Flokkun Flashcards
Hvað er lífheiminum skipt í mörg ríki?
5 (eða 6 ef veirur eru taldar með)
Hvaða 5 (6) ríki er lífheiminum skipt í?
1) dreifkjörnungar 2) frumverur
3) sveppir
4) plöntur
5) dýr
[6) veirur]
Hvernig eru flokkunarstigin?
- Ríki
- Fylking
- Flokkur
- Ættbálkur
- Ætt
- Ættkvísl
- Tegund
Hvað eru veirur?
Veirur eru á mörkum þess að vera lifandi og sjást aðeins í rafeindasmásjá. Fjölgar aðeins innan lífvera og margar valda sjúkdómum.
Hvað eru gerlar?
Gerlar (bakteríur) eru einfrumungar með frumuvegg en án kjarna. Lifa í lofti, vatni, jarðvegi, í og á lífverum. Margir valda sjúkdómum.
Hvað er frumvera?
Frumverur er einfrumungar. Sumar líkjast plöntum eins og einfruma þörungar en aðrar dýrum eins og frumdýr. Lifa einkum í vatni og innan annarra lífvera.
Hvað eru sveppir?
Sveppir eru fjölfrumungar. Allir sveppir eru heilkjörnungar. Sveppir eru flestir gerðir úr fíngerðum þráðum sem renna saman og mynda hattsveppi og gorkúlur. Vaxa í jarðvegi eða innan lífvera, einkum í plöntum. Fjölga sér hratt með gróum. Fléttur eru sveppur og einfruma þörungur sem lifa samlífi. Þær vaxa á klettum og trjám og þola þurrk mjög vel.
Hvaða fylkingar eru innan plönturíkis?
- Þörungar
- Mosar
- Burknar
- Berfrævingar
- Dulfrævingar
Hvernig greinir maður þörung?
Þörungar eru fábreytnar plöntur án eiginlegra róta, stönguls eða blaða. Flestir eru grænir en sumir rauðir eða brúnir. Lifa í vatni.
Hvernig lýsir maður plöntum?
Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu. Mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun
Hvernig greinir maður mosa?
Mosar hafa einföld blöð eða vísi að blöðum og rætlinga í stað róta. Vaxa einkum á rökum stöðum. Gró myndast í gróhirslum.
Hvernig greinir maður burkna?
Burknar hafa eiginlegar rætur og stöngul. Blaðka er samsett úr mörgum smáblöðum. Eru á rökum stöðum. Gróhirslur eru á neðra borði blaða.
Hvernig greinir maður berfrævinga?
Berfrævingar eru stórvaxnar plöntur með fræ í könglum. Þrífast vel í köldu eða þurru loftslagi. Flestir berfrævingar eru sígrænar plöntur.
Hvernig greinir maður dulfrævinga?
Dulfrævingar eru blómplöntur. Margbreytilegar plöntur sem mynda fræ í blómum. Fræ eru umlukin aldinum. Minnstu dulfrævingar eru smágerðar jurtir en stærstu eru risavaxin tré. Dulfrævingar deilast í ein- og tvíkímblöðunga
Hvað eru tvíkímblöðungar?
Flokkur undir fylkingunni dulfrævingar. Tvíkímblöðungar eru fræplöntur. Plöntufóstrið innan fræsins hefur tvö kímblöð. Laufblöð eru oft breið og netstrengjótt.
Hvað eru einkímblöðungar?
Flokkur undir fylkingunni dulfrævingar. Einkímblöðungar eru fræplöntur. Plöntufóstrið hefur eitt kímblað. Laufblöð eru oftast mjó og beinstrengjótt.
Svampar:
Svampar hafa innri stoðgrind og eru flokkaðir eftir gerð hennar, þeir mynda ekki sérhæfða vefi og hafa kragafrumur sem taka fæðu úr umhverfinu.
Holdýr:
Hafa stingfrumur - skiptast í Hveljur og Holsepjur… Marglyttur eru hveljur
Hver er munurinn á þráðormi og flatormi?
Þráðormar hafa líkamshol en ekki flatormar. Flatormar skiptast í ögður og bandorma. Njálgur er þráðormur og þráðorma er hægt að hagnýta (erfðafræðitilraunir)
Lindýr:
Líkamsgerð: • Innyflahnúður • Fótur (foot) • Möttull (mantle) – Sniglar – Smokkfiskar – Samlokur – Skráptunga!
