EIGNARFORM, EIGNARAÐILD OG STOFNUNARHÆTTIR EIGNARRÉTTINDA Flashcards
Hvað er séreign ?
Eigandi fer einn með eignarréttarheimildir og hefur þannig einkarétt til hagnýtingar og ráðstöfunar eignar.
Takmarkanir í lögum eða vegna óbeinna eignarréttinda annarra yfir eigninni.
Sérstök sameign
Almenn sameign.
Ekki pæla of mikið í þessu, erum að fókusa á sérstaka sameign.
Dæmi um þetta er t.d. ef ég á hlutabréf í fyrirtæki, þá á ég í raun bara ráðstöfunarrétt yfir þessum hluta fyrirtækisins.
Sérstök sameign.
Ef ég á eign í sérstakri sameign þá á ég ráðstöfunarrétt yfir eigninni í heild! Ekki bara þessum einstaka hluta hennar. Og líka hagnýtingarrétt og bara öll réttindi sem fylgja einkaeignarréttinum.
Þetta er í raun bara óskipt sameign - hver eigandi á alla eignina í sameiningu með hinum eigendunum.
Hrd 443/2014 Landesbank - vanlýsing
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfu L var hafnað og staðfest sú afstaða slitastjórnar G hf. að taka kröfu L ekki inn á kröfuskrá þar sem henni hafði ekki verið lýst fyrir slitastjórn fyrr en eftir að kröfulýsingarfrestur samkvæmt 118. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. rann út. Kom fram í hinum kærða úrskurði að þrátt fyrir að fallast yrði á það með L að kröfuréttindi teldust eign í merkingu stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. viðauka mannréttindasáttmálans mætti með skýrri lagaheimild setja eignarréttindum ýmsar takmarkanir án þess að þær yrðu taldar fara gegn ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í íslenskri löggjöf sé víða að finna dæmi um lagaákvæði sem leitt geti til missis eignarréttinda eftir tilgreindan tíma sé þeim ekki haldið fram, svosem ákvæði um vanlýsingaráhrif við dánarbús- og gjaldþrotaskipti. Ákvæði 118. gr. laga nr. 21/1991 sé ætlað að ná til allra kröfuhafa í sambærilegri stöðu og hafi markmiðið með setningu þess verið málefnalegt. Það verði því ekki talið í andstöðu við fyrrgreint ákvæði stjórnarskrárinnar.
Hvað felst í sérstakri sameign ?
Í sérstakri sameign felst að þær heimildir sem fylgja eignarrétti skiptast á hendur sameigandann þannig að hver og einn nýtur allra þeirra heimilda yfir eigninni í heild, sem um ræðir, en með þeim takmörkunum sem gera verður vegna hagsmuna annarra sameiganda.
Hver sameigandi er meðeigandi að allri eigninni og enginn einn þeirra á út af fyrir sig afmarkaðann hluta hennar.
Um eignir í sérstakri sameign gilda reglur sem eiga að tryggja hverjum og einum sameiganda not og arð af eigninni í heild í samræmi við rétt eignarhlutföll, sbr. Hrd. 804/2014 (Klettshús í Hindisvík).
Þær reglur sem gilda um sérstaka sameign er ætlað að tryggja að öllum eigendum eiga sameiginlegan rétt á að hagnýta eignina.
Um þetta var fjallað í dómnum Klettshús í Hindisvík en þar gerði einn eigandi fasteignar sem var í sérstakri sameign (óskiptri sameign) kröfu um að sér yrði heimilaður aðgangur að fasteigninni. Dómurinn vísaði til þess að það væri enginn samningur um nýtingu fasteignarinnar og engin hefð hefði skapast um nýtingu hennar. Þannig lagði hann til grundvallar þessa meginreglu að allir eigendur að óskiptri sameign (sérstakri sameign) eiga jafnan rétt til nýtingar hennar og þörf væri á samþykki þeirra allra ef ætlunin væri að takmarka þann rétt.
Þannig að hérna skulum við bara muna að þetta er meginreglan um sérstaka sameign! Ef það er enginn samningur milli eiganda um takmarkanir á hagnýtingu eignarinnar þá á hver og einn rétt yfir eigninni í heild!
Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar?
Með samningi.
Samningur sameiganda innbyrðis.Hrd. 239/2007 (Berufjarðará)
Með sambúð sambýlisfólks.
Getur myndast svo sterk fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki að til sameignar stofnast. - Hrd. 704/2012 (20% hlutdeild)
Þegar jafngóðum heimildum tveggja eða fleiri lendir saman.
