EIGNARHALD Í FJÖLEIGNARHÚSUM Flashcards
Hvað eru fjöleignarhús í skilningi laga nr. 26/1994?
Hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið sameign allra eigenda og sumra, sbr. 2. mgr. 1. gr.
Ekki þegar einn eigandi er að fasteign, jafnvel þó að fasteignin hafi einkenni fjöleignarhúss.
Hver eignarhluti í fjöleignarhúsi, ásamt því sem honum fylgir sérstaklega og eignarhluta í sameign, telst sérstök fasteign, sbr. 11. gr.
Ákvæði laganna eru ófrávíkjanleg nema annað sé tekið fram.
Hvað er eitt hús í skilningi fjöleignarhúsalaga?
Meginregla að túlka hugtakið hús rúmum skilningi og að löglíkur eru fyrir því að sambyggingar teljast eitt hús og lúta reglum þeirra hvað varðar ytra byrði og eignaumráðum yfir því.
Bygging sem er tengd annarri byggingu getur verið talið eitt hús ef að eðlilegt og haganlegt er að fara með hana sem sjálfstætt hús, sbr. 1. mgr. 3. gr.
Veigamestu atriðin sem litið er til:
Úthlutnarskilmálar, lóðarsamningar, byggingaraðilar (sami aðili), byggingar- og viðhaldssaga, þinglýstar eignarheimildir (t.d. eignaskiptayfirlýsing), hönnun, lagnakerfi, gerð veggja, fyrirkomulag þaks, útlitsleg hönnun og mögulega einfalt sjónmat á ytri hönnun.
Sitthvort húsnúmer hefur EKKI þýðing og ekki heldur þó starfrækt séu sérstök húsfélög fyrir hvern húshluta.
Hrd Hamraborg - hvað er hús í skilningi fjöleignarhúsalaga?
Það er ekkert eitt sem ræður úrslitum heldur verður að skoða hvert tilvik heildstætt fyrir sig!
Hrd. 1995:215 (Hamraborg) - Talið að sambyggingin Hamraborg 14-38 í heild sinni teldist ekki eitt fjöleignarhús í skilningi laganna. Forsendurnar voru þær að a) einingarnar voru ekki byggðar á sömu undirstöðunni, þótt þær liggi saman, b) þær eru aðgreindar með þensluskilum þar sem þær liggja saman, allt frá grunni og uppúr, c) einingarnar eru misháar, d) ólíkar í útliti, e) byggðar á mismunandi tímum og af ólíkum byggignaraðilum, f) hver eining er með sjálfstæt lagnakerfi, g) hver eining hefur sjálfstætt burðarþol og h) þak hverrar einingar hannað sjálfstætt og er ótengt þökum aðliggjandi eininga.
Hrd Rofabær - hvað er hús í skilningi fjöleignarhúsalaga ?
Lrd. 435/2019 (Rofabær) - Ekki fallist á að byggingin Rofabær 43-47 sé hluti stærra fjöleignarhúss ásamt Hraunbæ 176-198. Í eignaskiptayfirlýsingu fyrir Hraunbær 176-198 stóð að fjöleignarhúsið væri skipt í 13 matshluta og af þeim var meðal annars Rofabær 43-47. Í eignaskiptayfirlýsingu Rofabæs stóð hins vegar að byggingin væri þriggja hæða fjölbýlishús með þremur húsnmerum sem myndi blokk sem sé með fjórum öðrum blokkum á sömu lóð. Hvergi var þess getið að byggingin væri hluti stærra fjöleignarhúss með Hraunbæ. Landsréttur taldi að eigendur Rofabæs yrðu ekki bundnir af orðalagi eignaskiptayfirlýsingar annarra fasteigna hvað það varðar. Þá var íka bent á að byggingarnar væru aðgreindar hver frá annarri í meginatriðum, burðarvirki þeirra virtist aðgreint og ekki yrði séð að hita- og rafmagnslagnir tengdu þær saman umfram önnur hús í hverfinu. Útlit þeirra væri ólíkt og bæri með sér að þær hefðu ekki verið byggðar samtímis.
Hrd Fífusel - hvað er hús í skilningi fjöleignarhúsalaga ?
