Bati, bakföll og meðferðarúrræði Flashcards
Hvað segir í klínískum fræðum um vímuefnaröskun?
Að vímuefnaröskun sé krónískur og síversnandi sjúkdómur
Megin einkenni sjúkdómsins
Stjórnleysi, fíkn og afneitun
Bakföll
Gera má ráð fyrir bakföllum eftir að einstaklingur hefur fengið bata eftir meðferð eins og með aðra króníska sjúkdóma
Dópamínviðtaka í heila með fíkn
Sýnt hefur verið fram á að í heila með fíkn þá hefur dópamínviðtökum fækkað og þar af leiðandi er minni dópamínstarfsemi
Sýnt fram á skerta starfsemi í framheila þar sem úrvinnsla upplýsinga og ákvarðanataka fer fram
Einkenni á fyrri stigum sjúkdómsins
Lækkað geðslag
Önuglyndi
Hvatvísi
Minnistruflanir
Streita
Kvíði
Einkenni á seinni stigum sjúkdómsins
Mikil þráhyggja
Neyslan breytist frá því að vera jákvæð upplifun í það að vera nauðsynleg til að losna við neikvæðar tilfinningar
Vímuefnaröskun hefur áhrif á…(7)
Líkamlega heilsu
Geðheilsu
Tilfinningar
Persónuleika
Félagslega færni
Félagslega stöðu
Siðferðilega og andlega þætti
Afneitun
Afneitun kemur í veg fyrir að hinn vímuefnasjúki komi auga á vandamál tengd neyslu á vímuefnum
Afneitun er varnarháttur sjálfsins en samkvæmt Freud eru varnarhættir sjálfsins ósjálfráð sálræn viðbrögð sem hafa það hlutverk að vernda sjálfið fyrir óþægilegum og óásættanlegum hugsunum, tilfinningum og reynslu
Kostir og gallar afneitunar
Kosturinn er að það kemur í veg fyrir að maður finni til, það sem er erfitt afneitast og verndar mann
Gallinn er sá að maður sér ekki hvaða leið maður er á
Afneitun
Stig 1
Afneitun er skortur á upplýsingum eða viðkomandi hefur fengið rangar upplýsingar varðandi vímuefnaröskun og vandamál tengd neyslu vímuefna
Viðkomandi hefur einnig rangar upplýsingar varðandi bata
Íhlutun felst í réttum upplýsingum
Afneitun
Stig 2
Vörnin er meðvituð
Alltaf þegar viðkomandi byrjar að hugsa eða tala um vímuefnaneyslu notar viðkomandi innri rök sem brjótast út í huga viðkomandi
Rökin eru á milli þátta í persónu viðkomandi sem vill halda áfram að nota vímuefni og þátta sem vill hætta neyslu
Íhlutun felst í samtali sem leysir árekstra milli sjónarmiða þessa tveggja þátta
Afneitun
Stig 3
Afneitun er ómeðvituð vörn
Ósjálfráð og ómeðvituð vörn sem forðar og rangfærir upplýsingar á þann hátt að viðkomandi finnur ekki fyrir sársaukanum sem fylgir því að kannast við vímuefnasýki/röskun
Íhlutun felst í því að upplýsa viðkomandi um almenna þætti afneitunar og nota sjálfsskoðun og leiðbeinandi svörun á fundum/viðtali til að afhjúpa afneitunina
Afneitun
Stig 4
Blekking
Viðkomandi viðheldur trú sinni á það að hann sé hófmanneskja hvað varðar neyslu vímuefna þrátt fyrir augljós vandamál tengd neyslunni
Blekking kemur í veg fyrir að viðkomandi sýni viðbrögð vegna íhlutunar á fyrri stigum afneitunnar
Blekking er talin tengjast skertri starfshæfni heilans vegna vímuefnaneyslu eða vegna persónuleikaröskunnar af öðru tagi
Þegar þessi atriði eru meðhöndluð dregur venjulega úr þeim og viðkomandi fer á lægra stig afneitunar sem eru meðhöndlanleg
Vímuefnameðferð
Vímuefnameðferð er ferli sem rýfur vítahring fíknar í vímuefni
Markmið meðferðar
Að endurhæfa einstaklinginn til að gera hann hæfari til að gera tekið virkan þátt í atvinnulífi, námi, fjölskyldu og almennt í samfélaginu
Hvar getur meðferð átt sér stað?
Inniliggjandi meðferð
Göngudeild
…varir í mislangan tíma
Dugar eitt skipti í skammtímameðferð?
Þar sem um krónískan sjúkdóm er að ræða dugar sjaldnast skammtímameðferð í eitt skipti
Fyrir marga er meðferð langtímaferli sem felur í sér….
….fjölþætt inngrip og reglulega eftirfylgd
Rannsóknir sýna að við meðhöndlun á fíkn í ópíóíða…
…þá ætti að nota lyf í afeitrun
Ópíóíð
Verkjalyf eða lyf eins og heróín eða fentanýl
Afeitrun
Afeitrun er mikilvæg í meðferð
Lyf geta verið notuð í afeitrun…
Áfengis og ópíóíðfíkn
Lyfjameðferð í afeitrun…
Er ekki eiginleg meðferð og dugar oft skammt ein og sér
Atferlismeðferð
Atferlismeðferð samhliða afeitrun hjálpar fólki við að breyta viðhorfi og hegðun sem tengist vímuefnaneyslu
Inniliggjandi meðferð
Á stofnun allan sólarhringinn með starfsfólk á vakt allan sólarhringinn
Nánari og ítarlegri meðhöndlun
Auðveldar að koma reglu á svefnvenjur og breyta daglegum athöfnum
Friður fyrir utanaðkomandi áreiti
Göngudeildarmeðferð
Formlegt meðferðarprógram með einum eða fleiri fagaðilum
Einstaklings- og hópmeðferðir
Þjálfa sjálfstyrkingu, para- og fjölskyldumeðferð
Flestir fylgja 12 spora kerfi samhliða.
Bindindi er skilyrði fyrir þátttöku í göngudeildarmeðferð.
Kostir við göngudeildarmeðferð
Mun ódýrari en inniliggjandi meðferð
Einstaklingur þarf ekki að vera fjarri heimili og vinnu