Tvö skjöl eru afhent samtímis til þinglýsingar og eru jafnstæð þá veita þau jafnan rétt.
Eignir tveggja að fleiri blandast saman við náttúruviðburði.
Tveir aðilar eða fleiri skapa verðmæti í samstarfi, sbr. Hrd. 1957, bls. 727 (útigeymsla) og Hrd. 315/2000 (Mannlíf).
Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar með samningi ?
T.d. með samningi sameiganda innbyrðis (sín á milli)
Með samningi sameiganda við þriðja mann, annað hvort þegar t.d. tveir menn kaupa saman eign af þriðja manni eða þegar þriðji maður arfleiðir tvo eða fleiri saman að eign sinni.
Hrd. 239/2007 (Berufjarðará)
Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar með sambúð sambýlisfólks ?
Við slit óvígðrar sambúðar er almenn regla að hvor sambúðaraðili taki með sér þær eignir, sem hann átti við upphaf sambúðar eða eignaðist á meðan á henni stóð, og beri ábyrgð á sínum skuldum.
Getur myndast fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki. Við mat á því hvort stofnast hafi til sameignar skiptir máli hversu lengi sambúðin stóð, hvort stofnast hafi til fjárhagslegrar samstöðu, tekjur hvors um sig, sameiginleg not á eignum, vinnuframlag osfrv.
Hrd. 704/2012 (20% hlutdeild) - K var dæmd 20% hlutdeild í fasteign sem var þinglýst eign M við sambúðarslit þó að hún hafi ekki lagt fram fé til kaupa á fasteigninni né að hún hafi greitt af láninu. Sambúðin stóð í 8 ár, sameiginlegt heimili, tvö börn og K hafði notað sinn pening til sameiginlegra þarfa heimilisins. Rík fjárhagsleg samstaða.
Hvernig stofnast til sérstakrar sameignar Þegar jafngóðum heimildum tveggja eða fleiri lendir saman?
Tvö jafnstæð skjöl afhent samtímis til þinglýsingar.
Eignir blandast saman við náttúruviðburði, t.d. þegar hey af túnum tveggja jarða fýkur saman.
Tveir eða fleiri aðilar skapa verðmæti í samstarfi, sbr. Hrd. 1957:727 (útigeymsla) - talið að samvinna eigenda fasteigna við byggingu þeirra leiddi til þess að það verðmæti sem um var deilt væri í sameign.
Mælt fyrir um þetta t.d. í 7. gr. höfundalaga að þegar fleiri skapa verðmæti í samstarfi og framlög þeirra verða ekki aðgreind þá eiga þeir saman höfundarétt að verkinu, sbr. Hrd. 315/2000 (Mannlíf) - Tveir aðilar unnu saman að þætti fyrir tímaritið Mannlíf. Annar þeirra krafðist svo að hinn myndi afhenda sér eintak af öllum ljósmyndum sem voru teknar við gerð þáttarins. Hæstiréttur sagði að þeir hefðu hvor um sig átt svo ótvíræðan þátt í tilurð þáttarins og því væru þeir samhöfundar og þess vegna átti hann rétt á að fá aðgang að ljósmyndunum. Þær yrðu ekki skildar frá þessu sameiginlega verki aðilanna, voru s.s. ekki eign annars þeirra þar sem þær voru samofnar verkinu sem þeir gerðu og áttu þar af leiðandi í óskiptri sameign.
Hver er þýðing eignarhlutfalla í sérstakri sameign ?
Sameigendur eiga sérstaka sameign í ákveðnum eignarhlutföllum.
Þýðing eignarhlutfalla.
a. Ákvarðantaka um meðferð og nýtingu sameignar.
b. Skipting við sameignarslit.
c. Tekjur og gjöld af sameign.
Hvernig eru eignarhlutföll ákveðin?Stundum eru ákvæði í lögum, stundum er tekin afstaða til þeirra í samningi og stundum eftir verðmæti framlaga sameiganda til eignarinnar (ef hægt er að aðgreina þau).
Þýðing eignarhlutfalla í sérstakri sameign
Ef ákvörðun um meðferð og nýtingu sameignar er háð t.d. vilja meirihluta eigenda eða samþykkis allra eru það eignarhlutföllin sem miðað er við
(t.d. í fjöleignarhúsalögunum).
Eignarhlutföllin ráða því líka hvernig sameign eða andvirði hennar skiptist við sameignarslit.
Tekjur og gjöld af sameigninni skiptast líka fetir eignarhlutföllum þó í einhverjum tilvikum getur verið eðlilegra að mið við not af eign frekar en eignarhlutföll.
