélarinnar með innsetningargerð. Hæstiréttur sagði að þar sem að búið var að koma eldavélarsamstæðunni fyrir sem hluta af eldhúsinu og kaupendurnir höfðu keypt húsið grandlaus um þetta höfðu þau eignast eldavélina fyrir traustnám.

54
Q

HEFÐ hrd 33/2022 Bjarnastaðir

A

Ágreiningur málsaðila laut að eignarrétti að jörðinni Bjarnastöðum í sveitarfélaginu Norðurþingi. V krafðist þess að viðurkennt yrði að hún sem eigandi Sigtúna væri eigandi helmings alls lands Bjarnastaða. Byggði hún á því að helmingshlutur jarðarinnar hafi fylgt afsali fyrir Sigtúnum. H og E reistu sýknukröfu sína á því að þau hefðu fyrir traustfang öðlast eignarrétt að allri jörðinni, auk þess sem þau hefðu fyrir hefð öðlast þann eignarrétt, sbr. lög nr. 46/1905 um hefð. Í dómi Hæstaréttar var ekki fallist á að H og E hefðu eignast Bjarnastaði alla á grundvelli traustfangs. Vísað var til þess að réttindi samkvæmt þinglýstri skiptayfirlýsingu 16. júní 1939 sem V byggði rétt sinn á gengi framar rétti sem H og E fengu síðar með afsali til þeirra 14. júní 1981 er afhent var til þinglýsingar 19. sama mánaðar. Því næst var tekið til skoðunar hvort H og E hefðu öðlast eignarétt að allri jörðinni á grundvelli hefðar en V vefengdi að eigandi eignar í sameign gæti unnið hefð á hluta sameiganda síns. Í dómi Hæstaréttar kom fram að engin almenn regla stæði í vegi hefðar við þær aðstæður en annað gæti leitt af sérreglum um tiltekin réttindi. Þá hefði í fyrri úrlausnum Hæstaréttar verið fallist á hefð þótt eign hefði verið í sérstakri sameign. Vísað var til þess að ef sameigandi ætti að geta unnið hefð á fasteign yrði nýting hans að vera umfram það sem leiddi af almennum reglum um sérstaka sameign og því yrðu gerðar enn ríkari kröfur en ella svo fullnægt yrði skilyrðum hefðar um eignir í slíku eignarhaldi. Að teknu tilliti til nánar tilgreindra vitnaskýrslna í héraði og fyrir Landsrétti var talið ósannað að H og E hefðu verið í vondri trú um rétt sinn til allrar jarðarinnar og voru þau því talin uppfylla huglæg skilyrði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905. Auk þess var talið að hagnýting þeirra á jörðinni og ráðstafanir varðandi hana hafi verið með öllu átölulausar og án nokkurrar aðkomu af hálfu fyrri eiganda Sigtúna. H og E voru talin hafa haft Bjarnastaði alla í óslitnu eignarhaldi í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 í meira en 20 ár frá afhendingu jarðarinnar 20. júní 1981 þar til eignarhald þeirra var vefengt í árslok 2009. Voru H og E því talin hafa unnið hefð á jörðinni í heild sinni. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur og H og E sýknuð af kröfu V um að viðurkennt yrði að hún væri eigandi helmings jarðarinnar Bjarnastaða.

55
Q

H 24/2020 (Krókur II). - Hefð

A

B krafðist þess að viðurkenndur yrði réttur hans til beitarafnota af þeim hluta jarðarinnar Króks í Borgarbyggð sem óþinglýstur samningur BB og Upprekstrarfélags Þ 26. maí 1924 hefði tekið til. Ágreiningur málsins snérist annars vegar um hvort B hefði unnið rétt til beitarafnota fyrir hefð á landinu sem var í eigu G og hins vegar hvort og þá með hvaða hætti B eða aðilum á hans vegum væri heimilt að safna fé sem rynni af fjalli og reka um land Króks á leið til réttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að B hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þ og síðar B nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt 7. gr. laga nr. 46/1905 er G hófst handa við að vefengja rétt B til ítaksins. Var því fallist á kröfu B um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi og fæli sú niðurstaða jafnframt í sér að hafnað væri kröfu G um að B væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi.