Vistfræði Flashcards
Hvað hefur jörðin mörg hvolf?
3
Hvað heita hvolf jarðar?
Berghvolf, vatnshvolf og gufuhvolf
Hvað er berghvolf?
Jarðskorpan, ysta lag Jarðarinnar
– Er frá 7km til 70km á þykkt.
Hvað er vatnshvolf?
Liggur utan um hluta berghvolfsins
– Myndað af höfum, stöðuvötnum og ám
Hvað er gufuhvolf?
Liggur utan um alla jörðina
– (Nær upp í 100km hæð, þar tekur geimurinn við samkvæmt skilgreiningu).
Hvað er lífhvolf?
Þar sem líf er að finna í berghvolfi, vatnshvolfi og
gufuhvolfi.
Hvað er búsvæði?
Lífhvolfinu er skipt niður í ótal búsvæði – Á hverju búsvæði lifir tiltekið safn lífvera
Hvað er lífsvæði?
Allar þær lífverur sem finnast á búsvæði
kallast líffélag svæðisins
Hvað er vistkerfi?
Allar lífverur á búsvæðinu ásamt lífvana umhverfi mynda vistkerfi
Her er skilgreiningin á tegund?
Safn einstaklinga sem geta í náttúrunni átt saman
frjó og eðlileg afkvæmi.
Hver er skilgreiningin á stofni?
Safn lífvera af sömu tegund, sem lifa á sama svæði og eiga oftar afkvæmi innbyrðis en með einstaklingum utan stofnsins.
Hver eru frumframleiðendur og hver neytendur?
• Frumbjarga lífverur eru frumframleiðendur • Ófrumbjarga dýr eru neytendur
Hvernig flokkast neytendur?
- Dýr sem lifa á plöntum eru fyrsta stigs neytendur (grasbítar)
- Dýr sem lifa á fyrsta stigs neytendunum eru annars stigs neytendur (rándýr)
Hvað er fæðukeðja?
Samband frumframleiðanda og neytenda á ýmsum stigum er hægt að sýna með fæðukeðju.
Hvað er samhjálp?
Ef samlífi er báðum aðilum til gagns