Erfðafræði Flashcards
Hver er skilgreining á arfgerð?
erfðasamsetning lífveru. Safn allra gena í frumum einstaklings
Hver er skilgreining á svipgerð?
sýnilegir eiginleikar lífveru. Safn allra einkenna einstaklings
Hvað er að vera arfhreinn?
ef lífvera hefur tvö eins gen sem stýra sama einkenni
Hvað er að vera arfblendinn?
ef lífvera hefur tvö ólík gen sem stýra sama einkenni
Hvað er gen?
eining í erfðaefninu sem ber upplýsingar milli kynslóða og ákvarðar eiginleika einstaklings
Hvar eru gen staðsett?
í litningum í kjörnum frumanna
Hvað er samsæta?
‘sama röð’ á sitthvorum litningi úr pari
Hver var faðir erfðafræðinnar?
Gregor Mendel
Hvaðan var Mendel?
Hann var munkur frá Tékklandi
Hver eru grunnlögmál erfðafræði (skv. Mendel)?
• Einkenni lífvera flytjast milli kynslóða með genum
• Genin eru í pörum (samsætum) í tvílitna lífveru
• Annað genið ríkir venjulega yfir hinu
• Í hverri kynfrumu er einungis annað gen
samsætunnar til staðar
• Ef til staðar eru bæði ríkjandi og víkjandi gen í frumum einstaklings verður aðeins
áhrif vegna ríkjandi gensins
Með hverju er strendingum í DNA haldið saman?
vetnistengjum
Hvað myndar strendingana í DNA ?
Keðja af núkleótíðum
Með hverju tengjast núkleótíðin í DNA?
Núkleótíðin (eða kirnin) tengjast hvort öðru með fosfódíestertengjum
Hvað parast núkleótíðið A við í DNA ?
T
Hvað parast núkleótíðið G við í DNA ?
C
Hvað parast núkleótíðið T við í DNA?
A
Hvað parast núkleótíðið C við í DNA ?
G
Hvað er púrín?
A og G
Hvað er pyrimydin?
T og C
Afhverjus stendur hvert basapar?
einu púrín (A,G) og einu pyrimydin (T,C)
Hvaða niturbasa hefur RNA öðruvísi en DNA?
Hefur U en ekki T
Hvað aðskilur meðal annars RNA frá DNA?
RNA hefur ríbósa ekki deoxyríbósa
Hvernig er DNA lesið?
3’ til 5’
Hver er upphafsröð í RNA/DNA ?
AUG - meðþíónín
Hvað segir STOPP í RNA/DNA?
UGA, UAG, UAA
Hvað gerir mRNA?
Splæsingin - það sem er sett saman við af mRNAinu
Hvað gerir tRNA?
Heldur á amínósýru
Hvað gerir rRNA?
einingarnar sem lesa mRNA og tengja saman amínósýrurnar
Hvað eru litningapörin mörg?
22 litningapör líkamslitninga + 1 par kynlitninga (X og Y)
Hvernig eru litningar númeraðir?
stærstu litningarnir hafa lægstu númerin