Vímuefnaneysla og fjölskyldan Flashcards
Líklega eitt af hverjum ____ börnum býr við áfengisvanda foreldra/forráðamanna á einhverjum tíma í uppvexti sínum
4
Hvers vegna eru gerðar erfðafræðilegar rannsóknir?
Ef að ákveðið gen myndi finnast þá væri unnt að finna þá sem eru í áhættuhópi
Það gæti hjálpað til við að skilja umhverfisþætti við þróun vímuefnaröskunnar
Gæti leitt til betri meðferðar
Fjölskyldurannsóknir
Ef eiginleiki er í fjölskyldunni er álitið að meðlimir í fjölskyldunni hafi sama gen
Vímuefnaröskun er fjölskyldutengt fyrirbæri
Börn einstaklinga með áfengis- og/eða aðra vímuefnaröskun byrja yngri að drekka og þróun ofneyslu er hraðari hjá þeim en öðrum
Hvað eru ættleiðingarannsóknir
Rannsóknir á fólki sem eiga blóðforeldra sem eru með vímuefnaröskun, en ættleitt af fólki sem ekki eru að nota vímuefni
Líffræðilegir synir kk með vímuefnaröskun er ___ líklegri til að misnota vímuefni en þeir sem eiga líffræðilegan föður sem er ekki með vímuefnaröskun
3-4x
(Sömu tengsl milli mæðra og dætra en í minna mæli)
Fyrsta vísindalega vísbendingin um að áfengis- og vímuefnaröskun væri ættgengt…
var í rannsókn Schuckit, Goodwin og Winkour 1972
Rannsókn gerð í Danmörku sem sýndi að synir sem áttu líffræðilega feður sem voru með vímuefnaröskun var ___ hættara við að þróa með sér vímuefnaröskun en þeir sem áttu ekki líffræðileg feður með vímuefnaröskun
3x
Tvíburarannsóknir
Fjalla almennt um samanburð á eineggja og tvíeggja tvíburum
Tvíburar vinsæl viðföng í fylgnirannsóknum (tvíburar settir í aðstæður og þeim fylgt eftir í 5/10 ár t.d.)
Eineggja tvíburar hafa hærri samsvörun fyrir áfengis og vímuefnaröskun en tvíeggja tvíburar
Ekki 100% samsvörun og því álitið að umhverfið hafi einnig áhrif
Eineggja tvíburar hafa hærri samsvörun fyrir áfengis og vímuefnaröskun en…
Tvíeggja tvíburar
Skilgreiningar á fjölskyldum og rannsóknum á neyslu uppúr 1940 (4)
Rannsóknir voru miðaðar við kjarnafjölskyldu, blóðtengsl og lagaleg tengsl
Lítið efni til um fjölskyldur áfengissjúkra
Rannsóknir beindustu að eiginkonum alkahólistum
Þær taldar eiga við sálræna truflun að stríða
Nútíma skilgreiningar á fjölskyldum og rannsóknum á áhrifum neyslu (4)
Víðari skilgreining í dag, fjölskyldur hafa mörg form
Virkni fjölskyldu er mismunandi eftir menningu
Hlutverk, reglur og gildismat varðandi tengsl og stuðning innan fjölskylda mismunandi eftir menningu
Fjölskyldukenningar notaðar fyrst á 7. og 8. áratugnum í rannsóknum til að skilja áfengisvanda
Skilgreining frá heimspekingnum Georg W.F. Hegel (1770-1831)
Sú skilgreining að einstaklingurinn fæðist inn í fjölskyldu sem kemur honum til manns og veitir honum siðferðilegt uppeldi samkvæmt hugmyndum sem hlaðin eru viðhorfum og gildum
!!!Fjölskylda!!!