Ákvörðun eignarhlutfalla í sérstakri sameign
Stundum ákvæði í lögum (t.d. 2. gr. landskiptalaga).
Stundum í samningi um stofnun sameignar, annað hvort beint eða óbeint.
Ef sameign verður til með samruna verðmæta sem eru í eigu fleiri þá ráðast eignarhlutföllin af verðmæti framlaganna ef hægt er að aðgreina þau, sbr. t.d. útigeymsludómurinn þar sem báðir aðilar höfðu lagt sitt af mörkum til byggingar geymslunnar. Enginn samningur hafði verið gerður um eignarhlutföllin og því talið eðlilegt að skipta 50/50.
Hrd. 1951, bls. 194 (Framnesvegur) - Þar var deilt um skiptingu arðs af sameign. Feðgar höfðu byggt saman hús sem var þinglýst sameign þeirra en ekkert tekið fram um eignarhlutföll. Frá því þeir fluttu inn hafði sonurinn afnot af kjallaranum en faðirinn afnot af stofuhæðinni og loftinu undir risi. Þetta hafði verið svona í 25 ár. Síðan deyr faðirinn og og það urðu einhverjar deilur milli sonarins og annars erfingja föðurins um hvernig eignarhlutföllin í húsinu voru. Hæstiréttur sagði að frá því að húsið var byggt og þar til faðirinn lést uþb 25 ár síðar hafði verið þessi fasti háttur hafðu um skiptingu afnota af húseigninni og því voru eignarhlutföllin miðuð við það.
Hvernig mega sameigendur ráðstafa og hagnýta eign sína?
Meginreglan er að allir sameigendur hafa í grunninn sama rétt til að hagnýta sér sameignina, sbr. Hrd. 804/2014 (Klettshús í Hindisvík).- Fjórir einstaklingar áttu jörð í sérstakri sameign en á jörðinni var hús. Einum sameiganda var af öðrum sameigendum meinaður aðgangur að eigninni, meðal annars með vísan til þess að aðrir sameigendur hefðu sinnt öllu viðhaldi sameignarinnar. Hæstiréttur vísaði til þess að allir eigendur fasteignarinnar ættu jafnan rétt til nýtingar hennar og væri þörf á samþykki þeirra allra stæði til að takmarka þann rétt.
Þessar heimildir sameigenda sæta þó takmörkunum.
Þarf að greina á milli þriggja tilvika:
a) Hagnýting og ráðstöfun sem er hverjum sameiganda heimil án atbeina hinna.
b) Hagnýting og ráðstöfun sem krefst samþykkis meirihluta sameiganda.
c) Hagnýting og ráðstöfun sem krefst samþykki allra.
Ráðstöfunar- og hagnýtingarheimildir sem hver sameigandi nýtur
Meginreglan er að sameigandi getur framselt sameignarréttindi sín án þess að fá leyfi sameiganda.
Hann getur líka almennt veðsett sinn hluta án samþykkis hinna og jafnvel leigt sinn hluta
Undantekning ef sameigendur eru búnir að semja sín á milli um að það þurfi samþykki til slíks, ef lagareglur takmarka rétt ti framsals eða ef réttindi í sameign eru það tengd eignarrétti að öðru verðmæti að sjálfstætt framsal er ekki heimilt.
Meginregla að sameiganda er heimil sú nýting og ráðstöfun v. sameignina sem er öðrum að bagalausu.Hverjum og einum sameiganda er heimil sú ráðstöfun og nýting sem gengið hefur verið út frá við stofnun sameignarinnar og var tilgangur hennar.
Hrd. 83/2015 (Geysir). Hverjum og einum sameiganda er heimilt að ráðstafa og nýta sameignina á þann hátt sem gengið var út frá við stofnun sameignarinnar og var tilgangur hennar.
Það gildir þannig líka það sama ef að ráðstöfun eða nýting eignarinnar felur í sér meiriháttar breytingu frá því sem í upphafi var samið um eða gengið út frá og þá þarf að koma til samþykki allra sameiganda. En almennt séð mega sameigendur bara nota og ráðstafa eigninni eins og henni var ætlað án þess að vera fá leyfi frá hinum, sbr. Hrd. 83/2015 (Geysir) - Þar taldi Hæstiréttur að ákvörðun um að áskilja greiðslu fyrir aðgang að landsvæði hefði falið í sér meiriháttar breytingu sem hefði þurft samþykki allra eigandanna.
Þannig beisklí þá mega sameigendur almennt ráðstafa og hagnýta eign sína svo lengi sem það fer ekki í bága við rétt annarra eða bakar öðrum tjón nema auðvitað um annað sé samið eða lög mæli fyrir um annað.