Álit kæruefndar 14/1995 (Fífusel) - Deilt um hvort sambyggingin Fífusel 11 og 13 teldist eitt eða tvö hús í skilningi fjöleignarhúsalaga. Kærunefndin vísar í meginregluna um að löglíkur séu fyrir því að sambyggingar teljist eitt hús í skilningi laganna og lúti reglum þeirra, amk hvað tekur til alls ytra byrðis og eignarumráða yfir því en segir svo að meginregal sé ekki án undantekninga. Í hverju einstöku tilviki þurfi að fara fram mat þar sem til skoðunar komi fjölmörg atriði eins og úthlutunarskilmálar, lóðarleigusamningar, hönnun, burðarþol og lagnarkerfi, byggingaraðilar, byggðingar- og viðhaldssaga, þinglýstar heimildir, þ.m.t. eignaskiptasamningar, úthlt húss og eðli máls. Ekkert eitt atriði ráði úrslitum heldur verður að skoða þetta heildstætt hvert tilvik fyrir sig. Kærunefndin sagði að túlka beri undantekningar þröngt. Um sambygginguna segir nefndin ð hún sé hönnuð sem ein heild og með órofa þaki. engu skipti þó að gerðir hafi verið tveir lóðarleigusamningar og að mismunur á bygginartíma, rúmt 1 ár, hafi heldur ekki þýðingu. Niðurstaðan að um eitt hús sé að ræða í merkingu laganna enda séu ekki svo veigamikil frávik þegar litið er til hinna almennu atriða sem upp voru talin að undantekning verði gerði frá meginreglunni. Þessi dómur er dæmi um að litið sé á sambyggingu sem eitt hús og órofaþak og að byggingin hafi verið hönnuð sem ein heild réði úrslitum.
Álit kærunefndar - Álftarimi - hvað er hús í skilningi fjöleignarhúsalaga
Álit kærunefndar 56/1997 (Álftarimi) - Deilt um hvort sambygging teldist eitt eða fleiri hús í skilningi laganna. Einkum litið til þess að það liðu 12 ár milli byggingar húshlutanna. Það virtist þó ekki skipta öllu máli af því að nefndin gat ekki litið fram hjá því að ákvörðun um byggingu sambyggingarinnar tæki öðru fremur mið af hagkvæmni þess byggingarmáta út frá hagsmunum heildarinnar, andspænis því að reisa tvö algjörlega sjálfstæð hús. Mismunandi byggingartími breytti ekki þeirri niðurstöðu að um eitt hús væri að ræða. Það að byggingin var byggð út frá hagsmunum heildarinnar réði úrslitum, skipti ekki máli langur tími milli bygginganna.
Álit kærunefndar - Auðbrekka 2, Hvað er hús í skilningi fjöleignarhúsalaga ?
Álit kærunefndar 10/2019 (Auðbrekka 2) - Sambygging sem samanstóð af þremur eignarhlutum á sameiginlegri lóð talin vera tvö aðskilin hús. Í eignaskiptayfirlýsingunum var gert ráð fyrir að um eitt hús sé að ræða. Byggingarsaga einstakra eignarhluta (byggðir á mismunandi tímum) og ósamræmi í útliti þeirra réðu mestu um niðurstöðuna og vógu þyngra en skilgreining húseignanna skv. þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu. Þá voru hlutarnir sjálfstæðir burðarþolslega séð og lagnakerfin voru líka sjálfstæð. Hérna virtist eignaskiptayfirlýsingin ekki skipta öllu máli, ósamræmi í útliti og byggingarsaga virðast trompa.
Skipting í séreign, sameign sumra og sameign allra
Skv. 1. mgr. 10. gr. getur eign í fjöleignarhúsi verið með þrenns konar móti:
séreign
sameign sumra
sameign allra
Til þess að hús teljist fjöleignarhús verður það að skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið sameign allra og sameign sumra.
Séreign í fjöleignarhúsi
Skilgreining í 4. gr. laganna.
Í 5. gr. laganna er talið upp hvað fellur undir séreign og sú upptalning á að vera nokkuð tæmandi.
Skv. 1. tölul. 5. gr. telst til séreignar allt húsrými sem er gert að séreign skv. þinglýstum heimildum og allt sem liggur þar innan veggja.
