Æxli Flashcards
Neoplasia
Nýr vöxtur
Tumor
Fyrirferð
Nú notað um æxli
Illkynja æxli
Krabbamein
Flokkun æxla (2)
- Hegðun
- Góðkynja
- Illkynja - Uppruni
- Staðsetning
- Frumugerð/vefjagerð
Uppruni æxla (frumu/vefjagerð) (6)
- Þekja
- Stoðvefur (bandvefur, æðavefur, taugavefur, vöðvavefur, fituvefur, beinvefur)
- Eitil-/blóðfrumur
- Melanocytar
- Kímfrumur
- Glial frumur
Getum yfirleitt staðsett æxli í einum þessara sex flokka
Hvað einkennir góðkynja æxli? (7)
- Vaxa yfirleitt hægt
- Vaxa ekki ífarandi
- Eru staðbundin
- Mynda ekki meinvörp
- Oft exophytic vöxtur þ.e. vex út lengra en yfirborðsþekjan
- Mjúkur vefur
- Líkist oft upprunavef
Í hvaða frumu/vefjagerð finnast helst góðkynja æxli? (3)
- Þekja/kirtilvef
- Stoðvef
- Melanocytum
Hvernig er nafngiftum góðkynja æxla háttað?
Öll heiti enda á -oma
Góðkynja stoðvefsæxli hafa forskeyti sem gefur til kynna uppruna
- Lipoma
- Leiomyoma
Hvaða undantekningar eru frá þeirri reglu að endingin -oma gefi til kynna góðkynja æxli?
- Melanoma
- Lymphoma
Góðkynja æxlið mynduð af þekjufrumum
- Adenoma => Kirtlaæxli
- Papilloma => Totumyndandi æxli
Í meltingarvegi er adenoma notað um forstigsbreytingar sem oft eru totumyndandi!
Polyp (sepi)
- Lítil fyrirferð sem skagar inn í lumen
- Getur verið góðkynja, illkynja eða forstigsbreyting krabbameins
Hamartoma
Góðkynja fyrirferð sem gerð er úr eðlilegum vef sem á heima á viðkomandi stað.
Ekki beinlínis litið á þetta sem æxli heldur hefur vefurinn bara raðast upp á rangan máta.
Choristoma/Ectopia
Góðkynja fyrirferð sem er gerð úr eðlilegum vef sem á EKKI heima á viðkomandi stað.
Eru góðkynja æxli alltaf hættulaus og einkennalítil?
Nei!
- Geta valdið þrýstingseinkennum
- Obstruction
- Framleiðsla hormóna
- Umbreyting í illkynja æxli? Það getur auðvitað orðið önnur stökkbreyting sem veldur því að góðkynja æxli fer að vaxa sem illkynja en mestar líkur eru á því ef að góðkynja æxli reynist svo illkynja að upprunaleg greining hafi verið röng
- Veldur sjúklingum kvíða
Skilgreining á krabbameini (American cancer society)
Krabbamein er hópur sjúkdóma sem einkennast af stjórnlausum vexti og dreifingu afbrigðilegra fruma. Ef ekki er unnt að ná stjórn á útbreiðslu sjúkdóms þá getur það leitt til dauða.
Hvað einkennir illkynja æxli? (6)
- Vaxa ífarandi - illa afmörkuð
- Geta myndað meinvörp
- Vaxa oft hratt
- Oft endophytic vöxtur - þ.e. vex innan í vefsinn en ekki út í lumen eins og góðkynja vöxtur
- Harður vefur - bandvefur
- Þurfa ekki að líkjast upprunavef
Hvað er ífarandi vöxtur?
Vöxtur í aðliggjandi vefi og líffæri
Hvað ræður því helst hvort æxli myndi meinvörp?
- Stærð æxlis => því stærra því meiri líkur
2. Æxlisgráða
Hvernig dreifast illkynja æxli?
- Um líkamshol
- Með vessaæðum
- Með blóðæðum
Oftast æxli af þekjuuppruna sem fara í eitla. Æxli úr stoðvef dreifa sér yfirleitt með blóðæðum, finnum þá sjaldan meinvörp í eitlum, frekar í lungum og öðrum blóðríkum líffærum.
Vaxtarhraði illkynja æxla
- Er háður æxlisgráðu
- Illkynja æxli hafa yfirleitt verið til staðar lengi áður en þeirra verður vart
- Æxli greinist í fyrsta lagi við 1 cm^3 eða 1 g en það eru 10^8 til 10^9 frumur
=> Á því stigi hefur æxlið tvöfaldast 30x en hver
tvöföldun getur tekið 3-6 mánuði - 1 g -> 1 kg jafngildir aðeins 10 tvöföldunum
Í hvaða frumu/vefjagerð finnast helst illkynja æxli? (6)
- Þekju/kirtilvef
- Stoðvef
- Melanocytum
- Eitil-/blóðfrumum
- Kímfrumum
- Glial frumum
Hvað er carcinoma?
Illkynja þekjuæxli
Adenocarcinoma
Illkynja kirtilæxli
Carcinoma squamocellulare
Illkynja flöguþekjukrabbamein