FASAR Flashcards
Örpíplur og þræðir leyast upp sem voru hluti stoðkerfis frumunnar og mynda tubulin, sem er notað til að mynda spólu (mitotic spindle)
Spóla vex út frá báðum deilikornunum, en þau tvöfaldast rétt fyrir S-fasann. Út frá þeim raðast þræðir þannig að það myndast geislaskaut.
Litnið þéttist og myndar litninga sem styttast og gildna og verða sýnilegir í ljóssmásjá.
Kjarnahjúpur (himna) leysist upp.
Prófasi
Kjarnahimnan rofnar í smábita sem verða eins og frymisnet að sjá. Spólan sem áður var utan við kjarnann kemst nú að litningunum. Þræðir myndast út frá þráðhöftunum sem standa út sitt til hvorrar hliðar, og vegna samspils þeirra við þræði spólunar kemst hreyfing á litningapörin.
Prómetafasi
Litningarnir raðast nú mitt á milli pólanna með þráðhöftin samsíða.
Metafasi
Litningarnir í hverju pari losna hvor frá öðrum og dragast hvor að sínum pól. Spólurnar færast lengra frá hvor annari.
Litningarnir aðskildir og fjarlægð milli þeirra eykst.
Anafasi
Þegar litningarnir hafa náð pólunum hverfa þráðhöftin alveg. Kjarnahimna fer að myndast kringum erfðaefnið, litningarnir vinda ofan af sér, kjarnakorn birtast og kjarnaskiptingu er lokið.
Telófasi