Hrd. 1996:85 (Laufásvegur).Hrd. 1996:85 (Laufásvegur) - Tveir eigendur fjöleignarhúss sem áttu sitthvorn eignarhlutann deildu um hvort lóð hússins væri í sameign eða séreign. Í afsali frá 1965 höfðu þáverandi eigendur samið um að lóðin skyldi vera eingöngu í sameign um þann hluta hennar sem hús stæðu á en annars skiptist hún eftir ákvæðum afsalsins í sérgreinda eignarhluta. Þannig var fallist á að lóðin væri í séreign annars þeirra. Þessi dómur er dæmi um að það telst til séreignar allt húsrými sem er gert að séreign skv. þinglýstum heimildum, sbr. 1. tölul. 5. gr.
Umráða, hagnýtingar og
ráðstöfunarréttur séreignar.
Breytt hagnýting séreignar.
Viðhald og rekstur séreignar.
Hvað er séreign skv. fjöleignarhúsalögunum?
Afmarkaður hluti húss eða lóðar eins og honum er lýst í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu, skiptasamningi og/eða öðrum þinglýstum heimildum um húsið, ásamt því sem honum fylgir sérstaklega, hvort heldur er rými í húsinu sjálfu, bílskúr á lóð eða sameiginlegri lóð margra húsa, lóðarhluti, búnaður eða annað skv. sömu heimildum, ákvæðum laganna eða eðli máls,
sbr. 4. gr.
Hrd. 388/2010 (heimreið í óskiptri sameign) - Þar var því hafnað að séreignarréttur tiltekinna sameigenda í fjöleignarhúsi yrði reistur á eðli máls. Í málinu byggði annar aðilinn á því að eðli málsins skv. ætti hann séreignarrétt á bílastæði sem var fyrir framan bílskúrinn hans. Því var hafnað þar sem að það myndi blokka aðgang hinna eigandanna að lóðinni. Þannig s.s. ekki hægt að byggja á 9. tölul. 5. gr. útaf því að þetta taldist ekki “eðli máls”.
Í 5. gr. laganna er talið upp hvað fellur undir séreign og sú upptalning á að vera nokkuð tæmandi.
Skv. 1. tölul. 5. gr. telst til séreignar allt húsrými sem er gert að séreign skv. þinglýstum heimildum og allt sem liggur þar innan veggja.
Hrd. 1996:85 (Laufásvegur) - Tveir eigendur fjöleignarhúss sem áttu sitthvorn eignarhlutann deildu um hvort lóð hússins væri í sameign eða séreign. Í afsali frá 1965 höfðu þáverandi eigendur samið um að lóðin skyldi vera eingöngu í sameign um þann hluta hennar sem hús stæðu á en annars skiptist hún eftir ákvæðum afsalsins í sérgreinda eignarhluta. Þannig var fallist á að lóðin væri í séreign annars þeirra. Þessi dómur er dæmi um að það telst til séreignar allt húsrými sem er gert að séreign skv. þinglýstum heimildum, sbr. 1. tölul. 5. gr.
Umráða-, hagnýtingar og ráðstöfunarréttur séreignar
í fjöleignarhúsi
Eigandi í fjöleignarhúsi hefur einkarétt til umráða og hagnýtingar séreignar sinnar með þeim takmörkunum sem leiðir af lögunum, reglum nábýlisréttar og eðli máls, sbr. 1. mgr. 26. gr. og 2. tölul. 12. gr.
Eiganda er skylt að halda allri séreign sinni vel við og haga afnotum og hagnýtingu hennar með þeim hætti að aðrir eigendur eða afnotahfar í húsinu verði ekki fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði, sbr. 2. mgr. 26. gr.
Eiganda ber líka skylda til að taka eðlilegt og sanngjartn tillit til annarra eigenda við hagnýtingu séreignar sinnar og ber þannig að stuðla að því að aðrir eigendur geti ótruflað hagnýtt sér sinn hluta hússins með eðlilegum hætti, sbr. 3. tölul. 13. gr.
Hrd. 60/2012 (Hverfisgata 68a) - sjá glósur úr eigna I.
Takmarkanir á hagnýtingarrétt séreignareiganda eru húsreglurnar.