Fjölskylda er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum
Meðlimir eru oftast fullorðnar manneskjur af báðum kynjum eða einstaklingur með barni eða börnum
Þau eru skuldbundin hvort öðru í siðferðilegri gagnkvæmri hollustu
Fjarlægð í fjölskyldum
Fjölskyldumeðlimir geta flutt til allra heimshorna en verið samt tengdir tilfinningalega og upplifað fjölskyldunánd
Í fjölskyldumeðferð geta meðlimir sem eru landfræðilega fjarri kjarnafjölskyldunni skiptir miklu máli
Nauðsynlegt gæti reynst, og meðferðalega rétt, að taka tillit til þeirra þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð
Heilbrigð samskipti einstaklinga í fjölskyldum
Þegar fjölskyldumeðlimir finna til öryggis og ánægju innan fjölskyldunnar eru samskiptin heilbrigð innan fjölskyldunnar
Ef fólk fer heim til sín og hugsar á leiðinni heim til sín „mig langar heim“, að hlakka til að fara heim til sín
Að vilja ekki fara heim, afhverju er það?
Sveigjanleiki og traust milli einstaklinga í fjölskyldu gerir það að verkum að…
Þeir fá uppfyllta þörf sína fyrir umhyggju, ástúð og virðingu
Að þurfa ekki að fá leyfi fyrir hlutunum, bara láta vita
Einstaklingur er alltaf einstaklingur burtséð frá því hvort hann sé í sambandi eða ekki
Ánægja í samskiptum innan fjölskyldu einkennast af…
Hlýju og nánd milli allra fjölskyldumeðlima
Foreldrar þar sem eru heilbrigð samskipti í fjölskyldunni eru í…
Umönnunar- og uppeldishlutverki gagnvart börnunum sínum. Þau eru fyrirmynd barnanna og traust ríkir í samskiptum milli allra aðila
Í fjölskyldum þar sem heilbrigð samskipti ríkja og fjölskyldumeðlimir eru meðvitaðir um…
…sín hlutverk og er grundvallarþörfum fyrir ást og öryggi einstaklinganna sinnt. Saman skapa fjölskyldan og samfélagið reglur, viðmið og setja einstaklingunum mörk í hverri fjölskyldu
!!!Einelti í skólum vs. fjölskyldum
Einelti í skólum er viðurkennt að börn eru lögð í einelti af öðru börnum á skólalóðinni. Það talar enginn um það að börnin leggja kennara stundum í einelti á öllum skólastigum. Oft talað um einelti á vinnustöðum. Enginn sem talar um að einelti sé til staðar inn í fjölskyldum.
!!!Dæmi um einelti í fjölskyldu
Einu barninu ekki boðið með eða spurt um afþreyingu, kennt um allt, barnið tekið sem dæmi í slæmum atvikum á heimilinu
Það sem hefur verið sýnt fram á að gerist í fjölskyldum þar sem einstaklingur glímir við vímuefnavanda
Að gera lítið úr eða afneita vandamálum
Tilraunir til að útrýma vandanum
Óreiða
Endurskipulag þrátt fyrir vandann
Tilraunir til að flýja
Endurskipulag fjölskyldunnar
Að gera lítið úr eða afneita vandamálum
Að segja að þetta sé ekki jafn slæmt og einhver annar gerði í gamla daga
Afsaka hvað einstaklingur drekkur sjaldan
„Þetta er nú bara 3x á ári“
„Hann er í svo erfiðri vinnu“
Tilraunir til að útrýma vandanum (5)
Hafa nóg fyrir stafni
Reyna vera glaður og finna uppá einhverju nýju
Flytja í annað bæjarfélag, kenna aðstæðum um
Senda barnið í sveit
Hætta að tala við fólk sem drekkur mikið
Óreiða
Ef að togað er í einn spotta á kostnað annars spotta í óróa þannig að hann verði skakkur, þá fer hann á hreyfingu en stoppar skakkur
Hægt að líkja þessu við samband þar sem áfengi er vandamál
Par talar í gegnum þriðja aðila (börn td)
„Viltu segja við hana mömmu þína…“
Ef að barn fer að bera ábyrgð sem er meiri en þroski og aldur gefi til kynna er SLÆMT
» Hugsa um systkini sín, breiða yfir dauðadrukkna foreldra
Endurskipulag þrátt fyrir vandann
Það er hægt að vinna í vandanum