Liðdýr (liðfætlur):
Hafa liðskipta útlimi og ytri stoðgrind úr kítíni - krabbadýr, skordýr, áttfætlur
Krabbadýr:
Liðfætla - Hafa ytri stoðgrind úr kalki
• Rækjur, marflær, krabbar og hrúðurkarlar
Áttfætlur:
Köngulær, sporðdrekar, ticks (ekki rugla saman við skordýr)
Skrápdýr:
Lifa ÖLL í sjó - hafa innri stoðgrind og SJÓÆÐAKERFI
Seildýr:
Einkennast af streng (seilinni) (EKKI MÆNA) sem liggur eftir bakinu á einhverjum tíma
æviskeiðs - hryggleysingjar og hryggdýr
Hvenær eru seildýr með seilina?
Aðeins i fóstrinu - hryggur myndast svo þar sem seilin var, mögulegt að finna einhverjar frumur samt
Hvað eru margar tegundir hryggdýra?
43700 tegundir
Í hvaða ættbálka skiptast fiskar?
Vankjálka, Brjóskfiska (hákarlar og skötur) og beinfiska (hafa sundmaga)
Hvað hafa froskar mörg hólf í hjartanu?
3
Hvaða hryggleysingjar eru í dýraríkinu?
holdýr, flatormar, þráðormar, liðormar, lindýr, skrápdýr og liðdýr.
Hvaða hryggdýr eru í dýraríkinu?
Fiskar, froskar, fuglar, skriðdýr og spendýr
Skriðdýr:
Húðin þurr og vatnsþétt
– Skriðdýrin voru fyrstu dýrin sem löguðu sig algerlega að lífi á landi
Hve mörg hólf eru í hjarta fugls?
4 - súrefnisríkt blóð aðskilið frá súrefnislausu - jafnheitt blóð
Spendýr:
Hafa hár og næra afkvæmi sín á mjólk
Hvað veldur Malaríu?
FRUMDÝR af ættinni Plasmodium • 4 tegundir sýkja menn – P. falciparum – P. vivax – P. ovale – P. malariae
Svampar:
Svampar hafa innri stoðgrind og eru flokkaðir eftir gerð hennar, þeir mynda ekki sérhæfða vefi og hafa kragafrumur sem taka fæðu úr umhverfinu.
Holdýr:
Hafa stingfrumur - skiptast í Hveljur og Holsepjur… Marglyttur eru hveljur
Hver er munurinn á þráðormi og flatormi?
Þráðormar hafa líkamshol en ekki flatormar. Flatormar skiptast í ögður og bandorma. Njálgur er þráðormur og þráðorma er hægt að hagnýta (erfðafræðitilraunir)
Liðormar:
Hafa vökvafyllt líkamshol, flestir lifa í sjó - Burstaormar, ánar og blóðsugur.
Lindýr:
Líkamsgerð: • Innyflahnúður • Fótur (foot) • Möttull (mantle) – Sniglar – Smokkfiskar – Samlokur – Skráptunga!
Liðdýr (liðfætlur):
Hafa liðskipta útlimi og ytri stoðgrind úr kítíni - krabbadýr, skordýr, áttfætlur
Hvað “heitir” svínaflensan?
Influenzae A, H1N1
Hvað eru skilgreiningin á lífveru?
Sjálfstæð efnaskipti og sjálfsviðhald.
Hvaða dýr hafa sjóæðakerfi?
Öll skrápdýr - engin önnur
Úr hverju er stoðgrind liðdýra?
Kítíni - ástæðan fyrir styrkleika skordýra
Hvernig dýr er skráptunga?
Lindýr
Dæmi um frumverur?
Sundgikkur og klukkudýr eru frumdýr, kýsill (bláa lónið) er frumþörungur - augnglenna tilheyrir báðu.
Í hvað skiptast frumverur?
Frumdýr og frumþörunga
Hvaða næringarnám aðhafast bakteríur?
Rotlíf - sækja fæðuna í dauðar lífverur
Samlíf - lifa í eða á öðrum lífverum
Hvernig er ófrumbjarga bakteríum skipt?
Loftháðar, loftfirrtar og loftóháðar - óháðar geta skipt á milli.
Afhverju eru veirur bara hálfpartinn lífvera?
Þurfa hýsil til að geta fjölgað sér, og hafa ekki sjálfstæð efnaskipti en hafa hinsvegar hæfileikann til sjálfsviðhalds.
Hvernig eru veirur byggðar?
Allar veirur hafa ytra hylki úr próteini og inni í
því er kjarnsýrusameind
Dæmi um veirusýkingar?
– Hlaupabóla – Einkirningsótt – Mislingabróðir (Roseola) – Mislingar – Rauðir hundar – Hettusótt – Flensa