Húsfélagið hefur heimilt til aðgangs að séreign til eftirlits með ástandi hennar og rétt til að framkvæmda viðgerðir við ákveðnar kringumstæður, sbr. 3. og 4. mgr. 26. gr.
Húsfélagið getur ekki tekið ákvarðanir gegn vilja eiganda sem fela í sér meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstöfunar- og umráðarétti hans yfir séreigninni en leiðir af ákvæðum laga eða eðli máls, sbr. 3. mgr. 57. gr.
Eigandi eignar í fjöleignarhúsi má aðeins ráðstafa réttindum sínum og skyldum í heild, það er séreign sinni, hlutdeild í sameign og rétti og skyldu til þáttöku í húsfélagi - má ekki aðskilja.
Má ekki selja eða veðsetja tiltekna hluta séreignar sinnar, nema með fylgi hlutdeild í sameign og réttindi og skyldur til þáttöku í húsfélagi. Þarf samþykki allra eigenda ef ráðstafa á til utanaðkomandi aðila einstökum afmörkuðum hlutum séreignar. Slík ráðstöfun verður ekki þinglýst nema áður hafi verið þinglýst nýrri eignaskiptayfirlýsingu um húsið og ráðstöfunin sé í samræmi við hana.
Breytt hagnýting séreignar í fjöleignarhúsi
Breytingar á hagnýtingu séreignar rá því sem verið hefur eða ráð var fyrir gert í upphafi, sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum, eru háðar samþykki allra eigenda, sbr. 27. gr.
Eigandi getur ekki sett sig á móti slíkri breytingu ef hún hefur felur ekki í sér neina röskun á lögmæltum hagsmunum hans, sbr. 2. mgr.
Hrd. 505/2004 (Hereford steikhús) - Eigandi í fjöleignarhúsi kvartaði yfir því að opna ætti veitingastað í húsinu. Niðurstaða Hæstaréttar var að rekstur veitingahússins samrýmdist gildandi skipulagsmálum og ósannað væri að rekstrinum fylgdi slíkt ónæði, hávaði eða lyktarmengun að lögmætum hagsmunum annarra eigenda hússins væri raskað.
Viðhald og rekstur séreignar
í fjöleignarhúsi
Eigandi séreignar skal sjá um og kosta viðhald og allan rekstur á séreign, sbr. 1. mgr. 50 gr.
Eigandi séreignar er ábyrgur gagnvart öðrum eigendum hússins og afnotahöfum vegna fjártjóns sem verður á eignum þeirra og stafar af vanrækslu á viðhaldi séreignar, búnaði hennar og lögnum, mistökum við meðferð séreignar og viðhald og bilun á búnaði séreignar og lögnum þótt eiganda verði ekki um það kennt.
Bótaskyldan nær einnig til afleidds tjóns.
Sameign allra í fjöleignarhúsi
Skilgreint í 4. og 6. gr. laganna.
Í 8. gr. er í dæmaskyni taldir upp húshlutar, búnaður og annað sem telst til sameignar. Ekki tæmandi talning!
Allt húsrými sem ekki telst séreign er sameign eigenda, án tillits til þess hverjir geta nýtt sér rýmið, sbr. álit kærunefndar 12/2004 (geymsla) þar sem hún var talin sameign eigenda m.a. af því að hvergi kom fram í þinglýstum heimildum að hún væri séreign.
Sameign í fjöleignarhúsi tekur til allra þeirra hluta hús, bæði innan og utan, og lóðar sem ekki er ótvírætt í séreign skv. 4. gr. og öll kerfi, tækjabúnaður, lagnir og tilfæringar, sem þjóna aðallega þörfum heildarinnar eða hluta hennar með þeim hætti að sanngjarnt og eðlilegt er að allir eigendur eða eftir atvikum tiltekinn hópur þeirra beri kostnað og áhættu af þeim, sbr. 6. gr.
Skilgreint neikvætt.
Í 8. gr. er í dæmaskyni taldir upp húshlutar, búnaður og annað sem telst til sameignar. Ekki tæmandi talning!
Allt húsrými sem ekki telst séreign er sameign eigenda, án tillits til þess hverjir geta nýtt sér rýmið, sbr. 6. tölul, sbr. álit kærunefndar 12/2004 (geymsla) - Geymsla talin í sameign eigenda m.a. þar sem hvergi kom fram á þinglýstum heimildum að hún væri í séreign.