Góður dómur þar sem er vísað í þetta er Hrd. 1979:924 (Árnahús) þar sem var uppi ágreiningur um hvort eiganda hluta jarðar sem var í óskiptri sameign væri heimilt að leigja sinn hluta út án samráðs við sameigendur sína. Hæstiréttur sagði að það leiði af eðli eignarréttarins að eiganda eignar er heimilt að ráðstafa henni hvernig sem hann vill svo lengi sem það kemur ekki í bága við rétt annarra eða bakar öðrum tjón. Þið getið notað þennan dóm í rauninni til að vísa í báðar meginreglurnar þarna á glærunum, þ.e.a.s. bæði meginregluna um að hver sameigandi getur framselt sameignarréttindi sín án leyfis (eða leigt þau) og meginregluna um nýtingu og ráðstöfun sem er öðrum að bagalausu.
Ef ákvörðun er tekin um hagnýtingu og ráðstöfun sameignar í andstöðu við reglur um ákvarðanatöku, hvað getur sá sem brotið er gegn gert?
Hann getur neitað að taka þátt í kostnaði við framkvæmd.
Hann getur freistað þess að fá lagt lögbann við athöfninni sem hann telur brjóta gegn rétti sínum eða krafist dóms um að bannað sé að stunda viðkomandi háttsemi.
Hann getur átt rétt til skaðabóta vegna tjóns úr hendi þeirra sem brutu gegn hagsmunum hans, að öðrum bótaskilyrðum uppfylltum.
Hann getur krafist ógildingar ákvörðunar sem brýtur gegn rétti hans.
Hann getur krafist þess að framkvæmdir sem brjóta gegn rétti hans verði fjarlægðar.
Slit sérstakrar sameignar
Slit sérstakrar sameignar getur lokið með því að sameigninni er slitið.
Það gerist
a) með samkomulagi eða
b) þau eru þvinguð fram.
Meginregla eignaréttar að einn sameigenda getur krafist slita á sérstakri sameign.
Ef sameignarslit eru framkvæmanleg án þess að tjón hljótist af fær hver sameigandi hluta eignarinnar í samræmi við eignarhlutföll.
Ef það leiðir til tjóns að haga sameignarslitunum þannig að hver fái sinn hluta verður sá sem vill slíta að bjóða meðeigendum sínum að kaupa sinn hlut.
Ef sameigendurnir vilja ekki kaupa hlut þess sem vill slíta sameigninni þá verða þeir að ákveða hver skal leysa hina út.
Slit sérstakrar sameignar - tjón hlýst af eða eign ekki skipt
Ef eign verður ekki skipt eða skipti geta ekki farið fram nema verulegt tjón hljótist af getur hver sameigenda krafist uppboðs til slita á henni, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga um nauðungarsölu.
Áður en nauðungarsölu er krafist skal gerðarbeiðandi að skora á gerðarþola með minnst eins mánaðar fyrirvara að ganga til samninga við sig um slit á sameign og taka fram að nauðungarsölu verði krafist hafi samningar ekki tekist um slitin að liðnum þessi fresti.
Stofnunarhætti eignarréttinda
Þrír meginflokkar stofnunarhátta eignarréttinda.
a) Frumstofnun
Nám, taka og að einhverju leyti hefð og venjuréttur.
b) Afleidd stofnun
Afsalsgerningar, gjafir, kaup og skipti, eignarnám, nauðungarsala, erfðir, útlagning við skipti, kaup í skjóli forkaupsréttar og aðilaskipti skv. reglum um cessio legis.
c) Útrýmandi stofnun
Traustnám, hefð og vanlýsing.
Nám
Með námi slá menn eign sinni á land sem áður var einskis manns eign.
Nám sem stofnunarháttur eignarréttinda ekki lengur sjálfstæður stofnunarháttur eignarréttar.
8. mgr. 3. gr. laga um þjóðlendur útilokar stofnun eignarréttar innan þjóðlendna m.a. fyrir nám.
Taka
Þrír meginflokkar stofnunarhátta eignarréttinda.
a) Frumstofnun
Nám, taka og að einhverju leyti hefð og venjuréttur.
b) Afleidd stofnun
Afsalsgerningar, gjafir, kaup og skipti, eignarnám, nauðungarsala, erfðir, útlagning við skipti, kaup í skjóli forkaupsréttar og aðilaskipti skv. reglum um cessio legis.
c) Útrýmandi stofnun
Taka gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki sem stofnunarháttur eignarréttar yfir lausafé.
