Viðgerð vefja Flashcards
Með hvaða hætti á viðgerð vefja sér stað? (2)
- Endurnýjun
- Vefurinn endurnýjar sig og fer í upprunalegt ástand - Græðsla með örverf
- Ef vefurinn hefur ekki endurnýjunarhæfileika
- Ef stoðþættir (parenchymal frumur) vefjar skemmast
→ Fibrosa
Endurnýjun og græðsla fara saman í mismiklu mæli eftir ýmsa áverka
Viðgerð felur í sér
- Fjölgun á ýmsum frumugerðum
- Náin samskipti milli fruma
- Náin samskipti milli fruma og utanfrumuefnis (ECM)
Hvaða frumur fjölga sér í viðgerð?
- Starfsfrumur (parenchyma) skemmda vefjarins til að koma aftur á eðlilegri uppbyggingu
- Æðaþelsfrumur við nýmyndun æða
- Fibroblastar við myndun örvefs => kollagen
Útkoma viðgerðar fer eftir
- Framleiðslu vaxtarþátta sem hvetja til frumufjölgunar
- Viðbrögðum fruma við vaxtarþáttum
- Endurnýjunarhæfileikum fruma
Hvaða frumur framleiða vaxtarþætti sem hafa áhrif á viðgerð vefja?
- Leukocytar/macrophagar sem taka þátt í bólgu
- Parenchymal/stromal frumur við vefjaskemmdir
Hvernig hvetja vaxtarþættir frumufjölgun?
Bindast sérhæfðum viðtökum
- Aflétta bælingu á framvindu frumuskiptinga
- Koma í veg fyrir apoptosis
- Valda aukningu á framleiðslu próteina til undirbúnings frumuskiptinga
Verkunarmáti vaxtarþátta (3)
Autocrine
- Aðalverkun á frumuna sjálfa
- Endurnýjun í þekjuvef (t.d. húð)
Paracrine
- Aðalverkun á nærliggjandi frumur
- Frumur í bólgusvari og viðgerð
Endocrine
- Verkun á fjarlægjar frumur
- Efni berast með blóði á verkunarstað
Hvernig hefur ECM stuðningshlutverk?
- Tengsl milli fruma og ECM
- Styður við migration fruma
- Viðheldur réttri stöðu fruma (polarity)
Hvernig hefur ECM áhrif á frumuvöxt og þroskun?
- Binst integrinviðtökum á frumum
- Mekanísk áhrif utan við frumuna hafa áhrif á tjáningar- og framleiðsluferli innan frumunnar
Hvernig er ECM stoðgrind fyrir endurnýjun vefja?
- Heil grunnhimna og stroma er nauðsynlegt fyrir skipulagða endurmyndun vefja
- Labilar og stabilar frumur endurnýja ekki vefinn ef skemmdir eru á ECM heldur verðu til örvefur
Viðgefð vefja er háð samspili ECM og fruma auk…
Vaxtarþátta!
- ECM geymir vaxtarþætti sem eru bæði lausir og bundnir við próteóglýkön
- Gott aðgengi er að vaxtarþáttum eftir skemmdir og við viðgerð
Í hvaða vefjum verður endurnýjun?
Þeim með labilar og stabilar frumur
Endurnýjun er háð vaxtarþáttum!
Hvaða stabilu frumur hafa mesta endurnýjunarhæfileika?
Lifrarfrumur
T.d. eftir hlutabrottnám vegna æxlis eða eftir lifrartransplant
HGF (hepatocyte growth factor)
- Framleiddur af fibroblöstum, æðaþelsfrumum og non-parenchymal frumum í lifur
- Veldur fjölgun á hepatocytum og flestum þekjufrumum (t.d. húð, brjós, lungu)
EGF/TGF-α
- Bindast sama viðtakanum => EGFR
- Eru mitogen fyrir hepatocyta og flestar þekjufrumur
- Við græðslu sára er EGF framleiddur af keratinocytum, macrophögum og öðrum bólgufrumum
- Í sumum krabbameinum er stökkbreyting í EGFR sem veldur stöðugri virkjun og því stöðugri skiptingu fruma