Yfirgnæfandi líkur á því að lagnir séu í sameign allra, sbr. 7. tölul, sbr. álit kærunefndar 45/1997 (lagnir) þar sem kærunefnd taldi að lagnir í fjöleignarhúsinu teldust sameign þar til inn fyrir vegg íbúðar er komið, þ.e. út úr vegg eða upp úr gólfi.
Skilgreining sameignar er s.s. mjög víðtæk.
Þetta stendur mikið til í lögunum!
Sameign sumra í fjöleignarhúsi
Sameign sumra er
þegar það kemur fram eða má ráða af þinglýstum heimildum að svo sé
EÐA
þegar lega sameignar, afnot hennar eða möguleikar til þess eru með þeim hætti að sanngjarnt er og eðlilegt að hún tilheyri aðeins þeim sem hafa aðgang að henni og afnotamöguleika.
Sameign sumra er undantekning frá meginreglunni um sameign allra!
Sá sem heldur því fram að um sameign sumra sé að ræða ber sönnunarbyrði fyrir því.
Sameigna sumra er
a) þegar það kemur fram eða má ráða af þinglýstum heimildum að svo sé
b) þegar lega sameignar, afnot hennar eða möguleikar til þess eru með þeim hætti að sanngjarnt er og eðlilegt að hún tilheyri aðeins þeim sem hafa aðgang að henni og afnotamöguleika.
T.d. þegar veggur skiptir húsi þannig að aðeins sumir séreignarhlutar eru um sama gang, stiga, svalir, lagnir, búnað osfrv, sbr. 1. mgr. 7. gr.
Álit kærunefndar 28/2002 (bílskúrar) - Deilt um hvort bílskúrar væru í sameign allra eða sumra. Bílskúrseigendur áttu einir afnota- og hagnýtingarrétt af bílskúrum sínum og taldi kærunefnd að lega og afnot bílskúra væri með þeim hætti að þeir teldust sameign sumra.
Sameign sumra er undantekning frá meginreglunni um sameign allra!
Sá sem heldur því fram að um sameign sumra sér að ræða ber sönnunarbyrði fyrir því.
Ef það er þinglýst heimild, t.d. eignaskiptasamningur, sem er afdráttarlaus um að tiltekinn hluti sé sameign sumra þá nægir það til sönnunar.
Álit kærunefndar 5/2014 (salerni) - Í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu kom fram að salerni í kjallara væri sameign sumra en í fundargerð húsfélagsins kom fram að samþykkt hefði verið að sameign í húsinu yrði sameign allra. Kærunefnd taldi fundarsamþykktina
ekki fá hrundið þinglýstri eignaskipan. Niðurstaðan að salernið væri sameign sumra.
Húsrými og annað inni í einstökum stigahúsum er sameign eiganda þar og öðrum eigendum þess óviðkomandi.
Hrd. 626/2006 (Starmýri 4-8) - Sjö aðilum var stefnt og krafist viðurkenningur á því að þeim væri óheimilt að ráðast í tilteknar framkvæmdir á sameiginlegri lóð allra. Málinu vísað frá varðandi þrjá af þeim sem stefnt var með vísan til þess að það bæri enga nauðsyn að höfða mál á hendur þeim enda færu framkvæmdirnar aðeins fram á bílastæði sem var í sameign sumra en ekki allra lóðarhafa.
Þegar um sameign sumra er að ræða ráða viðkomandi eigendur einir sameiginlegum innri málefnum innan vébanda húsfélagsdeildar, sem getur verið sjálfstæð eða stafað innan heildarhúsfélags, sbr. 76. gr.
Hrd. 624/2016 (101 Skuggahverfi) - Niðurstaða dómsins var að þar sem um sameiginlegt innri málefni viðkomandi húsfélagsdeilda var að ræða, en ekki málefni sem beindust að hagsmunum í sameign allra þá þurftu umræddir aðilar ekki að fá samþykki þeirra sem stóðu utan húsfélagsdeildanna. Skv. lögum átti að taka ákvörðun á fundum viðkomandi húsfélagsdeilda, það var ekki gert heldur á fundi í heildarhúsfélaginuvar málinu vísað frá.