Þegar stofnað er til eignarréttinda yfir eigendalausum verðmætum.
Fiskveiði: sá sem löglega veiðir fisk í ferskvatni öðlast eignarrétt yfir aflanum.
Dýraveiði: sá sem löglega veiðir dýr á rétt til töku þess.
Reki og vogrek: rekar eru munir sem festir á fjöru eða finnast á floti í sjó og eru ekki merktir þannig að ætla má að þeir séu háðir eignarrétti en vogrek eru hns vegar merktir eða svo farið að ætla megi þá háða eignarrétti.
Eina sem ég vil minnast á er þessi munur á reka og vogrek því að það getur skipt miklu máli hvort um venjulegan reka eða vogrek er að ræða.
Munurinn er að reki er almennt eigendalaus og landeigandi á rétt til hans en vogrek eru munir sem rekur á land sem eru háðir eignarrétti. Sá sem getur sannað að hann sé eigandi vogreksins á almennt rétt á að fá það til baka gegn greiðslu þess kostnaðar sem orðið hefur af ráðstöfunum þeim sem löglega eru gerðar til að bjarga því, varðveita það og auglýsa.
Taka - res derelictae, res perdiate, res communes
Res derelictae - meginregla að hver sem er getur slegið eign sinni á muni sem eigandinn hefur gefið upp eignarrétt sinn að.
Þarf mikið að koma til svo að litið verði þannig á,
Það þarf almennt að
koma mikið til svo að litið verði á að eigandi hafi gefið eftir eignarrétt sinn, sbr. Hrd. 1953:343 (Dynskógarmálið) - Deilt um hvort eigandi hrájárns hefði gefið eftir eignarrétt sinn á járninu. Skip strandaði og farmur skipsins var um 6000 smálestir af hrájárni og til þess að létta skipið við björgunina var um 5000 smálestum af hrájárni varpað fyrir borð. Nokkrum árum síðar fóru leitarmenn og björguðu hluta af járninu og síðan var deilt um hver ætti eignarrétt að því. Landeigendur héldu því fram að farmeigendur hefðu fyrirgert eignarrétti sínum að því með því að láta það umhirðulaust í sandi og sjó í 11 ár. Hæstiréttur féllst ekki á það og taldi að farmeigandinn væri enn eigandi járnsins.
Res perditae - Ef um muni er að ræða sem hafa týnst og útilokað er að ganga úr skugga um hver sé eigandinn er talið að hver sem er geti slegið eign sinni á þá.
Res communes - verðmæti sem menn verða að hafa óheft not af og mega ekki vera háð einstaklingseignarrétti eins og t.d. andrúmsloftið.
Framleiðsla
Þegar eignarréttur yfir hlut stofnast með tilstilli framleiðslu.
Með hlutagerð/smíði = þegar hlutur er framleiddur með frumstæðum hætti, t.d. listaverk gerð úr eigendalausum hlutum í náttúrunni.
Með viðskeytingu = þegar hlutur er framleiddur úr öðrum hlutum eins og bifreiðar, tölvur ofl.
Veldur oftast ekki vandkvæðum hver eigi eignarrétt yfir slíkri eign nema ef framleiðandi (smiður) notar t.d. efni í eigu annars manns.
Þá getur skipt máli t.d. hvort að smiðurinn var grandsamur um betri rétt eigandans og hvort hann var í góðri trú um að hann mætti nota efnið.
Afleidd stofnun eignarréttinda
Stofnun nýrra eignarréttinda í skjóli eldri réttar.
Þýðingarmestu tilvikin í því sambandi eru afsalsgerningar.
Kaup, gjafir og skipti.
Kaup = gagnkvæmur samningur þar sem annar aðilinn, seljandi, lætur af hendi eign til hins, kaupanda, en kaupandinn greiðir seljanda peninga sem endurgjald fyrir.
Gjöf = verðmæti sem látið er af hendi endurgjaldslaust.
Skipti= hvor aðili um sig lætur hinum eign í té og sú eign sem annar lætur af hendi er þá endurgjald fyrir þá sem hinn afhenti en hvorugur lætur peninga af hendi.
Þó talin skipti ef báðir aðilar láta aðeins peninga af höndum.
Lög um lausafjárkaup gilda um kaup og skipti.
Við afhendingu eignar fara fram svokölluð áhættuskipti eignar, þá hefur kaupandi rétt á að hirða arð af eigninni en ber líka allan kostnað af henni, hann ber þá líka t.d. ábyrgð ef eitthvað kemur fyrir eignina osfrv. en seljandinn myndi bera þá ábyrgð áður en áhættuskiptin eiga sér stað.